Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 18
heilsa o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heilsa@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is KENNARANÁMSKEIÐ Í ROPE YOGA Fyrri hluti kennara- námskeiðs í Rope Yoga verður haldið dagana 5.-8. febrú- ar. Leiðbeinandi er Guðni Gunnarsson, stofnandi Rope Yoga. Gerðar eru kröfur um að þeir sem sækja nám- skeiðið hafi haldgóða þekkingu á sviði heilsuræktar, hafi kennt eða ástundað jóga, réttindi á sviði sjúkraþjálfunar, einkaþjálfunar og/eða íþróttakennslu. Eftir fyrri hluta námskeiðs hafa þátttakendur öðlast rétt til kennslu en endanlegt skírteini fæst ekki fyrr en að loknum síðari hluta námskeiðs. Nánari upplýsingar fást í Hreysti. Útsala Kynnið ykkur hina frábæru ljósabekki frá Sænska framleiðandanum Ultra Tan. Hágæða framleiðsla í 20 ár á verðum sem ekki hafa sést áður. Seljum bæði legubekki og standbekki. Ljósabekkir Nánari upplýsingar í síma 533 4455 eða á vefsvæði okkar: www.netver.is. Mismunur á fótaaðgerð og fótsnyrtingu: Þú bæðir ekki tann- lækninn að varalita þig Algengt er að fólk rugli samanfótaaðgerð og fótsnyrtingu, að sögn Eyglóar Þorgeirsdóttur, sem rekur fótaaðgerða-, snyrti- og nudd- stofuna Eygló við Langholtsveg í Reykjavík. „Þetta eru tvær mis- munandi starfsgreinar en fólk pant- ar sér stundum tíma í fótsnyrtingu og fer út mjög óá- nægt af því að þeir- ra meinum, svo sem líkþornum, sprungum og naglavandamálum, hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Eins hafa konur lent í því að panta sér tíma hjá fótaað- gerðafræðingi og farið út óánægðar því þær voru að leita eftir fótsnyrt- ingu og þar af leiðandi fengu þær ekki lakkaðar neglur né fannst nægilegur tími lagður í fótanudd og naglabönd til fegrunar. Sjálf er Eygló bæði löggildur fótaaðgerðafræðingur og snyrti- fræðingur. Því liggur beint við að spyrja hana um mismuninn á þess- um greinum. „Fótaaðgerðafræðing- ur tilheyrir heilbrigðisstétt og því er fótaaðgerð hliðstæða læknismeð- ferðar sem byggist á að bæta mein fóta og veita ráðgjöf. Sjúklingurinn er meðhöndlaður með hnífum, egg- járnum og fræsurum. Þar koma líka til hliðarmeðferðir svo sem spang- armeðferð fyrir niðurgrónar neglur og sílikon fyrir mismunandi aflag- anir á fótum, ásamt öðrum mismun- andi stuðningsmeðferðum.“ Eygló segir fótsnyrtingu flokk- ast undir snyrtifræði og starf snyrtifræðingsins sé að meðhöndla heilbrigða fætur, snyrta neglur og fjarlægja þurra húð. Þeim sé ekki heimilt að nota hnífa eða önnur beitt eggjárn enda séu þeir ekki tryggðir gagnvart því. Fótsnyrting sé á sama plani og handsnyrting. „Þú getur beðið fótaaðgerðafræð- ingin þinn að lakka á þér neglurnar en það væri svipað og þú bæðir tannlækninn þinn að varalita þig eftir tannviðgerð. Það tilheyrir ekki starfsviði hans,“ segir hún að lokum. ■ EYGLÓ ÞOR- GEIRSDÓTTIR Fótaaðgerðafræð- ingur, snyrtifræð- ingur og sjúkra- nuddari. Heilsan í forgang! Víða erlendis ýta fyrirtækiundir heilsurækt og gott mataræði meðal starfsmanna. Sum fyrirtæki hafa jafnvel geng- ið svo langt að bjóða upp á hug- leiðslu- og slökunaraðstöðu sem starfsmenn geta notað yfir dag- inn. Árangurinn skilar sér í auk- inni framleiðslu, betri móral og færri veikindadögum, að ótaldri betri líðan starfsmanna. Á dögum niðurskurðar í heil- brigðiskerfinu er gott að íhuga hvað við getum gert til að hjálpa. Við sem erum ekki í stjórnunar- stöðum, hvorki í ríkisstjórn né í stjórn Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, getum við eitthvað gert, annað en að láta hug okkar í ljós í næstu kosningum? Margir læknar vilja halda því fram að stór hluti þeirra sem sækja sér heilbrigðisþjónustu veikist vegna eigin neyslu og lífs- stíls. Þeir sem reykja, hreyfa sig lítið, hugsa illa um mataræðið, drekka of mikið áfengi eða eru upp til hópa neikvæðir og svart- sýnir eru sagðir líklegri til að þurfa að leita sér læknis en aðrir. Þó er stór hópur sem lítið get- ur gert í heilsuleysi sínu og þarf virkilega á læknisaðstoð að halda. Er ekki rétt að við sem getum eitthvað í okkar málum gert setjum heilsuna í forgang og búum þannig til pláss á sjúkra- húsum fyrir þá sem þurfa virki- lega á þeim að halda? Getum við ekki gert eins og fyrirtækin sem hafa aukið afköst, sparað peninga og uppskorið ánægðari starfs- menn? Ef við leggjumst öll á eitt ætt- um við að geta haft veruleg áhrif til hins betra á þennan stærsta útgjaldalið íslenskra skattborg- ara. Enginn getur þvingað annan til að hreyfa sig, breyta um mataræði eða hætta að reykja, en því miður er staðan þannig að heilsa/heilsuleysi annarra snertir budduna þína, seðlaveski hins al- menna skattborgara. Með því að setja líkamlega og andlega heilsu í forgang getum við haft jákvæð áhrif á læknis- þjónustu í landinu. Við getum búið til pláss fyrir þá sem virðast ætla að koma verst undan niður- skurðarhnífnum. Breytingarnar eiga sér kannski ekki stað alveg strax, en við verðum að byrja að hugsa fram í tímann. Kostnaður við læknisaðstoð og sjúkrahús hefur aukist stöðugt síðastliðna áratugi. Er eitthvað sem segir okkur að breytingar séu í aðsigi? Setjum heilsuna í forgang og ger- um eitthvað í málinu, núna, strax, í dag! ■ Líkamiog sál GUÐJÓN BERGMANN ■ jógakennari og rithöfundur skrifar um andlega og líkamlega heilsu. FÓTAAÐGERÐA- FRÆÐINGURINN AÐ STÖRFUM Eygló beitir ýmsum verkfærum. gbergmann@gbergmann.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.