Tíminn - 02.02.1972, Síða 9

Tíminn - 02.02.1972, Síða 9
TÍMINN MIDVIKUDAGUR 2. febrúar 1972. MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1972. TÍMINN EYSTEINN JÓNSSON: „Fátt fólk í stóru landi” Leiðbeiningar við skattframtal 1972 í þriðjudagsgrein blaðsins í gser, var birtur kafli úr ræðu, sem Eysteinn Jónsson hélt í Sameinuðu Alþingi s.l. fimmtudag um landgræðslu og nýtingu landsins. Hér fer á eftir síðari hluti þeirrar ræðu Eysteins: Fyrst ég er farlnn að ræða þessl mál hér á annað borð, þá vil ég einnig minnast á annan þátt þeirra, sem vafa laust kemur einnig inn í at- hugun þeirra á síðara stigl. Ég tel sem sé rétt í fram- haldi af því, sem ég hef nú sagt um landvernd og gróð- urvernd og hagnýtlngu gróð urlandsins, að vekja athygli á öðrum þætti þessara mála, sem ég gerl ráð fyrir, að hin stjórnskipaða nefnd telji sér skylt að íhuga. Það eru af- not þjóðarinnar af landinu öllu, í víðtækasta skilningi, og að hverju stefna beri í því sambandi. Við íslendingar lítum vafa laust á okkur sem fátt fólk í stóru landi. Þetta er víst rétt — og þó. Landið er kannski ekki jafn stórt og við höfum haldið miðað við allt, sem við viljum, að fari fram á því. Til hvers viljum við nota landið? Við viljum nota landið í mörgu skynl. Fyrst og fremst til búskapar. Það kemur auðvitað efst í hugann, því að löngum mun það verða svo, að mestur hluti landsins, hins ræktan- lega lands, verður notað til búskapar. En við viljum einnig nota landið til þess að skemmta okkur á því, til þess að umgangast það, til þess að stunda á því íþróttir og ferðalög, svo að nokkuð sé nefnt, til þess að reisa á því kauptún, kaupstaði og borgir. Og loks mætti nefna, að menn vilja einnig varð- veita ósnortlð land. Nú er spurningln. Er auð- velt verk að koma þessu öllu haganlega fyrlr og árekstra- lítlð; búskap, þéttbýli, þelrri umgengni við landið, sem lífsnauðsynleg er almenn- ingi vaxandi þéttbýlis-þjóð- ar, og varðveizlu ósnortinna úrvalssvæða. Líklega er tíma bært að spyrja sjálfan sig þessarar spurningar, hvort þetta sé auðvelt, jafn auð- velt, og við fram að þessu höfum álltlð. Líklega er þetta ekki auðvelt, en kleift samt, ef góð ráð eru tekin í Eysteinn Jónsson tíma. En reynslan sýnir vax- andi vandamál varðandi skynsamlega tilhögun lands nytjanna í víðtækustu merk ingu þess orðs. Þessi vanda- mál snerta bæði dreifbýlls- fólkið og íbúa þéttbýlisins. Jarðlr eru lagðar skipu- lagslaust til annarra nytja en búskapar, svo að til vand ræða horfir í sumum byggð- arlögum. Sumarbústaðamál- lð þróast mjög á ringulreið, svo að miklum vandkvæðum veldur víða. Látlaust verður erfiðara og erflða fyrir þétt- býllsfólk að lifa eðlilegu ferða- og útilífl og umgang- ast landið frjálslega, án þess að valda átroðningi. Lengi mættl rekja dæmi um þessi efni eða þessi vandamál eða viðfangsefni og aðra skylda þætti. Um þessi vandamál er að vísu fjallað í mörgum laga- bálkum með ýmsu móti. Við getum nefnt í því sambandi skipulagslöggjöfina, náttúru verndarlöggjöfina, ábúðar- lögin og margs konar lög- gjöf um lífið í sveitunum. Ég nefni bara þessa þrjá laga- bálka, svo að eitthvað sé nefnt. Ýmslr kraftar vlnna góð störf í rétta átt og tll umbóta í þessu efni. Samt er ástandið áreiðanlaga tals- vert alvarlegt og fer versn- andi í þessu tilliti. Helldar- stefnuna vantar í raun og veru og samræmingu átak- anna og samstillingu þelrra krafta, sem þyrftu að vera að verkl, til þess að koma þessu vel fyrlr. Tll þess að skýra ögn bet- ur, hvað ég á vlð, þegar ég tala um að nýta landið í við tækustu merklngu, mætti gera tilraun til þess að flokka landsnytjarnar. Það má gera það með