Tíminn - 02.02.1972, Síða 2
2
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1972.
Er samræmi :
málfiutningi
stjórnarandstæðinga?
I umræðunum um kjara-
deilu BSRB og rikisins, sem
uröu á Alþingi i fyrradag,
rifjaði forsætisráðherra
upp þau ákvæði laga, sem
Kjaradómi bæri að styðjast
við, er hann kvæði upp úr-
skurð i kjaradeilu opinberra
starfsmanna. Þessi ákvæði
eru svohljóðandi:
„Kjaradómur skal við úr-
lausnir sinar m.a. hafa hlið-
sjón af 1) kjörum launþega,
er vinna við sambærileg
störf hjá öörum en rikinu. 2)
Kröfum, sem gerðar eru til
menntunar, ábyrgðar og sér-
hæfni starfsmanna. 3)
Afkomuhorfum þjóðar-
búsins.”
ólafur sagði, að þess hefði
óneitanlega gætt talsvert hjá
stjórnarandstöðunni á
Alþingi upp á siðkastið, að
nokkrir þeirra, sem virtust
styðja kröfur opinberra
starfsmanna um almennar
kauphækkanir, væru heldur
uggandi um afkomuhorfur
þjóðarbúsins. Þeir teldu að
teflt væri i tvisýnu um af-
komu rikissjóðs, um afkomu
atvinnuveganna og að fram-
undan væri hin ógurlegasta
verðbólgualda.
Ef kröfur opinberra starfs-
manna eru réttmætar og þær
fá viðurkenningu hjá
Kjaradómi, verður auðvitað
að taka þvi og þeim af-
leiðingum, sem þvi fylgir.
En þá er rétt, að allir geri sér
sem be»ta grein fyrir þvi, að
það myndi kalla á nýja tekju-
öflun fyrir rikissjóð, og
menn skulu átta sig á þvi að
þær tekjur verður að sækja
til skattborgaranna. Það
hljóð hefur heyrzt frá opin-
berum starfsmönnum áður,
að þeir væru ekki meðal
þeirra, sem græddu á verö-
bólgu og aukinni dýrtið,eða
kæmust vel undan auknum
skattabyrðum, sem rikið
yröi að leggja á þegnana.
Enginn getur horft fram hjá
þeirri staðreynd i sambandi
við meðferö þessa máls, að
það mundi þýða verulega
aukningu verðbólgu og dýr-
tiðar, ef oröið yrði við öllum
kröfum, sem opinberir
starfsmenn hafa sett fram,
þvi að kröfur þeirra, eins og
þær voru upphaflega fram
settar, náðu til allra opin-
berra starfsmanna upp i
hæstu launaflokka.
Það er rétt, að allir skatt-
greiðendur hafi þetta i huga,
þegar þeir meta afstööu
rikisstjórnarinnar i þessu
máli. Rikisstjórninni er
skylt að hafa allar kringum-
stæður i þjóðfélaginu i huga.
Enginn neitar þvi aö með
siöustu kjarasamningum
fengu opinberir starfsmenn
mjog verulegar kjarabætur,
og var þá strax augljóst, að
þær myndu verða öörum
stéttum tilefni til nýrrar
körfugerðar til samræmis
við kjör opinberra starfs-
manna. Það kom lika á
daginn i þeim kjara-
samningum, sem gerðir voru
I desember, og má þar ásamt
ööru nefna vinnutimann.
Það er engin sanngirni I
þvi, að þær stéttir, sem búið
hafa við hvað lakastan kost
og hafa orðið að sækja sinar
kjarabætur með strangri
baráttu og verkföllum ryöji
brautina fyrir aðra, sem
betur eru settir og tryggari
hafa afkomuna, þannig að
þeir fái sambærilegar kjara-
bætur fyrirhafnarlaust.
Þess vegna ætlar rikis-
stjórnin að veita opinberum
starfsmönnum fullan samn-
ingsrétt. —TK.
Borgarleikhús er mjög á dag-
skrá um þessar mundir einkum
vegna stórafmælis Leikfélags
Reykjavíkur, Hér er bréf um
það mál:
„Landfari sæll.
Læturðu þig ekki borgarleik-
hús nokkru skipta eins og önn-
ur málefni dagsins? Það er á
dagskrá núna og ekki að ástæðu-
lausu. Leikstarfsemi í Reykja-
vík á sér aldar sögu. Starf Leik-
félags Reykjavíkur verður seint
fullþakkað. Þar hefur löngum
verið unnið menningarstarf af
fórnfýsi, að mestu ólaunað áhuga
starf, til að mynda á fytrstu ára-
tugum aldarinnar. Aldamóta-
kynslóðin, sem nú er óðum að
hverfa, spurði ekki um borgun
fyrir slík tómstundastörf.
Það er fullkomlega eðlilegt,
að Leikfélag Reykjavíkur hafi
hug á lóð undir borgarleikhús
í nánd við „æskustöðvar“ sínar
við Tjörnina. En það eru þrír
staðir í borginni, sem eiga að
vera friðhelgir og friðlýstir —
Tjörnin, Austurvöllur og Arnar-
hóll — um það eru víst flestir
Reykvíkingar sammála.
Staður fyrir borgar-
Ieikhús blasir við
„Fyrir sunnan Fríkirkjuna"
var einhvern tírna kveðið. Þar
er staðurinn. Kvennaskólinn í
Reykjavík, sú gamla og fræga
stofnun þarf að eignast nýtt
skólahús. Gamla húsið er orðið
úrelt og of lítið fyrir þá starf-
semi, sem þar fer firam.
