Tíminn - 12.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.02.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. febrúar 1972 TÍMINN 5 Tveggja hæða álkerra Frú Natalie Boothby i Bir- mingham ætlaöi aö kaupa tviburakerru handa strákunum sinum, en henni leizt ekkert á þær, sem fengust i búðunum. Allt of stórar, breiðar og klossaðar, sagði hún og lagöi höfuðið i bleyti. bá datt henni i hug að biðja manninn sinn að smiða kerru. Hann starfar við aö smiða sjón- varpsloftnet og hafði þvi efnið við hendina, ál. Úr þessu verð fyrir- myndar tveggja hæða álkerra, lauflétt, tekur litið pláss.og allir eru ánægðir. Samvinna Sardiniu og Korsiku Ymsar ráðagerðir eru uppi um að auka tengslin milli tveggja eyja, sem flestir kan- nast við og liggja i Miðjarðar- hafinu skammt undan strönd Frakklands. Eyjurnar eru Sardinia og Korsika. Eittafþvi, sem nefnt hefur verið i þessu sambandi er, að byggð verði brú, sem tengi þessar eyjar, og á hún að liggja yfir sundið Boni- faccio. Þá hefur ennfremur verið talað um, að byggt verði uppistöðulón á Korsiku til vatnssöfnunar, og siðan verði vatnið leitt i leiðslum til Sar- diniu, þar sem alltaf er tölu- verður vatnsskortur. Hver á réttinn Engar venjulegar umferðar reglur gilda milli vegfarenda, nema þvi aðeins þeir séu i bflum. Þannig var það, að maður nokkur kom hlaupandi eftirgangstéttiParis. Fórhann hratt, þar sem hann var að verða of seinn i vinnuna. Allt i einu kom maður út úr húsi og skullu þessir tveir allharka- lega saman. Afleiðingarnar urðu þær, að hlaupagarpurinn fótbrotnaði og varð að liggja þrjár vikur á sjúkrahúsi. Hann fór i mál við þann, sem hann hafði rekizt á, og hélt þvi fram, að maðurinn hefði ekki virt rétt hans. Hann hefði að sjálfsögðu verið i rétti, þar sem hann hljóp eftir gangstétt, en maðurinn ekki, úr þvi hann kom út úr húsi, samanber það að bilar, sem aka inn götur eða aðalbrautir, úr húsasundum eða af götum, sem ekki hafa aðalbrautarrétt, eru i órétti. Undirréttur dæmdi honum skaðabætur, en siðan fór málið fyrir æðri dómstól, sem úr- skurðaði, að maðurinn hefði ekki farið nægilega varlega, og væri það þvi honum sjálfum að kenna, að hann varð fyrir slysi. Met i pipureykingum Harold nokkur Hancock, 47 ára gamall Breti, sem hætti að reykja i marzi siðastliðnum, ákvað að taka þátt i reykinga- keppni og bar sigur af hólmi i pipureykingum. Reykti hann pipuna sina samfleytt i 107 min- utur og 58sekúndur, og varð þar með Bretlandsmeistari. Hann hlaut 1000 pund i verðlaun. ☆ Lokar heimili fyrir ógiftar mæður 1 þrjátiu ár hefur sr. David Moor rekið heimili i Bour- nemouth i Englandi, fyrir ein- stæðar mæður. Nú hefur hann ákveðið að loka heimilinu, þar sem engin aðsókn er lengur að þvi. „Timarnir hafa breytzt, nú láta foreldrar ógiftar dætur sinar, sem ófriskar verða bara dveljast heima þat il barn- ið er fætt”, segir Moor. Eitt hundrað fjörutiu og sjö mismunandi tegundir villidýra, sem lifa i Afriku eiga nú yfir höfði sér algjörlega útrýmingu, að þvi er matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna hefur tilkynnt, Þessar dýrategundir eru 63 spendýrs- tegundir, 46 fuglategundir, sex lagardýr og 32 tegundir skrið- dýra. Ráðstefna var nýlega haldin i Nairobi i Kenya, þar semrættvar hvaða leiðir mætti fara til þess að koma i veg fyrir útrýmingu dýrategunda þessara. ákveðinn i að kvænast Tinu, og hún er ekki sögð hafa neitt á móti þvi, að hann geri það, en siðustu fréttir herma, að Frank Sinatra sé ekki sem ánngöastur. Myndin var tekin af Tinu og Ro- bert, þegar þau voru i frii fyrir skömmu i Flórens á ttaliu. Vilja giftast. Yngsta dóttir Franks Sinatra, Tina, er farin að leika i kvik- myndum. Hér er hún með elsk- unni sinni, honum Robert Wagner, sem eitt sinn var kvæntur Natalie Wood og siðar Marion Marshall. Nú er Robert Ekkill er eini maðurinn, sem á Heigull er sá, sem hugsar með engil fyrir konu. fótunum, þegar eitthvaö bjátar á. —Skauztu nokkuð i vieðiferðinni? Auðvitað. —Nú, en veiðitaskan þin er tóm. —Heldurðu kannske, að maður geti troðiö kú i svona litla tösku? —Mér þykir leitt að afgreiðslan gengur svona seint i dag, sagöi kaupmaöurinn — en hægri hönd min liggur i rúminu með snúinn ökkla. — Ali er enn að reyna að verða fyrsta teppi til tunglsins. — Nú, þegar viö erum orðnir vinir, máttu kalla mig bara 22. j DENNI DÆMALAUSI — Nú er komið að þvi versta. Hvernig á ég aö útskýra fyrir mömmu, hvers vegna ég lét ekki klippa mig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.