margvís- legu móti. Ég vil gera eina tilraun með örfáum orðum, en slíkt er með engu mótl tæmandi og mætti gera með allt öðru móti, og er aðelns gert til þess að vekja menn til umhugsunar um þetta mál og varpa ljósi á það með því að setja það þannlg upp. Við getum flokkað land ið í nokkra flokka í þessu sambandl, við skulum segja 6 flokka. Við setjum auðvit- að efst búskaparlandið. Það er fullræktað land og hálf- ræktað heimaland og afrétt- ir, — búskaparlandið höfum við í einum flokki. Þá getum við sett land kauptúna, bæja og borga. í þriðja flokkl gæt um við haft það land, sem við teldum, að ætti að nota til skógræktar, bæðl nytja- skóga og annarra skóga. í 4. flokki skulum við hafa útl- vlstarlönd, friðlönd og þjóð- garða, þ. á m. lönd fyrlr iþróttir og útilíf með marg- víslegu móti að meðtalinni hestamennsku og öllu því, sem er í kringum hesta- mennsku þéttbýlisins. f 5. flokki skulum við hafa sum- arbústaðalönd. Sumarbú- staðir eru ágætlr, en skyn- samlegt væri að ætla þelm sem mest sérstök svæðl. í 0. lagi gætum við svo sett það, sem kalla mætti land í hjúkrun. Það verður alltaf mjög mikið land, sem þarf að vera í hjúkrun. Það eru uppgræðslusvæði og svæðl, sem þarf sérstaklega að hlífa til þess að bæta þau og leyfa þeim að gróa. — Ég nefni aðeins þessa sex flokka, til þess að reyna að skýra, hvað fyrir mér vakir með því að segja, að þetta efni, hvernig skuli nýta land ið í allra víðtækustu merk- ingu þeirra orða, er orðið að aðkallandi vandamáli, sem þarf að taka skynsamlegum tökum, en er ekki einfalt í meðförum. Þetta þarf að ræða meira en gert hefur verið. Ef menn gætu fundið leiðir til þess að gera í stór- um dráttum áætlun á ein- hverjum viðunandi grund- velli, um skynsamlega heild- arnýtingu landsins, þá væri það mikill ávinningur. Þetta verkefni þarf að kryfja tll mergjar í samráði vlð þá, sem mest eiga hér hlut að máli, í fremstu röð bænda- stéttina og sveitarfélögin og svo þær stofnanlr, sem ein- staka þætti hafa með hönd- um, félagssamtök almenn- Ings, sem þessi mál snerta o. s. frv. Svo kæmi framkvæmdln, hver hún ættl að verða, ef menn næðu að draga upp höf uðlínurnar í því forml, sem við köllum á nútímamáll á- ætlun. Tæklst mönnum að koma upp slíkrl áætlun, þótt í stórum dráttum væri — að sumu leyti mjög stórum, gæti orðið léttara að stýra þessum málum sklpulega framvegis en tekizt hefur til þessa. Kæmi þá að því að gera sér grein fyrir, hvers- konar lagabætur þurfi að koma til, svo að tökum verðl náð á þessum vandasömu viðfangsefnum, og hvaða ráðstafanir til framkvæmda væru síðar nauðsynlegar af almannavaldinu í framhaldl af slíkum lagabótum. HUGLEIÐING UM HEILAGA RITNINGU I Eitt af stórskáldum vorum skilgreinir Bibliuna sem „bók er boðar trú, sem blessar og reisir þjóðir”. Þessi dýrmæta bók er, sem betur fer, tiltækileg flestu fólki á voru _landi á móðurmáli. Gllu kirkt íega hugsandi fólki er hún ómissandi uppsprettulind, þvi að i henni er að finna þekkingu á Guði i opinberun hans i Jesú Kristi og forsögu frelsarans hjá Israels lýð. Efni úr Bibliunni er einnig að finna i sálmum, liturgium og ræðum. Stofninn að þeim kristnu sann- indum, sem kenna ber upp- vaxandi kynslóð, er einnig að finna f Heilagri ritningu. Þetta er vandasamt verk - og það er ómögulegt að kenna fagnaðar- boðskapinn án þess að kunna hann sjálfur. En margir kenn- arar hafa sagt mér að kristin fræði séu sú grein, sem „krakkarnir” vilja helzt læra. En það er i fyrstu umferð hlut- verk foreldranna að kenna börnum sinum hina heilögu trú. A kennslu þeirra þurfa kennararnir að geta byggt. II. Bibliurannsóknir stunda menn i flestum þeim