Tíminn - 02.02.1972, Síða 1
SAMYINNUBANKINN
Herjólfur komst ekki:
Sjógangur
hrekur báta
frá bryggju
í Þorláks-
höfn
SK-Vestmannaeyjum
Ofsaveður var I Eyjum i
fyrrinótt og I gær. Veðrið
hefur staðið af suðaustan og
úrhellisrigning hefur fylgt
veðrinu. Herjólfur hefur ekki
komizt inn i höfnina og hefur
legið undir Eiðinu i dag, er það
mjög fátitt, að Herjðlfur
komist ekki inn á höfnina hér.
Friðarhöfnin er full af skipum,
en allur loðnuflotinn er þar
auk heimabáta. i nótt var
hætta á að veðrið snerist til
suðvesturs, og voru menn
hræddir um að brim gæti þá
valdið skemmdum.
Veðrið i gær komst upp i 12
vindstig, og er þetta með
verstu veörum, sem hafa
komið i Eyjum um langan
tima.
Vonzku veður hefur verið i
Þorlákshöfn s.l. sólarhring, og
fylgdi veðrinu mikil flóðhæð,
þó svo að stórstraumur fari
minnkandi. Sjórinn gekk yfir
bryggjuna, og var erfitt að
hemja stærri bátana við hana,
sagði Benedikt Thorarensen,
fréttaritari Timans i Þorláks-
höfn.
Bátar eru nú 12-14 i Þorláks-
höfn, en er vertiðin byrjar
fyrir alvöru,verða þeir tvöfalt
fleiri,og eru menn hræddir um
að til vandræða komi, er flot-
inn liggur við bryggju og álika
veður skellur á. Einn Þorláks-
hafnarbáta fór frá bryggjunni
i nótt, er veðriö var sem verst,
var það Friðrik Sigurösson,en
bðturinn var þá búinn að slita
af sér svo til öll bönd.
Gæftir hafa verið afleitar
frá Þorlákshöfn, það sem af er
vertið. Á mánudag voru flestir
bátar á sjó, en afli var lélegur.
Of mikið af
kartöflum
í landinu
EB - Reykjavik.
Fram kom i -svari Halldórs
E. Sigurðssonar, landbún-
aðarráðherra, á fundi i
Sameinuðu þingi i dag, vegna
fyrirspurnar frá Ingólfi Jðns-
syni (S), að vegna hins hag-
stæða tiðarfars s.l. sumar,
geti verið að 10 - 20 þúsund
tunnur af kartöfluframleiðslu
s.l: árs muni ekki ganga út.
Sagði landbúnaðarráðherra,
að talið væri, að heildarfram-
leiðsla landsmanna á kart-
Öflum s.l. sumar hafi verið um
I50þúsund tunnur, en eftir þvi
sem næst verði komizt, sé
ársneyzla landsmanna um
100-110 þúsund tunnur, eða 40-
50 þúsund tunnum minni en
framleiðslan var. Af fram-
Frh. á bls. 14.
MBHI
26. tölublað — Miðvikudagur 2. febrúar 1972 — 56. árgangur
J
1 (lERA lfe3E3i|
í? |fi||
kæli- skápar SÍM S@^f3llTrl
jUxtMAséJÍcLH. A/
RAFTitKJAOEILO. HAFRARSTWETI 2J, SlUI IIJM
Endurbætur á frystihúsunum:
KOSTNAÐARAÆTLUN ER
EKKI ENN FYRIR HENDI
EB - Reykjavik.
Lúðvík Jósefsson,
sjávarútvegsráðherra,
sagði á fundi i
Sameinuðu Alþingi i
gær, að enn væri ekki
búið að gera fullnaðar-
áætlun um kostnað, er
leiðir af endurbótum
frystihúsanna vegna
nýrra hreinlætiskrafa
viðskiptalanda okkar á
Norðurbakkamálið:
■i
Verkamenn endurgreiða
Seðlabankanum laun sín
Fengu þau greidd i innistæðulausum ávísunum
Oó—Reykjavik.
Milljónaævintýrið Norðurbakki hf. ætlar
ekki að gera það endasleppt. Skuldakröfur og
kærur berast dagiega á fyrirtækið, og mun
sjálfsagt ekki langt að biða þess, að það verði
tekið til gjaldþrotaskipta. En höfuðpaurinn,
Edvard Lövdal, er ófinnanlegur. Sumar-
bústaðirnir, sem fyrirtækið hóf byggingu á i
Grímsnesinu, eru flestir óseldir, enda ekki
nema einn eða tveir komnir undir þak.
