Tíminn - 12.02.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.02.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. febrúar 1972 TÍMINN 11 999 Fjör um þessa helgi AAargt verður um að vera í íþróttum um helgina. Meðal stórleikja eru t.d. leikur KR-IR íl.deildinni í körfuknattleik og leikur Fram og Vals í 1. deildinni í handknattleik Úrslitin í skíðastökkinu komu á óvart Fréttir okkar frá Sapporo eru af heldur skornum skammti i dag, þar sem algjört sambands- leysi er við norsku fréttastofuna NTB, en hún hefur séð okkur fyrir fréttum frá þessu mikla móti. Okkur tókst þó að grafa upp nokkrar upplýsingar, en þær snerust mest um skíðastökkið af stóra pallinum, þar sem úrslitin komu mjög á óvart. Keppnin þar var ofsalega hörð og jöfn. Hún var á milli litt þekktra stökkvara, sem engin bjóst við að ynnu nein stórafrek, svo fór þó ekki. I fy'rsta sæti varö Pólverjinn Vojieck Fortuna meö 219,9 stig. Hann fékk flest stigin i fyrir fyrra stökk sitt, sem mældist 111 metra langt — lengsta stökk keppninnar. Siðara stökkiö mældist ekki nema 87,5 metrar, og fyrir þetta fékk hann 219,9 stig. Annar- varð einnig litt þekktur stökkmaður, Svisslendingurinn Walter Steiner, sem fékk 219,8 stig. Þriðji varð svo Austur-bjóð- verjinn Reiner Schmidt með 219,3 stig. Litlu munaði að hann næði ekki bronsverðlaununum, þvi fjórði maður varð Finnin Rauno Kæyko með 219,2 stig. Helzta von Norðmanna, Ingolf Mörk , svo og Japanarnir þrir, sem röðuöu sér i efstu sætin af minni pallinum, voru ekki nálægt þvi að ná til verðlauna, en fyrir- fram var búizt við að þeir berðust um efstu sætin. I 1000 metra skautahlaupi kvenna sigraði Monika Pfug á nýju olympiumeti, 1:31, 04 min. önnur varð Delstraa frá Hollandi á 1:31,61 min. og einum hund- raðasta úr sekúndu á eftir henni kom Ann Hennig frá Bandarikju- num á 1:31,62. I fjórða sæti kom svo Titkova frá Sovétrikjunum á 1:32,05 min. 1 svigi kvenna munaði tveim hundruðustu úr sekúndu á gull- og silfurverðlaununum. Gullið hlaut bandariska stúlkan Cochran, sem kom i mark á 91.24 sek. önnur varð frönsk stúlka (nafnið náðist ekki) á 91,26 sek. og þriðja önnur frönsk stúlka, sem við náðum heldur ekki nafni á. I dag verður aðeins keppt i 3x5 km skiðagöngu kvenna, bobsleða-y keppni (4 manna) og isknattr- leik: A morgun lýkur svo leijpum með 4x10 km ;skiðagöngu karla og úrslitaleiknum i isknatt- leik en að þvi Joknu verður leiknum formlega slitið við hátið- lega athöfn. Klp-Reykjavík. Margir í- þróttaunnendur hafa kvartaö yfir því að undan- förnu, að leikirnir i 1. deildarkeppninni í hand- knattleik og körfuknattleik fari fram á sama tíma. Sér- staklega leizt mönnum illa á helgina sem nú fer í hönd, því þá áttu tveir stórleikir að fara fram á sama tíma, Valur-Fram í handboltan- um og KR-IR í körfu. En nú geta þeir andað léttar; körfuknattleiksmennirnir fengu sinum leik breytt, og verður hann á sunnudaginn i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi kl. 16.00., og eru áreiðanlega margir fegnir þvi. Leikir KR og IR i körfuknatt- leik hafa ætiö