löndum sem virða andlegt frelsi. Nú hafa sumir trúaðir menn verið uggandi út af „bibliugagnrýn- inni”, stundum ekki að ástæðulausu. En þvi ber ekki að leyna að þær rannsóknir, sem stundaðar eru af sam- vizkusemi og góðum vilja, gefa jafnan meiri vinning en tap. Mönnum er nú ljósara en oft áður hve mikilfengleg er saga sáttmálanna i báöum testamentum. Fyrirheit Guðs og uppfylling þeirra hafa verið undirstaða andlegs lifs einstaklinga og kirk judeilda. Rannsókn ritninganna er nauðsyn, ekki aðeins visindum, heldur einnig trúnni. Lúter skrifaði á sinum tima stuttorða leiöbein- ingu um hvernig menn skuli leita og hvers þeir skuli vænta i guðspjöllunum, og þessa leiðbeiningu ætla núverandi guðfræðistúdentar aö gefa út á islenzku i timariti sinu, ásamt ýmsu öðru merkilegu efni. Sjálfur segir Jesús að sumir menn i samtiö hans villist, af þvi að þeir rannsaki ekki ritningarnar, og má þar af sjá hversu mikils hann metur rannsóknir Gamla testa- mentisins. III. Bibliuskýringar eru nauð- synlegar til þess að menn geti látið sér Ritninguna áð kenningu verða. Nokkuð er til af skýringar- ritum á islenzku, svo sem skýringar á Opinberunar- bókinni - og einnig á Galata- bréfinu, en almenningur notar þessar bækur of litið. Agætar og auðveldar þeim sem norræn mál kunna, eru þær skýringar, sem nú eru notaðar við norsku kennaraskólana (Forklaringer til Det nye testamente, eftir J. Johnstad, 1968). Það óvenjulega viö þessa bók i samtið vorri, sem yfirleitt býður upp á dýrar bækur, er að þessi bók er i senn efnismikil, nýleg og ódýr, nokkuð á þriðja hundrað kr. islenzkar , og er bókin þó smekklega bundin. Þar er einnig mikill fróðleikur um sögu fyrstu aldar e. Kr. og allmörg kort i texta. IV. Hvernig er heppilegt að lesa Heilaga ritningu? Lestri má haga á ýmsa vegu, t.d. má vel lesa i samhengi eitt einstakt rit frá upphafi til enda (lectio continua). Þannig er heppilegt að lesa guðspjall, bréf eða spádómsbók. Einnig má lesa söfn af ritningargreinum, þar sem fjallað er um eitt efni eða eina mikilvæga hugsun á hverjum degi. Með þvi að lesa daglega eina bls. i bókinni „Daglegt ljós’i kynnast menn þessari aðferð. Sú bók er ágætfyrir fólkaf öllum kirkju- deildum. Fólki innan lúthersku kirkjunnar ætti eðlilegt að hagnýta leskafla- skrá þá, sem er að finna i „Bænabókinni” frá bls. 84 og áfram. Þessi bænabók var gefin út af Æskulýðsnefnd kirkj- unnar 1966. Þar er lestrar- áætlun fyrir allt árið og texta- val úr báðum testamentum. V. Bibliuþýðingar á eigið mál eru stöðugt stundaðar i flestum kristnum kirkjum i þeim tilgangi að koma Heil. ritningu á timabært mál og hagnýta árangur siöustu rannsókna i almennings þágu. Annar megin tiigangur bibliu- félaga er prentun og dreifing Bibliunnar i eigin landi, og vonandi verður ný prentun isl. Bibllunnar komin innan þriggja ára, þótt ekki hafi hún öll verið endurþýdd. En einnig þar sem aðeins er um end- urskoðun að ræða, er bún- ingur undir prentun mjög mikið verk. VI. Mörg þróundalönd skortir enn Bibliuna á móðurmáli Frh. á bls. 14. Hér fara á eftir leiðbeiningar embættis rikisskattstjóra. Fellt er niður úr leiðbeiningunum það, sem ótvírætt verður fellt niður með nýjum skattalögum, sem Alþingi er að setja. (Skattfrelsi hlutafjár- arðs) Aðöðru leyti eiga þessar leiðbeiningar við,og upplýsingar I fram- tölum skv. þeim eru fullnægjandi og engin hætta á réttarmissi fram- teljanda i neinu, þótt álagningargrundvelli og álagningarreglum verði breyttmeönýjum skattaiögum. Skilafrestur framtala rennur út á miö- nætti 6. febrúar n.k. 4. Vaxtatekjur. Hér skal færa skattskyldar vaxtatekjur samkv. A- og B-lið framtals bls. 3. Athuga skal, að undanþegnir tekjuskattsskyldu eru allir vextir af eignarskatts- frjálsum innstæðum og verðbréf- um, sbr. A-lið-framtals bls. 3. Sjá þó siðar um frádrátt vegna stofnsjóðsvaxta, sbr. tölulið 15 (14) IV. Frádráttur. 