Tíminn - 09.01.1972, Síða 1

Tíminn - 09.01.1972, Síða 1
Mengunin ógnar laxa- stofninum í \ Átlantshafi segir danskur fiskifræðingur SB—Reykjavík, laugardag. — Það er ekki veiðin, heldur mengunin, sem ógnar laxastofn- inum í Atlantshafi, segir einn af fremstu fiskifræðingum Danmerk- ur, Frank Regnballe. Hann var heðinn að láta í ljós álit sitt á laxastríðinu milli Dana og Banda- ríkjamanna. Regnballe stundar sjálfur fisk- rækt og viðurkennir fúslega, að ekki sjáist eins mikið af Atlants- hafslaxi og áður, en hann er þeirrar skoðunar, að það sé meng- un, sem sé að eyðileggja uppeld- isstöðvar laxins alls staðar á norð urhveli jarðar, en ofveiði sé ekki um að kenna. í norska stjórnarblaðinu „Ar- beiderbladet“ segir nýlega: - Jóla boðskapur sá frá bandarísku og kanadísku stjórnunum, að stöðva verði allar laxveiðar í Atlantshafi, er tímabær boðskapur. Enginn vafi er á því, að rányrkjan á opnu hafi er orsök síminnkandi laxa- 6tofns. Arbeiderbladet minnist ekki á mengun sem orsök, en bætir síð- an við: — Fram til þessa hafa sérfræðingarnir ekki fengið mikil svör við aðvörunum sinum. Og þeir, sem mest veiða, svara alls engu. Það eru Danir og þeir hafa verið mjög ósamvinnuþýðir i þessu máli. Aðalástæða þeirra er sú, að ekki sé vísindalega sannað, að veiðin sé eins skaðleg fyrir lax inn og af er látið. Fiskimálaráðherrann Chr. Thom sen er sammála þeirri skoðun Regnballe, að menguninni sé um að kenna og lætur hann þá skoð- un sína í ljós í Berlingske Tid- ende. Brezk ung- menni kanna Ssland EB—Reykjavík, laugardag. Undanfarna daga hafa tveir ung ir Bretar verið staddir hér á landi á vegum félagsskapar í Brctlandi, sem vinnur fyrst og fremst að því að gefa ungu fólki tækifæri til þess að finna sjálft sig. Þessi félagsskapur kallast Brat hey Exploration Society og hefur aðalstöðvar sínar í Brathey í vatnahéruðum Englands, skammt írá Liverpool. Starfsemi félags- skaparins fer fram á þrennan nátt. í fyrsta lagi með starfsemi er fer fram í aðalstöðvunum. Ung Framhald á bls. 14. Myndin er frá útför hins fræga franska söngvara Maurice Chevalier, sem dó 2. janúar s.l. 83 ára að aldri. Meðal þeirra er viðstödd voru útförina, voru Grace Kelly, prinsessa af Monaco og Jacques Duhamel, menningarmálaráðherra Frakklands. (UPI-mynd) Mujibur kom öllum aö óvörum til London NTB-London, laugardag. Mujibur Rahman, leiðtogi Brangladesh, kom til London í morgun í pakistanskri leiguflug- vél. Hann var látinn laus úr stofu- fangelsi sínu í V-Pakistan um kl. 22 í gærkvöldi að íslen7.kum tíma og yfirgaf landið strax á eftir. Ekki er vitað, hvernig á því stend ur að Mujibur fór ekki til Dacca, heldur London, har sem hann býr nú á fínu og dýru hóteli. Mujibur fór frá Rawalpindi í flugvél, sem Pakistanstjórn hafði tekið á leigu, en samkvæmt upp- lýsingum Pakistan-útvarpsins, ósk aði hann eftir því, að ákvörðunar- stað hans yrði haldið leyndum, þar til hann væri kominn á leiðarenda. Þá var sagt, að Rahman mundi gefa skýringu síðar. Á móti Mujibur á flugvellinum tók fulltrúi brezka utanríkisráðu- neytisins, en ekki vildi hann ræða við fréttamenn. Um hádegið var enn ekkert vitað, hvernig á ferð- um Mujibur til London stæði. Bæði allt þetta laumuspil og sú staðreynd, að Mujibur flaug í pakistanskri flugvél, sem hvorki má lenda í Indlandi né Bangla- desh, varð til þess, að miklar sögu sagnir fóru þegar í gang. Meðal annars er sagt, að hann muni ekki fara til Dacca fyrst í stað, heldur til Evrópu eða Mið-Austurlanda áður. Mujibur, sem setið hefur í fang- elsi í rúma níu mánuði, er talinn verðandi forseti hins nýstofnaða Bangladesh. Hann var handtekinn þegar óeirðirnar urðu í Austur- Pakistan, þegar Yahya Khan var þar forseti. Samkvæmt fréttum frá flugvall aryfirvöldum í London, ræddi Róðrar hafnir fyrir