Um 15 manns unnu að fram-
kvæmdum á vegum Norður-
bakka s.l. sumar. Eiga þeir
allir eitthvað af kaupi sinu hjá
Norðurbakka ennþá. Flestir
hafa fengið hluta af þvi, og
talsvert af launum sinum hafa
beir feneið areitt i innistæöu-
lausum ávisunum.
Timinn hafði tal af ungum
manni, sem vann hjá Norður-
bakka hf. i sumar, um tveggja
mánaða skeiö. Hann á 60 þús.
kr. inni hjá fyrirtækinu.
Maðurinn var nýkominn úr
Seðlabankanum, þar sem
hann var að leysa út ávisun,
sem gefin var út af Norður-
bakka hf. og greidd sem laun.
Framvisaði maðurinn ávis-
uninni i góðri trú á sinum
tima, en fékk siðar til-
kynningu um að hann hefði
selt tékka, sem engin inni-
stæöa væri til fyrir, og hann
vinsamlegast beðinn að koma
i Seðlabankann og greiða þar
tiltekna upphæð, þvi ella
myndi plaggið verða sent
sakadómara og tilheyrandi
ráðstafanir gerðar til að ná af
honum fénu. Verkamaðurinn
átti ekki annarra kosta völ en
fara með tiltekna upphæð i
Seðlabankann og endurgreiöa
þar þann hluta launa sinna,
sem hann fékk greidd með
innistæðulausa tékkanum.
Avisunina fékk hann til baka
margstimplaða i bak og fyrir
og á nú kröfu á að Norður-
bakki hf. innleysi hana, og
verður sjálfsagt bið á að það
verði.
En það eru ekki eingöngu út
borguð laun, sem þessi verka-
maður og aðrir, sem unnið
hafa hjá fyrirtækinu, eru
sviknir um. Verkamennirnir
og smiðirnir fengu i hendur
kvittanir fyrir að tekið hafi
verið af launum þeirra i
skatta, sparimerki og lifeyris-
sjóðsgreiðslur, en ekkert af
þessu greiddi Norðurbakki hf.
Það er tilfinnanlegt tjón
fyrir hvern verkamann, að
Frh á bls. 14
Fluttur inn frá Danmörku
ÞO Reykjavik.
Nú er hafinn innflutningur á
Carlsberg bjór, og eftir þvi sem
Karl K. Karlsson, umboðsmaður
Carlsbergs á Islandi, sagði, þá
hefur verið mikiö pantaö af
þessum fræga bjór, sem þó er
ekki fluttur inn nema i styrkleika,
sem nemur 2.25%, en það er há-
marksinnihald i áfengu öli á
Islandi. öllum, sem bragðað hafa
þennan bjór, ber saman um að
hér sé um gott öl á ferðinni, og
sagði Kari aö hann væri bjartsýni
en áður á innflutning á bjóirn-
um,þótt svo að flaskan kæmi til
með aö kosta 32.50 kr. út úr búð.
næstu árum. Kom þetta
fram, þegar ráðherrann
svaraði íyrirspurn frá
Steingrími Hermanns-
syni um þetta efni.
Steingrimur sagði, er hann bar
fram fyrirspurnina, að sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
fram hefðu komið þessu
varðandi, gætu þessar endur-
bætur kostað allt frá lþús. - 2 þús.
milljónir króna. Mætti þvf vera
ljóst, að hér væri um gifurlega
mikið átak að ræða og væri þvi
mjög æskilegt að fá fram sem
fyrst viðhorf stjórnvalda til þessa
máls, og hvaða ráðstafanir rikis-
stjórnin hefði i huga i þessu sam-
bandi. Yrði að hraða þessu máli
sem allra mest, þvi að svo gæti
farið, að við hefðum aðeins 2-3 ár
til stefnu.
Vakti Steingrimur athygli á
þvi, að i frumvapinu um þetta
efni, sem öldungadeild Banda-
rikjaþings hefur nýlega sam-
þykkt, er gert ráð fyrir að auka
framlag til Fiskveiðasjóðs
Bandarikjamanna um helming,
sem er gert i þeim tilgangi að
skapa fiskvinnslustöövum þar
fjármagnsmöguleika til þess að
framkvæma þær lagfæringar,
sem nauðsynlegar verða.
- Mér sýnist, að hér sé raunar
um langtum stærra mál fyrir
okkur Islendinga að ræða, en fyri
bandariskan fiskiðnað, séð frá
sjónarmiði þjóðarbúsins i heild,
og við megum áreiðanlega ekki
spara neitt til þess,að sem beztur
árangur verði af þessum fram-
kvæmdum, sagði Steingrimur
Hermannsson.
Hinn Ijósi
Carlsberg
■
Framhald leiðbeininga um skattaframtölin 1972 er i blaðinu í dag - sjá opnu