5. Arður af hlutabréfum. Hér skal færa arð, sem framteljandi fékk úthlutaöan á árinu af hlutabréfum sinum. 6. Laun greidd i peningum. t lesmálsdálk skal rita nöfn launagreiðenda og launaupphæð i kr. dálk. Ef vinnutimabil framteljanda er aðeins hluti úr ári eða árslaun óeðlilega lág, skal hann gefa skýringar i G—lið bls. 4, ef ástæð- ur koma ekki fram á annan hátt i framtali, t.d. vegna náms, aldurs, veikinda- o.fl. 7. Laun greidd i hlunnindum. a. FæðiiUm skattskyldu fæðis- hlunninda fer sem hér segir: (1) Launþegi, sem vann innan heimilissveitar sinnar, skal telja til tekna fullt fæöi, sem honum var látið i té endurgjaldslaust (fritt) af vinnuveitanda. Rita skal dagafjölda i lesmálsdálk og margfalda hann með kr. 120.00—fyrir karlmann og kr. 96.00 fyrir kvenmann og barn, yngra en 16 ára, og færa upphæð- ina til tekna. Sama gildir um hver önnur full fæðishlunnindi, látin endurgjaldslaust i té, þau skal telia til tekna á kostnaðarverði. (2) Launþegi, sem vann utan heimilissveitarsinnar, svo og sjó- maður á skipum, skal ekki telja til tekna fullt fæði, sem honum var látið i té endurgjaldslaust;' (fritt) af vinnuveitanda. Sama gildir um önnur full fæðishlunn- indi þessara manna, látin i té endurgjaldslaust.i Enn fremur giidir sama um fjár- hæð fæðisstyrkja (fæöispeninga)' i stað fulls fæðis, ef hún er ekki hærri en kr. 160.00 á dag. Sé fjár- hæðin hærri en 160.00 kr. á dag, ber að telja til tekna þá fjárhæð, sem umfram er kr. 160.00 á dag, margfaldaðan með dagafjölda. (3) Launþegi, hvort heldur hann vann innan eða utan heimilis- sveitar sinnar, skal ekki telja til tekna fæði, sem ekki telst fullt fæði, sem honum var látið i té endurgjaldslaust (fritt) af vinnu veitanda. Sama gildir um önnur fæðishlunnindi, sem ekki teljast full fæðishlunnindi, látin i té endurgjaldslaust. Enn fremur gildir sama um fjárhæð fæðis- styrkja (fæðispeninga) i stað fæð- is, sem ekki telst fullt , ef fjárhæðin er ekki hærri en kr. 80.00 á dag. Sé fjárhæðin hærri en kr. 80.00 á dag, bcr að telja til teknaþá fjárhæð, sem umfram er kr. 80.00á dag, margfaldað meö daeafiölda. (4) . Allt fæði, sem fjölskylda framteljanda fékk endurgjalds- laust (fritt) hjá vinnuveitanda framteljanda, fjárhæð fæðis- styrkja (fæðispeninga) þess i stað, svo og hver önnur fæðis- hlunnindi, látin endurgialdslaust i té, skal telja til tekna á sama háttog greinir i lið (1). Fritt fæði, sem eigi telst fullt fæði, látið þessum aðilum i té skal telja til tekna hlutfallslega af mati fyrir fulltfæði. 1 þessu sambandi skipt- ir eigi máli, hvort framteljandi vann innan eða utan heimilis- sveitar sinnar. b. Húsnæði: Hafi framteljandi (og fjölskylda hans) afnot ibúðar- húsnæðis, sem látin eru honum endurgjaldslaust i té af vinnu- veitanda hans, skal framteljandi rita i lesmálsdálk fjárhæð gild- andi fasteignamats þessa ibúðar- húsnæðis og lóðar og mánaða- fjölda afnota. Telja skal til tekna 2% af þeirri fjárhæð fyrir árs- afnot eða hlutfallslega miðað við mánuði. Nú skortir framteljanda upplýsingar um fjárhæð fast- eignamats, og skal hann þá rita i lesmálsdálk fjölda herbergja og mánaða. Hafi framteljandi (og fjöl- skylda hans) afnot ibúðarhús- næðis, sem látin eru i té af vinnu- veitanda hans gegn endurgjaldi, sem er lægra, miðað við ársafnot, heldur 2% af gildandi fasteigna- mati ibúðarhúsnæðis og lóðar, skal framteljandi telja mismun- innitil tekna. c. Fatnaöur eða önnur hlunn- indi: Til tekna skal færa fatnað, sem vinnuveitandi lætur framteljanda i té án endurgjalds og ekki er reiknaður til tekna i öðrum laun- um. Tilgreina skal, hver fatnað- urinn er, og telja til tekna sem hér segir: Einkennisföt karla... kr. 4.500.0( Einkennisföt kvenna .. kr. 3.100 00 Einkennisfrakki karla kr. 3.500.00 Einkenniskápa kvennakr. 