Tíminn - 02.02.1972, Side 3

Tíminn - 02.02.1972, Side 3
MIUVIKUDAUUK 2. teDruar 1«72. TÍMINN 3 AAissti vald á bílnum og lenti á staur OÓ—Reykjavik. Slys varð á Hringbraut, skammt frá Njarðargötu i fyrra- kvöld. Þar var Renoultbil ekið vestur Hringbraut og missti ökumaður vald á bilnum, sem lenti á ljósastaur. Þegar að var komið, lá öku- maður fyrir utan bilinn á götunni. Var hann með áverka á höfði og liggur enn. Grunur leikur á, að hann hafi verið ölvaður. Ekki voru fleiri i bilnum,sem er mikið skemmdur eftir áreksturinn. — Myndina tók GE af bilnum. 47 skip bættust í skipastólinn 1971 OÓ—Revkiavik ■ OÓ—Reykjavik Skrá Siglingamálastofnunarinnar yfir islenzk skip er komin út. Er skráin miðuð við 1. jan. 1972. Auk skrár yfir islenzk skip er þarna að finna margháttaðan fróðleik um islenzkan skipastól i sérskýrslum yfir einstök atriði. Framkemurað fjöldi og rúmlestatala islenzkra skipa 1. jan. s.l. er 821 þilfarsskip, sem er samtals 143.085 brúttólestir, en auk þess voru skráðir 1034 opnir vélbátar, samtals 3.246 brúttólestir. A síðasta ári fjöigaði skipum iandsmanna um 47,skip og samtals stækkaði flotinn um 2.719 brúttólestir. A árinu voru 21 skip strikuð út af skipaskrá, samtals 5006 brúttó- lestir, en i skipastólinn bættust 68 skip. Elzta skipið á skránni er Garðar BA-74, 15 lestir að stærð. Er skipið smiðað I Noregi árið 1894. Mörg skip voru i smiðum fyrir 'isiendinga, i skipasmiðastöðvum hér á landi og erlendis um áramótin. Innanlands voru i smiðum 71 skip, samtals 4758 brúttólestir. Allt eru þetta fiski- skip, 24 eru smiðuð úr stáli, þar af 3 skuttogarar. Erlendis voru i smiðum eða umsamin 13 skip fyrir Islendinga, samanlögð lestatala þeirra er um 7500 brúttólestir. Eru þetta allt skut- LAUST EMBÆTTI, er forseti Islands veitir Héraðslæknisembættið i Flateyrar- héraði er laust til umsóknar. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna rikisins og önnur kjör samkvæmt 6. gr. lækna- skipunarlaga nr. 43/1965. Umsóknarfrestur er til 1. marz 1972. Heilbrigðis- og tryggingamálarðumneytið, 1. febrúar 1972 Tilboð óskast í steypustöðina að Dalsmynni 13—15, Hafnarfirði, ásamt lóðarréttindum og tilheyrandi tækjum og búnaði. Stöðin er talin vera í full- komnu lagi og unnt að taka hana í notkun hvenær sem er. Tilboð skulu send undirrituðum fyrir 21. febr. 1972. Skiptaráðandinn í Hafnarfirði, 29. jan. 1972. Einar Ingimundarson. togarar. En gerðir hafa verið frumsamningar um smiði miklu fleiri skuttogara en hér eru taldir. I skrá um fiskiskipastól helztu fiskveiðiþjóða heims er Island hið 16.1 röðinni, en var nr. 15 i fyrra. AUKIN TÆKNI *— sparar peninga — F0RD 4500 Aflmeiri — nú með 62ja ha. mótor. Sjálfstýring á gröfu og ámoksturstækjum tryggir yður fijótvirkari ámokstur og gröft en áður. Sjálfstýringin vinnur fyrir stjómanda vélarinnar. m TRAKTORARt ÞOR HF • BtYKJAVfK SKÓtAVÖBOUSTÍG S3 TRAKTOBAR Kristinn Finnbogason kjörinn formaður Full- trúaráðs Framsóknar- félaganna í Rvík TK—Reykjavik. Aðalfundur Fulltrúaráös Framsóknarfélaganna I Reykja vík var haldinn i Tjarnarbúð á laugardagskvöld og var mjög fjölsóttur. Hannes Pálsson, bankastjóri, sem gegnt hefur for- mennsku i Fulltrúaráðinu mörg undanfarin ár, baðst nú undan endurkjöri. Formaður Fulitrúa- ráðsins var kjörinn Kristinn Finnbogason, iðnrekandi, og varaformaður Friðjón Guðröðar- son, lögfræðingur. Aðrir i stjórn Fulitrúaráðs Framsóknar- félaganna I Reykjavik voru kjörnir Birgir Viðar Haildórsson, framreiðslumaður, Ingólfur Jónsson, framkvæmdastjóri og Solveig Alda Pétursdóttir, hús- freyja. t varastjórn voru kosin Guðný Laxdal, húsfreyja, Sveinn Þórarinsson, verkfræðingur, Guðbergur Auðunsson, auglýsingateiknari, Jón A. Jónas- son, kaupmaður og Einar Eysteinsson, iðnverkamaður. I miöstjórn Fram sóknarflokksins