Tíminn - 09.01.1972, Page 9

Tíminn - 09.01.1972, Page 9
SUNNUDAGUR 9. janúar 1972 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, IndriSi G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Stein- grimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusiml 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur síml 18300. Áskriftargjald kr. 225,00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 15,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hf. Stórátak í lánamálum landbúnaðarins í blaðinu í gær var skýrt frá því í fréttum, að Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra, hefði útvegað lána- sjóðum landbúnaðarins 132 milljónir króna til viðbótar- útlána. Hefur öllu þessu fjármagni nú verið úthlutað. Jónas Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, sagði 1 viðtali við Tímann, að í ljós hefði komið í sumar, strax eftir stjórnarskiptin, að lánsfjárþörfin hefði reynzt verulega meiri en undanfarin ár, þannig að mikið skorti á til að unnt yrði að fullnægja lánabeiðnum mið- að við það fjármagn, sem ætlað hefði verið til þessara verkefna. Til að bæta úr þessu útvegaði landbúnaðar- ráðherra 112 milljónir króna til Stofnlánadeildar Bún- aðarbankans og 20 milljónir til veðdeildar bankans til að fullnægja eftirspurn eftir jarðakaupalánum. Á árinu 1971 varð nokkur aukning í framkvæmdum og fjárfestingu bænda miðað við undanfarandi ár. En þess verður að gæta, að verulegur samdráttur varð í þessum framkvæmdum og fjárfestingu bænda á tímabil- inu 1965—1970. Sem dæmi um þetta má nefna, að á sl. ári voru veitt 380 lán til kaupa á dráttarvélum að upphæð samtals 38 milljónir króna. Þessi lán voru að- eins 188 á árinu 1970 og samtals að upphæð 14 milljón- ir króna. Heildarlánsupphæðin til dráttarvélakaupa bænda hefur því meira én tvöfaldazt. Á sl. ,ári voru veitt 24 lán til kaupa á jarðýtum og stærri vinnuvélum að upphæð samtals .24.7 milljónir króna, en árið á undan voru þessi lán aðeins 4 að upphæð samtals 2.4 milljónir króna. Eftir stjórnarskiptin í sumar og þegar landbúnaðarráð- herra hafði útvegað Stofnlánadeildinni aukið fjármagn, reyndist unnt að hækka verulega lán út á íbúðarhús í sveitum. Voru lánin hækkuð úr 450 í 600 þúsundir. Til viðbótar þessu hefur ríkisstjómin ennfremur ákveðið mjög mikilsverða breytingu á afurðalánum út á landbúnaðarafurðir. í stað 55% mun Seðlabankinn veita 67% lán út á afurðir landbúnaðarins og viðskiptabank- arnir lána 8% að auki þannig að afurðalánin verða sam- tals 75% af heildsöluverði, en gátu mest orðið áður 71.5% af heildsöluverðinu. í þessu sambandi er þó nauð- synlegt að geta þess til að skýra heildarhækkunina, að áður vantaði allmikið á að þessu 55% marki Seðlabank- ans í afurðalánum væri náð varðandi ýmsar tegundir landbúnaðarafurða, einkum aukaafurðir sauðfjár, svo sem ull, innyfli og fl. Eins og hér hefur verið greint frá hefur landbúnaðar- ráðherra nú gert verulegt átak til að leysa úr lánsfjár- þörf landbúnaðarins, en unnið er nú ötullega að víð- tækum umbótum í landbúnaðarmálunum og eru öll höf- uð atriði landbúnaðarlöggjafarinnar nú í endurskoðun. Farmannaverkfallið Farmannaverkfallið hefur nú staðið í 37 daga og hef- ur svo til allur kaupskipaflotinn stöðvazt. Munu nú um 300 menn vera í verkfalli. Enn hefur þetta verkfall ekki leitt til alvarlegs vöruskorts í landinu, en komið hefur fram ótti við að ófremdarástand geti skapazt ef hafís leggst að landinu