Tíminn - 02.02.1972, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1972.
TtMINN
5
arnir eigi að fá að lifa eins og þau
vilji, i friði.
*
Hin fræga sjönvarpsstjarna Ray-
mond Burr, betur þekktur sem
Perry Mason og Ironside — lam-
aði leynilögreglumaðurinn i
hjólastólnum — er ekki einn
þeirra, sem jafnan eru i góðu
skapi. Það er kannske ekki von,
þvi veslings maðurinn hefur verið
eltur af ógæfunni mest alla ævina.
Fyrir 20 árum féll hann af hest-
baki og skaddaðist i baki. Mein-
semdin hefur nú tekið sig upp
með þeim fyrirsjáanlegu afleið-
ingum, að Raymónd verður að
vera i hjólastól einnig þegar hann
er ekki að leika Ironside. Auk
þessa missti Raymond fyrri konu
sina i flugslysi, þá siðari úr
krabbameini og tiu ára son sinn
einnig úr krabbameini
Barry Harris vann stóran lax i
veðmáli og vinum hans datt i hug,
að bjóða honum smávegis upp-
hæð, ef hann vildi sofa hjá
laxinum eina nótt. Hann féllst á
það, en konan hans Sandra vildi
fá upphæðina tvöfalda ef hún
vildi gefa samþykki sitt. Hún
sagði honum bara, að ef hann
samþykkti þetta ekki, mætti hann
sofa hjá laxinum, það sem eftir
væri. Barry sá, að þótt hann ynni,
myndi hann raunverulega tapa og
bauð þvi konu sinni upp á dýrlega
máltið. Soðinn lax! En myndin
var tekin, þegar Barry og laxinn
voru að sýna Söndru, hvernig þeir
ætluðu bara að sofa saman.
Ljósmyndarar eru vanir að
hafa augun hjá sér og eins var
um eínn þeirra i New York
nýlega. Hann sá hina kunnu
söngkonu Mary Hopkins fara
inn á ráðhús ásamt ókunn.
ugum manni. Ljósmyndar
inn gerði blaðamönnum við-
vart,og þegar hjúin komu út
aftur, réðst herskarinn á þau
með spurningum. Mary
reyndi að stilla skap sitt, er
hún svaraði, að þau hefðu
bara verið að gifta. sig. Það
væri ekkert til að skammast
sin fyrir, en þau hefðu vonast
til að geta gert það i friði. Ungi
maðurinn, sem nú er eigin
maðurinn, er hljómplötufram-
leiðandinn Tony Visconto.
Nýlega tók Elisabet drottning i
höndina á John Profumo, fyrr-
verandi varnarmálaráðherra
sinum,og þýddi það, að drottning-
in var búin að gleyma hneykslinu,
sem ráðherrann olli um árið i
sambandi við Christine nokkra
Keeler. Profumo hitti Christinu
árið 1961, og siðan fór hún oft i
sund allsnakin i veizlum við sund-
laug Astors lávarðar. Um leið og
drottningin tók i hönd Profumo,
rétti hún honum örlitinn miða,
sem á stóð, að Christine væri
orðin móðir. Hún hefur búið i
London og látið litið fyrir sér
fara, en fyrir ári flutti hún út I
sveit, giftist rikum fasteignasala
að nafni Platt, sem átti einn son
fyrir. Christine hefur harð-
bannað blaðamönnum og ljós-
myndurum að koma nálægt sér
eða manni sinum,og þess vegna
höfum við enga mynd af hinni
hamingjusömu eiginkonu og
móður.
*
Ira Levitina heitir 17 ára
rússnesk stúlka, ssem nýlega
kom öllum á óvart, er hún sigraði
i meistaramóti Rússiands i skák.
Hún hafði 1 og hálfan vinning
umfram þá næstu i röðinni. Róss-
neski stórmeistarinn Semen
Furman tók Iru litlu i læri á
stundinni.
V
Bella Darvi var drottning
Hollywood á árunum milli 1950 og
60 og þénaði milljónir. En með
þær i töskunni fór hún til Monte
Carlo og settist við spilaborðin.
Hún fékk þá hugmynd, að
sprengja kerfið i spilabankanum
þar og hófst handa. Hún var svo
viss um að þetta tækist, að hún
varaði sig ekki og vaknaði við
þann vonda draum einn daginn að
hún var blönk.
