Tíminn - 26.10.1971, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2G. október 1971
TIMINN
3
wwuíuwúUh
Taflmennska Petrosjans í þess-
ari skák verður að metast í ljósi
þeirrar staðreyndar, að hann er
kominn í nánast vonlausa aðstöðu
eftir ófarirnaí í 6. og 7. skákinni,
og hlýtur nú að tefla sérhverja
skák stíft til yinnings. í 8. skák-
inni tekst Petrosjan að fá örlítið
betra tafl upp úr byrjuninni, en
Fischer tekst með klókindum að
einfalda stöðuna svo að erfitt verð
ur um sóknaraðferðir af hálfu
Petrosjans. Petrosjan leggur engu
að síður til atlögu á kóngsvængn-
um, en Fischer er vel á verði og
tekst með hnitmiðuðum að-
gerðum á drottningarvængnum
að binda endi á kóngssókn Pet-
rosjans. í rauninni er staða Pet-
rosjans mun verri, þegar hér er
komið sögu, og hann afræður að
fórna peði til að villa um fyrir
andstæðingi sínum. En Fischer
lætur ekki villa sér sýn og Pet-
rosjan hefur ekkert upp úr krafs-
inu. Liðsyfirburðir Fischers fara
brátt að láta til sín segja og hann
leiðir skákina til sigurs á óað-
finnanlegan hátt. —F.Ó.
Hv.: Tigran Petrosjan
Sv.: Robert Fischer.
Tarrasch-vörn.
1. d4 Rf6
2. c4 e6
(Fischer hefur mikið dálæti á
Kóngs-indverskri vörn, en hann á
það til að bregða fyrir sig öðrum
byrjunumþ*
4
3 kærðir fyrir að
veiða of smáa síld
ÞÓ—Reykjavík, mánudag.
Borið hefur á því, að bátar
sem hafa veitt síld á svæðinu
kringum Hrollaugseyjar, hafi kom
ið með síld að landi, sem ekki hef-
ur náð leyfilegri lágðmarksstærð,
þ.e. 25 sentimetrum. Er nú svo
komið að Fiskmat ríkisins hefur
kært þrjá báta til viðkomandi yf-
irvalda, eru þessir bátar frá Aust
fjörðum og Vestmannaeyjum.
Sjómenn eru skyldugir að taka
sýni af hverju kasti, minnst hundr
að síldar, og ef helmingur af
sýninu er undir 25 sentimetrum
að lengd, þá ber að sleppa kast-
inu. Þegar síldinni er landað, þá
ber kaupanda að taka samskonar-'
sýnishorn, og ef sfldin reynist
of smá, ber honum að kæra til
Fiskmatsins.
3. Rf3
(Petrosjan gefur sjaldan færi á
Nimzo-indverskri vörn, þ.e. 3. Rc3,
Bb4 o.s.frv.)
3. ' — d5.
(Drottningar-indverska vörnin 3.
—, b6 er Fischer ekki að skapi)
4. Rc3 c5
5. e3
(Þessi rólyndislegi leikur er ein-
kennandi fyrir skákstíl Petrosj-
ans. Áframhaldið 5. cxd5, Rxd5 6.
e4, Rxc3 7. bxc3, cxd4 8. cxd4,
Bb9f 9. Bd2, BxBf 10. DxB hefur
reynzt hvíti vel í seinni tíð, sbr.
5. skákina í síðara einvígi Spasskys
og Petrosjans um heimsmeistara-
titilinn).
5. — Rc6
6. a3
(Petrosjan teflir þessa byrjun á-
vallt á þennan hátt, m.a. gegn
undirrituðum í Piatigoirski-skák-
mótinu í Los Angeles 1963.)
6. — Re4
(Fischer teflir á sama hátt og
Korchnoj í 5. einvígisskák sinni
við Petrosjan. Þar varð framhald-
ið 7. Dc2, Rxc3 8. Dxc3, cxd4 9.
Rxd4, Rxd4 10. Dxd4, dxc4 11.
DxDf, KxD 12. Bxc4, Bd7 13. Bd2,
Hc8 14. Bd3, Bd6 15. Bc3, f6. Jafn-
tefli. Annars er mjög umdeilt, hvert
er bezta svar svarts í þessari
stöðu.)
7. Dc2.
(Einnig kemur til greina 7. Bd3,
Rxc3 8. bxc3, dxc4 9. Bxc4, Be7,
en þannig tefldist skák milli Hort
og Korchnoj í Leningrad 1967).
7. - Rxc3* - - 4
8. bxc3
-Það er skiljanlegt, að Petrosjan
hafi ekki löngun til að endurtaka
það, sem átti sér stað í fyrrgreindri
skák við Korchnoj. Hann reynir að
flækja stöðuna, en nær litlum ár-
angri sökum árvekni andstæðings-
ins.) |
8. — Be7
9. Bb2 0—0
10. Bd3 h6
11. 0—0 Ra5!
