Tíminn - 26.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.01.1972, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR, 26. janúar 1972. TÍMINN 7 ........... ................... . :::::: ;ICf.lSt(6rt::fl«ttAdtk<*íöttv: :Þ6farirtH:::::: Þárarhns?ott láú), Attúrés KfWjártSSárt, Jétt Httljiasort, tttdrlSf 6. t>orsí«ittss<>n: :pg: Támft* K»rt*$0tt,: Audtýslnftastjúfl: :Sf«)rt- prifrtor Gfslasott. Rltsfjófnarskrífstotur I fládú'hujmö, SÍrfWf 1*200 — IS3Q&, Sk rif?tofvr flanka$træff 7. — AfgretSslustnvi 12222. AufltýsíngaslroS 19523, ASrar skrjfstofvr sírof T830Q, Áskrtffarflíaltt kr, 22Í.OO á mánuSt innanlantts. í laúsasóly kr. )í,00 «3ttt*ktö. — ÖtaSaÞrent h.f, (Offsit) „Nýi Tíminn“ í gær urðu söguleg tímamót í lífi Tímans. Fyrsta tölublað Tímans úr hinni nýju „Offset“-prentvél kom út í gær með litprentaðri mynd í fjórum litum á for- síðu. Jafnframt birti Tíminn stærstu ljósmynd, sem birzt hefur 1 íslenzku dagblaði. Þetta var gert m.a. til að sýna, hvaða möguleika hin nýja prenttækni, sem Tíminn hefur nú tekið í þjónustu sína, býður upp á, og hvers hún er megnug. En höfuðatriðið er að sjálf- sögðu, að Tíminn verður nú í öllu tilliti miklu betur prentaður en áður, læsilegri og snyrtilegri að öllum frágangi. Einkum er það þó myndaprentun, sem taka mun stakkaskiptum, en slæm myndprentun hefur óneitanlega verið Tímanum til vansa og trafala að undanförnu. Margt af því, sem áður háði Tímanum tæknilega, er nú úr sögunni .Það óhagræði að þurfa að skipta blaðinu í tvö blöð, þegar blaðið var stærra en 16 síður og að geta ekki prentað blaðið t.d. í 20 síðum, er nú úr sögunni. Stefnt er að því að blaðið verði 20 síður dag- lega og enn stærra á sunnudögum, en sunnudagsles- bók að auki, og íslendingaþættir eins og verið hefur. En meðan verið er að þjálfa starfslið og fullkomna aðstöðuna í hinni nýju prentsmiðju, verður Tíminn enn um nokkurt skeið að búa að nokkru við hluta hinnar gömlu prenttækni. Ekki nema rúmlega helm- ingur lesmálsins er enn sett í hinum nýju „offset"- setningarvélum. Búa verður áfram um stutt skeið við gamla lagið, blýsetninguna, þótt lokaprentunin sjálf sé öll ,,offset“. Af þeim síðum, sem settar eru með gamla laginu, eru teknar myndir, en „offset" grund- vallast á ljósmyndatækni. Svo vel hefur prentun tekizt að það er ekki á færi leikmanna að greina hvað er sett með hinu gamla lagi og hvað því nýja. Lesendur hafa tekið hinum „nýja Tíma" mjög vel. Hin bætta prentun og útlit og auknir möguleikar í útgáfu eru ávöxtur af samstarfi fjögurra dagblaða við stofnun og rekstur „Blaðaprents h.f.“ Hér er um mikla fjárfestingu að ræða, sem hefðj verið hverju hinna fjögurra blaða um megn. Þessi bætta aðstaða Tímans er því grundvölluð á þeirri stefnu samvinnu og hagkvæmni, sem Tíminn hefur jafnan boðað í þjóð- málaskrifum sínum og fer vel á því. Samvinna á viss- um sviðum þarf sem sé alls ekki að útiloka heilbrigða samkeppni á öðrum sviðum, þar sem samkeppni er bæði sjálfsögð og nauðsynleg. Þannig er þessu einmitt farið með þessa samvinnu 4 dagblaða um prentun. Samkeppni á milli þeirra mun að sjálfsögðu halda áfram um sem beztan fréttaflutning, efni, útlit og kaupendafjölda, — og væntanlega fremur fara harðn- andi en hið gagnstæða. Tíminn kvíðir ekki þeirri sam- keppni, en óskar þess um leið að samvinna þessara samkeppnisaðila verði ætíð sem bezt og heilbrigðust um rekstur hinnar sameiginlegu prentsmiðju blað- anna, Blaðaprents h.f. Eddu þakkað Á þessum tímamótum í sögu blaðsins er sérstök ástæða til að þakka prentsmiðjunni Eddu, sem annazt hefur prentun Tímans um áratugi, fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Samfylgd Eddu og Tímans er þó ekki að fullu úr sögunni. Ritstjórn Tímans mun áfram hafa aðsetur í húsnæði Edduprentsmiðju, Eddu- húsinu við Lindargötu. Forustugrein úr Arbeiderbladet, Oslo: Umhverfisráðstefn- an i Stokkhólmi á að vera öllum opin Það væri alrangt að útiloka Austur-Þýzkaland. EGON BAHR (til vinstri) og MICHAEL KOHL (til hægri) voru aðalsamningamenn þýzku ríkjanna um samgöngur milli Vestur-Þýzkalands og Vestur-Berlínar. Á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna 1968 var *am- þykkt tillaga frá Svíum um að kölluð yrði saman térstök alþjóðaráðstefna til þess að ræða um verndun mannlegs umhverfis. Ákveðið var jafn- framt að þessi ráðstefna yrðí haldin í Stokkhólmi 1973, en Svíar höfðu boðizt til að ann ast ráðstefnuhaldið. Síðustu