Tíminn - 26.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.01.1972, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGL’R, 26. janúar 1972. TIMINN 9 neginfæða ia, nú herra- jr á Þorranum Gleymdir hdtíðisdagar Nú, laufabrauð þótti lika herra- mannsmatur, en það tiðkaðist sem jólamatur, og gerir enn á Norðurlandi og nokkuð á Austur- landi. Þaö var eiginlega hátiðis- dagur þegar laufabrauðið var skoriö út. Laufabrauðið var geymt fram á þorra og notaö á tyllidögum. Það var alltaf haldið upp á fjóra daga fyrri hluta árs fyrir utan þá hátiðisdaga, sem við þekkjum enn. Þeir voru fyrsti þorradagur, bóndadagurinn; góudagur eða konudagur; yngissveinadagur eða fyrsti dagur i Einmánuði, og loks Sumardagurinn fyrsti, yngis meyjadagur, fyrsti dagur i Hörpu. Fyrsti þorradagur var alltaf á föstudegi, en Þorra lauk með þorraþræli, sem var laugar- dagur, Góa hófst á sunnudegi en lauk á mánudegi, þá tók Einmán uður við á þriöjudegi og lauk á miðvikudegi, en Sumardagurinn fyrsti, er eins og allir vita á fimmtudegi. Allir þessir dagar voru hátiðis- dagar. Ég sakna satt að segja þessarar tilbreytni, nú erij^llir dagar hver öðrum likir. Hér áður fyrr hlakkaöi fólk alltaf til sunnu- dagsins, en þaö finnst mér nú vera horfið. A bóndadaginn gerði húsmóðir- i«n vel viö bónda sinn i mat og drykk, og á góudaginn gaf hann henni kaffipund eða rúsinupund, en slikur fnunaður var að skorn- um skammti. Á yngissveinadaginn bökuðu ungu stúlkurnar lummur. Þegar ég var að alast upp heima i Menntaskólanum á Akureyri,var alltaf gefið fri eftir hádegi þann dag. Mesti hátiðisdagur ársins var þó Sumardagurinn fyrsti. Þá vóru gefnar gjafir. Ég var orðin 10-12 ára þegar ég fékk jólagjöf sem heitið gæti, eitthvað annað en kerti og spil. Pabbi var á móti jólatrjám og sagði, að við ættum ekki að hafa þau fyrr en við hefðum okkar eigin tré. Svo sam- kvæmt þvi gætum við haft jólatré með góðri samvizku núna.A Sumardaginn fyrsta var alltaf svolitil veizla heima i skóla, og piltarnir gengu um beina. Margar hendur vinna létt verk Einnig var það siður þar sem ég þekkti til i gamla daga, að á jóladag og páskadag færði hús- móðirin öllu heimilisfólkinu kaffi i rúmið. Gestum var einnig ævinlega borið kaffi i rúmið. Það voru fleiri hendur hér áður fyrr, og þá voru lika þessar góðu vinnukonur, svo þetta var auð- veldara en það væri nú. — Hvenær fór svo mataræðið að breytast? — Þar sem ég þekki til urðu ósköp litlar breytingar fyrr en i striðinu,eftir að frystihúsin komu i héruðin, en það var ákaflega misjafnt hvenær varð. Þá fór fólk að geyma kjöt fryst. Og á svipuð- um tima varð einnig önnur breyting. Fólki tók aö fækka I sveitunum. Ég var 12 vetur i Reykjavik, 1941-'53. Ég fór á þorrablót á Blönduós fyrsta vet- urinn heima, og þá var allur mat- urinn fenginn frá Reykjavik. Svona miklar voru breytingarnar á þessum árum. Raunar kemur eitt enn til sem kannski veldur essu, geymsluskortur. Gömlu bæ- irnir voru stórir með góðum geymslum. Göjplu torfhúsin voru afbragðsgeyrfislur. Þar var aldrei mjög heitt á sumrin og fraus ekki heldur um vetur. Þau geymdu vel sitt búrin. Þaö mátti heita, að þar héldist sama hita- stig vetur og sumar. Nú vantar hins vegar viöast hvar algerlega geymslur, svo fóiki er náttúrlega vorkunn að geyma mat heima. — Berð þú þorramat á borð ein- hvern ákveðinn dag vetrar? — 1 fyrra keypti ég þorramat, mig minnir úr Naustinu. Mér fannst hann ágætur. — Heldurðu að við íslendingar höldum áfram að borða þorra- mat? — Ég er að vona þaö. En ég kann illa við að þorramaturinn skuli ekki vera heimatilbúinn i sveitun um. Þetta er nú einu sinni þeirra vara. Þetta gerði hver bær fyrir sig hér i gamla daga. Hvert heimili varð að vera sjálfu sér nógt. Ég ólst upp á þeim tima þegar hver sveitabær var eins og riki i rikinu. Það eru breyttir timar nú, svo þaö er kannski ekki von að min kynslóð skilji unga fólkiö. En ég er meðmælt þorra- matnum og þorrablótum. Ég vil reyna að halaa i það sem islenzkt er eins og hægt er. -SJ Rætt við Huldu Stefánsdóttur um þorramat, gamla hátíðisdaga og fleira Ib VVessmann matsveinn og Geir Zoega framkvæmdastjóri I Nausti. Gestur f Naustinu velur úr þorratroginu. >kum óm kennslukvennakópsins ekki fella neinn úrskurð. rtist hann i ýmsum til- iýna heiðarlega afstöðu og i til sanngirni og rétt- en eins og þær segja má ekki lita á hann sem irslitadóm. Eigi að vera ar forsendur sliks mats að erður að efna til þess með iðtækari hætti. Ekki getur iðlilegt, að Kvenréttinda- sé framkvæmdaaðili II || þessa máls, og ekki er heldur eðlilegt, að i matsnefndinni aðeins fulltrúar af öðru kyni, á svipuðum aldri, á sama starfs- vangi og úr sömu menntastöð. Hér þarf miklu stærri hring sjónarmiða. Vel mætti hugsa sér, að kenn- arasamtökin stæðu fyrir þessu mati og fengju til þess þann opin- bera fjárstuðning, sem þarf. Val matsnefndar yrði þá að vera gert af mikilli viðsýni, jafnt konur sem karlar I nefndinni, kennarar, foreldrar, rithöfundur, mynd- listarmaður, bókagerðarmaður, sálfræðingurog fleiri mætti nefna til þess að stækka hringinn. En slik matsnefnd þyrfti að vinna á tveim vigstöðvum. Höfundar ættu að geta lagt fyrir hana, eða hluta hennar, handrit sin að barna- bókum og fengið mat, er siðan gæfi rétt til þess aö gefa bókina út undir þeirri „stjörnu”, sem nefndin veitti. Slikt mat gæti ráðið nokkru um það, hvort bókin kæmi út eða ekki, þvi að höfundar og útgefendur tækju það tillit til þess, sem þeim sýndist við hæfi. Þetta mat er ef til vill enn mikil- vægara en mat á útkomnum bókum. Siðan gæti nefndin i heild metið útkomnar bækur til leiðbeiningar fólki. Það sem skiptir máli nú, er að slikt viösýnt, raunhæft og sann- gjarnt mat á barnabókum komist á sem allra fyrst i hendi opinbers aðila eða samtaka, sem almenn- ingur treystir vel til þess. Þrátt fyrir góða viðleitni kennslu- kvennanna fyrir siðustu jólj er ekki heppilegt að halda lengra á þeirri braut. —AK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.