Tíminn - 02.02.1972, Side 7

Tíminn - 02.02.1972, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1972. TÍMINN 7 Htlft Ulgefandl; Framídkítarflokkurfnn Framkv*mda»ti<Jrj; Krlstfán BenftdlktsSOti, Rjtsljorsri: Þórarirtli Þörarinsson táblf Awdrés .KrWJánsscn,: JÓW: :H«Iga»n^::lbdrí5I :::G; ..... grimur 193ÓO ::lí^3.í:ÁúglyMn:gá[sjmi>xt95Í3 Áskriffargjild kr. 32$,Ö0 :kri I5.Ö0 ífnUkiS ASror skrjfstofúr sim| 78300. á mánuti Innanlantis; I lausasblu —- BiaSaprent h.f; (Öff*«t) Misskilningur í umræðum, sem fóru fram á Alþingi, rökstuddi Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, það, að full- yrðing BSRB um að ríkisstjórnin hefði framið lögbrot með því að taka ekki upp viðræður við opinbera starfs- menn, áður en deilunni var vísað til sáttasemjara, væri á algjörum misskilningi byggð. Sýndi forsætisráðherra fram á, að forystumenn BSRB hafa ruglað saman ákvæðum 7. og 10. gr. laga um þau tvenn tilvik, sem veita rétt lögum samkvæmt til endurskoðunar á kjara- samningum opinberra starfsmanna. Þegar um samn- inga er að ræða, sem fram fara eftir uppsögn á kjara- samningi, getur verið um þrjú stig að tefla og er fyrsta stigið skv. 10. gr. samningaviðræður aðila, áður en deilu er vísað til sáttasemjara og síðan til Kjara- dóms. í 7. grein laganna um kjarasamninga opinberra starfsmanna er kveðið á um endurskoðun kjarasamn- inga á samningstímanum án uppsagnar. Misskilningur opinberra starfsmanna stafar af því, sagði forsætisráðherra, að þeir hafa talið, að 10. gr. laganna ætti einnig við, þegar krafizt væri endurskoð- unar á samningi án uppsagnar. 7. gr. laganna tekur af tvímæli um það. Hún fjallar um það, hvernig að skuli standa, þegar samningur er tekinn til endur- skoðunar án uppsagnar, en 10. gr. geymir ákvæði um þau tilvik, þegar kjarasamningi er sagt upp. Það er aðeins eftir uppsögn samninga, sem aðilum er skylt að taka upp samningaviðræður. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, sagði að það yrði að teljast mjög eðlilegt að kveðið væri á um nokkuð mismunandi málsmeðferð, þegar um það væri að tefla að fram kæmi krafa um endurskoðun á samn- ingstímanum án samningsuppsagnar, en þegar um heildarendurskoðun í grundvallaratriðum væri að ræða eftir að samningum hefði verið sagt upp og samn ingstími úti. Endurskoðunarréttur á samningstímabil- inu væri gagnkvæmur. Hvor aðiii sem væri, opinberir starfsmenn eða ríkið, gæti krafizt endurskoðunar án uppsagnar samninga. En hjá hvorum aðila sem væri gæti svarið orðið það, að skilyrði væru ekki fyrir hendi til endurskoðunar. Þá fer deilan beint til sáttasemjara, eins og nú hefði átt sér stað. Þegar það er að mati annars hvors aðilans, að skil- yrði séu ekki fyrir hendi til endurskoðunar, þá eiga ekki neinar samningaviðræður milli aðila við. Þá geta slíkar viðræður einmitt ekki farið fram, vegna þess, að það væri beinlínis í andstöðu við það álit, sem þá hefur verið sett fram af öðrum hvorum aðilanum. Þess vegna kveður 7. gr. ekki á um samningaviðræðna- skyldu, heldur að málið skuli fara fyrir sáttasemjara, þegar annar hvor aðili telur að skilyrði til endurskoð- unar á samningstíma séu ekki fyrir hendi. Þess vegna var alls ekki skylt að taka upp samn- ingaviðræður nú vegna krafna BSRB um endurskoðun á grundvelli þess, að almennar og „verulegar“ kaup- hækkanir hefðu orðið. Ríkisstjórnin telur að skilyrði séu ekki fyrir hendi til almennrar endurskoðunar vegna þeirrar 4% kauphækkunar, sem komið hefðu til framkvæmda. Ef ríkisstjómin hefði tekið upp samn- ingaviðræður við BSRB á grundvelli þeirra krafna, sem bandalagið setti fram, hefði falizt í því óbein