Tíminn - 19.02.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 19.02.1972, Qupperneq 9
Laugardagur 19. febrúar 1972 TÍMINN 9 K.Þ. I Reykjahlíð við Mývatn, en :rðamannas*öð K.Þ. við Laugar I kveða á aðalfundum félagsins, og að þessu sinni munu þeir herða róðurinn, og verður sérstakur visnaþáttur meðal skemmti- atriða. Þá verða væntanlega lesn- ar kveðjur, sem félaginu berast ræður fluttar. L.oks má géta þess, að Boðberi, élagsblað K.Þ. kemur út prent- aður og vandaður i búningi, til- einkaður afmælinu, og rita þar ýmsir menn um félagið. Þar eru ýmsar skýringarmyndir og tölur um vöxt og viðgang félagsins, svo og reikningar ársins 1971 og skýrslur til fróðleiks og glöggvun- ar um félagsstarfið til þessa dags. — Og svo framtiðin, Finnur? — Hún er auðvitað mjög óráðin, en nóg verða verkefnin. Hug- myndir um þau verða vonandi ætið nægar sem hingað til. Ég er þákklátur fyrir starfiö, sem að baki er, og öll skipti við góðá og trausta félagsmenn. Ég hef feng- ið að starfa að þvi, sem áhuginn beindist að, og ég hef fundið margan góðan dreng i þvi sam- starfi og á þeim margt að þakka. sagði Finnur Kristjánsson að lok- um. — AK Samvinnustarfið er Rætt við Karl Kristjánsson, fyrrv. alþingismann og formann K.Þ. í aldarfjórðung Fáir eða engir forystumenn Kaupfélags Þingeyinga hafa átt nánari eða lengri samfylgd með félaginu en Karl Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður, eða allt frá þvi að hann varð deiidar- stjóri f Tjörnesdeild félagsins til þess að hann lét af formennsku i félagsstjórninni á s.l. ári, en milli þessara ævispora hans er hálfur sjötti áratugur. Hann átti sæti i félagsstjórn allt frá 1925 eða lengur en nokkur annar, og var stjórnarformaður i aldarfjórð- ung. Atti Pétur Jónsson einn lengri formannsferil, en á hans tima var formannsstarf og kaup- félagsstjórastarf eittog hið sama. Timinn átti stutt spjall við Karl af tilefni 90 ára afmælis kaup- félagsins. — Þú hefur snemma samiagazt kaupféiagsstarfinu og drukkið i þig félagsviðhorf samvinnunnar, Karl? — Já vafalaust þegar á barns- aldri. Faðir minn var auðvitað kaupfélagsmaður eins og lang- flestir bændur og áhugamaöur um kaupfélagsmál. Hann var þá i Ægisdeild á Húsavik sem hafði einnig að deildarsvæði Tjörnes. Þegar ég kom úr skóla 1917 hafði verið stofnuð sérstök Tjörnes- deild kauðfélagsins og ég tók við henni um það leyti og veitti henni forstööu allt til 1935, en þá var ég fluttur til Húsavikur. Ég var kosinn i stjórn félagsins 1925, en áður hafði ég verið kjör- inn gæzlustjóri söiudeildar félagsins. Það var sérstakt trún- aðarstarf á vegum fulltrúaráðs- ins að lita eftir rekstri hennar. — Var ekki örðugt að vera deild- arstjóri á þessum næstu verð- hrunsárum, þegar samábyrgðin var i fullu gildi? — Jú. Að visu voru hávirðisár þegar ég tók við deildinni, en siðan kom verðhrunið 1919. Þá urðu menn að þrengja að sér og á- byrgjast heildarhag deildarinnar einn fyrir alla og allir fyrir einn. Sá, sem þurfti að fá líttekt i skuld, varð að fá ábyrgð deildarinnar. Þessi samábyrgð hjálpaði mörgu fátæku heimili, og hún átti við meðan starf félagsins var aðeins einfaldur verzlunarrekstur fyrir heimili, útvegun nauðsynja og sölumeðferð búvara. Þegar fleiri og stærri aðilar komu til, þótti rétt að takmarka samábyrgðina viö ákveðna upphæð á deildar- mann. — Siðar komst félagið þó i enn meiri erfiðleika i kreppunni upp úr 1930. Þú áttir þá mikinn hlut að þvi að leysa vandann. — Já, það var 1935-6, sem það uppgjör fór fram. Skuldir félags- manna voru orðnar allmiklar, en ýmsir félagsmenn áttu lika inni- stæður i félaginu. Skuldir við banka voru þó litlar, en allmiklar við SIS. Félagið hafði reynt tii hins ýtrasta að hjálpa mönnum i örðugri framfarasókn og fyrir þá hjálp i viðskiptum við félagsmenn var margt gert til framfara i sveitum héraðsins, sem ógert hefði verið, ef staðið hefði verið fast gegn skuldasöfnun. Félagsstjórn fól okkur Birni Sigtryggssyni á Brún