Tíminn - 20.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.02.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. febrúar 1972 TÍMINN 7 wmnn Þórartns$or> (áb), Andrés Kffsfjénssárt, • sn Slón .>9iáiwn^ bárarittái:; ó, Þorsieinsson og Tómas Ksrfsson. AíígtÝsingsítjórt: Sfein- frrífrtur fjíslason. Rllsfíórnarskrifstpfur f Cvttlbúsittu, SÍrtvaf f8aðil — 10305. 5krif?tofyr óankpstfœtl 7. — AfgreiSslysfnvi : :1Í333.:: Augiýsingasrtni 195Í3,: :ASror skrjfstofyr : :sim(:: :78300>- Áskríftargjald kr. 32S;0ð á mánu&i innanlands, I lausasöfu fct. 15.00 eintaktó. — fiUSaþrent h.f. (Offsat) Ræða forsætisráðherra á Norðurlandaþingi Norðurlandaþing hófst i Helsingfars i gær. Helztu viðfangsefni þingsins verða efnahags- og viðskiptamálin og viðhorfin til Efnahags- bandalags Evrópu. í ræðu, sem ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, flutti á þinginu i gær sagði hann, að norræn samvinna og starfssemi Norðurlandaráðs stæði nú and- spænis miklum vanda vegna mismunandi afstöðu rikjanna til Efnahagsbandalagsins og lagði áherzlu ánauðsyn þess, að svo verði á málum haldið, að áframhaldandi samstarf og samheldni Norðurlandanna þyrfti ekki að raskast. í ræðu sinni ræddi Ölafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, um mikilvægi norræns menn- ingarmálasamstarfs. Sagði hann, að hin nýja skipan á þvi sviði, sem norræni menningar- málasamningurinn gerir ráð fyrir, marki timamót i norrænu samstarfi. Það sem komið er á fót samnorrænni stjórnsýslustofnun til þess að fjalla um veigamikið samstarfssvið, þar á meðal að hafa með höndum undirbúning sameiginlegrar fjárhagsáætlunar fyrir samstarfið á þessu tiltekna sviði. í þessu felst ekki röskun á sjálfsákvörðunarrétti hinna einstöku rikja, en stefnt er að hagvirkara skipulagi, gleggri heildarsýn yfir samstarfs- verkefnin og betri nýtingu þeirra fjármuna, sem til samstarfsins er varið. Meðal þeirra mála, sem fjallað verður um þegar i upphafi, eru m.a. tillögur sérfræðingarnefndar um að komið verði á fót norrænni jarðelda- rannsóknastofnun á íslandi. ölafur Jóhannesson kynnti itarlega sjónar- mið íslendinga i landhelgismálinu i ræðu sinni. Rökstuddi hann m.a. hvers vegna íslendingar gætu ekki beðið með útfærslu fiskveiðilög- sögunnar. Ölafur sagði: ,,Við íslendingar höfum lengi beðið og tekið þát.t i hverriráðstefnunniá fætur annarri, en nú getum við ekki beðið lengur. Sivaxandi þróun veiðitækni og hætta á sivaxandi ágangi erlendra veiðiskipa margra þjóða á íslands- miðum gæti leitt til tjóns á lifshagsmunum íslendinga, er ekki yrði bætt. Þess vegna hefur rikisstjórn íslands nú ákveðið, að færa út fisk- veiðitakmörkin við ísland i 50 milur hinn 1. sept. n.k. Jafnframt höfum við hafið við- ræður við þær þjóðir, sem mestra hagsmuna hafa að gæta á íslandsmiðum. Enda þótt við getum ekki fallizt á að rányrkja þeirra á íslmiðum um langar aldir skapi þeim rétt til að halda slikum afrakstri áfram, viljum við leggja okkur fram við að leita lausnar á þeim vanda, sem útfærsla fiskveiðitakmarkanna skapar nú fyrir togaraútgerð þeirra, ekki sizt vegna þess að ýmis önnur fiskimið eru þegar uppurin.” Ennfremur sagði forsætisráðherra: ,,Ég vil nota tækifærið á þessum fundi bræðraþjóðanna á Norðurlöndum til að heita á vini okkar hér að sýna skilning i baráttu islenzku þjóðarinnar fyrir lifi sinu”. —TK. Ronald M. Dworkin, prófessor \ Oxford: Hvað mega fjölmiðlar segja og hvað ekki? Ný hætta vofir yfir málfrelsinu H ASKALEGRI tegund ritskoöunar eykst nú ásmegin bæöi i Bandarikjunum og Englandi, en styöst þó ekki viö lagalegar hömlur á þvi, hvaö segja megi og hvaö ekki. Grundvöllurinn er sú hugsun, aö blaöamönnum, sjónvarps- mönnum og öörum starfs- mönnum fjölmiöla sé skylt aö sýna þá ábyrgöartilfinningu I starfi aö fara hófsamlega meö þaö frelsi, sem þeir njóti aö_ lögum, þar sem aöstööu þeirra til aö fræöa og sannfæra fylgi á stundum tök og tækifæri til að spilla fyrir stefnu þjóöar- i)»’ar og jafnvel aö draga úr henni allan mátt. Bandarisk