viðurkenning á, af ríkisstjómarinnar hálfu, að skil- yrði væra fyrir hendi til almennrar hækkunar á laun- um allra ríkisstarfsmanna. Hins vegar sagði forsætis- ráðherra, að alltaf hefði staðið til að leiðrétta laun þeirra lægst launuðu, jafnt meðal opinberra starfs- manna sem annarra stétta ,og samræma laun sambæri- legra starfshópa. —TK DONALD GOULD, New Statesman: Á að skerða fjölskyldu- stærðina eða frelsið? — Um þetta tvennt verður brezka þjóðin að velja Nýlega birtist hér í blaB- inu frásögn af áliti þekktra brezkra sérfræðinga, þar sem því var haldið fram, að brezku þjóðinni þyrfti að fækka ef liún ætti að geta lifað heilbrigðu ljfi í landi sínu. Um mannfjölda- má'in er nú mjög rætt í Bretlandi og fer hér á eftir grein um þetta efni, er ný- lega birtist í hinu þckkta vikuriti New Statsman: VIÐ aldamót verða íbúar Bretlands fimmtungi fleiri en nú. Venjuleg brezk móðir vill eiga tvö til þrjú börn, en aðeins ein af hundraði getur sætt sig við barnlaust hjóna- band eða eitt barn. Takist stjórnmálamönnum og hag- fræðingum hins vegar að ná því marki að gera Breta auð uga, fjölgar þeim enn örar. Brezkar mæður vildu eiga að meðaltali 3,4 börn „ef ekki kæmu til fjárhagsáhyggjur“. Sex þúsund giftar konur voru spurðar og rúmur helmingur þeirra vildi eiga fjögur börn eða meira. Þessar upplýsingar er að finna í tveimur bæklingum, sem brezka manntalsskrifstof an gaf út fyrir skömmu, en þeir heita „Horfur á íbúa- fjölda 1970—2010“ og „Fjöl- skylduáætlanir.“ Öllum er ljóst. hve geig- vænleg mannfjölgunin er 1 heiminum og íbúatalan virð- ist ætla að tvöfaldast til alda- móta, þrátt fyrir tilfinnanleg an matarskort. Þó er sú raun in, að vel gefið og athugult fólk í þröngbýli eins og í Washington, London og Róm telur offjölgunina fyrst og fremst vanda fátækra bænda í Indlandi og Kína og ann- arra stórra ,vanþróaðra“ sam félaga. Bæklingar manntals- skrifstofunnar leiða þó í ljós, að Bretum stafar ekki síður hætta af ótakmörkuðum barneignum en öðrum sam- félögum, og sá vandi gæti orðið ærið tilfinnanlegur á tæpum mannsaldri. Bækling- urinn Fjölskylduáætlanir sviftir burt þeirri blekkingu, að offjölgun valdi aðeins vandræðum meðal fátækra þjóða og þeim tíunda hluta auðugri þjóðanna, sem í fá- tækrahverfum stórborgann* búa. ÓLÍKLEGT er þó, að fbú- um fjölgi til muna örar en gert hefur verið ráð fyrir. Samkeppnin um takmarkað- an forða hráefna og matar er þegar hörð. Lífsþægindum á Vesturlöndum hefur til þessa verið haldið uppi með því að hrifsa til sín ósanngjarn- lega stóran hlut af auðlind- unum. íbúar hnattarlns eru þegar fjórum sinnum of margir til þess að unnt sé að hefja þá fátæku til jafns við hina ríku með réttlátri skiptingu þess, sem fyrir hendi er. Óraunhæft er því að gera ráð fyrir, að Bretar geti bætt hag fjölgandi þjóð ar með því að hrifsa til sin stærri hlut en áður. Margt bendir til, að til- tækar auðlindir séu ófull- nægjandi til þeirrar velmeg- unar, sem við töldum aðeins viðunandi í lýðfrjálsu menningarlandi fyrir tuttugu og fimm árum. Sjúkrahús okkar eru þess gersamlega vanmegnug að bæta úr þörf- um þeirra, sem eru andlega vanheilir og ekkert kemst í samjöfnuð við þann vanmátt nema ófremdarástand barna- skólanna. Þúsundir gamal- menna eiga við ömurleika og fæðuskort að búa. KONUNGSSJÓÐUR birti fyrir skömmu bækling. sem nefnist „Matargjafir til gam- almenna“. Þar eru birt dæmi um aðbúnað þeirra 100 þús- lleath - þau eru mörg vandamálin, sem liann þarf að glima viö und gamalmenna, sem fá sendan heitan mat fimm sinn um í viku. Þrír af hverjum fjórum sem spurðir voru, búa einir, og tæpur helmingur þeirra, sem