Tíminn - 09.01.1972, Qupperneq 12

Tíminn - 09.01.1972, Qupperneq 12
J2 TÍMINN HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins ámmm EINDAGINN 1. FEBRÚAR 1972 FYRIR LÁNSUMSÓKNIR VEGNA IBUÐA í SMÍÐUM Húsnæðismálastofnunin vekur athygli aðila á neðangreindum atriðum: 1. Einstaklingar, er hyggjast hefja byggingu íbúða eða festa kaup á nýjum íbúðum (íbúð- um í smíðum) á næsta ári, 1972, og vilja koma til greina við veitingu lánsloforða á því ári, skulu senda lánsumsóknir sínar með tilgreind- um veðstað og tilskildum gögnum og vott- orðum til stofnunarinnar fyrir 1. febrúar 1972. 2. Framkvæmdaaðilar í byggingariðnaðinum, er hyggjast sækja um framkvæmdalán til íbúða, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári, 1972, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verð- ur að berast stofnuninni fyrir 1. febrúar 1972, enda hafi þeir ekki áður sótt um slíkt lán til sömu íbúða. 3. Sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki, er hyggjast sækja um lán til bygg- ingar leiguíbúða á næsta ári í kaupstöðum, kauptúnum og á öðrum skipulagsbundnum stöðum, skulu gera það fyrir 1. febrúar 1972. 4. Sveitarstjórnir, er hyggjast sækja um lán til nýsmíði íbúða á næsta ári (leiguíbúða eða sölu- íbúða) í stað heilsuspillandi húsnæðis, er lagt verður niður, skulu senda stofnuninni þar að lútandi lánsumsóknir sínar fyrir 1. febrúar 1972, ásamt tilskyldum gögnum sbr. rlg. nr. 202/1970, VI kafíi. 5. Þeir, sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofnuninni, þurfa ekki að endumýja þær. 6. Umsóknir um ofangreind lán, > er berast eftir 31. janúar 1972, verða ekki teknar til með- ferðar við veitingu lánsloforða á næsta ári. Reykjavík, 29. október 1971. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RIKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453 Námsflokkarnir Kópavogi Kennsla hefst aftur mánudaginn 10. janúar. Enska, margir flokkar fyrir börn og fullorðna, með enskum kennurum; sænska, þýzka, keramik, félagsmálastörf, barnafatasaumur og bridge. Hjálparflokkur fyrir gagnfræðanemendur í tungu málum og stærðfræði. Innritun þessa vikú í síma 42404 frá kl. 2—10. Hátt kaup Blaðaprent óskar eftir að-ráða duglegar vélritunar- stúlkur. Þurfa að geta byrjað strax. Góð vinnu- aðstaða og gott kaup. Upplýsingar í síma 85233 fyrir hádegi n.k. mánudag. BLAÐAPRENT H.F. Síðumúla 14. SUNNUDAGUR 9. janúar 1972 MANNANÖFN Framhald af bls. 7. leyfa hér eftir aðeins eitt skírn arnafn. Það hefur margsinnis valdið óþægindum og óþarfri fyrirhöfn, að ýmsir hafa notað tvö eða fleiri skírnarnöfn sín til skiptis, í þeim tilgangi að villa á sér heimildir. Nafnnúm erið hefur að vísu bætt úr þessu verulega. En á meðan við skírum með nöfnum en ekki númerum, verður hið síð- ara ekki talið einhlítt. í 24. gr. frumvarpsins eru ákvæði um, að í öllum opin- berum skrám og gögnum skuli nöfn manna rituð eins og þau eru skráð í þjóðskrá á hverj- um tíma. Nú er liins vegar sá galli á gjöf Njarðar, að á nafna skrám þeim, er þjóðskrá notar, er ekki rúm fyrir fleiri stafi í nafni hvers manns en 23, að meðtöldum bilum milli nafna. Segjum, að heinhver héti Jó- hannes Kristinn og væri Jó- hannesson, eða notaði ættar- nafið Straumfjörð, — eða héti Gunnar Hámundarson og væri Ingimundarson, eða Magnfríð- ur Steingrímsdóttir og væri Þorláksdóttir. Þessir aðilar, og margir fleiri, gætu ekki fengið nöfn sín skráð að fullu í þjóð- skrá, vegna rúmleysis, heldur t.d. Jóhannes Kr. Jóhannesson, eða Jóhannes Kr. Straumfjörð, eða Kristinn Straumfjörð, Gunnar H. Ingimundarson, Magnfríðar St. Þorláksdóttir. í öllum dæmunum væri nafn nr. 2 mjög gagnslítið og því að rnestu óþarft. En gera verður ráð fyrir, að löglegt nafn sé skylt að skrá að fullu í þjóð- skránni, ef þess er krafizt, og gera á mönnum að skyldu, að nota nafn sitt nákvæmlega þannig í öllum opinberum skrám og gögnum, — (og þá væntanlega einnig, sem eigin- handar undirskrift) eins og segir í frv. Aukastafir meS nafni í þessu sambandi er vert að staldra við ákvæði í 20. gr. frumvarpsins, 2. málsgrein, en þar er lagt til, að menn megi/, til auðkenningar, láta rita nafn sitt í þjóðskrá, með bók- staf eða bókstöfum í stað nafna eða heita, sem þeim hafi ekki verið gefin. Þarna er um nýmæli að ræða, sem vel væri hægt að fallast á og sem drægi úr þörf fyrir tvö skírnarnöfn til aðgreiningar. Barn, sem skírt væri t.d. Einar og væri