Tíminn - 09.01.1972, Side 14

Tíminn - 09.01.1972, Side 14
■ jjff-ijg ■*«r 14 TIMINN Kosningarnar í Sjó- mannafélagi Reykjaviktir Mörgum finnst það ef til vill vera að bera í bakkafullan læk- inn, að ég skuli vilja leggja orð í belg í sambandi við yfirstand andi kosningar í Sjómannafélagi Reykjavíkur, þar sem ég er ný- lega genginn í þann félagskap. Á þeim tíma sem liðinn er síð an stjórnarkjör hófst, hefi ég haft ágætt tækifæri til að kynnast upp byggingu félagsins og fengi® inn- sýn í margt sem áður var hulið sjónum mínum. Þegar ég gekk í sjómannafélag ið hélt ég að það væri stéttarfé- lag starfandi sjómanna og þeir sem slikir væru þar í meirihluta, en síðan hef ég komizt á aðra skoðun. Eins og listi stjórnar og trúnaðarráðs sýnir er það vilji þeirra sem nú ráða þar ríkjum að starfandi sjómenn hafi þar sem minnst áhrif og ef litið er á félagaskrá sjómannafélagsins kemur í ljós að stór hópur full- gildra félaga starfa ekki og hafa ekki í mörg ár starfað sem sjó- menn. Kveður svo ramt að Þessu að heita má að sjómenn séu þar í minnihluta. Hvað skyldi valda þessu? Getur verið að forusta fé- lagsins hafi, viljandi eða óviljandi, vanrækt að brýna fyrir ungum sjó mönnum að gerast fullgildir fé- lagar? Svo virðist, sem margir ung ir sjómenn telji, að þeir öðlist full féjagsréttindi, er Þeir hafa greitt árgjald til félagsins en hafa síðan komizt að því, þegar þeir hafa ætlað að neyta réttar síns, til dæmis Við kosningar, að þeir eru aðeins aukameðlimir og án allra réttinda og aðeins not aðir til að svíkja inn fulltrúa á þing A. S. í. A-listamenn gáfu út blað nokkurt í nafni félagsins og birta þar viðtöl við sína helztu menn. Var þessu riti þeirra síðan dreift til félagsmanna, sennilega þeim til andlegrar hressingar. í við- tali við Pétur Sigurðsson alþm. kemur það meðal annars fram, að hann telji jú sjálfsagt, að kosn- ingar fari fram öðru hvoru í þessu félagi sem öðrum, en tekur jafn- framt fram að ekki sé sama hvern ig að sé staðið. Má mönnum síð an skiljast að kosningar megi fara fram ef öruggt'sé að núverandi stjórn þess haldi velli. Framboð B-listans að þessu sinni á Þess vegna að teljast andfélagsleg nið- urrifsstarfsemi og ætlað til að kljúfa og veikja félagið. Síðan tekur hann til að rekja þing- mannsferil sinn og telur sig þar, með réttu, hafa unnið margt vel í hag fyrir stétt þá, sem hann er fulltrúi fyrir. En það má Pétur vita, að til þess er hanp á þingi, en ekki til að rýra kjör stéttar innar, eins og gerzt hefur, og hafi hann áhuga á að vinna sjómönn um vel, þá getur hann það, þótt sjómannafélagið sé ekki gert að algeru pólitísku leppríki Sjálf- stæðis- og Alþýðufiolcksmanna. Faðir fyrirgef þeim. Sigfús Bjarnason sendir sjó- mönnum kveðju og er auðséð ,að ekki hefur hann mikið álit á þeim ungu mönnum, sem sjó- mennsku stunda, því hann segir orðrétt: „Við höfum valið til sam starfs við okkur f stjórninni efni legustu ungu mennina, sem við töldum völ á.“ Og viti menn, hverjir skildu nú þessir erfðaprinsar vera. Jú, það er verzlunarmaður, tollÞjónn og starfsmaður hjá Slippfélagi Reykjavíkur. Þvílík dýrð. Þetta eru mennirnir sem erfa eiga, ásamt þingmanninum. Síðan seg ir, að í höndum þessara manna sé sjómannafélaginu bezt borgið. Enn fremur kemur í ljós, að þeir sem vilja, að það séu sjómenn, sem ráði stéttarfélagi sínu, viti ekki hvað þeir geri. Gjafir eru ykkur gcfnar, sagði Bergþóra. Starfandi sjómenn, tölcum hönd um saman og afþökkum þessar gjafir. Sýnum stjórn sjómanna- félagsins, að enn eru til menn í sjómannastétt, sem geta og vilja starfa fyrir stétt sína. Látum þá skilja, að við þurfum ekki hjálp annarra stétta manna til að stjórna hgsmunasamtökum okkar. Kristinn Aadnegard. Róðrar hafnir •4 Framhald af bls. 1 við að það verði fljótt að ganga til þurrðar. 