(Þessi leikur knýr Petrosjan til
að taka ákvörðun um áform sín í
skákinni. Á hann að reyna að
flækja taflið með 12. cxd5, exd5
13. Re5 eða leyfa einföldun á stöð-
unni. Petrosjan lízt ekki vel á
fyrrnefnda kostinn, og leyfir ein-
földun stöðunnar. Petrosjan er
sjálfum sér samkvæmur í Þessu
efni en auðvitað rýrir þetta mögu-
leika hans til að vinna skákina.)
12. Rd2 dxc4
, 13. Rxc4 Rxc4
14. Bxc4 b6
15. e4
(Miðborðsstaða hvíts er öflug og
ógnandi, en með nokkrum hnitmið-
uðum leikjum sýnir Fischer fram
á, að möguleikar hans eru ekki
síðri. Undir venjulegum kringum-
stæðum hefði Petrosjan sennilega
kosið að fara að öllu með gát hér
en staða hans í einvíginu þvingar
kann til að tefla til vinnings. Hann
blæs því brátt til atlögu á kóngs-
vængnum, en sú atlaga strandar
skjótlega á skeleggri taflmennsku
Fischers.)
15. — Bb7
16. De2
(Ekki 16. Hadl, cxd4 17. cxd4,
Hc8).
16. — Hc8
17Bb3
(Fyrst og fremst sóknarleikur.
17. Bd3 hefði verið svarað með —
cxd4 18. cxd4. Bf6 og hv. neyðist
til að leika 19. e5).
«L7.*i^4» * i mm ' ,
(Gagnaðgerlir svarts koma á réttu
augnabliki 18. Dxb5 hefur að sjálf-
sögðu litið upp á sig vegna 18. —,
Bxe4 o.s.frv.)
18. f4(?)
(Þessi sóknartilraun er eiginlega
dæmd til að mistakast, en Petro-
sjan leggur allt undir eitt spil.)
18. — Db6
Áttunda skák
Fischers og
Petrosjans
19. Khl
(19. f5 gæti sv. svarað með —,
cxd4 20. cxd4, e5 eða jafnvel strax
19. —, e5.)
19. — cxd4.
20. cxd4 b4!
(Gagnaðgerðir Fichers á drottn-
ingarvængnum hafa að engu gert
vonir Petrosjans um kóngsókn.
Fischer hótar nú m.a. 21. —, Ba6.)
21. axb4 Bxb4.
(Taflið hefur nú snúist Fischer í
hag, og Petrosjan reynir að flækja
stöðuna með peðsfórn.)
22. d5!? Bc3
23. Bxc3 Hxc3
24. Bc2.
(24. Ba2 gekk að sjálfsögðu ekki
vegna — Ba6).
24. — exd5
25. e5
(Síðasta hálmstráið).
25. — He3.
(Fischer á auðvelt með að fyrir-
byggja frekari sóknaraðgerðir af
hálfu Petrosjans og stýrir nú liði
sínu til sigurs á óaðfinnanlegan
hátt. Sjálfur Capablanca hefði ekki
gert þetta betur!)
26. Dd2 d4
27. Habl
(Eða 27. Hfbl, Dc6 með hótuninni
28. —, Dxg2f)
27. — Da6
28. Hf2 Hd8
(Úrslitin eru nú ráðin og úrvinnsl-
an tækniatriði eitt.)
29. Kgl Be4
30. Bxe4 HxB
31. h3 d3
32. Hb3 Dc4
33. Hb2 Hdd4
34. g3 Hd5
35. Kh2 Hb5
36. Ha2 Hbl
37. g4 He2!
38. Ilxe2 dxe2
39. Dxe2 Dxf4f
40. Kg2 Hb3
Petrosjan gafst upp enda fátt um
varnir. F. Ó.
ÁTTA HEIÐURSDOKTORAR
KJÖRNIR Á HÁSKÓLAHÁTÍD
FB—Reykjavik, mánudag.
Háskólahátíðin var á laugardag-
inn, og var þá minnzt, 60 ára af-
mælis Háskólans. Viðstödd há-
skólahátíðina voru dr. Kristján
Eldjárn, forseti íslands, forseta-
frúin Halldóra Eldjárn, Magnús
Torfi Ólafsson, menntamálaráð-
herra, Eysteinn Jónsson, forseti
Alþingis, Geir Hallgrímsson borg-
arstjóri, Ásgeir Ásgeirsson fyrr-
verandi forseti og sendimenn er-
lendra ríkja hér á landi.
Háskólahátíðin hófst með því,
að Stúdentakórinn söng, þá flutti
Magnús Már Lárusson, háskóla-
rektor ræðu, og síðan var lýst
kjöri heiðursdokktora, en alls voru
Magnúi Már Lárusson rektor flytur
ræðu á Háskólahátíðinni.