Jónsson, gæti síðar meir látið skrá sig t.d. Einar H. Jónsson, eða Einar H. P. Jónsson. Samkvæmt 6. gr. frumvarps- ins eru nafngiftir íslenzkra barna, fæddra erlendis, óháðar ákvæðunum urn nafngiftir hér heima. íslenzk börn, fædd er- lendis, má því skíra eftir vild. Við þessu er e.t.v. lítið hægt að segja, ef annað foreldrið er erlent, og á meðan þessi 'börn eru erlendis, en þegar þau koma hingað heim, er annað upp á teningnum. Þá segir í sömu gr., að sama ákvæði gildi um barn, fætt hér á landi, ef bæði faðir og móðir skilgetins barns, eða móðir óskilgetins barns, hafi erlent ríkisfang. Undirrilaður telur hins vegar, að ekkert barn eigi að skíra hér á landi öðru nafni en al- íslenzku. Að öðrum kosti yrði skírn slíks barns að bíða, þar til það væri farið af landi burt. Ymislegt fleira aðfinnslu- vert mætti tilgreina um fram- angreint frumvarp, þó því vcrði slcppl að sinni. Ýmis- legt gott mætti cinnig til- greina um frumvarpið, umfram það, sem þegar hefur verið gert, einkum þó greinargerð- ina, sem fylgir frumvarpinu, sem er ítarleg og mjög fróð- leg. En þar sem frumvarpið er svo gallað, sem frá hefur verið skýrt, þá verður að fella það, eða vísa því aftur til ríkis- stjórnarinnar og láta semja annað frumvarp, því lög um þessi mál verður að setja. Það geta víst flestir samþykkt. Ádeila á nöfn — ekki fólk Ég undirritaður vil að lokum taka það skýrt fram, að enda þótt ég deili óvægilega á ættarnafnafarganið, sem ég kalla svo, Þá ber á engan hátt að skilja mál mitt sem ádeilu á það fólk eða þá einstaklinga, persónulega, er bera þessi nöfn. Ég þekki margt ágætisfólk á meðal þeirra, og nokkrir beztu vina minna og kunningja er ég met mest, eru í hópi jDeirra. Þefta ágætisfólk væri þó vissulega jafn mikið ágætisfólk, þó það væri í orði eða að nafni skráð synir eða dætur feðra sinna og hættu að kalla sig ættarnöfn- um. íslenzkt þjóðerni þarfnast þess mjög áberandi. Ættar- nöfn hafa ekki reynzt svo vel, þegar einstaklingum þeirra hefur fjölgað mikið. Fjöldi al- nafna getur myndazt þar, eins og á annan hátt, svo fleira þarf til að kóma, oftast nær, en nafnið eitt, til þess að menn viti með vissu hver maðurinn er. Þetta þekkjum við mæta vel á dönsku ættarnöfnunum sumum, þegar sami maður þar í landi gæti t.d. heitið Knud Andersen Smith Jensen, og gott ef ekki mætti bæta Ilan- sen eða Rasmussen þar aftan við. Æskilegar yfirlýsingar Það væri mjög til fyrirmynd ar og mundi vekja aðdáun og þakklæti í huga margs fslend- ingsins, ef einhverjir þeirra, sem ættarnöfn nota nú, vildu ganga fram fyrir skjöldu og lýsa því yfir opinberlega, að þeir í stað ættamafnsins, liefðu tekið upp skíraamöfn fe'ðra sinna og mundu skrá sig hér eftir á íslenzkan hátt, sem synir þeirra eða dætur. Ég veit um marga, sem hafa gert það. En þetta þyrfti að gerast á þann hátt, að alþjóð tæki eftir því. Ef ég hef misskilið eitthvað, eða eitthvað farið framhjá mér í hinu ítarlega máli hins um- rædda lagafrumvarps og ég, af þeim sökum,- ekki farið með rétt mál, þá eru leiðréttingar fúslega þegnar. í desember 1971. Freymóður Jóhannsson. Auglýsing um breytingu á upplýsingaþjónustu pósfs og sfma um ný og breytt símanúmer í Reykjavík, Seltjarn- arnesi, GarÓahreppi og HafnarfirÓi. Athygli 9kal vakin á því aS upplýsingaþjórmstan í síma 03 verður framvegis opin frá kl. 08.00 til kl. 22.00 daglega. Eftir þann tíma og til kl. 08.00 að morgni næsta dags, verða nauðsynlegustu upp- lýsingar, svo sem símanúmer lögreglu, slökkvi- stöðvar og læknavaktar, gefnar upp í símsvara, sem tengdur er við 03. Bæjarsíminn. Orðsending til kaupgreiðenda í HafnarfirSi og Gullbringu- og Kjósarsýslu: Samkvæmt heimild í 7. tölulið 103. gr. regiugerð- ar nr. 245 frá 31. des. 1963, er þess hér með krafizt, af öllum þeim er greiða laun starfsmönn- um búsettum hér í umdæminu, að þeir skili, nú þegar, eða í síðasta lagi 20. janúar n.k., skýrslu um nöfn starfsmanna, sem taka kaup hjá þeim, fæðingardag og ár, heimilisfang og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreið- anda til að tilkynna er launþegar hætta að taka laun hjá kaupgreiðanda og þeirri ábyrgð, er kaup- greiðandi fellir á sig ef hann vanrækir skyldur sínar samkvæmt ofansögðu, eða vanrækir að halda eftir af launum upp í þinggjöld, samkvæmt því, sem krafizt er, en í þeim tilvikum er hægt að innheimta gjöldin hjá kaupgreiðanda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.