Tíminn - 26.10.1971, Side 9
ÍÞRÓTTIR
9
ÞREÐJUDAGUR 26. október 1971
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
Bikarkeppni KKÍ
KR vann
Þór 50:49
Þórsaramir komust í 10 stig
yfir, en KR-ingar skoruðu 11
síðustu stigin.
KR-ingar sigruðu Þór á Akur-
eyri í Bikarkeppni KKÍ í íþrótta-
skemmunni á Akureyri á laugar-
daginn með eins stigs mun 50:49.
Með þessum sigri sló KR Þór út
og mun mæta Ármanni í undan-
úrslitum um næstu helgi.
Þessi leikur var all sögulegur
og einn sá mest spennandi sem
fram hefur farið í íþróttaskemm-
unni í langan tíma. Var spenn-
ingurinn slíkur, að áhorfendurnir
öskruðu á KR-inga í leikslok, enda
þótti þeim súrt að tapa með svona
litlum mun.
KR-ingar byrjuðu vel og komust
10 stig yfir í fyrri hálfleik. Þeir
höfðu yfirburði á mörgum svið-
um, og kom þeim sjálfum það víst
nokkuð á óvart, því að þeir hafa
ekkert æft undanfarnar vikur, þar
sém þeir hafa ekki fengið inni
í sínu eigin heimili, KR-heimilinu.
Þegar staðan var 37:29 fyrir
KR, hrökk allt í baklás hjá þeim
og Akureyringar sendu knöttinn
á færibandi niður í körfuna. Skor-
uðu þeir 20 stig gegn aðeins 2
stigum KR á örfáum mínútum og
komust 10 st. yfir 49:39.
Þá tóku KR-ingar til sinna ráða
og hófu að leika „maður á mann“
um allan völl. Við þessu áttu Þórs-
arar ekkert svar og þeir hreinlega
brotnuðu. KR-ingar með Ein-
ar Bollason í fararbroddi tóku
knöttinn af þeim hvað eftir annað
og létu þá síðan brjóta á sér undir
körfunni, þar sem Einar tók 6
víti og sendi 5 þeirra niður. Söx-
uðu þeir á bilið jafnt og þétt,
og þegar 1 mín. var til leiksloka
voru þeir búnir að skora 11 stig
og komnir 1 stig yfir. Þórsarar
hófu upphlaup en misstu knöttinn
eins og fyrr og þar með fór draum
urinn um sigur í leiknum, því
KR-ingar héldu knettinum síðustu
sekúndurnar.
Þórsararnir voru betri aðilirfn
í leiknum og áttu skilið að fara
með sigur af hólmi. En þeir voru
fádæma klaufskir síðustu mín.
Framhald á 11. síðu.
Meistaraflokkur kvenna
Jafntefli hjá
Fram og Val
Tveir leikir fóru fram í meist-
araflokki kvenna í Reykjavíkur-
mótinu í handknattleik á laugar-
daginn. Vikingur, núverandi
Reykjavíkurmeistari, sigraði KR
7:5 * ágætum leik. KR sem féll
niður í 2. deild á síðasta íslands-
móti sýndi nú einn sinn bezta
leik á þessu nýhafna keppnistíma-
bili og kemur sterklega til greina
með að endurheimta sæti sitt í
1. deild, en liðið mun mæta
Breiðabliki á morgun í fyrri leik
liðanna um sætið sem Völsung-
ur gaf eftir í 1. deildinni í ár.
Hinn leikurinn í Reykjavíkur-
mótinu var á milli Fram og Vals,
liðanna sem talið var að berðust
um sigurinn í mótinu, og lauk
þeirri viðureign með jafntefli 5:5.
Var þessi leikur heldur bágbor-
inn og báru liðin lítið af öðrum
liðum í mótinu, þrátt fyrir að
þau séu talin bezt þeirra.
HALLDÓR BRAGASON OG
HILMAR BJÖRNSSON,
URÐU MARKH/íSTIR í
REYKJAVÍKURMÓTINU
í meistaraflokki karla á
Reykjavíkurmótinu í hand-
knattleik, voru skoruð 563
mörk. Leikmenn Vals skoruðu
flest þeirra eða 94 og skoruðu
nær allir leikmenn Vals í
þessu móti. Næst flest mörkin
skoruðu ÍR-ingar eða 88, en
þar næst leikmenn Fram, Vík-
ings, Ármanns, KR og Þróttar.
Valsmenn fengu einnig fæst
mörkin á sig, eða 51, sem gerir
að jafnaði rétt rúmlega 8 mörk
i leik. Er það góð útkoma, þótt
þarna sé aðeins leikið 2x20
mín. Önnur lið fengu mun
fleiri mörk á sig, þar af fengu
KR-ingar 109 mörk eða að
meðaltali um 16 mörk í leik.
(Sjá nánar stöðuna á bls. 10).
Tveir menn urðu jafnir og
markhæstir í mótinu, Hilmar
Björnsson, KR og Halldór
Bragason, Þrótti — með 26
mörk hvor. Þeir koma báðir
Hilmar Biörnsson, KR og Halldór Bragason, Þrótti urðu markhæstir
í Reykjavíkurmótinu í handknattleik með 26 mörk hvor.
úr liðum, sem urðu í neðstu
sætunum í móti.nu og er langt
síðan að menn, sem ekki hafa
leikið með beztu liðunum, hafi
orðið markliæstir. En báðir
þessir leikmenn hafa verið
nokkuð afgerandi með liðum
sínum í þessu móti. — klp.
26.232 KLST.
; t _ ■• \ \ ;
í þremur árum eru 156% vikuT, 1093 dagar eða 26.232 klst. Er þá við það miðað, að éitt
þessara þriggja ára sé hlaupár. Þetta er nokkuð langur tími, og margt getur því skeð.
Ef þér veljið KUBA, þegar þér festið kaup á sjónvarpstæki, skiptir þetta yður þó engu
máli, vegna þess, að þeim fylgir skrifleg ábyrgð í einmitt þrjú ár, 156% vikur, 1093
daga eða 26.232 klst., og nær sú ábyrgð til allra hluta tækjanna. — 1 þessu tilliti, sem
flestum öðrum, getum við því boðið það, sem aðrir geta ekki boðið. Af þessari ástæðu
ættuð þér að minnast KUBA, þegar að sjónvarpskaupunum kemur. Það borgar sig.
3JA ÁRA ÁBYRGÐ
B S ®