Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 9
■ Félög 9ÞRIÐJUDAGUR 27. janúar 2004 Stjórnvöld segja upp samstarfi við Atlantsál: Áfram unnið að verkinu STÓRIÐJA Iðnaðarráðherra og heimamenn á Húsavík eru á einu máli um að vinnu við að koma á fót stóriðju fyrir norðan verði haldið áfram þrátt fyrir að stjórn- völd hafi sagt upp samstarfi við Atlantsál um undirbúningsvinnu fyrir byggingu álvers við Húsa- vík. Iðnaðarráðherra segir þó ljóst að af slíkri framkvæmd verði ekki á næstu árum en það hefði átt við hvort sem Atlantsál væri með í málinu eða ekki. „Við hyggjumst vinna áfram að málinu, á eigin forsendum í sam- starfi við heimamenn,“ segir Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra. Hún segir að Atlantsáls- mönnum hafi ekki tekist að sýna fram á að þeir hefðu burði í verk- efnið og því hefðu stjórnvöld ekki getað ráðist í kostnað við um- hverfismat. Valgerður sagði við Fréttablaðið síðasta sumar að erfitt yrði að fara í þessar fram- kvæmdir meðan aðrar stóriðju- framkvæmdir væru í fullum gangi. „Það var alltaf ljóst að það yrði ekki farið í þetta á næstu árum,“ sagði Valgerður í gær. „Þessi vinna sem við erum bún- ir að vinna hefur frekar styrkt okkur í trúnni á því að það sé hægt að setja upp orkufrekan iðn- að hér,“ segir Reinhard Reynis- son, bæjarstjóri á Húsavík. Hann segir að nú verði farið í að leita að nýjum samstarfsaðila og er bjart- sýnn á árangur. „Það urðu snögg aðilaskipti í verkefninu fyrir aust- an,“ segir hann og vísar til inn- komu Alcoa í álver fyrir austan. ■ FYLGI KRÖFUM FAST EFTIR Verka- lýðsfélag Húsavíkur skorar á samninganefnd Starfsgreinasam- bands Íslands að fylgja fast eftir kröfum sambandsins um verulega hækkun lægstu launa og jöfnun líf- eyrisréttinda og segir mikilvægt að kröfur sambandsins um breytingar á sérmálum einstakra hópa innan sambandsins nái fram að ganga. ARI HÆTTIR Ari Teitsson hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér áfram í embætti for- manns Bændasamtaka Íslands, að því er fram kemur í nýjasta tölu- blaði Bændablaðsins. Ari hefur verið formaður Bændasamtakanna um níu ára skeið. Næsta búnaðar- þing Bændasamtakanna verður haldið í mars og þá verður nýr formaður kjörinn. Sala Símans: Útboð vegna ráðgjafar EINKAVÆÐING Einkavæðingar- nefnd undirbýr útboð vegna ráðgjafar vegna sölu á Síman- um. Ólafur Davíðsson, formað- ur Einkavæðingarnefndar, seg- ir að ýmis ráðgjafarfyrirtæki hafi sett sig í samband við nefndina og látið af sér vita. Hann segir að útboð á ráð- gjöf sé fyrsta skrefið í málinu og það sé því enn á undirbún- ingsstigi. Ólafur á von á því að útboð vegna ráðgjafar eigi sér stað „í næsta mánuði eða svo“. „Við förum yfir það með ráð- gjafafyrirtækinu hvernig heppilegast sé að standa að þessu og í kjölfarið verða tekn- ar ákvarðanir um hvernig það verði gert,“ segir Ólafur. ■ Íslenska ríkið: Sýknað af bótakröfu DÓMUR Íslenska ríkið var sýknað af rúmlega tveggja milljón króna kröfu albansks manns en hann fór fram á kröfuna vegna gæsluvarðhalds og farbanns sem hann var úrskurðaður í árið 2002. Á manninum fundust fölsuð slóvensk vegabréf sem ætluð voru albönskum hjónum