boðið upp á góða skemmtun, og ef maður miðar við leikina, sem þegar hafa farið fram i 1. deildinni, ætti þessi að gefa þeim litið eftir. Leikir KR og IR hafa einnig dregið að sér mun fleiri áhorfendur en aðrir leikir i körfuknattleik, enda oftast góöir leikir. Handknattleiksmenn hafa ekki þurft að kvarta yfir aðsókn að leikjum sinum- þó i ár sé hún ekki nálægt þvi eins mikil og i fyrra. Bæði Fram og Valur eru vinsæl lið meðal áhorfenda, og leikur milli þeirra ætti nú sem stendur, að verða skemmtilegur. Fram verður að sigra til að halda forustunni i deildinni, og þessu eina stigi, sem það hefur yfir FH. Valur hefur litla sem enga möguleika á sigri, en með þvi að sigra bæði FH og Fram á það a.m.k. tækifæri á silfrinu. Tveir aðrir leikir verða i 1. deildinni i handknattleik karla á sunnudaginn. FH leikur við Hauka i Hafnarfirði um miðjan daginn og fyrri leikurinn um kvöldið verður á milli Vikings og KR. Um helgina verða einnig leiknir leikir i 2. deild karla og kvenna i handknattleik svo og i 1. deild kvenna, m.a. mætast efstu liðin i deildinni Fram og Valur. Fyrir utan leik KR og IR i körfuboltanum leika HSK og Þór, og einnig verður leikið i 2. deild, en þá leikur IBV við Breiðablik og einnig við Hauka. Eru þetta fyrstu opinberu leikir Vest- manneyinga iþessari iþróttagrein einnig fyrsti leikur Hauka, þótt liðið hafi þegar fengið 2 stig i mótinu, en þaö var fyrir leikinn gegn Breiðablik, þar sem Kópa- vogsmennirnir mættu ekki til leiks. Fyrir utan þessar greinar verður keppt i frjálsum iþróttum innanhúss. Drengja og Stúlkna- meistarmót tslands fer fram i Kársnesskóla á sunnudaginn, og einnig verða tveir knattspyrnu- leiki á dagskrá, svo og hlaup i Hjómskálagaröinum. Sjá nánar Iþróttir um helgina. Hvernig fer leikur KR-IR í körf- Efnilegur hdstökkvari I Sovétrikjunum er komin fram á sjónarsviðið stúlka, sem er spáð miklum frama i hástökki. Hún heitir Alma Ata Galina Prilepina, og stökk hún fyrir skömmu 1,70 m á móti, sem haldið var i borginni Karaganda — Það sem vekur sérstaka athygli við þennan frábæra árangur, er aCj.-stúlk- an er aðeins 14 árægömul. < • Knattspy rnumaður Júgoslavíu I Júgóslaviu var kjör- inn „Knattspyrnumaður ársins 1971” litt þekktur varnarleikmaður frá liðinu OFK Beograd, Dragoslav Steponovic, að nafni. Fékk hann flest atkvæði allra. I öðru sæti varð hinn frægi sóknar- leikmaður, Dragan Dzaic frá Rauðu Stjörnunni, en hann hefur verið kjörinn „Knattspyrnumaður ársins” undanfarin fjögur.ár i röð. Janus Lusis hefur kastað 125 sinnum yfir 80 metra Hinn frægi sovétski spjót- kastari, Janis Lusis, hefur kastað spjóti 125 sinnum yfir 80 metra markið. Beztu afrekunum hefur hann náð á OL i Mexikó, með kasti sem mældist 90.10 metrar, á EM i Aþenu 91,52 m og á EM i Helsingfors 90,68 m Á mótum, sem hann tók þátt i 1968-69, tapaði Lusis aldrei, árið 1970 tapaði hann aðeins einu sinni, en 1971 fjórum sinnum, en þá gekk hann ekki heill til skógar i upphafi keppnistimabilsins. Hvernig fer leikur Kram og Vals i handboltanum? Gólfskdlinn tekur til starfa að