Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 8
20 TIMINN SUNNUDAGUR 22. janúar 197« Sveinn Gunnarsson: KVON- BÆNA SAGA 20 sagðist vilja með fáuni orðum skýra meiningu sína: — Svo er máli varið, að bók- haidari á Seyðisfirði dó í haust er otg var og hefir kaupmaður ekki tóðið neinn enn til þess starfa, og það var imín meining, að biðja yður að hlynna þar að máli Baldvins, svo hann geti náð þeim starfa og helzt að ríða á mongun og finna kaupmann og bera þetta imál upp fyrir honum og gera samninga þar að lútandi. Skuluð þér ráða, eins og Baldvin væri yðar sonur. Svo er að gera ráð fyrir því, að kaupmaður sé nú máske afundinn af kvíða gegn tilvonandi verzlunarumbrotum í Sölva og hefi ég meðöl við las- leika þeim, sem ég vil senda kaup manni með yður. Það er að ég bið yður að bera kaupmanni kæra kveðju og þau ákvæði með frá minni hálfu, að ég skuli hlynna að því, að viðskiptamenn hans gangi ekki undan verzlunairmerkj um hans, og gera honum það skiljanlegt að ég sé honum jafn einlægur, sem hefi verið. Prestur greip fram í og sagði: — Hér þarf ekki frekari for- mála, ég skil hvað þér Hugsið, en af því ég þekki fleiri verzlunar- stjóra, geng ég ekki eftir Lárusi kaupmanni okkar, því ég get kom ið Baldvin víðar fyrir í verzlunar- stöðum og, Sigurður minn, aftur á hina hliðina, sé þessi okkar kæri kaupmaður fýldur, mun ég trauðla sleikja upp á honum skilningar- vitin, svo hann fái ilm, smekk og tilfinningu liðlegheitanna. Nei, ég geri það ekki. Ég lofa hverjum einum vanalega að fýla girön, þangað til þeir verða sjálfir þreyttir á því. Ég er því fýldur við heiminn og slaka alls ekki til, þó mér séu sýndir mótlætishlekk- irnir. Þannig nota ég hann, þeg- ar óartarhliðin hans snýr að mér, Aftur þegar heimurinn er mér góður, þá reynist ég honuim alla jafna þægilegur, liðlegur og góð- ur, eftir því, sem ég get. Vilji heimurinn sýna mér drottnunar- girni, þá hæði ég hann og for- smái hann, á meðan ég hefi sjálf- stæðar skoðanir. Vilji heimurinn tortoryggja mig og véfengja að or- sakalausu, neyti ég allrar orku til að gera honum sem erfiðast fyrir, að hann nái seint og illa rétti sínum á mér. Hefi ég því alls engan formála við kaupmann vorn. Ég segi honum erindið og bið hann að játa eða neita, og það er sjálfsagt, fyrst það eru þín vinsamleg tilmæli, að ég ríði á morgun og viti um vissuna. En, Sigurður minn, það er í gömlu iriáli, að kerlingarnar vilji hafa eitthvað fyrir snúð sinn og þú verður að gera bón mína aí'tur. Ég heyri láfið af því að þú sért hagsýnn maður. Þér vitið það að ég er frumbýlingur og of skepnu- fár, svo mér þætti vel við eiga að kaupa svo sem 50 ær, og hefi ég helzt viljað fá yður til þessa verks. Sigurður kvaðst lofa að gera þetta, ef peningar væru annars vegar og meira að segja gæti hann útvegað honum bát og sjó- búð og hvoru tveggja það væri honuim jafn-nauðsynlegt sem æm ar. Á andvirði þessa tjáða kaups getið þér fengið ársumlíðun pró- sentulaust. Það er skilyrðið, að þér veitið ákveðnu kaupi móttöku 14. maí og af tur að ári liðnu skuluö þér borga þessa keyptu muni með peningum, og ennfremur kaupi þessu til hlunninda vil ég útvega yður vinnumann, sem duglegur er kallaður og fomlaður er einnig. Kaup hans skal vera 15 spesíur, sem greiðast skal í peningum sama dag og hitt verður borgað. Auk þess fái þessi umtalaði vinnu maður ókeypis hjá yður