Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 16. janúar 1972 TIMINN ,,',.::,y..; i-,:.;>*/v.;Vs.-j, ¦¦¦ .,.,¦ ... ..»•,.. .- 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristián Benediktsson. Ritstjórar: Þórartrm Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Stein- grlmur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúslnu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgrelðslusfmi 12323. Auglýsingasíml: 19523. ASrar skrifstofur slml 18300. Áskrrftargjald kr. 225,00 á manuSI innanlands. f lausasölu kr. 15,00 eint. — Prentsmio'jan Edda hf. . GJaldeyrisstaöan í umræöum um það, hvernig fjárhagsástandið hafi verið, er núverandi ríkisstjórn kom til valda, hafa stjórn- arandstöðublöðin mjög hampað því, að gjaldeyriseign bankanna hafi verið mikil og farið vaxandi. Það hafi verið árangur af fjármálastefnu fyrrverandi ríkisstjórnar. í gær birtist hér í blaðinu fréttatilkynning frá Seðla- bankanum, sem gefur glöggt til kynna, að stjórnarand- stæðingar hafa hér ekki af miklu að státa. Þar segir, að nettó-gjaldeyriseign bankanna hafi verið í árslok 1971 um 4750 millj. króna og hafi aukizt á árinu um 1.490 milljónir króna. Þessi bati gjaldeyrisstöðunnar, segir í tfl- kynningunni, á að miklu leyti rætur að rekja til langra erlendra lántaka, sem komið hafa inn í gegnum banka- kerfið á þann hátt, að lántakendur hafa selt bönkunum gjaldeyri umfram það, sem selt hefur verið til að standa straum af afborgunum erlendra lána. Innifalin í bata gjaldeyrisstöðunnar er einnig úthlutun sérstakra dráttar- réttinda frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem námu 216,6 mfflj. kr. á árinu 1971. Þá segir í tflkynningunni, að auk þeirra ISna, sem komið hafa inn í gjaldeyriskaupum bankanna, hefur verið mikið um aðrar erlendar lántökur, einkttm vegna innflutnings skipa og flugvéla, sem var óvenjulega mikfll á árinu. Þá hefur eihnig verið mikill fjármagnsinnflutn- ingur á vegum íslenzka álfélagsins h.f., bæði vegna fjár- festingar og til fjármðgnunar á birgðaaukningu. Það er því augljóst, að viðskiptajöfnuðurinn hefur orðið mjög óhagstæður á árinu 1971, þótt það hafi ekM komið fram í gjaldeyrisstöðunni. Þessu til viðbótar má svo geta þess, að sú gjaldeyris- eign, sem bankarnir áttu í ársbyrjun 1971, rak að miklu leyti rætur til lántaka og annarra svipaðra orsaka og þeirra, sem aulming gjaldeyrisinneignarinnar s.l. ár byggðist á. Gjaldeyriseignin er m.o.o. ekki ávöxtur þess, að verzlunin við útlönd hafi verið okkur hagstæð á undanförnum árum, heldur er fyrst og fremst sprottin af miklum erlendum lántökum. Til lengdar verð- ur slíku ekki haldið áfram. Að því kemur, að afborganir og vextir af lánum stóraukast og verða þegar á næstu árum alltof þungur baggi á þjóðarbúskapnum. Þar kem- ur til sögunnar arfur frá fyrrverandi valdhðfum, sem ekki verður neitt auðvelt að fást við. Eins og áður er greint frá, nam nettógjaídeyriseign bankanna 4.750 milljónum kr. um síðastliðinn áramót. Það er litlu hærri upphæð en halli varð á verzlunarjöfn- uðinum á síðastl. ári. Þessi inneign getur því eyðzt fljótt, ef ekki tekst að draga úr hinum miHa halla, sem verið hefur á verzlunarjöfnuðinum síðustu misserin. Þetta er eitt hinna mörgu vandamála, sem núv. ríkisstjórn hlaut í arf frá fyrrirrennara