voru kjörin: Anna Tyrfingsdóttir, Tómas Karlsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Þorsteinn Geirsson, Hannes Pálsson, bankastjóri, Kristján Friðriksson, Jón A. Ólafsson og Markús Stefánsson. Varamenn i miðstjórn voru kjörin: Elin Gisladóttir, Alfreð Þorsteinsson, Ómar Krist- jánsson, Sigurður Gissurarson, Daði Ólafsson, Eysteinn R. Jóhannsson, Þorsteinn Ólafsson, kennari og Guðjón Styrkársson. Formaður Fulltrúaráðsins er sjálfkjörinn i miðstjórn flokksins. I stjórn Húsbyggingarsjóðs Framsóknarfélaganna voru kosin Guðný Laxdal og Kristinn Finn- bogason. Aðrir i stjórninni eru Sigurjón Guðmundsson, Jón A. Jónasson, Tómas Arnason, Guð- jón Styrkársson og Friðgeir Björnsson. Endurskoðendur reikninga Fulltrúaráðsins voru kjörnir Björn Stefánsson og Einar Birnir. Endurskoðandi Húsbyggingar- sjóðs var kosinn Geir Geirsson. Næsti fyrir- lestur Hagalíns Guðmundur G. Hagalin, rit- höfundur, heldur næsta fyrir- lestur sinn um islenzkar bók- menntir i 1. kennslustofu Há- skólans á morgun, fimmtudag, kl. 17.30 og kallar hann Mót hækk- andi sól og nýjum degi. Siðasti fyrirlestur Guðmundar var um Jón Thoroddsen, en nú nálgast hann nútiðina. Kókið komið aftur ÞÓ—Reykjavik. Undanfarna daga hafa margir kvartað undan kókskorti I verzl- unum bæjarins, en nú munu flestar, ef ekki allar verzlanir, vera búnar að fá þennan þjóöar- drykk okkar aftur, og þar af leiðandi geta allir slökkt þorsta sinn með coca-cola á ný. Pétur Björnsson hjá Vifilfelli sagði, að þeir hefðu verið efnis- lausir i nokkra daga og var það vegna tveggja verkfalla. Fyrst var það farmannaverkfallið, og þegar átti að fá efnið flugleiðis, byrjaði verkfall flugumferða- stjóra i Kanada. Hafnaði efnið i Luxemburg, en verksmiðjunni tókst að fá efnið sent til Kaup- mannahafnar og þaðan kom það með flugvél heim. Vegna efnisskorts varð Vifilfell að hætta kókframleiðslu á þriðju- dag I fyrri viku, en gat byrjað aftur á laugardag. Leitin að Howard Alla tíð siðan maður las, að bandariski milljónamæringurinn Howard Hughes gerði viöskipta- samninga sina á almenningssal- ernum eða i simaklefum á götu- hornum, og hefði auk þess farið út i kvikmyndabransann til þess að smiöa kynbombur, hefur nafn persónunnar einnar haft yfir sér töfrablæ rikidæmis og kvenna- fars, flugdáða og sérvizku, sem auður mannsins hefur leyft til hins ýtrasta, ásamt sýkla- hræðslu. Howard mun varla hafa tekiö I hönd nokkurs manns siðan Roosewelt heiðraði hann fyrir flugdáö áriö 1936, vegna ótta við smit. Nú hefur sjálfsævisaga manns- ins verið skráð, og bandariska alríkislögreglan telur það nægt tilefni til leitar að manninum. Howard Hughes er nefnilega alveg horfinn bak við fortjaldiö, og enginn fær hann augum litið lengur. Hann talar einungis i sima eða skrifar bréf. En slfkt má auðveldlega falsa. Liklega er Hughes dauður. Af fullkomlega sérvizkulegum ástæðum ákvað hann að kaupa Mafiuna, Cosa Nostra eða Murder Inc. út úr glaumborginni Las Vegas í Nevada. Ekkert hefur reynzt auðveldara fyrir þessa meistara mannhvarfanna en kippa Hughes frá simtólinu, setja einhvern búktalara i staðinn, og láta hann halda áfram aö stjórna milljónabissness i nafni þess er gisti moldina, ef honum hefur þá ekki verið stungið i eitthvert stöðuvatnið með fæturna steypta niöur i þvottabala. Ef rétt er, að Mafian hafi kálað Hughes, þá er fundin ný leið til yfirráða i fjármálum. Að þessum athugunum loknum má minna á frægt bandariskt slagorð þess efnis, að allir þegnar Bandarikjanna geti orðið for- setar. En hinn stóri bandariksi draumur er þó fyrst og fremst að verða eins og Howard Hughes meðan hann var heill á húfi, og áður en hann hélt til Las Vegas og fór að tala i sima vegna smithætt- unnar. Svarthöfði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.