Tíminn - 02.11.1971, Síða 6

Tíminn - 02.11.1971, Síða 6
18 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 1971 Svoköltað veizla aldarinnat. sem nýlega er afstaðin í Perse- pólis, hefur dregið athygli manna um allan heim að fran, þessu fornfræga riki sem nú heldur upp á tvö þúsund og fimm hundruð ára afmæli rík- is Persa. Veizlu þessa sátu fjöl margir konungar, prinsar, for- setar og margt annað stór- menni, sem hér skal ekki reynt að telja upp. En sléttunni þurru og gráu umhverfis hall- arstæðið forna og nöktum klett unum í kring er lítið nýnæmi að svo stórfelldum mannfagn- aði. Góðar veizlur hafa fyrr verið gerðar á þessum stað, sem nútíma Persar kalla Takt- e-Djamshíd, eða Jamshýðshá- stól, og tengja við þá nafngift þjóðsögur, sem eru í litlum tengslum við fornsöguna. Persepólis var virðulegastur staður f fornríki Persa og Meda, en þó ekki beinlínis höfuðborg þess. Þeirrar virð- ingar naut öðrum fremur Súsa niðri á sléttunni við Persafló- ann austanvert, þar sem þá hét Elam, en nú er kallað Kúsistan; á þeim slóðum er dælt upp mestum hluta þeirrar olíu, sem er undirstaða núverandi ríkidæmis landsins. í Súsa sátu Persakonungar af ætt Kýrosar — Akkamenxdar voru þeir frændur kallaðir — á vetrum, en á sumrum í Ekbat- ana norður í fjöllum Medíu; sá staður heitir nú Hamadan. Einnig höfðust þeir oft við í Babýlon, sem var liklega most borg í heimi í þá jjaga: Í Perse- pólis, sem var hallarsamstæða fremur en beinlínis borg, sátu þeir aðeins endrum og eins og helzt að vori til. Engu að síður naut sá staður meiri virðing- ar en nokkur höfuðborganna. Persepólis var í Farsi, á ættjörð Persa sjálfra, og sameiningar- tákn rfkisins alls. Þar héldu þeir Darfos Hýstaspesson, Xerexes og aðrir veizlur, sem yarla hafa gefið eftir þeirri. sem þeir Blálandskeisari og séra Jakob sátu fyrir skemmstu í boði Múhameðs Resa. Þá var Persepólis mið- depill þess heims, sem Mið- jarðarhafsþjóðir og Vestur- Asiumenn þekktu. Yfirburðamaður sfórÞonunge Persar eru stm kunn'>'t' ur af þeirri grein in1/> v ' ka tungumálastofnsins er Ivauar kallast, og er ætlan sagnfræð- inga að þeir hafi verið orðnir til eitthvað tuttugu og tveim- ur eða þremur öldum fyrir burð vors Drottins og þá hafzt við á svæðinu þar, sem nú eru Mið-Asíiílýðvelai Sovétríkj- anna. írönum er reiknað það til ágætis að hafa fyrstir manna tamið hestinn til akst- urs og reiðar, hvað olli gífur- legri byltingu í hernaði og samgöngutækni þeirra tíma. En snemma á sjöundu öld f. Kr. er talið að íranar hafi verið búnir að búsetja sig á mestöllu þvf sv'æði, sem nú heitir fran. Af þeim þjóðflokkum írönsk- um. er þar settust að, voru Medar og Persar öflugastir. Framan af voru Medar sterkari og komu á fót stórveldi, er náði yfir íran mestallt og aust urhluta þess svæðls sem nú er kallað Tyrkland. Persar gengu Medum næst að völdum í rfk- inu, 05 síðla á sjöttu öld fyrir KÝRUM NEFNA MILDING MÁ" Krist er talið að átt hafi sér stað uppreisn sú, er Kýros Persakonungur gerði og varð eftir það yfirkonungur stói> veldisins. Voru Persar þaðan af ráðamestir