að gera yfir lit um stöðu félagsins, og kom i ljós, að félagið mundi ekki geta staðið við skuldbindingar sinar nema með sérstökum samning- um við skuldunauta og lánar- drottna. Ragnar Ólafsson lög- fræðingur StS kom þá norður og athugaði málið og féllst siðan á tillögur okkar um samninga. Það kom siðan i minn hlut að leita þessara samninga. Þeir tók- ust með þeim hætti eins og kunn- ugt er, að félagið reis við. Þessir samningar voru engan veginn auðveldir, en margir þeir, sem inneignir áttu i félaginu, sýndu þá mikla félagslund og Karl Kristjánsson, 1946-71. formaður gáfu eftir hluta innstæðna eða féllust á bindingu þeirra hjá félaginu langan tima. Ég er sannfærður um, aö þessir samn- ingar tókust svo vel vegna þess, hve félagshyggjan var þraut- ræktuö á félagssvæðinu og stóð föstum rótum. Það félagsræktun- arstarf allt frá vordögum félagsins sagði þar til sín. — Þú varst framkvæmdarstjóri félagsins á þessum árum, Karl. — Já, nær tvö ár frá þvi að Sig- urður Bjarklind lét af störfum þangað tii Þórhallur Sigtryggsson kom. — Kom ekki tii mála, að þú héldir þvi áfram ? — Jú, þess var farið á leit við mig, en ég hafði aldrei neinn hug á þvi. Ahugi minn hefur aldrei beinzt að verzlun eða verzlunar rekstri, jafnvel þótt á félags- grundvelli sé, heldur miklu meira að öðrum þáttum félagshyggju og málefnabaráttu. Hins vegar hefur mér ætið fundizt, að þátt- takan i samvinnustarfinu væri mjög mannbætandi, og verið mér afar mikils virði. Þar hefur maður sifellt fundið hina beztu eðliskosti samferðamanna sinna, og sanngirnin réð þar oftast öllum rikjum. Þegar félagslegra átaka var þörf, fórna, sem stundum kostuðu meira en orð og vilja, svöruðu hinir þjálfuðu félags- menn jafnan ákalli félagsheildar- innar um samstöðu og fórnfýsi. — Heldurðu, að kaupfélagiö heföi orðið gjaldþrota, ef samningar hefðu ekki tekizt um uppgjörið 1935? — Ef til vill ekki, en það hefði lamazt mjög og ekki náð sér fyrr en að löngum tima liðnum. En þvi óx fljótt fiskur um hrygg aftur, og raunar tókst þetta uppgjör án þessaðnokkur félagsmanna hefði að þvi verulegan sársauka eða langvinnt tjón. Aftur á móti fjöldi manna mikinn létti. Kaupfélagið hefur aldrei ein- angrað sig við viðskiptasviðið eitt, heldur talið sér skylt að sinna almennum framfara- og menn ingarmáium i héraðinu. Er starf þess á þeim vettvangi ekki oröið mikið? — Jú, og þar er byggt á skilningi frumherjanna. Benédikt á Auðnum skildiþað manna bezt, að kaupf. i stóru héraöi er ekki ,,ey- land”, eins og nú mundi sagt, ekki aðeins verzlunarfyrirtæki. Það hlaut að láta sig skipta allan mannlegan viðgang i héraðinu, lita á hlutverk sitt i stærra sam- hengi. Þess vegna glæddi hann leiðarljós bókanna, vildi treysta andlegan efnahag félagsmanna engu siður en hinn veraldlega. Þess vegna stofnaði kaupfélagið héraðsbókasafniðogveittiþví alla stund siðan öflugan ' stuðning. Félagið stofnaði snemma menn- ingarsjóð og aðlafundir hafa varið verulegum hluta tekjuaf- gangs félagsins til ýmissa menn- ingarmála. — Kaupfélagið stofnaði og rak lengi sparisjóð, sem þú veittir forstöðu, Karl. — Já. Hann var stofnaður 1890 i þvi skyni að auðvelda félags- mönnúm skipti við félagið án skulasöfnunar þar. Þessi sjóöur hafði að minni hyggju mikilsvert hlutverk. Arið 1962 varð hann stofn útibús Samvinnubankans á Húsavik. Ég veitti sjóðnum for- stöðu þrjá áratugi frá 1932 til 1962. — Og að sfðustu Karl. — Ég er afar þakkiátur fyrir hið langa samstarf, sem éghef átt við Þingeyjarsýslu, og ég hef æ betur sannfærzt um það, að samvinnu- starf er mannbætandi. Kaupfélag Þingeyinga stendur nú með blóma, hefur leyst stórvirki af höndum siðustu áratugina og mun enn færast mikið i fang. Ég óska þvi allrar farsældar og veit, að gengi þess verður lika gengi héraðsins. —AK— Aðalverzlunarhús K.Þ. á Húsavik. Mjólkurstöð K.Þ. á Húsavik. Hrunabúð K.Þ. — matvörubúð, útibú viðGarðarsbraut á Húsavik.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.