5 bátar frá Patreksfirði: Jón Þórðarson, fiskimatsmað ur á Patreksfirði sagði, að þrír bátar hefðu þegar hafið róðra þaðan með línu og hefði afli verið sæmilegur, þó svo að brælur væru tíðar. Bátarnir hafa verið með þetta 6—10 tonn í róðri á fjörutíu bjóð, sem verður að teljast sæmi legt. Sama sagan er hjá Pat- reksfjarðarbátum og öðrum Vestfjarðarbátum, þeir eiga litla sem enga beitusíld, en hafa nú fengið smokkfisk frá Bandaríkunum og sagði Jón, að sjómenn létu alls ekkeirt illa af smokkfisknum sem beitu. Jón taldi að engir bátar myndu róa með net frá Pat- reksfirði í vetur og þar af leiðandi yrði ekkert saltað. Búizt er við, að alls muni 5 bátar verða gerðir út frá Pat- reksfiirði í vetur og þangað vantar fólk í vinnu. 8—9 bátar frá ísafirði. Hinrik Guðmundsson á ísa firði sagði, að ísafjarðarbátar hefðu hafið róðra strax eftir nýár. Fjórir bátanna róa með línu og hefur afli þeirra verið 5—7 tonn á 400 bjóð. I eru fjórir bátar á trolli en afli þeirra hefur verið sáralítill undanfarið. Hinrik taldi, að afli troll báta gæti aukizt, ef það skipti um átt, en í sunnanátt fiskast ÞAKKARÁVORP Innilegt þakklæti færi ég vinum, skyldfólki og sveit- ungum fyrir gjafir, skeyti og heimsóknir á áttræSis- afmæli mínu og þakka allt gott á liðnum árum. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Þorsteinsdóttir, Kirkjubraut 40, Ilöfn, Hornafirði. GuSmundur Sigurður Benjamínsson, Grund, Kolbelnsstaðahreppi, lézt 3. janúar. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 11. janúar l:i. 15,00. Synlr, tengdadætur og barnabörn. yfirleitt lítið á Vestfjarðamið um. Ekki taldi Hinrik neina liættu á því, að um saltskort yrði að ræða á ísafirði, þar sem sáralitið er saltað þar. Þá sagði Hinrik, að menn væru aðeins uggandi um fiski- leysi í trollið, aflinn í það væri miklu minni en á sama tíma í fyrra. f gær beittu ísa fjarðarbátar í fyrsta skipti smokkfiski, sem fenginn er frá Bandaríkjunum, og við það virtist afii bátanna verða jafn ari, svo kannski er sá guli bara hrifinn af smokknum. 8 bátar róa frá Stokkseyr:.: Höirður Sigurgrímsson, frétta ritari Tímans á Stokkseyri, sagði blaðinu í dag, að 8 bát ar reru þa'ðan í vetur, sem er tveimur fleira en í fyrra. Kem ur nýr bátur, smíðaður í Stykkishólmi, til Stokkseyrar um næstu mánaðamót og einn leigubátur verður gerður út þaðan í vetur. Hann er kominn til Stokkseyrar. Enginn Stokks eyrarbáta hcfur enn farið í róður. Undanfarna mónuði hefur verið unnið við að dýpka höfn ina á Stokkseyri og er því verki nú að verða lokið. Ilægt er að landa úr 6 bátum sam tímis á Stokkseyri. 7 bátar frá Eyrarbakka Samkvæmt upplýsingum I-Ijartar Jónssonar, fréttaritara Tímans á Eyrarbakka, verða 7 bátar gerðir út þaðan í vetur, en emginn þeirra hefur enn farið í róður. Framkvæmdir við höfnina þar hafa staðið í eitt ár og verður nú eitt stæði fyrir bát brátt tilbúið austanmegin við bryggjuna, þannig að hægt verður að landa úr 3 bátum samtímis í stað 2 áður. Sandgerði. Elías Guðmundsson, frétta- ritari blaðsins í Sandgerði, sagðist ekki vita fyrir víst, hve margir bátar yrðu gerð- ir út þaðan í vetur, líklega yrðu þeir milli 20 og 30 og að sjálfsögðu yrði sem fyrr mikið um aðkomubáta. Ekki hefur verið farið á sjó frá Sandgerði síðan fyrir jól. — Það er hér eilífur stormur, sagði Elías. í desember var farið í 6 róðra frá Sandgerði, en um 10 í nóvember. Um 16 bátar frá Ilafnarfi.rði: Sigurður Kristjánsson, mats maður i Hafnarfirði, sagði Tím anum, að þegar vertíðin byrj aði myndu allt að 1G bátar róa frá Ilafnarfirði, en þess bæri að gæta, að nokkuð los SUNNUDAGUR 9. janúar 1972 LAUGARA8 Simi 32075 Kynslóðabilið TAKING OFF Snilldarlega vel gerð amerísk verðlaunamynd frá Cannes 1971 um vandamál nútímans. stiórn- uð af hinum tékkneska