Tíminn - 28.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.01.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN FÖSTUDAGUR 28. janúar 1972 Fíutningsbannið Eyja. til Viðhald og fyrning íbúðarhúsnæðis Samkvæmt regluger#, sem fjármálaráðuneytið hef ur gefið út, breytast nú reglur um frádrátt viðhalds kostnaðar fasteigna við álagningu skatts. Frádrátt- arbær viðhaldskostnaður íbúðarhúsnæðis verður fast ur hluti af fasteignamati í stað raunverulegs og sund- urliðaðs viðhaldskostnaðar eins og verið hefur. Verð- ur veittur árlegur frádrátt- ur til viðhalds, sem nemur 1,5% af fasteignamati íbúð arhúsnæðis úr steini og 2% af mati íbúðarhúsnæðis úr timbri. Fyrning íbúðarhús- næðis verður 1% árlega f stcinhúsum en 1,3% af íbúð um í húsum úr hlöðnum steini og 2% í timburhús- um. Húsaleiga af eigin íbúð, sem framteljandi býr f, skal reiknast 2% af fast- eignamati fbúðarinnar. Kostir og gallar nýju reglnanna Þessari breytingu fylgja bæði kostir og gallar. Við- haldskostnaður á íbúðum hefur að sjálfsögðu verið mjög mismunandi frá ári til árs en verður nú raun- verulega jafnað niður jafnt árlega. Þetta sparar skatta- yfirvöldum mjög mikla vinnu við að yfirfara kostn- aðarreikninga við slíkt við- hald. Gallinn er hins vegar sá helztur, að með slíku sundurliðuðu uppgjöri með skattskýrslu um viðhalds- kostnað íbúða fylgdi all góð trygging þess að öll vinnulaun, sem grsidd eru fyrir slíka vinnu við við- hald húsa var talin fram á viðkomandi. Að vfsu er sú skylda framteljenda, og þar með eigendur íbúða, að telja fram öll vinnulaun, sem þeir greiða öðrum, jafn rík og áður var. Hins vegar er engin ástæða til með reynslu okkar í þess- um efnum f huga, að gera ráð fyrir að mannlegur breyskleiki muni ekki verka slævandi á áhuga manna á að telja fram öll vinnulaun við viðhald og endurbætur á húsum, þar sem það skipt Ir ekki lengur neinu máli fyrir viðkomandi til lækk- unar á eign sköttum. J 60% fyrirfram- greiðsla upp f skatta næsta árs Þá hefur fjármálaráð- herra gefið út reglugerð um heimild til að taka f fyrir- framgreiðslu fyrri hluta ársins 1972 þrjá fimmtu hluta - 60% - álagðra skatta síðasta gjaldárs. Hér er um að ræða framlengingu á þeim ákv., sem giltu í fyrra, en þá nam fyrirframgreiðsl an einnig 60% af álögðum sköttum fyrra árs. Tekju- aukning er áætluð 23% á milli áranna 1970—1971. — TK. Landfara hefur borizt eftir- farandi bréf frá Vestmanna- eyjum: „Landfari góður. Mig langar til að biðja þig að segja landsfólkinu eftirfarandi Eyja-sögu: I sex eða sjö vikna farmannaverkfalli, sem nýlega er lokið, vildi svo til að tið var góð og vegir viða auðir. Þvi var hægt að dreifa vörum um mik- inn hluta landsins með flutn- ingabilum. En byggð rúmlega fimm þúsund manna úti i hafi bjó við vöruskort — þ.e. Vest- mannaeyjar. A þaö einkum við þá er leið á verkfalliö. —Herj«. ólfur flutti mjólk og póst tvisvar i viku fyrir náð. Ekkert annað mátti flytja. Þrettánda janúar flutti Morgunblaðið fregn úr Eyjum: „Vandræðaástand vegna verk- falls á farskipunum. Flestar nauðsynjar uppseldar”. Þá segir, að slik vöruþurrð i búðum hafi ekki þekkzt i áratugi. Vörur mátti flytja með flugvélum, en hvort tveggja er, að þær anna ekki nema litlum hluta flutn- inganna, og svo er það ærið dýrt að flytja þungavöru i flugvélum. Þá kom og annað til: vond flug- átt, rysjótt tiðarfar. Ekki ein H1111 11111 einasta flugferð til Eyja fyrstu tiu daga ársins. Það var þvi flest, sem lagðist á þá sveif að fullkomna þá til- raun að láta Eyverja búa að sinu hátt i tvo mánuði. Þar lagðist flest á eitt, jafnvel fisk- ætið var til þurrðar gengið. Degi siðar en Morgunblaöiö birti fyrrnefnda frétt flutti Þjóðviljinn fréttaklausu um málið, yfirskrift: Vandræða- ástand vegna verkfalls i Eyjum. Þetta á samt ekki að skilja svo, að verkfall hafi verið i Eyjum, þótt orðalagið geti gefið það til kynna. Bæjaryfirvöld vildu i lengstu lög ekki ónáða þá háu herra i höfuðborginni með undanþágukvabbi, utan það sem fyrr segir um mjólkina, en þá segir blaðið frá þvi, að bæjarstjórn Vestmannaeyja hafisent Sjómannafél...Reykja- vikur skeyti (likléga um miðjan janúar), þar sem þeirri stjórn er tjáð, að Vestmanna- eyjar hafi sérstöðu varðandi