eins og spáð hefur verið, því að mjög víða úti á landi eru fóðurvöru- og olíubirgðir mjög af skorn um skammti. Þá telja fiskútflytjendur að fiskmarkaðir okkar geti verið í hættu ef ekki tekst að leysa verkfallið áður en langt um líður. Þessar línur eru skrifaðar til að hvetja samningsnðila til að reyna til þrautar allar sam- komulagsleiðir. — TK 9 JAMES RESTON, NEW YORK TIMES: Mæti Nixon andstreymi, hættir honum til öfga og leikaraskapar Hann reynir að draga athygli frá mistökum með athöfnum ÁRIÐ 1971 hvarf í aldanna skaut með skotdrunum, en skildi eftir efa og grun í hug- skoti okkar. Milli jóla og nýj- árs bað Nixon forseti fyrst um frið og samúð meðal manna, en skipaði svo fyrir um meiri loftárásir á Norður-Vietnam en dæmi ern um í þrjú ár. Enginn gat fyllilega komið heim og saman orðunum mildu oig eyðandi sprengjunum. Þetta hljómaði undarlega og annarlega: Friður á jöirðu og fýrið bombunum. 8 En svona var raunar árið 1971 hér í Washington, þess- ari undarlegu borg. í byrjun ársins boðaði Nixon forseti frelsisbyltingu einstaklings- ins og spáði gífurlegri aukn- ingu þjóðarframleiðslunnar, en í lok ársins voru bæði laun og verðlag hömlum háð og tekjuhalli ríkisins orðinn meiri en dæmi eru um á friðartím- um. En hvað sem öðru líður er auðveldara að skilja hina nýju efnahagsstefnu Nixons og breytta afstöðu hans til Kín- verja —•' og raunar að sam- gleðjast honum með hvort tveggja — en hinar skyndi- legu og áköfu loftárásir, sem hann lét gera á Norður-Viet- nam um hátíðarnar. HERNAÐARVANDI Nix- ons I Vietnam liggur í augu- um uppi: Því fleiri hermenn, sem hann lætur flytja heim, því varnarlausari eru þeiir, sem eft ir eru, og þess vegna þyngist verndarskylda hans og ábyrgð gagnvart minnkandi herafla. En Hanoi-mönnum er einn- ig vandi á höndum: Því fleiri hermenn sem Nixon forseti kallar heim, og því meiri áherzlu, sem hann verður að leggja á lofthernað- inn, því fastar verða þeir að sækja á um eflingu loftvarn- anna af hálfu Rússa og því fleiri MIG-þotur verða þeir að senda á loft til varnar gegn bandarísku sprengjuflugvél- unum. En þetta leysir ekki hnútinn heldur herðir hann. Því magnaðri loftárásir, sem Nixon forseti lætur gera á Norður-Vietnam, því meiri áherzlu leggja Norður-Viet- namar á að reyna að klekkja á bandaríska hernum, sem er á förum. Og því fleiri og meiri loftárásir sem gerðar eru frá bandarískum flugvélarmóð urskipum, því fastar sækja Norður-Vietnamar eftir full- komnum eldflaugum frá Rúss- um, en þeim er einmitt beitt gegn bandarísku flugvélamóð urskipunum, sem á sveimi eru undan ströndum Suður-Kína og Indo-Kína. ENGUM blandast hugur um, að valdhafarnir í Moskvu og Peking hafa árum saman ver- ið staðráðnir í að koma í veg fyrir, að Bandaríkjamenn yfir- buguðu Norður-Vietnama. Þetta er eitt af þeim sárafáu .... •••/•• - NIXON atriðum, sem Kínverjar og Rússar eru á einu máli um. Þeir eru staðráðnir í að láta Hanoi-mönnum í té þann bún að, sem þeir þurfa á að halda til að verjast hverjum þeim vígvélum, sem Bandaríkja- menn beita gegn þeim. Þetta er Nixon forseta kunn ara en flestum öðrum. Honum hefir lengi verið ljóst, að Norð ur-Vietnamar hafa verið að efla loftvamir sínar jafnt og þétt. Hann lét samherja sína og samstarfsmenn tilkynna blöðunum undir eins og Norð- ur-Vietnamar sendu MIG-þot- ur á loft. En ekkeirt bendir til, að bandaríska hernum í Viet nam stafi alvarleg ógn af MIG- þotum Hanoi-manna. Til dæm- is gekk