af þjóðum þess, en Medar gengu þeim næstir að áhrifum. Kýros kvað raun- ar hafa átt nokkurn erfðarétt til rikisins, þar eð móðir hans á að hafa verið dóttir síðasta Medakonungsins. Kýros háði síðan stríð við önnur stórveldi Vestur-Asíu, Babýloníu og Lýdíu, og lagði bæði undir sig. Var hann þá orðinn slíkur sigurvegari að hans lfka hafði heimurinn til þessa aldrei séð, eða neitt ná- lægt því. Voldugustu herkonungar Miðjarðarhafsheimsins til þessa, Assúmasírpal af As- sýríu, Tútmósis faraó af átjándu konungsættinni eða Múrsílis Hittítakóngur voru all ir dvergar í samanburði við hann, bæði sem herstjómarar og þó enn frekar hvað snerti aðra og mikilvægari mann- kosti. Það var ekki fyrr en öldum og aftur öldum síðar að fram komu herkonungar á borð við Kýros: Alexander af Makedóníu, Sesar, Gengiskan, Napóleon, Hitler. En burt- séð frá herstjórnarkunnáttu verður varla annað séð en fyrsti persneski stórkonungur- inn hafi verið mikill yfir- burðamaður «Ha allra hinna, og sé lugi mat á þessa heimsins mestu landvinninga- raenn eftir því, sem þeir birt- ast okkur i röð niður f r,r'"" n-, er naumast has*i að scgja að sú lest renni stoð- um undir þá skoðun að heim- inum hafi farið fram síðustu tvö þúsund og fimm hundruð árin. Síðan þá hafa Persar ótal konunga átt, en engan sem minnzt er f sögunni af jafn mikilli og verðskuldaðri lotn- ingu og höfundar fyrsta stór- veldis þeirra. Meira að segja á fannhvítri eyju norður við heimsskautsbaug var meir en tuttugu öldum síðar kveðið um þennan göfga og mannúðlega landsföður við skin frá grútar- týru, en undirleikur var þytur í rokk og hríðarskrjáf á skæn- ísgluggad „Kýrum nefna milding má, margra er gætti láða, Persía allri og Asíá átti fyrir að ráða.“ Blóðþyrst goð Munurinn á Kýrosi og fyrri stórkonungum Austurtanda nær er svo gífurlegur, að hann freistar manns til að slá fram þeim kannski nokkuð sleggju- kennda dómi að mannúðin hafi fyrst komið í heiminn með Indóevrópeum. Einvaldur' þessi, sem var stórum vold- ugri í þeim heimi, sem hann þekkti, en nokkur landsfaðir er í okkar veröld, umgekkst sigraðar þjóðir af slíkri vin- semd ogjiáttprýði að hvað það snerti gæti hann orðið þörf fyrirmynd flestum drottnurum jarðarinnar í dag. Hann sendi Gyðinga ekki einungis heim frá Babýlon við vötnin ströng, meira en nokkurt annað, vitnar á mörgum staðnum um álíka hugarfar fleiri þjóða af stofni Semíta. Frægast þeirra riæma er taka Jeríkóborgar, er fs- raelsmenn töldu ekki nægja að myrða hvert mannsbam ixman múra, heldur og hjuggu hvert lifandi kvikindi er þar varð fyrir þeim. Samkvæmt þáverandi skilningi þessarar þjóðar, sem tvenn útbreidd- ustu trúarbrögð heimsins eru runnin frá, taldist mannúð gagnvart andstæðingi ekki ein- ungis beinn glæpur, heldur og ruddalegasta guðlast. Sá drott framan af og felldi mikið lið af Massagetum í orrustu. FóIk þetta hafði þá yfir sér drcí-n- ingu er Tamýris er nefnd í sögum, og virðist hafa verið nokkur kvenskörungur. Tóku Persar son hennar til fanga, og réð hann sér bana af ör- vinglan útaf óförum sinna manna. Tamýris tók öllum þess- um áföllum af furðumikilli hógværð, ritaði Kýrosi bréf og hét á hann að hætta hem- aðinum. „Gerir þú ekki sem ég bið,“ stóð í bréfinu, „þá sver ég við sólina, sem er guð okk- ar Massageta, að ég skal að mér heilli og lifandi metta þig af blóði, hversu illseðjanlegur sem þú kannt að vera.