1.500.00 Einkennisfatnað flugánafna skai bó telia sem hér segir: Einkennisföt karla.... kr. 2.250.0( Einkennisföt kvenna .. kr. 1.550.00 Einkennisfrakki karla kr. 1.750.00. Einkenniskápa kvennakr. 1.150.00 Fatnaður, sem ekki telst ein- kennisfatnaður, skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin f járhæð i stað fatnaðar, ber að telja hana til tekna. önnur hlunnindi, sem látin eru i té fyrir vinnu, ber aö meta til peningaverðs eftir gangverði á hverjum stað og tima og telja til tekna. M.a. teljast hér sem hlunnindi endurgjaldslaus afnot launþega af fólksbifreiðum, sem látin eru honum i té af vinnuveit- anda. í framtali (t.d. G-lið á bls.4i eða gögnum með þvi ber framteljanda að gefa upplýsingar um slik afnot fólksbifreiðar i ekn um km„ svo og um stærð, tegund og smiðaár bifreiðarinnar. Akstur úr og i vinnu telst afnot launþega i þessu sambandi. Siðan ber að visa til þessara upplýsinga i lesmálsdálk. Þar , sem mat á verðmæti þessara hlunninda hefir enn eigi verið ákveðið, skal fram- teljandi eigi færa fjárhæð til tekna. Fæði, húsnæði og annað fram- færi framteljanda, sem býr i for- eldrahúsum, telst-ekki til tekna og færist þvi ekki i þennan liö, nema foreldri sé atvinnurekandi og telji sér nefnda liði til gjalda. 8. ÍElli- eða örorkulifeyrir frá alm:trygg. Hér skal telja til tekna ellilif- eyri og örorkulifeyri úr almanna- tryggingum. Upphæðir geta verið mismun- andi af ýmsum ástæðum. Til dæmis er ellilifeyrir greiddur i fyrsta sinn fyrir næsta mánuð, eftirað lifeyrisþegi varö fullra 67 ára. Heimilt er að fresta töku elli- lifeyris, og fá þá þeir, sem það gera, hækkandi lifeyri, eftir þvi sem lengur er frestað að taka lif- eyrinn. Almennur ellilifeyrir allt árið 1971 var sem hér segir: Ef hjón, annað eða bæði, frest- uðu töku lifeyris, hækkaöi lifeyrir þeirra um 90% af aldurshækkun einstaklinga. Ef t.d. annað hjóna frestaði töku lifeyris til 68 ára aldurs, en hitt til 69 ára aldurs, þá var lifeyrir þeirra áriö 1971 90% af (kr. 69.119.00 + kr. 77.114.00) eða kr. 131.609,00 Öryrkjar, sem hafa örorkustig 75% eða meira, fengu sömu upp- hæð og þeir, sem byrjuðu að taka ellilifeyri strax frá 67 ára aldri. Þær greiðslur nefnast örorkulif- eyrir, og skal hann talinn hér. Greiðslur til þeirra, sem misst hafa 50% - 75% starfsorku sinnar, nefnast örorkustyrkir, og skulu þeir taldir undir tekjulið 13. „Aðrar tekjur”. 9. Sjúkra- eða slysabætur (dagpeningar). Hér skal telja til tekna sjúkra- og slysadagpeninga. Ef þeir eru frá almannatryggingum, sjúkra- samlögum eða úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga, þá koma þeir einn- ig til frádráttar, sbr. frádráttarlið 14. 10. Fjölskyldubætur frá alm,- trygg- Fjölskyldubætur frá almanna- tryggingum skulu færðar til tekna undir tekjulið 10. Fjölskyldubætur á árinu i»yi voru kr. 8.000.00 fyrir hvert barn á framfæri allt árið. Margfalda skal þá upphæð með barnafjölda og færa heildarupphæð fjöl- skyldubóta til tekna. Fyrir börn, sem bætast við á Annar hluti Framtölum ber að skila fyrir kl 12 á miðnætti sunnu- daginn 6. febrúar árinu, og börn, sem na 16 ára aldri á árinu, þarf að reikna bæt- ur sérstaklega. Fjölskyldubætur fyrir barn, sem fæðist á árinu, eru greiddar frá 1. næsta mánaðar eftir fæðingu. Fyrir barn, sem verður 16 ára á árinu, eru bætur greiddar fyrir afmælismánuðinn. Fjölskyldubætur árið 1971 voru kr. 667.00 á mánuði. 