tilsögn í enskri tungu, áð vetrarlaginu, svona í frístundum og l,iósfæri að kvöldinu í hinu dimma skamm- degi aukreitis. Prestur hafði gengið um gólf, en sneri sér nú að- Sigurði og sagði: — Halló! Það er hátíðlegt já gegn tölu yðar og svona lagaðar sálarhireyfingar lyfta mér alin upp frá jörðunni. Þetta verzlunarboð yðar er aðgengilegt, en það er eins og þér hafið allt þetta á boð- stólum og lát mig nú heyra hver seljandinn er. Sigurður sagðist vera það sjálf- ur. Prestur sagðist ganga að kaup inu óg var það svo handsölum bundið, og sagði prestur þá að þetta væri gleðidagur og slíkir geislar hefðu ekki gripið heila sinn, síðan hann kom í sveit þessa. Prestur sagði ennfreanur: — Þér borðið hjá mér, Sigurð- ur. Heitur matur kom von bráðar og þeir þrír settust þar að krás- um. Það var þögn, og hver uim sig brúkaði snarræði að ná í þenn an og þennan bitann. Nú rauf prestur þögnina og sagði: — Ég er að huigsa um skemmti lega borðræðu, en ég er gleym- inn á skrítlurnar og verð þvi að segja ykkur sögubrpt af sjálfum mér. Ég er alinn upp suður í Borg- arfirði, bóndason. Faðir minn var talsvert fjáður maður, hafði margt gangandi fé og beitarhús þar, sem við þótti eiga. Hann girti þessi fjárhúsagerði sín og ræktaði tún. Ég var orðinn 16 ára, þegar faðir minn einn þokudag kallar á mig inn í skemmu annars vegar við bæjardyr, og var hann þar að ditta að reipum súium. Fór hann þá að tala um, að ég væri svo óþekkur og ódæll, að hann væri alráðinn í að láta mig í burtu frá sér á næsta hausti. — Sóknarprestur okkar er gáfu imaður og þaragað ætla ég að setja þig og lóta þig strekkja við lær- dóm þangað til þú nærð prest- vígslu, úr því skaltu sjá um sjálf- an þig. Mér þótti þetta vera ljóti grikk urinn, svona fyrst um sinn, og á meðan ég athugaði ekki málið vandlega, virtist mér menntunar- leiðin þrælbindandi, en kvartaði þó ekki. er sunnudagurinn 23. janúar HE3LSUGÆZLA SlyBavartJstoran i Borganpltabm ¦n er optn allan sólarhrtogtan Stml 81212. SIBkkvflinið og sJOkrftbiIreimr fyr Ir Beykjavfk os Kópavog »l«ni 11100. SJflkrabifrelO t HaínarflrOl stau 51836. ____ Tannlasknavftkt er 1 HeU«uvem<Ur stððlnnl, bar wm Slyaararostoí an vai, og er opin tengardega og smmadaga KL 6—« e. b. — Stal 2241L ak^tek aateartJarOar er oplt b!1- VWtfi dag trá tí. 9—1. á UHtger dBgom kL »—2 og á smnrodög- um og ðOroiD helgldogmn er op- 18 trt tí- i—4. Nffitur- og helgldagavarzla læknn Neyðarvakti Mánudaga — föstudaga 08.00 — 17.00 eingöngu 1 neyðartilfellum sfmi llðiu. Kvöld-, nætur og belgarvakl BláoudagB — fJmmtudags 17 00 — 08.00 tra "L 11.00 föstudag ti) kL 08.0C manudag. Sim) 2123a Atanennar upplýslngar om laBknb> pjðnusto i Beykjavfk ern cefnai síma 1888&. LaÆnlngxTstofur ero u>kaðar a langardðgum. aema xtotnr * Klapp- arstis 27 frá kL 9—11 f.h. Simi B360 og 11680. TJm vttjanabeiðnir vísast til helgidagavaktar. Sími 21230. ónæmisaðgerSir gegn mænusótt fyrir fullorðna fara fram i Heilso- verndarstöð Reykjavfkur á mánu dðgum frá kL 17 — 18 Næturvörzlu í Keflavík 22. og 23. janúar annast Arnbjörn Ólafs- son. . Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka í Reykjavík vikuna 22. — 28. jan. annast Ingólfs-Apótek og Laugar- nes-Apótek. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug. Sólfaxi fór til Ósló og Kaupmanna- hafnar kl. 09:00 í morgun og er væntanlegur þaðan aftur til Kefla- vfkur kl. 17=20 í dag. Fokker Friendship vél félagsins fer til Vaga kl. 12:00 í dag, og er væntanleg þaðan aftur til Rvikur kl. 17:00 í dag. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:45 á mánu- dagsmorguninn. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) til Þórshafn- ar, Raufarhafnar, Hornafjarðar og til Norðfjarðar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) til Vest- mannaeyja, Patreksfjarðar, ísa- fjanðar, Egilsstaða og til Sauð- árkróks. BRÉFASKIPTI Elín Ásgrímsdóttir, Sigrún Kristiánsdóttir, Ásta H. Guð- mundsdóttir allar á Alþýðuskólan- um Eiðum. Óskum eftir bréfa- skiptum við stráka á aldrinum 17 — 40 ára. FELAGSLÍF Pólagskouur í Verkakvennafé- laginu Frainsókn Takið eftir. Þriggja kvölda spdla- keppni byrjar fimmtudaginn 27. jan. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu. Fé- lagskonur f jölmennið og takið með ykkur gesti. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins. Fundurinn sem auglýstur var mánudaginn 24. jan. í dagbók í gær var haldinn síðast liðinn fimmtudag. Og eru hlutaSeigendr ur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Kvenfélag Ásprestakalls Spiluð verður félagsvist í Ásheim- ilinu Hólsvegi 17 fimmtudaginn 27. janúar kl. 20.30. Verðlaun veitt. Stjórnin. ' Austfirðingar. AustfirðingamótiíS verður í Glæsi- bæ, Álfheimum laugardaginn 5. febrúar. Nánar auglýst síðar. Upp- lýsingar í síma 22611 og 37023. Stjórnin. Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundir pilta og stúlkna 13 til 17 ára mánudagsk^öld kl. 8,30. Opið hús frá kl. 8.00: Séra Frank M. Halldórsson. Félagsstarf eldri borgara í Tónahæ. Þriðjudag 25. jan.. hefst handa- vinna og föndur kl. 2 e.h. Hinn ungi Skoti Hugh Kelsey hefur vakið athygli að uhdanförnu sem mikilvirkur rithöfundur i bridge. Hér er dæmi úr nýrri bók hans „Improve Your Bridge". V spilar út Sp-Ás í 6 Hj. S. — A G V K5 ? ÁG83 * ÁKD974 A ÁKD9862 A 73 V D3 y 82 ? 7 62 4 D 10 954 * 8 * G1063 A 10 5 4 V ÁG10 97-64 ? K * 52 Eftir Sp-Ás skipti V yfir í T. Suður tók á K heima, spöaði Hj. á K og svínaði síðan Hj. — einn niður. V haM sagt 4 Sp. við opnun S á 3 Hj. og S byggði spilamennsku sína á því, að V væri með lengd í Sp. og því stuttur í Hj. En S hefðl átt að setja sig í spor Vesturs. Þegar V sér blindan er grehiilegt fyrir hann, að möguleikarnir ta að hnekkja spilinu liggja í því að fá slag á Hj-D. Ef V hefðl átt ein- spil í trompi hefði hann auövitað spilað Sp áfram — til þess að blindur trompaði. Ef A hefði átt drottningu 3ju í Hj. hefði þá veri® ómögulegt að vinna spöið. A5 þessu athuguðu átti S aldrei a0 svína hj. Þessi staða kom upp í skáík Schröder, sem hefur hvftt og á leik,' og Jóns Friðjónssonar í Brunschwieg 1971. ABCDEFOH ABCDBrOB 16. Bxh6! — DxB 17. DdSf — Kg7 18. He7f — Kf6 19. HeSf og svart- ur gafst upp. JÓN E. RAGNARSSON LÖGMAÐUR Laugavegi 3. Sími 17200. M1MHUr<Umt1IIM.- uimHMrimtttiitifnriiiuHtiiinuunnutMiimtiutMifmitmiKiiiniufiiniiitiiiiiiiiittii LÓNI ¦— Tonto farðu í bæinn og vittu, hvort nokkuð er nýtt um Rangcr Jim. Fljót- lega: Sástu ekki blaðið, sem kom með silfurkúlunni? — Skrýtið, en maðurinn, sem ég skoðaði, hét Ranger Jim. — Lækn ir, Tonto vill tala við þig augnablik, ein- an. — Skyldu þeir ekki verða reiðir, ef ég segi, hvar ég sá Ranger Jim? uuuauUHmu E

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.