“ Kýros tók þessa hótun ekki alvarlega, en hún varð að veruleika. Skömmu síðar beið stórkonungurinn ósigur og féll með mörgum kappa sinna. Er mælt að Tamýris drjottning hafi látið höggva höfuðið af Kýrosi, steypt því í ker, sem hún áður hafði látið hella fullt af mannablóði, og mælt svo i.m af nokkru stolti: „Svalaðu þér nú Kýros; þú hefur lengi þyi-st- ur verið.“ En raunar hefði flestum höfðingjum fremur mátt bregða um blóðþorsta en Kýr- osi. Eftir Kýros kom til ríkis sonur hans Kambýses, og kveð- Þrjáxiu og þriggja stöpla brúin bjá Isfahan, byggð á tímum Sassanída. heldur kvað hafa lagt fram úr eigin vasa fé til endurreisnár musterinu í Jerúsalem. Hann lét hina sigruðu, hversu smáir og aumir sem þeir voru, halda í friði þjóðerni sínu, guðum og siðum. Sjálfsagt hafa po,* tísk klókindi ráðið hér miklu um, en það sannar þá eKki ann að en hvei’su himinhá1;t Kvros hefur gnæft yfir fyrirrennara sína, ekki einungis hvað snerti göfgi, heldur og einfaldlega skynsemd og mannvit. Hvilikur reginmunur á honum og ein- völdum Assýringa, sem máiu gildi sitt eftir því Ixversu margar borgir þeim tókst að mölva niður í sand, og þó öiiu fremur eftir því hve marga andstæðinga þeim auðnaðist að brenna og flá lifandi, hand- og fóthöggya, néf- og eyma- skera og krækja úr augu. Og Biblían, það rit sem mótað hefur hug Vesturlandamanna inn allsherjar er sálmaskáld kristinna manna kalla friðar-, ins guð var þá engu síður þorst- látur á blóð en kollegi hans Aásúr, sem Assýringar trúðu. . v‘<. „Svalaðu þér nú, Kýros . . ." Lm aldurtila Kýrosar má segja að þar velti lítil þúfa þungu hlassi. Hann fór með her gegn Massagetum, hirð- ingjaþjóðflokki írönskum á steppunum suðaustur af Aral- vatni. Er trúlegast að ástæðan hafi verið sú, að Massagetar hafi gert Persum eitthvert ónæði með ránskap, en í Asíu hefur löngum verið mikill sið- ur að hjarðmenn rupluðu bú- karla hvenær sem færi gafst, og lagðist það ekki með öllu af í íran fyrr en í tíð þeirra manna er nú lifa. Kýros var að vísu sigursæll ur Þorlákur Guðmundsson þar um í Úlfarsrímum sterka: „Hilmir eftir heims umvés hné frá baugi rauðum; kom til rikis Kambýses að kóngi Sýró dauðum.“ Kambýses bætti Egyptalandi við ríkið, en andaðist sjálf- ur I leiðangrinum þangað. Kom þá til ríkis frændi þeirra feðga Daríos Hýstaspesson. Þegar um það er að ræða, hvern telja sbuli mestan mann þeirrar ættar, er erfitt að gera upp á milli þeirra Kýrosar og Daríosar. Sem sigurvegari og hershöfðingi var Daríos að vísu enginn maki fyrirrennara síns, en hann var þeim mun meiri skipuleggjari og síjómandi í friði. Hefði þessa klóka og frið sama konungs ekki notið við svo snemma í sögu risaveldis- ins, er hætt við að fljótlega

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.