11. Tekjur barna. Útfylla skal F-lið, bls. 4, eins og eyðublaðið segir til um. Samanlagðar tekjur barna( að undanskildum skattfrjálsum vaxtatekjum, sbr. tölulið 4, 111.) skal siðan færa i tekjulið 11, bls. 2. Ef barn (börn), hér tilgreint stundar nám i framhaldsskóla, skal færa námsfræadræatt skv. mati rikisskattanefndar i Ffádráttarlið 15, bls. 2, og tilgreina þar nafn barnsins, skóla ogbekk. Upphæð namsfrádráttar má þó ekki vera hærri en tekjur barnsins (barnanna, hvers um sig), sem færðar eru i tekjulið 11. Hafi barn hreinar tekjur (þ.e. tekjur þess skv. tekjulið 11, að frádregnum námskostnaði skv. mati rikisskattanefndar), er nema hálfum persónufrádrætti barns eða lægri fjárhæð, ber að veita i frádrátt helming þeirra. Þar sem fjárhæð persónufrá- dráttar barna getur breytzt, verður viðkomandi frádráttur færður á framtal af skattstjór- um.Hafi barn hreinar tekjur, er nema meira en hálfum persónu- frádrætti barns, getur framtelj- andi óskað þess, að barnið verði sjálfstæður framteljandi, og skal þá geta þess i G-lið, bls. 4. SKV v. gildandi skattalögum nemur hálfur persónufrádráttur barns kr. 13.500.00. Til greina skal námsdráttar á sama hátt og segir i næstu málsgrein hér á undan, en frekari f járhæð frádráttar veröur færð á framtal af skattstjórum. 12. Launatekjur konu. Hér skal færa launatekjur eig- inkonu. I lesmálsdálk skal rita nafn launagreiðanda og launa- upphæð i kr. dálk. Það athugist, að þótt helmingur af launatekjum giftrar konu sé skattfrjáls, ber að telja allar tekjurnar hér. 13. Aðrar tekjur. Hér skal færa til tekna hverjar þær skattskyldar tekjur, sem áð- ur eru ótaldar, svo sem: 1) Greiðslur úr lifeyrissjóðum (tilgreinið nafn sjóðsins), þar með talinn barnalifeyrir. (2) Skattskyldar bætur frá al- mannatryggingum, aðrar en þær, sem taldar eru undir tekjuliðum 8, 9 og 10, og skulu þær nafngreind- ar, svo sem ekkjubætur, ekkjulif- eyrir, makabætur og örorku- styrkur. Einnig skal færa hér barnalifeyri, sem greiddur er úr almannatryggingum vegna örorku eða elli foreldra (fram- færanda), en barnalifeyrir, sem greiddur er úr almannatrygging- um, ef annað hvort foreldra er látið, færist hins vegar i dálkinn til hægri á bls. 1, svo sem áður er sagt. Hér skal enn fremur færa mæðralaun úr almannatrygging- um, greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og frdskildum konum, sem hafa bórn yngri en 16 ára á framfæri sinu. A árinu 1971 voru mæðralaun sem hér segir: F>rir 1 barn kr. 5.590.00, 2 börn kr. 30.331.00 og fyrir 3 börn eöa fleiri kr. 60.669.00. Ef barn bætist við á árinu eða börnum fækkar, verður að reikna sjálfstætt hvert timabil, sem móðir nýtur bóta fyrir 1 barn, fyrir 2 börn o.s. frv., og leggja saman bætur hvers timabils og færa i einu lagi i kr. dálk. Mánaðargreiðslur á árinu 1971 voru sem hér segir: Fyrir lbarn: Jan. — júli kr. 430.00 á mánuði.Agúst — dcs kr. 516.00 á mánuði. Fyrir 2 börn: Jan. — júli kr. 2.333.00 á mánuði, ágúst — des. kr. 2.800.00 á mánuði. Fyrir 3 börn og fleiri: Jan. — júli kr. 4.667.00 á mánuði, águst — des. kr. 5.600.00 á mánuði. (3) Styrktarfé, gjafir (aðrar en tækifærisgjafir), happdrættis- vinninga (sem ekki eru skatt- frjálsir) og aðra vinninga svipaða eðlis. (4) Skattskyldan söluhagnað af eignum, sbr. D-lið, bls 4, afföll af keyptum verðbréfum og arð af hlutabréfum vegna félagsslita eða skattskyldra jöfnunarhluta- bréfa. (5) Eigin vinnu við eigið hús eða ibúð, að þvi leyti, sem hún er skattskyld. (6) Bifreiðastyrki, þar meö talið km.gjald og hverja aðra beina eða óbeina þóknun fyrir afnot bifreiðar, risnufé og endurgreidd- an ferðakostnað, þar meö taldir dagpeningar. Sjá þó lið IV, 15, um frádrátt. Fyrst tekinn: frá 67 ára aldri frá 68 ára aldri frá 69 ára aldri frá 70 ára aldri frá 71 ára aldri frá 72 ára aldri Einstaklingar kr. 63.700,00 kr. 69.119,00 kr. 77.114,00 kr. 85.061,00 kr. 95.538,00 kr.106.429,00 Hjón kr. 114.660,-, þ.e. 90% af lifeyri tveggja einstak- linga, sem báðir tóku lffeyri frá 67 ára ladri. IV. Frádráttur. 