sínum, og ekki dugir annað en að horfast hiklaust í augu við Til lengdar verður ekki hægt að mæta slíkum halla með nýjum og nýjum lántðkum. Vísitölubæturnar Flokkar þeir, sem stóðu að „viðreisnarstjórninni", látast nú ekki hafa áhuga á öðru meira en réttum vísi- tölubótum á laun. Þegar „viðreisnarstjórnin" kom til valda, var það þó fyrsta verk hennar að lögbanna allar vísitölubætur. Eftir að verkalýðsfélögin höfðu fengið þetta lögbann fellt niður, urðu þau að heyja mörg verk- föll til að tryggja réttar vísitölubætur. Enginn sá, sem man þessa sögu, mun því treysta framangreindum áhuga „viðreisnarflokkanna" nú. Þ.Þ. Ritstjórnargrein úr Le Monde: Minnkandi fólksf jölgun í Evrópu veldur sérfræðingum áhyggjum Málið rætt á sérstöku mannfföldaþingi í Strassbourg EVRÓPA á við rénandi fólks- fjölgun að stríða. Frá því var sagt í grein, sem birtist í franska timaritínu „Population et Socistés" í september í haust, ern fœSingar það fáar í mðrg- um Evtrópurikjuim, að þær hrökkvi ekM til að halda við íbúatölunnL Þetta var aðal umræðuefni á öðru mannfjöldaþingi Evr- ópu, sem haldið var í Strass- bourg í ágúst í sumar, en Evr- ópuráðið gekkst fyrir því þingi. Þarna komu saman rúmlega 200 sérfræðingar á þessu sviði firá tæplega þrjátíu ríkjum, ásaimt ýmsum ráðherruim. Meðal þeirra var franski ráðherrann Joseph Fontanet, seim fer með vinnu- mál og búsetu, en þingið stóð fulla viku. EINKUM bar á góma á þing- inu þann vanda, sem hækk- andi meðalaldur velducr í Evr- ópu, svo og sambandið, sem er á milli fjölda fæðinga og þjóð- félagsaðstöðu. J. Bourgeois- Pichta forseti þingsins flutti því skýrslu, sem byggð er á könnun Frakka og hlutaðeig- andi stófnuri þar í landi hefir birt. Þessi skýrsla vakti mjög mikla athygli á þinginu. Saoikvæmt skýrslunni eiga margar þjóðir í Evrópu við fækkun að stríða og fæðingum hefir stöðugt fækkað fná því a árinu 1965. Fæðingum tók að fækka í Sovétríkjunum ár- ið 1958 og í Portúgal og Hol- landi 1963. f ÞýzkalandL Svf- þjóð, Danmörku og Portúgal hefir fækkun fæðinga verið það ðr, að fólksfækkun vofir yfir. Segja má, að þessi hneigð sé einkenndi fyrir hin iðn- væddu þjóðfélög og hennar verður greinilega vaort í Frakk- landi, enda þótt bein fækkun sé ekki jafn nálæg þar og í grannlöndunum. SUMIR sertræðingar Ht» svo á, að breytt *»5ldrjíriu- 2»k3 cá íSntíówntflð fyrirbæri. Franski sérfræðingurinn Leon Tabah er á öðru málL Hann seg ir meðal annars: „Verið getur, að í mótun sé ákveðin fjölskyldustærð f sam. ræmi viB þarfir iðnvæddu ríkj- anna, og fækkun fæðinga haldi því áfram aðeins nokkra hrfð". En hann telur þó, að þróunin hafi þegar gengið mn garð fyrir fáeinuim árum, án þess að sérfræðingarnir gerðu sér það ljóst. Tabah segir einnig, að breyt- ingin á fjölda fæðinga í hlut- falli, við þjóðfélagaðstöðu sé um garð gengin í ölluim iðn- væddu ríkjunum, t.d. bæði í Sovétríkjunum og Bandaríkj- unum. Fæðingar hafa lengst af verið flestar meðal tekju- lægstu stéttanna, en nú fækkar sífellt í meðalfjölskyldunni í [ þessum stéttum, en fjölskyldu- stærðin í hinum enda þjóð- í félagsstigans eykst hins veg- j ar. . \ ÞEGAR starfsmenn við land búnað og ófaglærðir verka- OLAV PALME, forsœtlsráSliorra Svía — faakkon fœSlnga er •Mt af vondamálum Svía. menn eru undan skildir eru