Tíminn - 13.01.1972, Side 7

Tíminn - 13.01.1972, Side 7
I :jr / ’T~FT<r FIMMTUDAGUR 13. janúar 1972 Mujibur forsætis- ráðherra NTB—Dacca, miðvikudag. Mujibur Rahman, fursti, tók f dag við embætti sem forsætisráð- herra Bangladesh og útnefndi 11 menn ráðherra í stjórn sinni. Mujibur, sem kom heim úr 10 mánaða fangelsi erlendis, nýlega, afsalaði sór forsetaembættinu, þar sem forscti hefur lítil völd. Abu Savced Choudbury varð for- seti í staðinn. í dag, meðan Mujibur var enn í forsetaembættinu. tók hann embættiseið af nýjum forseta hæstaréttar, Abu Sadat Mo- hanuned Sayam, en síðör tók Sayem eið af nýja forsetanum, sem loks tók eið af Mujibur sem forsætisráðherra. Athöfnin fór fram í stjórnar- byggingunni og voru flestir er- lendir sendiherrar viðstaddir, ekki þó sá bandaríski. Austur-þýzki utanrikisráðherr- ann, Otto Winzer, er væntanlegur í heimsókn til Dacca á morgun og er hann fyrsti erlendi utanríkis- ráðherrann, sem heimsækir hið nýja ríki. Mujibur tilkynnti stjórninni í Dacca í dag, að Mongólía og Pól- land hefðu í morgun viðurkennt Bangladesh og hafa þá sex lönd gert það, Indland, Bhutan, A.- Þýzkaland, og Búlgaría, auk hinna fytmefndu. Yfirvöldin í Bangla- désh eiga von á, að Sovétrikin og ef til vill einnig Frakkland og Brétland muni gérá Iiið samá inn an skamms. TIMINN m — Þannig lítur fyrrverandi stolt heimshafanna út, þar sem þa3 liggur í höfninni í Hong Kong eftir brunann. Meöan skipið hét „Queen Elizabeth“ var það stærsta farþegaskip heims og í eigu Cunard-skipafélagsins. Þegar eldurinn komu upp, var verið að breyta skipinu í háskóla. ftarleg rannsókn hefur nú verið fyrirskipuð á brunanum, þar sem sýnt þykir, að kviknað hafi í á mörgum stöðum í einu. Grjótkast og siagsmál á Möltu — milli stuðningsmanna Mintoffs og stjórnarandstæðinga NTB—Valletta, miðvikudag. Bálreiðir stjórnarsinnar í Vall- etta á Möltu réðust í dag á aðal- stöðvar þjóðernisflokksins, sem er í stjórnarandstöðu og koinu fram þeim vilja sínum að mótmælaað- gerðum gégn Dóin Mintoff, fórsæt isráðherra, var aflýst. Á morgun verður haldinn nýr fundur í fasta- ráði Nato um kröfur Mintoffs til Breta. Grjóti var kastað að skrifstof- um þjóðarflokksins, en lögregl- unni tókst að reka burt þá stjórn- arsinna,’ sém réyndii áð brjót’a nið ur dyrnar. Rúður í gluggum rit- Öryggisráð Sþ samþykkir að halda fund í Afríku — mun kosta allt að 500 þús. dollara NTB—Washington, miðvikud. Án þess að eitt einasta aðild- arland greiddi atkvæði á móti, samþykkti öryggisráð Samcinuðu þjóðanna þær áætlanir, sem fyr- ir liggja um að eyða allt að hálfri milljón dollara í að halda Konungi hrak- ar stöðugt NTB—Kaupmannaliöfn, miðvikud. Heilsufar Friðriks Danakonungs var í tilkynningu, sem send var frá sjúkrahúsinu í dag, sagt „mjög alvarlegt". Honum versnaði í nótt og hefur líðan lians í dag ein- kennzt af minnkandi blóðstreymi til heilans. Ingiríður drottning, dæturnar þrjár og tengadsynirnir voru í sífelldum heiimsóknum á sjúkra- húsið í dag, en stóðu stutt við. Erik Jensen, hirðprestur og bískup, kom í dag frá Álaborg tll Kaupmannahafnar og ók hann strax til Amalienborgarhallar og dvaldi þar um stund, áður en drottningin fór til sjúkrahússins. Þegar hún kom þaðan út aftur, dró hún niður bílrúðuna og þakk- aði blaðáljósmyndurunum fyrir að hafa haldið sig utan sjúkra- hússlóðaritmar i dag. öryggisrá'ðsfund í Afríku. á sama tíma og skuldir samtakanna nema um 65 milljónum dollara. Ekkert af 15 aðildarlöndunum gerði athugasemdir, þegar málið var tekið til atkvæðagreiðslu í da:g, en Bretland og Bandaríkin bentu þó á, að þetta myndi hafa í för með sér ónauðsynlega byrði f.vrir fjárhag samtakanna, sem er vægast sagt slæmur fyrir. Tillaga var lögð fram af 36 Afríkuríkjum, sem til samans leggja fram 1,8% af tekjum Sþ. í tillöigunni segir, að öryggisráðið verði að koma saman á afrískri grund til