1. Kostnaöur viö fbúöarhúsnæöi, sbr. tekjulið 3. a. Fasteignagjöld: Hér skal færa fasteignaskatt, brunabótaið- gjald, vatnsskatt o.fl. gjöld, sem einu nafni eru nefnd fasteigna- gjöld. Enn fremur skal telja hér með 90% af iðgjöldum svo- nefndrar húseigendatryggingar svo og iðgjöld einstakra vatn- stjóns-, gler-, fok-, sótfalls- og innbrotstrygginga, einnig brottflutnings- og húsaleigutaps- trygginga. b. Fyrning og viðhald: Skylt er framteljanda að færa fyrningu og viðhald af ibúð, sem hann notar fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sina, með þeim hundr- aðshlutum, sem um getur i tölulið 1. b. á framtali. Sé framteljandi einnig eigandi að annarri ibúð eöa öðrum ibúð- um eða öðru ibúðarhúsnæði, sem hann lætur öðrum i té endur- gjaldslaust eða án eðlilegs endur- gjalds, fer um heimild eða skyld- ur til ákvörðunar fyrningu og við- haldi til frádráttar i tölulið l.b. á framtali eftir þeim reglum, sem fram eru settar i tölulið 2, III. — Tekjur árið 1971 — hér að framan. Velji framteljandi eða beri hon- um að færa hér til frádráttar sannanlegan viðhaldskostnað, ber honum að gera nákvæma grein fyrir viðhaldskostnaðinum i auðu linunum undir tölulið l.b. á framtali. 2. Vaxtagjöld. Hér skal færa mismunatölu vaxtagjalda skv. C-lið bls. 3. Færa má alla sannaniega greidda vexti af lánum, þar með talda vexti af lánum, sem tekin hafa verið og/eða greidd upp á árinu. 3. Eignarskattur. Hér skal færa eignarskatt greiddan á árinu. 4. Eignarútsvar. Hér skal færa eignarútsvar greitt á árinu. 5. a. og b. Greitt iðgjald af lifeyristryggingu. Hér skal færa framlög fram- teljanda sjálfs i a-lið og eiginkonu hans i b-lið til viðurkenndra lif- eyrissjóða eða greidd iðgjöld af lifeyristryggingu til viður- kenndra vátryggingarfélaga eða stofnana. Nafn lifeyrissjóðsins, vátryggingarfélagsins eða stofn- unarinnar, færist i lesmálsdálk. Reglur hinna ýmsu tryggingar- aðila um iðgjöld eru mismunandi, og frádræattarhæfni iðgjaldanna þvi einnig mismunandi hjá fram- teljendum. Er þvi rétt, að fram- teljandi leiti upplýsinga hjá við- komandi tryggingaraðila eða skattstjóra, ef honum er ekki full- komlega ljóst, hvaða upphæð skuli færa hér til frádráttar. 6. Iögjald af lifsábyrgð. Hér skal færa greitt iðgjald af liftryggingu. Hámarksfrádráttur skv. gildandi skattalögum er kr. 15.000,-. (Rétt er þó að geta i les- málsdálk raunverulega greiddar fjárhæðar.) 7. Sjúkrasamlagsgjald. Hér skai færa greitt sjúkra- samlagsgjald fyrir árið 1971, eins og það var á samlagssvæöi fram- teljanda. Sjúkrasamlagsgjald iðnnema og sjómanna, sem greitt er af vinnuveitanda, færist þvi ekki á þennan lið. I Reykjavik var gjaldið kr. 3.645,- fyrir einhleypan og kr. 7.290,- fyrir hjón. 8. Alm. tryggingagjald. Hér skal færa almannatrygg- ingagjald álagt 1971. Fullt gjald var: kr. 7.660,- fyrir hjón, kr. 6.960,- fyrir einhl. karl og kr. 5.220,- fyrir einhl. konu. Iðnnemar greiða ekki sjálfir alm. tryggingagjald. Framtelj- endur, yngri en 16 ára, og 67 ára og eldri greiða ekki alm. trygg- ingagjald. Þessir aðilar færa ekk- ert i þennan frádráttarlið. 