Tíminn - 28.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.01.1972, Blaðsíða 1
22. tölublað. — Föstudagur 28. janúar 1972 — 56. árgangur. J IERA kæli- skápar RAFT*(UADEIU1. MAFHAASTMTI ÍJ, »lMI U*M Jörgensensmálið Eftir fimm ára rannsókn eru málsskjölin 20 þúsund Dóms i málinu er að vænta í vor 00—Reykjavik. Rúm fimm ár eru nú liðin siðan mál Friðriks Jörgensens var tekið fyrir hjá Sakadómi Reykja- vikur. Enn er ekki búið að dæma i málinu, en vonir standa til að dómur verði kveðinn upp á vori komanda. Og þá er eftir að vita, hvort þeim úr- skurði verður skotið til Hæstaréttar og dregst þá endanlegur dómur enn á langinn. Allt frá þvi að málið kom fyrir,hafa einhverjir aðilar unnið að rannsókn þess, en athugunin er einhver hin yfirgripsmesta, sem gerð hefur verið i sakamáli hér á landi. máli skipti. Stendur máliö nú þannig, aö enn frekari frestur hefur veriö gefinn. Loksins er fariö aö ryöja götur Reykjavikur af kappi, en þá vill það brenna við að rutt sé upp á gangstéttirnar, svo hálf ófært verður fyrir gangandi fólk. Myndin var tekin af snjóruðningi, þegar þrir hefla fóru hver á eftir öðrum. (Timamynd Gunnar). 15. marz 1971 gaf saksóknari út ákæru á hendur Jörgensen. Er hann ákærður fyrir fjárdátt, gjaldeyrisvanskil og bókhaldsbrot. Þá er honum gefið að sök að hafa dregið sér rúmar 27 milljónir kr. af söluand- virði útfluttra sjávarafurða, sem hann hafði i umboðssölu 1965 og 1966 fyrir ýmsa framleiðendur viðs vegar um land. Málið var kært til sakadómara rétt fyrir áramót 1966. og i jantlar- mánuði 1967 hófst rannsóknin, og reyndist hún mjög timafrek vegna yfirgripsmikillar athugunar á bókhaldi fyrirtækisins og öðrum sakargögnum, skjalaöflunar og yfirheyrslna mikils fjölda vitna. Málið var þingfest hjá Sakadómi 18. marz 1971. Dómsforseti er Olafur Þorláksson. Meðdómendur eru Guðmundur Skaftason.hrl. og Hrafn Haraldsson, eru þeir báöir löggiltir endurskoðendur. Vinnur nákvæmlega. Olafur Þorláksson, sakadómari, sagði Timanum, að mál Jörgensens væri tekið fyrir annað slagið, en verjandi hans, sem er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttar- lögmaður, vinnur sitt verk mjög nákvæmlega,og hefur dómurinn séð ástæðu til að gefa honum þá fresti, sem hann biður um til að afla allra þeirra gagna, sem hann telur að Getrauna- málinu lýkur í næstu viku ÞO—Reykjavlk. Nú fer að styttast i það, aö gengið veröi frá Húsavikur- málinu eöa getraunamálinu. Sigurgeir Guðmannsson hjá Getraunum sagði, aö I næstu viku lægi málið ljóst fyrir og kæmi þá i ljós, hvort Hús- vfkingurinn Baldur Karlsson fengi stóra vinninginn, eða hvort hann yrði að sitja eftir með sárt ennið. Umsvifamikill ein- staklingur. Málskjölin eru nær 20 þúsund tals- ins. Er þar um að ræða heilt bókhald stórs útflutningsfyrirtækis um þriggja ára skeið, en Friðrik Jörgensen var á sinum tima einn stærsti útflytjandi sjávarafurða hér á landi, og langumsvifamesti ein- staklingur, sem við þessa verzlun fékkst. Gangur málsins er sá. að fyrst var fariö yfir bókhald og m lskjöl af hálfu Sakadóms, eða endur- skoðenda, sem dómurinn valdi. byggðar voru á iðurstöðum en- durskoðenda Sakadóms. Þær tóku langan tima lika. Þá var málið sent saksóknara rikisins. Þar varð að fara yfir allt lika og semia málshöfðunarkröfu. Allar þær rannsóknir tóku langan. tima. Eftir að málið kom i vörn, sem var I maimánuði s.l.,hefur verjandinn verið að fara gegnum gögmn, óg e'r þáð'þriðja umferð. Bæði sóknaraðilili og varnaraðili verða að hafa öll sin tækifæri til að kanna málskjöl til hlitar. Þá er enn málflutningur eftir, og verður það dómsins að fara yfir öll gögn, sem sækjandi og verjandi leggja fram, og komast að sinum niðurstöðum. Eftir að málflutn- ingur hefst^má búast við að það taki dóminn allt að tveim mánuöum að komast að niðurstöðu. Er þess vænzt,að hægt verði að flytja málið i vor. Myndarlegt átak á Hvammstanga LEGGJA 20 MILLJ. KRÓNA I H/TAVE/TU ÞO—Reykjavik. Nú er áform að koma upp hitaveitu á Hvammstanga á sumri komanda, og er nú unnið að fjáröflun til fram- kvæmdanna. Brynjólfur Sveinbergsson, fréttaritari Timans á Hvammstanga, sagði aö hér væri um mikið mannvirki að ræða fyrir svona famennt sveitafélag, og sam- kvæmt áætlun Fjarhitunar hf. er kostaðarverö hitaveitu- framkvæmdanna áætlað 20 milljónir. Hitaveitan verður lögð frá Laugabökkum að Hvammstanga. Mjög lélegt atvinnuástand hefur verið á Hvammstanga að undanförnu, enda hefur engin rækjuvinnsla verið þar undanfarið. Nú er hafin garnahreinsun á staðnum og hefur sú verkun veitt þó nokkra atvinnu. Voðaskotið: Kúlan tekin úr kviðarholi mannsins 00—Reykjavik. Liðan piltsins sem varð fyrir voðaskoti á Isafirði s.l. þriðjudag, er sæmileg eftir atvikum. Hann var fluttur til Reykjavikur I sjúkraflugvél og gerður á honum uppskurður á Landakotsspitala samdægurs. Kúlan, sem lenti rétt neðan viö nafla, var fjarlægð og gert var að innri meiðslum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.