Með því að sameina kvenna-
sckólalóðina og Herðubreiðarlóð-
ina, þar sem nú eru rústir einar,
fæst ágæt lóð fyrir hæfilega
stórt borgarleikhús, sem rúmaði
4—500 gesti. Lóðarstærð Herðu-
breiðar er 1572 fermetrar, lóð-
arstærð Kvennaskólans 1815 fer-
metrar. Samtals eru þessar lóð-
ir 3387 ferm. Slík leikhúsbygg-
ing væri borgarprýði, ef stærð-
in væri hófleg. Með mikilli elju
og dugnaði hafa, Leikfélags-
menn cignazt vænan sjóð, og auð-
velt væri með happdrætti að
fá nægilegt fé til þess að full-
gera þarna leikhús. Vafalaust
mundi ríki og borg veita því
stuðning. En ánægjulegast væri
að reisa þetta musteri listar-
innar fyrir frjáls framlög borg-
arbúa og annarra landsmanna,
sem notið hafa margra góðra
stunda í gömlu Iðnó.
Hjálmtýr Pétursson.“
„Þá mun bætast harmasár
þess horfna, hugsjónir
rætast, þá mun aftur
morgna".
Hér kemur svo annað stutt
bréf en snaggaralega samið und-
iir yfirskrift ljóðlínanna hér að
ofan:
„Landfari karlinn.
Svona orti Hannes Hafstein
um aldamótin. Áður fyrr voru
menntamenn vorir hugsjóna-
menn, og á margan hátt voru
þeir í fararbroddi í þjóðlífinu.
Um skeið virðist sem nokkrum
fölskva hafi slegið á hugsjóna-
glæðurnar. Hins vegar gerðu
stúdentar þá merkilegu uppgötv-
un ekki alls fyrir löngu, að bók-
vitið yrði látið í askana. En nú
benda sólarmerki til þess, að
merki hugsjóna verði reist að
nýju. — í Vísi 8. jan. segir:
„Glaumbæjar-unnendur reynd-
ust vera nær 2000 talsins —
undirskriftarsöfnun háskólastú-
denta að ljúka“. Þá segir, að
30 undirskriftalistar í háskóla
og tízkuverzlunum séu til út-
fyllingar. Og sjá, tæpri viku síð-
ar afhentu tveir ungir menn úr
háskólanum fulltrúum hús-
stjórnar lista með 2 þús. nöfn-
um. Og sum blöð segja, að ung-
meyjar hafi grátið á rústum
Glaumbæjar. Sókn háskólastú-
denta er lokið — að minnsta
kosti fyrstu atrennu — með
glæsibrag. Hússtjórn á raunar
ekki nema einn kost: Að láta
hugsjónir rætast.
H. G.“
Þessi bréfkorn lætur Land-
fari fólki eftir að hugsa um í
dag án nokkurrar leiðbeiningar.
Tilboð
óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki, eign þrota-
bús OES H.F., steypustöðvar, Hafnarfirði.
1. 2 steypubifreiðar R-19411 og R-19412, Volvo
NB-88, árgerð 1966 með Mulder steyputunn-
um og öðrum tilheyrandi búnaði. Bifreiðarnar
eru taldar vera í góðu lagi.
2. Mercedes Benz vörubifreið G-4651, árg. 1961.
Bifreiðin er talin vera í allgóðu lagi.
3. Henschel-dráttarbifreið, ekki í ökufæru ástandi.
4. Ljósavél, I.G.M., 25 kw., ásamt tengiboxi og
skúr. Vélin er talin vera í góðu lagi.
Tilboð í framangreinda muni skulu send undir-
rituðum fyrir 21. febrúar n.k.
Skiptaráðandinn í Hafnarfirði 29. jan. 1972.
Einar Ingimundarson,
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
HJOLASTILLINGAR
MÖTORSTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR
Látið stilla I tíma.
Fljót og örugg þjónusta.
13-10 0
1972
ÖNFIRÐINGAR SUNNANLANDS
Árshátíð verður haldin í Leikhúskjallaran-
um 13. febrúar n.k. Sala aðgöngumiða
hefst í dag í Reykjavík: Gunnar Ásgeirs-
son h.f., Laugavegi 116; Hljóðfærahús
Reykjavíkur, Laugavegi 96; Raftorg við
Austurvöll. — í Hafnarfirði: Búsáhöld og
leikföng, Strandgötu 11—13. — Stjómin.
Rafvirki
Opinber stofnun óskar eftir að ráða rafvirkja til
starfa við mælasetningu. Viðkomandi þarf að
hafa eigin bíl til umráða.
(Eiginhandar umsóknir með upplýsingum um ald-
ur, menntun og fyrri störf, ásamt mynd, sendist
blaðinu fyrir þ. 7. febrúar, merktar „Reglusemi".
Kaupi
víxla og stutt skuldabréf
fyrir vörur og peninga.
Upplýsingar í síma
20555 kl. 5—7 e.h., alla
virka daga.
%
roumsi
FERÐASKRIFSTOFA
RfKISINS
TJÆREBORG-SUMARÁÆTLUN 1972 ER KOMIN —
GLÆSILEGRI EN NOKKRU SINNI FYRR.
FJÖLDI ÁKVÖRÐUNARSTAÐA UM ALLAN HEIM.
Noregsferðir — 9 dagar — frá kr. 24.500,00.
Svíþjóð/Finnland — 14 dagar — frá kr. 28.300,00.
Róm/Sorrento — 15 dagar — frá kr. 26.400,00.
Rínarlönd — 7 dagar — frá kr. 22.300,00.
Sviss/Ítalía — 14 dagar — frá kr. 23.700,00.
Hringið í síma 11540 og biðjið um eintak af þessari
fallegu, litskreyttu TJÆREBORG 1972 sumaráætlim.
LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540