að ræða „brennandi vandamál-* svo sem Ródesíu, Namibíu, aðskilnaðarstefnu og afnám nýlendustefnu. Áætlanir þær, sem gerðar hafa verið hjá Sþ, gera ráð fyrir, að fundurinn muni kosta milli 150 og 500 þúsund dollara, eftir því hversu margt starfsfólk verði tek- ið með úr aðalstöðvunum í New York. Bandaríkin, sem leggja fram 31.5% af tekjum Sþ, hafa farið þess á leit, að Sþ taki ekki neina ákvörðun, fyrr en endanlega verði Framhald á bls. 14. stjórnar stjórnarandstöðublaðsins. Times of Malta, voru brotnar. Jafnframt héldu stuðningsmenn Mintoffs uppi aðgerðum við þing- húsbygginguna. Nokkrir unglingar klifniðu upp í styttu af Viktoríu dfottniWgí) ö’g s'veipuðu hana fáná Verkamannaflokksins. Lögreglan bjóst til að draga unglingana nið- ur, en þá kom til slagsmála. Þjóðarflokkurinn hafði ákveðiö að efna til mótmælaaðgerða við stefnu Mintoffs gagr.vart Bret- landi, en fengu því ekki komið í framkvæmd, þar sem 2000 stuðn- ingsmenn Mintoffs lokuðu götunni að þinghúsinu. Lögreglan var á verði, því óttazt var að til blóð- ugra slagsmála kynni að, koma milli iiópaana. Svo varð þó ekki og hættu þjóðarflokksmenn við mót- ; mælaáðgerðir, en Mintoíf$-menn þóttust hafa unnið sigur og skutu upp flugeldum og gengu syngj- andi um göturnar með pálma- greinar í höndum. Brezkir liermenn og fjölskyldur þeirra fengu í dag fyrirskipanir um að vera ekki á ferli á götum úti. Palestínuskæruliðar skjóta á israel yfir landamærin Skæruliðar í S-Víetnam undirbúa nú Tet-sókn NTB—Saigon, miðvikudag. Skæruliðasveiti.1- í Suður-Víet- nam, sem eftir öllu að dæma eru að búa sig undir Tet-sókn, hafa sig nú meira frammi en nokkru sinni í marga mánuði, að því cr talsmenn Saigonhers sögðu í morgun. Skæruliðarni.r eru svo öruggir með sig, að þcir mcira að segja heimta skatt af vegfar- endui" í nágrenni Tay Minh. Hersveitk- stjórnarinnar, sem hafa dregið sig út úr átökunum í Kambódíu, tóku sér í dag stöðu umhverfis Saigon, en nokkuð af S-Víetnamhermönnum er þó enn í Neuk Leung herstöðinni austan við Pnom Penh í Kambódíu. í gær gerðu hryðjuverkamenn árásir á þremur stöðum í S-Víet- nam, eina þeirra í Saigon. Alls féllu eða særðust 26 manns. í morgun réðust skæruliðar á flug- völlinn Bien Hoa og eyðilögðu þar birgðir. Einn skæruliði féll, er hann steig á jarðsprengju. NTB—Tel Aviv og Beirut, mið- vikudag. Palestínuskæruliðar gerðu í dag eldflaugaárós á ísraelska landa mæraþorpið Iiyriat Shona, sem er 5 km sunnan við landamærin að Líbanon. Var þetta gert í hefnd arskyni fyrir árás ísraela á ara- bískar skæruliðabúðir í gær. Talsmaður í Kyriat Shona sagði að eldflaug hefði lent á þaki barnaheimilis, og sprungið þar, án þess að gera teljandi tjón. ísraelsmenn svöruðu árásxnni á eftir með nokkrum eldflaugum, en ekkert hefur frétzt af afleiðing unum. í ræðu til ísraelskra blaða- manna, eftir árásina, sagði Golda Meir, forsætisráðherra, a@ ísraef væri að vinna að lausn vandamál anna, þannig að slíkur hernður yrði aflagður. N-írskir ráðherrar ganga nú með byssur innan klæða NTB—Belfast, miðvikudag. Ráðherrarnir á N-írlandi og margir þingmenn eru nú farnir að bera á sér vopn, sem þeir geta gripið tii, ef e'nhver ræðst á þá. Ekki eru allir þessir menn skytt ur og hafa þeir útbúið æfinga- svæði utan við borgina. Brezkir hermenn skutu í dag fjóra skæru liða í átökum í Londonderry. Ráðherrarnir á N-írlandi hafa allir fengið leyfi til að bera á sér vopn og margir þeirra cinnig til að hafa þau í bíluni sínum. Talsmaður stjórnarinnar sagði að þeir væru þó ekki endilega vopn aðir ailar 24 stundir sólarhrings- ins. Ekki hefur fengizt upp, hversu margir af 78 þingmönnum landsins ganga með byssur innan klæða. Átökin í Londonderry liófust í dag, þegar hópur skæruliða hóf skothríð á brezka þyrlu, sem flaug lágt yfir Bogside-hverfið í eftir litsferð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.