og var hann ákærður fyrir brot á lög- um um útlendinga. Hann var hins vegar sýknaður af kröfunni eftir að í ljós kom að albönsku hjónin væru með vegabréf með dvalarheimild á Schengensvæð- inu. Dómnum þótti ljóst að ef gildandi vegabréfum hjónanna hefði strax verið framvísað hefði maðurinn hvorki verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald né farbann. Þá þykir maðurinn hafa stuðlað sjálfur að aðgerð- um gegn sér. ■ Flugleiðir: Næstbesta afkoman VIÐSKIPTI Afkoma Flugleiða stefnir í að verða sú næstbesta frá upphafi. Einungis metárið 2002 skilaði betri afkomu í 30 ára sögu félagsins. Flugleiðir sendu frá sér af- komuviðvörun í gær, þar sem kemur fram að áætlaður hagn- aður fyrir skatta fyrir árið 2003 sé 1.200 milljónir. Í tilkynningu frá félaginu segir að þessi niður- staða sé þrátt fyrir Íraksstríð og bráðalungnabólgu sem ollu tekjutapi í upphafi ársins, auk vaxtandi samkeppni í milli- landaflugi. ■ Skerðing Neyðarmóttöku: Stórt skref afturábak HEILBRIGÐISMÁL Það er stórt skref afturábak ef skerða á starfsemi Neyðarmóttöku vegna nauðgun- armála með einhverjum hætti, segir í ályktun frá stjórn Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir. Stjórnin varar mjög eindreg- ið við öllum breytingum á starf- semi Neyðarmóttökunnar sem ekki byggja á faglegu mati á starfseminni. Neyðarmóttakan er eitt hið besta sem Íslendingar hafa gert til að vinna gegn of- beldi og afleiðingum ofbeldis. Er vísað til hennar erlendis sem sérstakrar fyrirmyndar í þess- um málum, segir í ályktuninni. Er skorað á stjórnvöld að gera engar þær breytingar sem skað- að gætu þetta mikilvæga starf sem þarna fer fram. ■ Sænskur blaðamaður um Kárahnjúka: Neyslugleði og talibanastjórn FRAMKVÆMDIR Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun eru tilefni harðorðrar greinar sem Svíinn Torgny Nordin skrifar í Gauta- borgarpóstinn í Svíþjóð. Greinin er eins konar sambland af ferða- sögu hálendisferðar til Íslands og úttektar á umhverfisafstöðu Ís- lendinga í tengslum við virkjun- ina. Í greininni er sprengingum vegna stíflugerðar við Kára- hnjúka líkt við eyðileggingu tali- banastjórnarinnar á risavöxnum búddalíkneskjum í Afganistan. Nordin segir að Íslendingar séu fullkomlega að tapa siðferði- legum áttum. Aðstæður við Kára- hnjúkavirkjun sýni hversu lítið menn láti sig velferð manneskj- unnar skipta. Eyðileggingin á náttúru Íslands setji Íslendinga neðst á lista samfélaga náttúru- verndarsinna heimsins. Nordin er ekki í vafa um hvers vegna svona sé komið. Vandinn liggi í því að meirihluta þjóðarinn- ar sé sama um allt þetta svo lengi sem efnahagskerfið vaxi og neysl- an geti haldið áfram. Ástæðan sé meðal annars sú að Íslendingar séu skuldsettir upp fyrir eyru. Hann bætir því við að raunveru- leg náttúruvernd finnist vart á Ís- landi og umhverfisráðherrann, Siv Friðleifsdóttir, hafi gefið hug- takinu „umhverfisráðherra“ al- gjörlega nýja merkingu. ■ Dean saxar á Kerry Prófkjör demókrata í New Hampshire er talið geta haft afgerandi áhrif á baráttuna fyrir útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. John Kerry er enn efstur í skoðanakönnunum en