fæðingac nú flestar meðal há- tekjumanna og háskólaborg- ara, en fæstar meðal iðnverka- manna, handiðnaðarmanna og smákaupmanna. „Hlutfallið milli bamaf jðlda og tekjuhæðar hef- ir snúizt við frá því, sem áður var", stendur í skýrslu Tabah. Bezt menntuðu foreldrarnir eiga nú flest bðrn. „Reglan um óíxjósemi og tnenntun annars vegar og fótækt og frjósemi hins vegar er sem óðast að missa gildi sitt í Vestur-Evr- 6pu". Tabah leggur áherzlu á, að aðstaða kvenna virðist ráða mestu um þessa þróun. Konur í Evrópu hafi flestar losnað úr viðjum hamlandi trúrabragða og séu fróðar um getnaðar- varnir. Þær séu reiðubúnar að vinna fyrir uppfyllingu óska sinna, bæði -^SeSa og efnís les". 5«Bar eigi auðvelt með tfð laga sig að breyttum skil- yrðum neyzlusaimfélagsins, sem gefi öllum kost á að neyta krafta sinna til að ná settu marki og tryggi viðgang sinn með þeim hætti. SUMIR þátttakendur í þing- inu litu svo á, að breytt að- aðstaða kvenna væri helzta or- sök þeirra breytinga, sem orð- in er á meðalaldri flestra Evr- ópuþjóða. Árið 1950 voru nokkrar þjóð ir í Evrópu taldar „ungar" eða ^ullorðnar", svo sem Finnar, Tyrkir, Pólverjar, Rúmenar, Grikkir og Portúgalar, þ.e.a.s. 4—7% þjóðarinnar eða minna höfðu náð 64 átra aldri. Árið 1968 voru allar þjóðir Evrópu orðnar „gamlar" nema Tyrkir, þ.e. að fleiri en 7 af hundraði voru orðnir 64 ára. Frakkar, Englendingar og Þjóðverjar héldu meðalaldrinum hins.veg- ar í horfinu, en þær eru þó meðal „elztu" þjóða Evrópu. SÉRFRÆÐINGAR í mann- fjölda- og efnahagsmálum hafa miklar áhyggjur af fækkun fæð- inga meðal iðþróuðu þjóðanna. .lUivi- Mannfjöldinn í heiminum f heild jókst að vfsu um 60 af hundraði á árunum 1920—1960 og er talinn muni tvöfaldast milli 1960 og 2000. fbúafjöldi Evrópu jókst hins vegar aðeins um 30,7% á fyrra tímabilinu og eykst sennilega ekki um nema 24% á þvi síðara. Rflásstjárnir Evrópuríkj- anna gengust fyrir þingi því, sem hér er sagt frá. Ef þær gera sér ljósa hækkun með- alaldurs verður að ætla, að þær hafi gert sér vonir um, að þingið hvetti þær til stefnu- breytingar, sem hefði í föcr méð sér fjölgun fæðinga, og jafnframt að það brýndi fyrir aknenningi nauðsynina á að axla þær fjáirhagsbyrðar, sem umönnun og hjúkrun hinna öldruðu hefir í för með sér. En niðurstaða þingsins varð á aðra lund. Sérfræðingarnir voru á einu máli um, að ekki bæri að fækka þeim konum, sem vinna utan heimilis, þar sem það væri mjög vafasöm stefna, er hlyti að hamla gegn eðlilegri þróun. SÉRFRÆÐINGARNIR töldu þvert á móti rétt að hvetja kon- ur til að vinna utan heimilis, en hins vegar bæri að leitast við að leysa úr þörfum starf- andi kvenna, eða að fjölga leik- völlum og vöggustofum og auka möguleikana á að starfa hluta úr degi. Því bæri þó ekki að neita, að samband væri milli fjölda fæðinga og tekna, og því bæri að breyta um stefnu í skatta- og félagsmálum í sam- ræmi við það. Bent var á, að ekki væri víst að breyttar f jölskylduáætl- anir hrykkju til að tryggja fólksfjölgunina. Talið var mjög aSkallandi að breyta reglum á þá ieið, að einangrun erlendra verkamanna í Evrópuríkjunum yrði minni en hún hefir verið. Líta mætti á verulegar breyt- ingar í þessa átt sem nýja tegund aðstoðar við hinar van- þróuðu þjóðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.