vestan en ekki syðra ÞÓ—EB—Rvík, laugardag. Nú er vetrarvertíð að hefjast um allt land, og í einstaka landshlutum er hún þegar haf in t. d. á Vestfjörðum. Báta- kjarasamningar tókust fyrir áramót, en atkvæðagreiðslunni um þá var frestað þangað til fiskverð hefði verið ákveðið. Það hefur nú verið ákveðið og hækkar að meðaltali um 10%. Atkvæðagreiðslunni er nú að verða loki'ð, en róðrum liefur verið frestað í mörgum ver- stöðvum þangað til úrslit henn ar liggja fyrir, en almennt er búiz við að samningarnir verði samþykktir. Á mörgum stöðum á landinu eru menn uggandi vegna vönt unar á sjómönnum, eins og t.d. í Vestmannaeyjum, en þar vant ar menn á flesta bátana. Þetta er mál, sem verður að leysast á næstu dögum. Hver sú íleyta sem kemst á sjó, þýðir meiri tekjuæ þjóðinni til handa. Þorlákshöfn: Tveir bátar eru búnir að leggja netin, en ógæftir hafa varið miklar frá áramótum og varla hægt að komast út. Bát- arnir, sem hafið hafa róðra, Friðrik Sigurðsson og Ingvar Einarsson, lögðu netin rétt eft ir áramótin, en hafa varla get að vitjað um vegna veðurs. Frá Þorlákshöfn verða gerðir út um 20 bátar í vetur. Auk þess lcggja aðkomubátar 'afla þar á land eins og verið hef- ur undanfarnar vertíðir. En nokkuð háir það, að höfnin er orðin alltof lítil. 12 bátar frá Hellissandi: Leifur Jónsson á Hellissandi sagði, að þaðan væru fjórir bátar byrjaðir róðra, en afli væri mjög tregur, enda alltaf vitlaust veður. Þeir bátar, sem byrjaðir eru róðra frá Hellis sandi, eru með línu og er afl- inn þetta 4—6 tonn á 40 bjóð, en fiskurinn er góður. Að minnsta kosti 12 bátar munu að jafnaði landa á Hell issandi eftir að netavertíð hefst, og eru Stykkishólmsbát ar þar á meðal og verður afla þeirra ekið til Stykkishólms þegar fært er. Að sögn Leifs, er eitthvað salt til á Hellissandi frá því í fyrra, en ef eitthvað vcrður salt að á næstunni, þá má búast Framhald á bls. 14. Mujibur í rúma klukkustund við fulltrúa utanríkisráðuneytisins, áð ur en þeir héldu til London, þar sem Mujibur fékk sér hótelher- bergi. Talsmaður pakistönsku yfirvald anna segir, a@ Mujibur hafi flogið til London að eigin ósk, en sagði ekki hvers vegna. Stjórnarheimildir í London segja að sú ákvörðun Mujiburs að fara til London hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir brezk yfirvöld, sem aðeins hafi fengið nokkurra klukkustunda fyrirvara til að gera öryggisráðstafanir við flugvöllinn. Brutu rúður í þrem lög- reglubílum EB-Reykjavík, laugardag. „We shall overcome“ söng hóp- urinn — sló hring um lögreglu- bifreiðirnar og braut rúður í þeim. Umferðin stöðvaðist og eftir því sem flautið varð meira, og annar hávaði færðist í aukana, því hærra söng hópurinn og piltar fóru úr skyrtum sínum og veifuðu þeim í takt við sönginn. Að lokum komst lögreglan ,,und- an“ á bifreiðum sínum ,en þá voru rúður þeirra Iíka brotnar. Þessi atburður átti sér stað fyrir utan Þórskaffi skömmu eftir mið- nætti í nótt. Að sögn lögreglunn- ar var upphaf hans það, að lög- reglan þurfti að fara á staðinn til þess að handtaka fjóra menn. Fyr- ir utan skemmtistaðinn var mikið af ungu fólki, sem gerði aðsúg að lögreglunni á þann hátt sem fyrr greinir. Voru rúður á þremur lögreglubifreiðum brotnar. Lög- reglunni tókst að handtaka nokkur ungmenni, sem þarna voru stödd. Að sögn lögreglunnar var mikið um drukkið fólk í borginni aðfara nótt laugardags, og fangageymslur munu hafa verið fullar, eða svo til. Sáu ekki ísröndina KJ-Reykjavík, laugardag. Varðskip sigldi í gær 80 mílur í norður frá Horni, í því skyni að kanna hafísinn. Hafði ja&vel verið búizt við, að isröadin v®ri kom- in í námunda vií ian4»ð, en svo reynd'iú ckki vera. VarBskipsmena sáu ekki Ssbrúnisia þrétt fyrir ] miklu sigHogu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.