áttu uppkomin börn, fengu reglulegar heim- sóknir. Mörg gamalmennin nutu ekki annarrar almenni- legrar fæðu en hins heim- senda matar, sem þó hefur ekki nægilegt næringargildi og er miður vel matreiddur, og koma hans var eina sam- bandið, sem þau höfðu við umheiminn. Ganga má að því sem vísu. að nokkur hundruð ef ekki þúsundir þeirra gam- almenna, sem búa í óupphit- uðu húsnæði, látist beinlfnis af kulda f vetur. Þetta gerist á hverju ári, en kemur ekki fram í skýrslum. Þessi vandræði aukast, ef fjölgun þjóðarinnar þýðir aukna fátækt. eins og Ifklegt sýnist. Þá verður að bíða enn lengur en áður eftir sjúkra- húsvist og æ fleiri börnum verður að troða inn í ljótar og heilsuspillandi skólastof- ur. Aukinn fjöldi fólks lætur lífið á of þröngum ófullnægj- andi vegum. Æ fleiri ár breytast í daunill síki, þar sem æ meira brestur á, að úrelt afrennsliskerfi ráði við aukið skólp og iðnaðarúr- gang. Fólk veldur mengun og dýrt er að koma fyrir úr- ganginum. Fjölgandi þjóð, sem á við aukna fátækt að stríða stendur illa að vígi í þessari baráttu. KOMA mætti í veg fyrir þessa afturför með tvennu móti. Annars vegar mætti viðurkenna fjölgunina sem óhjákvæmilegan hlut og gera áætlanir og hefja fram- kvæmdir þeirra breytinga á samfélaginu, að stóraukinn fjöldi valdi ekki öngþveiti. Þá yrði að gera ráð fyrir 67 millj. manna á Bretlandi um aldamót og ef til vill 100 millj. að 70 árum liðnum. Hinn kosturinn er sá, að halda mannfjölguninni inn- an þeirra marka, að sérhverj- um einstaklingi megi veita viðunandi lífsgæði af þeim skerfi auðlinda, sem þjóðin eigi kost á næstu öld. Báðum kostum fylgir óað- gengileg skerðing á frelsi einstaklingsins. Eigi að fram- fleyta mjög auknum fjölda þyrfti að skammta alls konar vörur, þjónustu og athafna- frelsi. Nefna má rétt til að aka eftir vegunum, réttinn til að eta það, sem okkur lang ar j jafn oft og við viljum, rétt til æðri menntunar, rétt til járnbrautarferða, rétt til legu á sjúkrahúsi eða með öðrum orðum réttinn til allra þeirra einstaklingsathafna, sem krefjast notkunar auð- linda í einhverri mynd. EIGI að takmarka mann- fjöldann það mikið, að hald- ið verði athafnafrelsi einstak- lingsins á þeim sviðum. sem drepið er á hér að ofan, verð ur um leið að skerða það frelsi, sem flestir telja enn helgara en flest annað, eða frelsið til getnaðar bam- eigna. Heenan kardináli lýsti almennu viðhorfi þegar hann sagði í útvarpserindi árið 1963: ,Hvað getur ykkur eða yfirleitt nokkrum öðrum kom ið við, þó að hjón ákveði að eiga tíu börn?“ Allt of marg ir eru á þessari skoðun til þess að aðrir en hinir djörf- ustu stjórnmálamenn dirfist að halda fram opinberlega, að takmörkun þessa helgasta réttar einstaklingsins geti ráðið úrslitum um velferð fjöldans. Þessum árekstrum hinna ýmsu mynda frelsisins er mæta vel lýst í bók Jacks Parsons, Mannfjöldi og frelsi, en hún kom út s.l. haust. Auðvitað er ógeðfelld til- hugsun að ríkið eigi að hafa afskipti af kynlífi okkar og fjölskyldulífi og til þess ætti síður að koma, ef við gerum okkur ljóst, að möguleikinn sé fyrir hendi. Ef til vill mætti fá okkur til að afsala okkur einhverju af frumrétti þegar hitt vofir yfir. ZUCKERMAN lávarður sagði á ráðstefnu, sem hald- in var fyrir skömmu í Basel, að „enginn heilvita maður“ gæti talið skynsamlegt að verja fjármunum, orku og dýrmætum búnaði til að ,.rækta“ fóstur eða flytja líf- færi milli einstaklinga f þeim heimi, sem öngþveiti vofði yfir, vegna offjölgunar. En auðvitað álíta margir þetta bæði dásamlegt og eftirsókn- arvert, og ekki síður fyrir- Frh. á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.