nýju Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með og æfa golf, hafa Golfklúbbur Reykjavikur og Þor- valdur Ásgeirsson, golfkennari, haft i gangi golfskóla undanfarna vetur. Hefur þessi skóli verið vin- sæll mcðal golfáhugamanna, sem þar hafa getað fengið bæði æfingu og tilsögn yfir vetrarmánuðina, þegar golfiþróttin hefur legið i dvala. Nú hefur verið ákveðið að skólinn taki aftur til starfa, en það hefur ekki verið hægt fyrr vegna skorts á hentugu husnæði. Verður skólinn að þessu sinni til húsa i skála GR i Grafarholti, en þangað er nú orðinn ágætis vegur og þvi auðvelt að komast þangað. Fyrst um sinn verður skólinn opinn þriöjudaga og fimmtudaga frá kl. 14.00 til 19.00, og hefst kennslan nú á þriðjudaginn kemur. Skólinn er öllum opinn, jafnt GR-mönnum sem öðrum, en þeir sem áhuga hafa á að sækja hann er bent á að snúa sér til Þorvaldar á áðurnefndum timum og dögum i sima 84735. Það er mikill fjöldi manna og kvenna á öllum aldri, sem áhuga hafa á að byrja i golfi, og er byrjendum ráðlagt að taka 3ja eða 5 tima námskeið (hver timi er 30 min.) en lengra komnir geta Aðalfundur Aðalfundur handknattleiksV deildar FH veröur haldinn f dag, laugardag, kl. 15,00 1 skálanum við völlinn á Hvaleyri. Stjórnin fengið einn eða fleiri tima eftir al- vikum. Innanhússmót KRR Innanhússmót KRR i knatt- spyrnu verður háð i Laugar- dalshöllinni 19. marz n.k. L Equipe valdi Pat Matzdorf Franska iþróttablaðið L’Equipe, hefur valið banda- riska stúdentinn, Pat Matz- dorf, sem s.l. sumar setti nýtt heimsmet i hástökki, 2,29 m, iþróttamann ársins 1971. Debbie Meyer hættir að keppa Hin heimsfræga’ sundkona Debbie Meyer, sem tók þrenn gullverðlaun á Olym- piuleiknum i Mexikó 1969, þá aðeins 16 ára gömul, hefur til- kynnt að hún sé hætt að taka þátt i opinberum mótum. Þorvaldur Asgeirsson opnar nú golfskóla sinn aftur ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•. | ÍÞRÖTTIR í ium helginai LAUGARDAGUR Iiandknattleikur: Laugardalshöll kl. 15.30. 1. deild kvenna, Armann-Njarðvik, Valur- F'ram. 2. deild kvenna, KR- IR. 4 leikir i 2,fl. karla. tþróttahúsið Seltjarnarnesi kl. 20.00. 2. deild karla, Breiðablik-IBK. Körfuknattleikur: Iþróttahúsið Kópavogi kl. 18.00. 2. deild karla, Breiðablik-IBV. Knattspyrna: Melavöllur kl. 14.00. Æfingaleikur Fram- Úrvalslið KSI SUNNUDAGUR: Handknattleikur: Laugardalshöll kl. 13.00. Islandsmótið yngri fl. 16 leikir. íþróttahúsið Hafnarfirði kl. 15.00. 2. deild karla, Stjarnan-Grótta. kl. 16.15. 1. deild FH-Haukar. Iþróttaskemman Akureyri kl. 14.00. 2. deild karla, KA-Þór. Laugardalshöll kl. 20.15. 1. deild karla, Vikingur-KR, Fram-Valur. Körfuknattleikur: Iþróttahúsið Háfnarfirði kl. 13.00. 2. deild karla, Haukar-IBV. Iþrótta- húsið Seltjarnarnesi kl. 16.00. 1. d karla, HSK-Þór, KR- ir Frjálsar iþróttir: Kársnesskóli Kópavogi kl. 15.00.. Drengja og stúlknameistaramót Is- lands. Hljómskálahlaup kl. 14.00 i Hljómskálagarðinum. Knattspyrna: Keflavikurvöllur kl. 14.30. Æfingaleikur, IBK- Valur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.