MILOS FORMAN er einnig samdi handritið Mvndin var frumsýnd sl. sumar i New York og síðan 1 Evrópu við metaðsókn og hlaut frábæra dóma Mvndin er í litum með isl. texta. Aðalhlutverk:: Lynn Charlin og Buck Henny. Sýnd kl 5 7 og 9 Bönnuð börnum initan 15 ára. væri á þessu ennþá. Sigurður sagði að 3 bátar myndu fara á línu, þegar búið væri að ganga frá samningum, 1 bátur færi í Norðursjóinn og hann kvaðst vita um tvo báta, sem ekki væri ætlunin að hreyfa fyrr en loðnan kæmi. !V!eð ungu fólki Framhald af bls. 2 fikáldinu, gítai'teikaranum og nn.fl. Einari Vilbergi og undir- ibýr ásamt liéúuWrfiP-plötu. Fyrst farið er að rifja þetta allt saman upp, verður að minnast á hingaðkomu Deep Puirple í júní og Man, Writing on the Wall og Badfinger í september, og hafa hljómleik- ar síðarnefndu hljómsveitanna verið kallaðir hljómleikar árs- ins. Sanngjarn dómur. Síðasti viðburSurinn Ilann var náttúrlega útkoma LP-plötu Björgvins Ilalldórs- sonar skömmu fydr prentara- verkfallið. Á henni syngur Bjögigi ásamt kunningjum sín um lög, sem „stakkur" getur hlustað á, hvort sem hann er með tannpinu eða ekki, og að því loknu kemur punklur. Brezk ungmenni Firamhald af bls. 1. mennin koma þangað og dvelja í mánuð og vinna þau þar ýmis verk og leggja mjög hart að sér líkamlega, en auk þess verja þau nokkrum tíma til menningarstarfa. Er hér um að ræða fólk á aldrin um 16 til 20 ára. 1 öðru lagi er könnunarhliðin. Farið er í leiðangra um Bret- landseyjar og til annarra landa, fyrst til Noregs, þá hefur verið fari'ð til íslands og Grænlands og fleiri landa. — 1 Þi'iðja lagi er svonefndur Field Centre eða úti- vistarstaður i sambandi við aðal stöðvarnar sjálfar, þar sem nem endur og háskólastúdentar stunda vikunámskeið í landafræði og jarðfræði. Tilgangur ferðar Bretanna tveggja hingað til lands, þeirra Tony Escritt og Bob Metcalfe, er sá að ræða við íslenzka vísinda menn um framhald leiðangra hingað og rannsóknir, en í sum- ar mun Tony Escritt stjórna leið angri til þess að kanna nýjar rann sóknarstöðvar hér á landi. Um 150 ungmenni taka þátt í ffiljS sí alí /> ÞJÓÐLEIKHÚSIE NÝÁRSNÓTTIN Sýning í kvöld kl. 20. Uppselt Sýning þriðjudag kl. 20. HÖFUÐSMA0URINN FRÁ KÖPENICK Sýning miðýifcudag ki. 20. Aðgöngumiðxrsal-- opin frá kl. 13,15 til '20, Sími 1-1200. ILEMHMI mjKmtmK Spanskflugan í kvöld. Uppselt. Útilegumennirnir eða Skuggasvelnn þriðjudag kl. 18,00. Uppselt. miðvikudag kl. 18,00. Uppselt. Kristnihald föstudag kl. 20,30 Skuggasveinn laugard. kl. 20,30 Aðgöngumiðasalan \i Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. leiðöngrum félagsskaparins ár hvert, en í heild njóta 600—700 brezk ungmenni þeirrar fyrir- greiðslu, sem Brathey býður ung- mennum upp á. Á þessu ári mun verða farið í leiðangra til Júgóslavíu, sem er framhald á leiðangursvinnu, sem hafin var þar í fyrra. Þá verður farið til Noregs til þess að halda áfram að vinna að verkefnum þar. Ennfremur verður farið til Græn- lands, en þangað fór leiðangur á vegum félagskaparins síðast 1969. Er hugmyndin að færa út starf- semina þar. Á sama hátt mun verða komið til íslands eins og áður. Leiðangur á vegum félags- skaparins var hér fyrst 1953, en síðan hafa um 19 leiðangrar kom ið hingað og stundum fleiri en einn leiðangur á ári. Brezku ungmennin, sem komið hafa hingað á vegum Brathey- manna, munu vera um 400. Var fyrst byrjað að rannsaka svæðið kringum Langjökul, en síðan var samdráttur á Austur-Hagafells- jökli rannsakaður. Upp á síðkast- ið hafa leiðangrarnir einbeitt sér að suð-austurhluta landsins, unn- ið í Öræfunum og hafa þátttak- endur skipzt í tvo hópa, annar hef- ur fengizt við rannsóknir á fugla- lifi en hinn við jökulrannsóknir. Veröui fú-iú þangað næsta sumar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.