9. Stéttarfélagsgjald. Hér skal færa árgjaldiö, en til- greina nafn stéttarfélags i les- málsdálk. 10. Greitt fæöi á sjó .... dagar. a. Skipverjar á bátum, sem ekki eru taldir i b-lið hér á eftir. Hér skal rita sama dagafjölda og Aflatryggingarsjóður greiddi hlutdeild i fæðiskostnaöi fram- teljanda. Siðan skal margfalda þann dagaf jölda með tölunni 64 og færa útkomu i kr. dálk. Greiðslur Aflatryggingarsjóðs til útvegsmanna upp i fæðiskostn- að skipverja á bátaflotanum skal framteljandi hvorki telja til tekna né gjalda. b. Skipverjar á öllum opnum bát- um, svo og á þilfarsbátum undir 12 rúmiestum, ef þeir höfðu sjó- mennsku að aðalstarfi skemur en 5 mán. á árinu. Hér skal rita fjölda róörardaga framteljanda. Siðan skal marg- falda þann dagafjölda með töl- unni 100 og færa útkomu i kr. dálk. 11. Slysatr. á islenzku skipi ... vikur. Hér skal rita vikuíjölda, sem framteljandi er háður slysa- tryggingariðgjaldi sem lögskráð- ur sjómaður á islenzku skipi. Ef framteljandi er lögskráður á is- lenzkt skip i 26 vikur eða lengur, skal skv. gildandi skattalögum margfalda vikufjöldann með töl- unni 1339 og færa útkomu I kr. dálk. Séframteljandi lögskráður i islenzkt skip skemur en 26 vikur skal margfalda vikufjöldann með tölunni 185 og færa útkomu i kr. Hlutaráðnir menn skulu og njóta sama frádráttar, þótt þeir séu eigi lögskráðir, enda geri út- gerðarmaður fulla grein fyrir, hvernig hlutaskiptum er farið og yfir hvaða timabil launþegi hefir tekið kaup eftir hlutaskiptum. 12. Skyldusparnaður. Hér skal færa þá upphæð, sem framteljanda, á aldrinum 16—25 ára, var skylt að spara og innfærð er i sparimerkjabók árið 1971. Skyldusparnaður er 15% af launatekjum eða sambærilegum atvinnutekjum, sem unnið er fyr- ir á árinu. Sparimerkjakaup umfram skyldu eru ekki frádráttarbær. 13. a. 50% af iaunatekjum konu. Hér færist helmingur upphæð- ar, sem talin er i tekjulið 12. Ef teknanna er aflaö hjá fyrirtæki, sem hjónin, annað hvort eða bæði, eða ófjárráða börn þeirra eiga eða reka að verulegu leyti, skal frádráttur ekki færður i þennan lið, heldur i b-lið þessa töluliðar. b. Vegna starfa konu við atvr. hjóna. Hér skal færa frádrátt vegna vinnu eiginkonu við fyrirtæki, sem hjónin, annað hvort eða bæði eða ófjárráða börn þeirra eiga eða reka að verulegu leyti. Helmingur launa eiginkonunn- ar eða áætlaðs hluta hennar af sameiginlegum hreinum tekjum hjónanna, miðað við beint vinnu- framlag hennar við öflun tekn- anna, er frádráttarbær, þó aldrei hærri fjárh, en nemurl/4 hluta persónufrádráttar hjóna eða kr. 47.000,- skv. gildandi lögum. Þar sem fjárhæð persónufrádráttar hljóna getur breytzt, er rétt að færa fjárhæð án þessara tak- markana, en hún mun verða leið- rétt af skattstjórum. 14. Sjúkra- cða slysadagpeningar. Hér skal færa sjúkra- eöa slysa- dagpeninga úr almannatrygging- um, sjúkrasamlögum og sjúkra- sjóðum stéttarfélaga, sem jafn- framt ber að telja til tekna undir tekjulið 9. 15. Annar frádráttur. Hér skal færa þá frádráttarliði, sem áður eru ótaldar og heimilt er að draga frá tekjum. Þar til má nefna: (1) Afföll af seldum verðbréfum (sbr. A-lið 12. gr. laga). (2) Ferðakostnað vegna lang- ferða (sbr. C-lið 12 gr. laga). (3) Gjafir til menningarmála, visindalegra rannsóknarstofn- ana, viðurkenndrar liknarstarf- semi og kirkjufélaga (sbr. D-lið 12. gr. laga). skilyröi fyrir frá- drætti er, að framtali fylgi kvitt- un frá stofnun, sjóði eöa félagi, sem rikisskattstjóri hefur veitt viðurkénningu skv. 36. gr. reglu- gerðar nr. 245/1963. (4) Kostnað við öflun bóka, tima- rita og áhalda til visindalegra og Framhald á morgun

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.