samgöngur og hafi þvi skorað á stjórn S.R. að veita undanþágu til vöruflutninga með m.s. Herjólfi. Stjórn félagsihs var hins vegar svo heppin, að hún þurfti ekki að svara þessum til- mælum. Kannski hefði aldrei komið neitt svar hvort sem var. Svör liggja ekki alltaf á lausu úr Stór-Reykjavik. En svo mikið þótti við liggja, að Eyja-búum bærust ekki ótimabærar vöru- sendingar, að ekki var leyft að innsigla lest Herjrðlfs, þegar hann þótti lestaður of fljótt, og láta hann sigla með mjólk, póst og farþega. öllu skyldi skipað upp aftur, áður en skipið færi i mjólkurferðina. Nú gæti það orðið hyggins háttur i eyriki þessu að safna söltuðum og hertum fiski og fugli i kagga eins og gert var i gamla daga. En meö öðrum orðum*, er það ekki furðulegt fyrirbæri, að menn skuli þjarka um það i vikurog mánuði, hvort siglinga- menn skuli hafa kaup, sem þeir geti lifað af, sem aðrar starfs- stéttir? Að siðustu þetta: Samgöngur við Eyjar með tveim ferðum Herjólfs i viku og flugferðum háðum veðri, eru alveg óviðun- andi. Hinn 12. þ.m. itrekaði bæjarstjórn Vestmannaeyja áskorun á samgöngumálaráðu- neytið um það, að áætlunum Herjólfs verði breytt i það horf, að feröir milli Þorlákshafnar og Eyja verði hafnar að nýju. — Eyjamenn kerfjast þess, að tafarlaust verði bætt úr sleifar- laginu i samgöngum milli lands og eyja. H.G.” Landfari sér ekki annað en rétt sé að taka undir þessa ádrepu og hvetja stjórnvöld til þess að hlusta á Eyjamenn og leita siðan úrbóta. Steinsteypufélag Islands stofnað 11. des. s.l. var stofnað, af sam- tökum einstaklinga, fyrirtækja og stofnana, félag sem starfa á að fræðilegri og hagnýtri stein- steyputækni með ýmsum hætti. 58 einstaklingar, fulltrúar samtaka, stofnana og fyrirtækja voru mættir á stofnfundinum. Mikill áhugi rikti á fundinum um að sameina alla þá er vinna að steinsteypu i einu félagi. Heiti félagsins var ákveöið Stein- steypufélag Islands. Hlutverk félagsins er að: 1. Skipuleggja fyrirlestra og námskeið, ásamt útgáfu fræðslu- rita. 2. Styðja rannsóknir á stein- steypu og skyldum byggingar- efnum. 3. Stuðla að tæknilegum um- bótum og stöðlun innan stein- steypuiðnaðarins. 4. Fylgja eftir hæfni- og mennt- unarkröfum meöal þeirra, er að steypuframkvæmdum standa 5. Taka þátt i samstarfi viö aðrar þjóðir á þessu sviði. Kosin var stjórn i félaginu og hefur stjórnin þegar haldið einn fund og skipt með sér verkum. Birgir Frimannsson verkfr., form. Meðstjórnendur: Sigurjón Sveinsson arkitekt Hörður Jónsson verkfr. Ólafur H. Pálsson bygginga- meistari og Sigurður P. Kristjánsson tæknifr. I athugun eru fyrirlestrar og námskeið fyrir byggingamenn og mun nánar skýrt frá þvi siöar. Þá má nefna aö ákveðið hefur verið að halda i febrúar al- mennan félagsfund um sprungu- myndun i steinsteyptum húsum. Hafnarverkfall í Bretlandi NTB—London Um 30 þúsund af 45 þúsund hafnarverkamönnum I Bretlandi gerðu I gær 24 klukkustunda verk- fall 1 mótmælaskyni við hiö mikla atvinnuleysi i landinu og vegna hótana um uppsagnir. Um 16 þúsund hafnarverka- menn i London tóku þátt I verk- fallinu og öll vinna við 68 skip i höfninni þar stanzaöi. Aðrar hafnarborgir, sem verkfalliö tók til, voru Hull, Liverpool, Southampton og Manchester. Þeir er gerast vilja stofnaðilar að félaginu eru vinsamlega beðnir að snúa sér til einhvers stjórnarmanna, en stofnaðilar geta allir orðið er áhuga hafa á málefninu og óska inngöngu i félagið fyrir framhaldsaðalfund er haldinn mun verða i april. Fréttatilkynning frá STEINSTEYPUFÉLAGl ISLANDS. Sjálflokandi viðgerðahlekkir f/snjókeðjubönd (,,Patent“-hlekkir), fyrirliggjandi í tveimur stærðum. SH>III I Ármúla 7. - Sími 84450 VARA I II HLUTIR NÝKOMNIR GLUSSATJ AKKAR Frá IV2 tonni til 20 tonna. Skrúfaðir tjakkar fyrir smábíla. — Einnig felgju- járn (lítil og stór) — Límbætur — Kappar í dekk — Loftdælur (fótdælur) og loftmælar. — Mjög hagstætt verS. — Póstsendum. Ármúla 3 Sími 38900 BILABUÐIN Þeir, sem aka á BRIDGESTONE snjódekkjum, negldum með SANDVIK snjónöglum, komast leiðar sinnar í snjó og hólku. Sendum gegn póstkröfu um land allt Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, gDmmivnnustofan HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.