V
Óþekktur pop-söngvari i Eng-
landi, Colin Blunstone, hitti fyrir-
sætuna Caroline Munroe fyrir
nokkrum árum og varð yfir sig
ástfanginn af henni. Þau voru
saman i tvö ár og allir áttu von á
brúðkaupi þá og þegar. Nýlega
gekk svo Caroline i það heilaga
með bandariska söngvaranum
Judd Hamilton og skildi Colin
eftir með sárt ennið og brostið
hjartað. Hann settist niður og
samdi með hjartablóði sinu lag,
sem hann kallaöi: „Goodbye,
Corolin’.’ Lagið þaut upp i topp á
vinsældalistunum i Bretlandi og
nú streyma peningarnir til hins
unga Colins, sem er einnig að
verða kunnur fyrir vikið. í hinu
nýja heimili sinu I Bandarikjunum
segir Caroline, að hún hafi þá
orðið til góðs fyrir Colin eftir allt
saman, og viðurkennir, að hún sé
svolitið montin af þessu. Á þess-
ari mynd er hún að sóla sig i
einkasundlauginni sinni.
Michael Wilding, yngri, sonur
Liz Raylor, er nú 19 ára og ný-
kvæntur, eins og eflaust allir vita,
en móðir hans er óánægð með
hann, þvi hann vill ekki sjá neitt
af hinum góðu ráðum hennar.
Hún gaf honum fina villu i London
i brúðargjöf, þar sem meiningin
var, að ungu hjónin byggju. En
þau ætla greinilega ekki að búa i
húsinu. Gluggatjöldin þar eru
aldrei dregin frá og þeir, sem
hafa fengið að gægjast inn, segja,
að þar séu engin húsgögn, aðeins
flatsængur um öll gólf, þar sem
hippavinirnir hans Michaels sofi.
Það eina, sem nóg er af þarna,
eru trommur, af öllum stærðum
og gerðum. Einu sinni ætlaði
Michael að leggja fyrir sig tónlist.
Lis er óróleg yfir þessum lifn-
aðarháttum, en faðirinn, Michael
Wilding, segir henni að
vera ekki að ergja sig, ungling-
— Hann þolir ekki að sjá mat
fara til spillis.
Svo var það kaninumamman,
sem sagði við barnið sitt:
—Þegar ég segi, að galdrakarl
hafi dregið þig upp úr hattinum
sinum, þá er það satt.
Petersen forstjóra var
ekki alveg sama, þegar aðstoðar-
dama læknisins sagði honum að
fara inn i litið herbergi og afklæða
sig. —En ég er bara kvefaður,
mótmælti hann. Mótmælin dugðu
ekkert og Petersen fór og háttaði.
Inni i herberginu sat annar
maður, allsnakinn.
—Er þetta ekki hlægilegt? sagði
Petersen við manninn.
—Ég er þó bara kvefaður.
—Já, en ég kom bara til að lesa af
rafmagnsmælinum, svaraði hinn.
Stundum finnst manni, að
mörg skot Amors séu voðaskot.
—Þegar ungur maður býður
dömu út i kvöldverð, reiknar
hann með að hún sé ábætirinn.
—Ef þér haldið áfram að aka
svona, verðum við að taka af yður
ökuskirteinið.
—Það gerir ekkert til.
—Nú??
—Nei, ég hef ekkert ökuskirteini.
—Þú þarft ekki að vera algjör
asni til að vinna hérna, en það er
vissulega betra.
—Fyrir þremur dögum fór mað-
urinn minn út að kaupa eldspýtur
og er ekki kominn aftur.
—Elskan min, ég skal lána þér
eldspýtur.
Litill drengur var i búðinni og bað
um ósköpin öll af vörum, án þess
að vera með neinn minnisseðil
með sér. Búðarkonunni þótti mik-
ið til þessa koma og spurði dreng-
inn hvað hann væri gamall.
—Fjögurra ára, en pabbi segir, að
ég gæti verið fimm, ef hann hefði
ekki verið svo feiminn.
DENNI
DÆAAALAUSI
— Ertu viss um, að hann sé
ekki að biðja fyrir pabba?