Tíminn - 02.02.1972, Qupperneq 13

Tíminn - 02.02.1972, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1972. TÍMINN 13 Ofviðri Shakespeares Nemendur Kennaraskóla Is- lands eru um þessar mundir að æfa leikrit Shakespeares, Ofviðr- ið (The Tempest) í þýðingu Helga Hálfdánarsonar eins af kennurum skólans. VilS litum fyr ir skömmu inn á æfingu í Fé- lagsheimilinu á Seltjarnarnesi, en þar verða leiksýningarnar einnig. Þeir, sem ekki voru á sviðinu, glugguðu í leikritaþýð- ingar Helga Hálfdánarsonar, sumir voru jafnvel að lesa aðr- ar bókmenntir (kennaraskóla- nemar virðast vera bókmennta- sinnað fólk), aðrir borðuðu bit- ann sinn, lásu námsbækur og ein hverjar stúlknanna voru að prjóna. Um 30 manns vinna að sýning- unni, sem er á vegum leiklistar- deildar Listanefndar skólans. Leiklistarstarfsemi í Kennara- skólanum hófst fyrir alvöru fyr- ir þrem árum, en þá var Spansk- flugan leikin á árshátíð undir stjórn Steindórs Hjörleifssonar leikara. Síðar eignaðist skólinn sinn eigin leikstjóra, Einar Þor- bergsson, sem nú er reyndar fyrr verandi nemandi. Þetta er þrilðja leikritið, sem hann sviðsetur með nemendum Kennaraskólans og á vegum Leiklistardeildarinn- ar. Fyrsta verkefnið var einnig eftir Shakespeare og hét Ys og þys (Much ado about nothing), en í fyrra léku kennaraskóla- nemar Jakob eða uppeldið eftir Ionesco. Lei'kstarfsemin varð örlagarík fyrir Einar Þorbergsson, hann hætti við að gerast kennari og fór í Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins, þar sem hann lýkur námi í vor. I spjalli við Einar kom í ljós, að uppsetning hans á Ofviðri Shakespeares er allnýstárleg. — Túlkun mín á leikritinu er blönduð, sagði Einar. Álfar og dísir verða nútímafólk; hippar og poppmenn, en önnur hlut- verk, hirðfólk og aðrar mennsk- ar verur, veriða leikin með hefð- bundnum hætti. Álfarnir verða i hippabúningum, en mannfólkið í stílfærðum búningum samkv. tízku 16—17. aldar. Leikendur eru 20, en auk þeirra koma fram um 10 dansar- ar í go-go dansi. Einfaldir leik- munir eru gerðir af nemendum í handvinnudeild skólans. En teikningum verður ljósvarpað á bakvegg sviðsins meðan leikið er. — Ég hef aldrei séð þetta leikrit sýnt, sagði Einar. — Og ég veit ekki um sýningar á því með nútímasniði, en eflaust hafa slíkar sýningar verið gerðar á Ofviðrinu. Það hefur ekki verið leikið hér á sviði áður, en var flutt í útvarpinu á 400 ára af- mæli Shakespeares 1964. Aðalhlutverkin tvö í ofviðrinu eru leikin af Gísla Þorsteinssyni, — Prosperó galdramaður, og Drífu Kristjánsdóttur, einni aðal- leikkonunni úr Hárinu, en hún fer með hlutverk Aríels loftálfs. Þá leikur Árni Ibsen vanskapað- an villimann, Kalíban að nafni. Ofviðrið er tragikómedía, sem gerist á eyju og fjallar um galdra Prosperós, hefnd hans á óvinum sínum, sem lýkur með uppgjöf saka. Leikritið verður frumsýnt mánudaginn 7. febrúar kl. 9, önnur og þriðja sýning verða 9. og 14. febrúar. Sýningar eru öll- um opnar og miðar verða seldir í Félagsheimilinu á Seltjamar- nesi og í Kennaraskóla íslands. Formaður Listanefndar er Rúnar Matthíasson en Sigríður Magnúsdóttir er formaður Leik- listardeildar. Drifa Kristjánsdóttir og Gisli Þorsteinsson fara meö aðalhlutverk í Ofviðrinu. FRAMLEIÐ ANDI KÁ SELFOSSI Hentar við allar aðstæður og hægt ér að velja um allar helztu viðartegundir. Verðið er fast og miðað við afgreiðslu heim að húsi. SÁUÐ MÐ SKÁPANA í hinu nýja happdrættis- húsi DAS? í»eir voru frá K.Á. Fyrsta flokks vinna. Rennihurðir, fatahengi, hillur og útdregnir bakkar. Komið og sjáið úrvalið. HÁTÚN 4A VIÐ NÓATÚN. SÖLUSKRIFSTOFA KÁ í REYKJAVÍK SÍMI 2 18 30. K LÆ B»AS KÁPAR Bændur! FÓÐRUN 1972 Stjörnublanda 1972 köggluð í sekkjum og lausu. Skjöldublanda, köggluð í sekkjum og lausu. Baconkögglar í sekkjum. Gyltuk()gglar í sekkjum. Heilfóður handa varphænum, kögglað í sekkjum og lausu. Blandað hænsnakorn í sekkjum. VJ Holdakjúklingahlanda, kornað í sekkjum. Ungafóður kornað í sekkjum. Reiðhestahlanda köggluð í sekkjum. Hestahafrar í sekkjum, hreinsaðir. Melassi. Úrvals geldst()ðufóður í sekkjum. Hreindýrafóður í sekkjum. Steinefnahlanda. Saltsteinn. Rétt fóður Meiri afuröir Betri afkoma G/obus Fóður FJÓRAR MISMUNANDI « GERÐIR TIL NOTKUNAR í SVEFNHERBERGI OG FORSTOFUR.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.