misserin hefur verið unnið kappsamlega að undirbíiningi ráðstefnunnar. Á nýloknu allslierjarþingi var svo sam- þykkt að bjóða til þátttöku í ráðstefnunni öllum þjóðum, sem eru í Sameinuðu þjóð- unum og sérstofnunum þeirra. Þetta þýðir, að Aust- ur-Þýzkaland verður útilok- að frá þátttöku í ráðstefn- unni, þar sem því hefur ver- ið meinuð þátttaka í Samein- uðu þjóðunum og sérstofnun um þeirra. Til þess að mót- mæla þessari ákvörðun, hafa Sovétríkin og Tékkóslóvakía hætt störfum í undirbúnings nefndinni og eru allar horfur á, að Austur-Evrópuríkin hætti þátttöku í ráðstefnunnl, ef haldið verður fast vlð þá furðulegu ákvörðun að úti- loka Austur-Þýzkaland. f Arbeiderbladet, sem er aðalmálgagn norskra jafnað- armanna og núverandi rfkis- stjórnar Noregs, birtist for- ustugrein um þetta mál 11. þ.m. Hún fer hér á eftir í lauslegri þýðingu: SUM þeirra náttúruvernd- ar og umhverfisvandamála, sem heimurinn á við að stríða nú, verða ekki leyst nema með samvinnu yfir landamæri. Þetta á alveg sér í lagi við um baráttuna fyrir hreinu vatni og hreinu lofti. Sameinuðu þjóðirnar ætla að halda umfangsmikla nátt- úruverndarráðstefnu í Stokk- hólmi á þessu ári. Heimssam- tök eins og Sameinuðu þjóð- irnair hljóta einmitt að vera hinn rétti vettvangur og mjög ákjósanlegur fyrir alþjóðlega samvinnu um þau heims- vandamál, sem að okkur steðja. SAMEINUÐU þjóðimar hafa samþykkt, að þjóðir, sem aðild eiga að samtökunum eða einhverri stofnun þeirra, skuli eiga rétt á þátttöku í ráðstefnunni. Oss er ekki Ijóst, hvers vegna slík sam- þykkt er gerð. Einfaldara og eðlilegra hefði verið að gefa öllum þjóðum, sem þess ósk- uðu, kost á þátttöku í ráð- stefnunni. Austur-Þjóðverjum er með- al annarra meinuð þátttaka í ráðstefnunni samkvæmt sam- þykkt, sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa gert. Austur-Þjóð- verjar eru þó meðal þeirra þjóða, sem lengst eru komn- ar í iðnvæðingu, og hefðu því átt að vera sjálfkjörnir þátttakendur í ráðstefnunni í Stokkhólmi. ÞAÐ eitt út af fyrir sig er nægilega slæmt, að Austur- Þjóðverjum skuli meinað að taka þátt í ráðstefnunni. Hitt er þó enn verra, að aðrar Austu r-Evrópu-þ j óðir hafa hótað að hverfa frá þátttöku af þessum sökum. Sovétmenn og Tékkar hafa til dæmis neitað að taka þátt í undirbúningi ráðstefnunnar. Kínverjar hafa hins vegar lýst yfir, að þeir séu fúsir til þátttöku. Þarna virðist sem sagt í aðsigi athyglisverð refskák í heimsstjórnarmálunum. En vér erum í einlægni sagt ekki sérlega hrifnir af heimspóli- tízkum átökum í þessu sam- bandi. VERIÐ getur, að viðbrögð Kínverja verði til þess, að Sovétmenn og Tékkar cndur- skoði afstöðu sína. En lítil ástæða virðist til að nota ráð- stefnuna um umhverfisvand- ann til þess að etja Kínverj- um og Rússum saman. Allar þjóðir, sem áhuga hafa, eiga að vera þátttakend- ur í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, Austur-Þjóðverjar ekki síður en aðrir. Bæði þýzku ríkin verða orðin að- ilar að S.þ. áður en langt- um líður. Formsatriði ein eiga ekki að koma í veg fyrir, að umhverfisráðstefnan verði upphafið að raunverulegum alheimsaðgerðum til verndar og umbóta á umhverfi mann- kynsins. UMHVERFISVANDINN í víðtækustu merkingu er ná- tengdur iðnvæðingu, auknu þéttbýli og tækniþróun. Margt er unnt að gera til verndar náttúrunni og umhverfinu í hinu næsta nágrenni. Um hitt má deila fram og aftur, hvort orðið „umhverfisvernd" .er sérlega heppilegt í þessu sam- bandi. Oft er meira aðkall- andi að búa til eitthvað nýtt en að vernda hitt, sem fyrir er. Eitt hinna mikilvægari viðfangsefna er til dæmis að móta borgarumhverfi, sem veitir ánægju og vellíðan. Vér hér í Noregi eiignumst innan skamms sérstakt ráðu- neyti sem fjallar um náttúru- vernd og umhverfisvanda. Við erum að byrja að læra að hugsa með nýjum hætti um skipulag samfélagsins og fram vindu. Af þessu þarf þó eng- an veginn að leiða, að við getuim litið á okkur sem braut- ryðjendur á þessu sviði. Ef til vill erum við einmitt nokkru síðbúnari en íbúar annarra landa, sem lengi hafa átt við tilfinnanlegri örðug- leika að stríða á þessu sviði. Allur hinn iðnþróaði hluti heimsins stendur í stríði við umhverfisvandann ag vanþró- aði hlutinn einnig í nokkrum mæli. Náttúruverndin er svo einn þáttur umhverfisvand- ans. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi er einmitt tákn um þetta. Frh. á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.