Laird vamamálaráð herra afar erfiðlega að orða réttlætinguna á jólaloftárásun- um á Norður-Vietnam. Ætla verður því, að skýringarinnar á skyndilegri árás mörg hundr uð bandarískra sprengjuflug- véla á Norður-Vietnam á jóla- hátíðinni, sé að leita í ein- hverju öðru en þeim háska, sem vofi yfir bandarrska hern- um. NIXON forseti er búinn að fara með völd í þrjú ár og nú er svo komið, að naumast er um nokkurt tortryggnislaust upplýsingasamband ríkis- stjórnar og blaðamanna að ræða. Af þessum sökum verða getur einar leiddar að hinni raunverulegu ástæðu loftárás- anna. En atferlisvenjur forset- ans eru afar augljósar og kunn ar, einkum þegar hann hefir rekizt á alvarlegar hindranir í stjórnmálaviðleitni sinni, eins og raunin varð á í sambandi við átök Indverja og Pakist- ana nú fyrir skömmu. Hver og einn, sem kynnir sér sjálfslýsinguna í bók hans „Six Crises“ hlýtur að gera sér nokkra grein fyrir sál- rænum einkennum hans. Þeg- ar hann lýtur í lægra haldi ger ir hann ævinlega gagnárás, en það er oft og einatt aðdáunar- verður eiginleiki. Að öðrum kosti hefði hann horfið af stjórnmálasviðinu eftir ósigur- inn fyrir Kennedy í forseta- kosningunum 1960 eða hinn auðmýkjandi ósigur fyrir Pat Brown í fylkisstjórakosningun um í Kaliforníu árið 1962. En stundum gengur Nixon óneit- anlega of langt eins og hann gerði að loknum ósigrinum fyr ir Brown, þegar hann sagði blaðamönnum, að hann væri að halda sinn „síðasta blaða- mannafund". ÞEGAR forsetinn verður fyr ir andstreymi hættir honum til öfga og leikrænna viðbragða. Gengur þá eitthvað á afturfót- um í Vietnam? Forsetinn læt- ur allt í einu ráðast inn í Kam bodíu og síðar inn í Laos. Eða virðist hann ef til vill vanmátt ugri en efni standa til að lokn um stjórnmálaósigrinum í sam bandi við styrjöld Indverja og Pakistana, þegar Indverjar hafa greinilega mætur á Rúss- um, en vinir forsetans í Pakist an draga sig vonsviknir inn í skel sína? En rétt er að hafa í huga, að vafasamt er að ganga út frá nokkru sem gefnu í sambandi við Nixon forseta. Og stundum er kostur að geta komið á óvænt. Forsetinn reynir að jafnaði að draga athyglina frá mistök- um sínum með athöfnum. Þeg- ar erfiðleikar steðja að á einu sviði, getur verið hentugt að beina athyglinni að öðru. Gefa fyrirsagnir blaðanna til dæmis í skyn, að Bandaríkjamenn hafi mátt sín lítils í deilu Ind- verja og Pakistana? Hví ekki að nota þá tækifærið til að sýna fram á mátt Bandaríkja- manna í lofti yfir Vietnam? Hvað sem um þetta er, getur verið hentugt að breyta um efni og láta á sér bera í al- mennum fréttum. ÞETTA er snjöll aðferð í stjórnmálum í bráð og óvinir forsetans í blaðamannastétt eru veikir fyrir leikrænum við brögðum og birta fréttir af þeim undir stórum fyrirsögn- um. En eftir hvem háan hvell vakna efasem lir og sérhvert beliibragð skilur eftir ofurlít- inn eiturvott, jafnvel þó að það gefi stórar fyrirsagnir í aðra hönd. Málin standa sem sagt þann ig um áramót, að því er virðist, að við erum vökulir og lifum góðu lífi sem þjóð, en ruglings og sundrungar gætir nokkuð. Furðulegasta þverstæðan kann þó að felast í því, að á þessu ári, sem nú er að hefj- ast, eiga að fara fram forseta- kosningar hér í Bandaríkjun- um. Og sú getur mætavel orð- ið raunin, að meginátök kosn- inganna standi að síðustu milli þeirra, sem brellnir eru og snjallir og hinna, sem unnt er að treysta til fulls. J

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.