blöö hafa til dæmis sætt mikilli gagnrýni fyriraöbirta Pentagon-skjölin og skýrslur rikisstjórnar Nixons um umræöur hennar um styrjöldina milli Pakistana og Indverja. Sjón- varpsmenn hafa sætt gagn- rýni fyrir að kynna og auglýsa •’-li mótmælendahópa og eyoa baráttukjarki meö þvi að kynna mest ógeðfelldustu og skuggalegustu hliðarnar á styrjöldinni i Indókina. INNANRIKISRAÐHERRA Breta hefir ávitað brezka útvarpið fyrir að sjónvarpa umræðum, þar sem gagnrýni lýðveldissina á stefnu brezku r i k i s s t j ó r n a r i n n a r i Norður—Irlandi var látin koma fram. Ráðherrann hélt fram, að þátturinn væri til þess fallinn að gera uggvæn- legt ástand enn háskalegra, og i blöðum thaldsflokksins var sagt, að útvarpið væri með þessu framferði að reyna að hrifsa til sin hluta af valdi Þingsins. Þessi gagnrýni kann að vera upphafið að öðru verra, þar sem i kjölfarið kunna að koma upp raddir i ætt við skoðanir Agnews varaforseta og segja að ef starfsmenn fjölmiðlanna séu ekki menn til að hafa gát á gerðum sinum verði aðrir aö taka að sér stjórn þeirra. Löghelguð ritskoðun er afar framaridi i okkar augum og andstæð öllum okkar venjum, en einmitt vegna þess er höfðunin til hófstillingar geð- felldari og þá um leið háska- legri. HVATNINGIN til sjálfs- gátar er byggð á villandi samanburði i réttindum venjulegs þegns og skyldum blaöamanna. Blaöamenn nota ekki málfrelsi sitt sem ein- stakir þegnar, sem geta látið slikt frelsi ónotað i þágu góös málstaðar að eigin áliti, heldur hafa blaðamennirnir málfrelsið fyrir hönd okkar hinna og verða með að fara i samræmi við það. Svikin eru hin sömu við okkur þegnana, þegar ritstjóri dagblaðs eða starfsmaður sjónvarps kveða á um, hvað við skulum fá að vita og hvað ekki, eins og ef umboðsmaöur einhvers skrifstofuvalds fremdi þennan verknað. Svikin geta jafnvel verið meiri vegna þess, að umboðsmann skrifstofuvaldsins er unnt að ákæra og draga fyrir dóm, en þvi verður ekki viðkomið meö ritstjórann.Fullyröingin, að starfsmenn fjölmiölanna beri ábyrgð um leið og þeir hafa vald, eru haldlitill rök i málinu. Blaðamenn og aðrir starfsmenn fjölmiöla bera fyrst og fremst ábyrgð gagn- vart þeim, sem vilja lesa eöa horfa á, og sú spurning kann að verða ærið umdeild, hve- nær þessi mikilvæga ábyrgð eigi að þoka fyrir einhverri annarri. ef útsendingar sjónvarps gera styrjaldarreksturinn erfiöari með þvi að stæla óvinina og rugla bandariska herinn. Sjónvarpið getur ef til vill unnið brezkum hagsmunum tjón, ef það er rétt, sem sumir halda fram, að andstæðingar einingar i Ulster eigi hægara með að umbera ofbeldið, ef þeir fái að sjá hetjurnar sinar, öfgasinnana, i sjónvarpinu. Ljóst er þó i báðum til- fellum, að allmargir þegnar álita þetta marg borga sig, ef það geti orðiö til til þess að breyta stefnu, sem þeir telja að vinni enn meira tjón.Þetta mat er að sjálfsögðu verulegt álitamál, en það tilheyrir að öllu leyti stjórnmálasviðinu og fjölmiðlar eða starfsmenn þeirra geta ekki meö neinum rétti tekið sér úrskurðarvald i þeim efnum. STARFSMENN blaða, útvarps og sjónvarps verða að leggja sig alla fram um aö skýra frá af sem mestri sann- Frh á bls. 13 OFT er haldið fram, að starfsmenn fjölmiöla megi ekki birta upplýsingar, sem skaðað geti þjóðfélagið og megi þvi ekki „hrópa „eldur” i fullsetnu leikhúsi”. En þetta kemur að takmörkuðu haldi, þegar þjóðfélagsþegnana greinir á um, hvað sé til tjóns og hvað ekki, eins og oftast er raun á. Hér er auðvelt að taka ljóst og einfalt dæmi: Vitaskuld væri rangt af blaðamanni að birta upplýsingar um flutn inga hersveita á ófriðar timum, þar sem það gæti valdið tjóni, sem stjórnmála- ágreiningur gæti ekki orðið um Allt öðru gegnir um árangursrika eða mis- heppnaða stefnu rikisstjórnar i Vietnam eða Ulster, og ein- mitt vegna þess, að bæði Bandarikjamenn og Breta greinir innbyrgðis á um, hvort þessi stefna sé rétt eða röng. VERA má, að hagsmunum Bandarikjanna sé unniö tjón,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.