Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 19
Erfðabreyttar afurðir verða íbrennidepli á málþingi Náttúrulækningafélags Íslands sem haldið verður á Hótel Loft- leiðum í kvöld. Þar verða marg- ar knýjandi spurningar teknar til umfjöllunar, svo sem: Stafar heilsunni ógn af erfðabreyttum plöntum? Geta erfðabreyttar afurðir hjálpað hungruðum? Er gróðavon of stór þáttur í erfða- tækni? og Hvernig er eftirliti háttað á Íslandi? Einn af frummælendum kvöldsins er Jónína Þ. Stefáns- dóttir, matvælafræðingur á Umhverfisstofnun. Hún var beðin að gefa lesendum Frétta- blaðsins smá innsýn í þennan heim áður en þeir storma á þingið. En hvað eru erfðabreytt matvæli? „Það eru einkum nytjaplöntur sem búið er að breyta og síðan er hafin fram- leiðsla á. Frá því að fyrstu erfðabreyttu tómatarnir komu á markað í Bandaríkjunum árið 1994 er búið að leyfa sölu fleiri tegunda. Þar má nefna soja- baunir og maís og farið er að nota erfðabreytta gersveppi í bjórframleiðslu og brauðgerð,“ svarar hún. Jónína segir að með erfða- breytingum sé hægt að auka mótstöðuafl plantna gegn smit- sjúkdómum og skordýrum og gera þær harðgerari á margan hátt, en varlega verði að fara. „Þegar búið er að sleppa erfða- breyttum lífverum út í náttúruna verður ekki aftur snúið. Þess vegna verður að skipuleggja til- raunir vel og huga að langtíma- áhrifum á umhverfið.“ ■ ÞRIÐJUDAGUR 27. janúar 2004 Byltingarkennd uppgötvun: NEW SKIN með einstæðum krafti úr hreinu C-vítamíni. Djúpt niðri endurbyggir það húðtoturnar og yngir þannig innri uppbyggingu húðarinnar um allt að tíu ár. Bakverkir og sjúkdómar þeim tengdir eru eitt helsta heilsufarsvan- damálið í samfélagi nútímans. Mannauður ehf. hefur tekið við umboði Mastercare-heilsubekkjanna. Fyrirtækið framleiðir bekki sem ætlaðir eru þeim er eiga við bakmeiðsli að etja, sem sagt flestum vin- nandi mönnum. Bekkirnir eru seldir um allan heim og hafa fyrir margt löngu sannað sig. Kaupendur eru fyrirtæki, sjúkrastofnanir, endurhæfingarmiðstöðvar, nuddarar og svo einnig einstaklingar. Kynnið ykkur bekkina og notagildi þeirra á heimasíðu okkar www.netver.is. Þar á vefsvæði framleiðanda gefur að líta stutt myn- dskeið með viðtölum við lækna og aðra sérfræðinga ásamt því hvernig bekkurinn er notaður. Þessi bekkur er brotinn saman og tekur því ekkert pláss. Ert þú að drepast í bakinu? MANNAUÐUR EHF. SÍMI: 533 4455 LÍFRÆNN BAKSTUR Brauðhúsið Grímsbæ- Efstalandi 26 - Sími 568 6530 Súrdeigsbrauð Speltbrauð, margar tegundir úr mjöli frá Aurion Ávaxtabrauð með lífrænt ræktuðum rúsínum, gráfíkjum og apríkósum Mikið úrval brauða úr lífrænt rækuðu hráefni! ❂ ❂ ❂ Ef ég er að koma fram finnst mérbest að vera vel hvíldur og und- irbúinn,“ segir Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikari. „Síðan er það hugarfarið, að vera í góðu skapi, já- kvæður og hress. Það skiptir máli. Ég reyni oft að fókusera mig, hugsa um að vanda mig. Ef maður er að gera eitthvað mjög erfitt er hægt að verðlauna sig þegar maður er búinn að standa sig vel. Ég hef komið það oft fram að fyrir mig skiptir mestu að vera í góðu formi, vel hvíldur og kunna það sem ég er að gera sundur og saman. Samkvæmt minni reynslu skipt- ir hreyfingin öllu máli þegar kemur að því að losa sig við streitu og stress. En það er svo misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Sjálfur er ég nú búinn að prófa ýmislegt og reka mig á,“ segir Þorsteinn Gauti. „Ég hef reynt í gegnum tíðina að skokka og hreyfa mig reglulega þótt það sé stundum erfitt að standa við það. Ég fer meðal annars í sund og stundaði lengi badminton. Þetta þarf að vera eitthvað skemmtilegt, ekki bara einhver skylda. Þá er maður í góðum málum.“ ■ ÞORSTEINN GAUTI SIGURÐSSON Hvíld, góður undirbúningur og jákvætt hugarfar besta leiðin til að losna við stress. Hvernig losar þú þig við stress? Í góðu formi, vel hvíldur og undirbúinn Málþing í kvöld á Hótel Loftleiðum: Erfðabreyttar lífver- ur geta breytt miklu Meirihluti þjóðarinnar hreyfir sig of lítið: Mælt með 45 til 60 mínútum á dag Manneldisráð mælir í fyrstasinn með gildi hreyfingar í næringarráðleggingum sínum. Þar er lagt til að fólk hreyfi sig í 45-60 mínútur á dag, sem er ef- laust nokkuð meira en margir hafa miðað við. Hingað til hefur verið talað um að hálftími á dag sé nóg í þessu samhengi. Það getur komið í veg fyrir hjartasjúkdóma en er síður en svo nóg til að halda líkams- þyngdinni í skefjum. 45 til 60 mín- útur á dag þýðir ekki endilega stranga líkamsþjálfun, leikfimi eða aðra heilsurækt heldur einnig alla meðalröska hreyfingu yfir daginn, til dæmis göngu. Hreyf- ing þarf heldur ekki að vera sam- felld í 45 mínútur heldur getur verið um að ræða nokkur styttri tímabil, til dæmis gönguferð í há- deginu og sundferð síðdegis. Samkvæmt nýlegri könnun Manneldisráðs eru 57% karla of þung og 40% kvenna. Það er því ljóst að meirihluti þjóðarinnar hreyfir sig alls ekki sem skyldi. Í könnuninni kemur fram að mun meiri tími fer í sjónvarpsgláp eða tölvusetu en í líkamsrækt eða hreyfingu hjá öllum aldurshóp- um. Dagleg hreyfing hefur marg- víslegt gildi og ásamt hollu matar- æði er hún lykilatriði ef ætlunin er að sporna við aukinni offitu í framtíðinni. ■ Á SKOKKI Mælt er með því að bæði börn og full- orðnir hreyfi sig daglega. JÓNÍNA Þ. STEFÁNSDÓTTIR Einn af frummælendum kvöldsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.