(Tímamynd Gunnar)
kjörnir átta heiðursdoktorar, sjö
erlendir og einn fslendingur. —
Gylfi Jónsson Stud. Theoi. for-
maður Stúdentaráðs flutti ávarp.
Þá flutti Sinfóniuhljómsveitin
Akademískan hátíðarforleik og að
lokum sleit háskólarektor hátíð-
inni.
Þeir sem kjörnir voru heiðurs-
doktorar við Háskóla íslands á
sextíu ára afmæli hans, voru:
Einar Haugen, prófessor við
Wisconsin-háskóla, Steblin-Kamen
skij, sem hefur verið prófessor
við háskólann í Leningrad og for-
stöðumaður Norðurlandamáladeild
ar skólans; Lajos Ordass, biskup
í Ungverjalandi, en hann hefur
meðal annars þýtt Passíusálma
Hallgríms Péturssonar á ung-
versku; dr. Gylfi Þ. Gíslason, pró-
fessor; Svante Bergström frá Sví-
þjóð; prófessor Vinding Kruse og
prófessor Stephan Hurwitz frá
Danmörku og prófessor Gunther
Beitzke frá Sambandslýðveldinu
Þýzkalandi.
Þá má geta þess, • að Mogens
Fog, rektor Kaupmannahafnarhá-
skóla var gestur Háskólans á há-
skólahátíðinni.
Utaríkisstefna hlut-
hafa Mbl.
Leifur Sveinsson, einn af
hluthöfum Morgunblaðsins,
skrifar mjög athyglisverða
grein í Mbl. ,s.l. sunnudag. Boð
ar hann þar fullum fetum hörð
ustu línu kalda stríðsins í utan-
ríkismálum íslands, sem Mbl.
hefur fram til þessa flutt. Þar
sem tillögur þessa hluthafa
Mbl. gætu orðið mönnum til
aukins skilnings á undirrót
þeirra skrifa um utanríkis- og
varnarmál, sem nú eiga sér
stað á vegum starfsmanna hlut
hafa Mbl. í ritstjórnargreinum
blaðsins, verða hér birt helztu
atriðin úr þessari stefnuyfirlýs-
ingu eins aðalhluthafa Mbl.:
Leifur Sveinsson leggur til,
að á meðan unnið sé að því, að
sú stefna komizt í framkvæmd
á íslandi, sem Jóhann Hafstein,
fyrrv. forsætisráðh., áréttaði
á Alþingi fyrir nokkrum dög-
um, að hefði frá upphafi verið
og væri enn cinnig stefna Sjálf
stæðisflokksins, þ.e. að hér á
landi dveldist ckki erlendur
her á friðartímum, skuli utan-
ríkisstefna íslands vera sem
hér segir;
„Tímabilið 1971—1975 þarf
aftur á móti að nota til eftir-
farandi:
1. Undirbúa slit á stjórnmála
sambandi við Sovétríkin frá og
með 1.6. 1975.
2. Nota þennan fjögurra ára
umþóttunartíma til þess að
finna markaði fyrir allar þær
vörur, sem við nú flytjum út
til Sovétríkjanna með það að
höfuðmarkmiði, að útflutning-
ur þangað verði úr sögunni 1.6.
1975.
3. Undirbúningur verði haf-
inn að viðskiptasamningum við
aðrar þjóðir um innflutning á
þcim vörum, scm við nú flytj-
um inn frá Sovétríkjunum,
mcð það fyrir augum, að inn-
flutningi frá Sovétríkjunum
verði hætt 1.6. 1975.
4. Sömu ráðstafanir verði
gerðar gegn þeim ríkjum öðr-
um, sem eru bandingjar Rússa
í Varsjárbandalaginu.“
Þetta eru hreinskilnar skýr-
ingar á þcirri kaldastríðs-
stefnu, sem ræður starfsmönn-
um hluthafa Árvakurs h.f. í rit
stjórnargreinum Morgunblaðs-
ins.
í fyrradag, á dcgi Sameinuðu
þjóðanna, flutti U Thant, fram
kvæmdastjóri samtakanna,
ávarp og taldi að tími kalda
stríðsins væri brátt á enda og
það væri von allra góðra
manna að nýtt tnnabil bættra
samskipta þjóða væri að hefj-
ast. Batnandi samskipti Nato-
ríkja og Varsjárbandalagsríkja
og aukin viðskipti milli Aust-
urs- og Vesturs-Evrópuríkja,
griðasamningar V-Þýzkalands
við Sovétríkin og Pólland, —
stórveldasamkomulagið um
Berlín og fl. eru meðal annars
merki um það. Stefna bættrar
og friðsamlegri sambúðar
þjóða Evrópu er að bera árang
ui, og fyrir frumkv. og sleitu-
lausa baráttu fyrir henni, hefur
Willy Brandt nú verið veitt
friðarverðlaun Nóbels.
En hluthafar Mbl. hafa ekk-
Framhald á bls. 11.