Howard Dean sækir á. FORSETAKOSNINGAR Stjórnmála- skýrendur í Bandaríkjunum eru á einu máli um að spenna vegna prófkjörs Demókrataflokksins í New Hampshire sé meiri nú en nokkru sinni fyrr. Öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry hefur enn forskot í skoðanakönnunum eftir óvæntan stórsigur í prófkjörinu í Iowa fyr- ir rúmri viku. Howard Dean, sem hafði fyrir nokkrum vikum ör- uggt forskot á keppinauta sína, er óðum að ná sér á strik eftir mikið fylgistap í kjölfar hrakfaranna í Iowa. Hann hefur þurft að kljást við linnulausar fullyrðingar um að hann sé sá frambjóðandi sem hvað minnsta möguleika eigi til þess að bera sigur- orð af George Bush í forsetakosningun- um sjálfum. Þá hefur mikið verið gert úr „öskri“ sem Dean lét frá sér úr ræðu- stóli í Iowa í hvatn- ingarræðu eftir ósigurinn. „Öskrið“ hefur verið nefnt sem rökstuðningur fyrir þeirri skoðun að Dean sé of óstöð- ugur og hvatvís til þess að eiga möguleika á því að hljóta náð fyr- ir augum bandarískra kjósenda í kosningunum í nóvember. Í nýjustu skoðanakönnunum MSNBC og Reuters er Kerry með 31% stuðning líklegra kjósenda í prófkjörinu en Dean með 28%. Hershöfðinginn Wesley Clark nýt- ur stuðnings 13% samkvæmt könnuninni. Annar öldungadeild- arþingmaður, John Edwards, er í fjórða sæti með 12%. Keppnin um efsta sætið í próf- kjörinu virðist því vera á milli þeirra Dean og Kerry en aðrir frambjóðendur vonast til þess að ná óvæntum árangri og fleyta sér þannig áfram í baráttunni. Með bærilegum úrslitum í New Hampshire geta hinir frambjóð- endurnir komið sér í ákjósanlegri vígstöðu fyrir fyrsta stóra próf- kjörsdaginn, 3. febrúar, þegar kosið verður í sjö fylkjum í sunn- anverðum Bandaríkjunum. Eitt meginþemað í kosninga- baráttunni undanfarna daga hefur verið gagnrýni á utanríkispólitík Kerrys en hann kaus með ályktun um Íraksstríðið á síðasta ári en var andsnúinn hernaðaríhlutun Bandaríkjanna vegna innrásar Íraks í Kúvæt árið 1991. Judy Dean, eiginkona Howards, hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttu eiginmanns síns á síðustu dögum en það er al- gjört nýnæmi, enda hefur Judy, sem er læknir í Vermont, þver- neitað að fórna starfsframa sín- um til þess að taka þátt í kosn- ingabaráttu eiginmannsins. Nú, þegar mikið liggur við í barátt- unni, hefur hún hins vegar tekið sér frí frá vinnu í nokkra daga til þess að standa við hlið eigin- mannsins – eins og löngum hefur verið siður hjá mökum banda- rískra stjórnmálamanna. ■ ÞEISTAREYKIR Vonir eru bundnar við að fá megi orku fyrir stóriðju frá Þeistareykjum. TALIBANAFRAMKVÆMDIR Í sænska dagblaðinu Göteborgsposten er framkvæmdum við Kárahnjúka líkt við skemmdarverk talibana á menningarverðmætum. ■ Í nýjustu skoð- anakönnunum MSNBC og Reuters er Kerry með 31% stuðning lík- legra kjósenda í prófkjörinu en Dean með 28%. KERRY Á FLUGI John Kerry er efstur í skoðanakönnunum fyrir prófkjörið í New Hampshire. Óvæntur stórsigur hans í Iowa hefur veitt honum byr undir báða vængi. ÖSKRIÐ Frumstætt „öskur“ Howards Dean í kjölfar ósigurs í Iowa hefur vak- ið spurningar um dómgreind hans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.