Tíminn - 20.02.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.02.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 20. febrúar 1972 V/.V.'.V.V.V.V.V.VMV.V.V.'.W.V.V.V.VAW.W.V.'.VAW.VV.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.W.V.WW.'.V.V.V I SAMBAND ÍS- I I LENZKRA SAM- I I VINNUFÉLAGA I 70 ÁRA "AVAVAVkVAV.V/.V/AV.MV.V.'.V.V.'.V.'.W.V.VAV.V.V.V.'.VAV.W.SV.VMVAV.V.WAV.V.V.’/AWWW Samvinnuhreyfingin á tsiandi rekur aldur sinn aftur til siðustu áratuga nitjándu aldar, þegar þaö var liður i sjálfstæöisbaráttu þjóöarinnar aö ná verzlun sinni — bæöi inn- og útflutningi — I eigin hendur. Stofnun fyrstu kaup- félaganna var þannig þáttur i viö- leitni landsmanna til aö færa verzlunina inn i landið, jafnframt þvi sem þar var um aö ræöa hluta af almennri baráttu þjóöarinnar fyrir bættum llfsskilyröum og til aö losna undan erlendum yfir- ráöum. Elzta kaupfélagiö innan Sam- bands isl. samvinnufélaga, Kaup- félag Þingeyinga á Húsavik, var stofnað 20. febrúar 1882 að Þverá i Laxárdal, og minnist það þvi 90 ára afmælis sins n.k. sunnudag. Nokkur önnur kaupfélög eru litlu yngri: Kf. Eyfirðinga á Akureyri stofnað 1886, Kf. Svalbarðseyrar á Svalbarðseyri og Kf. Skag- firðinga á Sauöárkróki stofnuð 1889, Kf. Norður-Þingeyinga á Kópaskeri stofnað 1894, Kf. Hún- vetninga á Blönduósi stofnað 1895, Kf. Saurbæinga á Skriðu- landi og Kf. Steingrimsfjaröar á Hólmavik stofnuð 1898, Kf. Hrút- firðinga á Borðeyri stofnað 1899 og K f. Hvammsfjarðar i Búðardal stofnað 1900, svo að aðeins séu talin þau félög, sem stofnuð höfðu veriö árið 1902. Hinn 20. febrúar 1902, á 20 ára afmælisdegi Kf. Þingeyinga, komu svo saman aö Yztafelli I Köldukinn fulltrúar frá þingeysku kaupfélögunum þremur: Kf. Þingeyinga, Kf. Norður-Þing- eyinga og Kf. Svaibarðseyrar, þar sem þau stofnuöu með sér samtök, sem hlutu heitið „Sam- bandskaupfélag Þingeyinga”. Aðildarfélögunum fjölgaöi fljót- lega, og árið 1906 var nafni sam- takanna breytt I „Sambands- kaupfélag Islands”. Arið 1910 var nafninu svo enn breytt i „Sam- band íslenzkra samvinnufélaga”, sem samtökin hafa borið siðan. t byrjun var starfsemi samtak- anna fyrst og fremst miðuð við það að efla samstarf aðildar- félaganna, einkum á sviöi fræöslu- og félagsmála, þó að þeim væri einnig ætlað aö taka að sér fyrir þau verkefni á sviði verzlunar. Ariö 1907 hóf svo göngu sina „Timarit fyrir kaup- fjelög og samvimmufjelög”, sem hefur komið út samfellt siðan og frá árinu 1925 undir nafninu „Samvinnan”. Arið 1910 sendi Sambandiö i fyrsta skipti fulltrúa utan til að annast kjötsölu, og 1915 stofnaði það eigin skrifstofu i Kaupmannahöfn. Það var fyrsta skrifstofan, sem Sambandið opnaði, þar sem stjórnarmenn höfðu til þessa sjálfir annazt við- skipti þess, en eftir þetta jukust verzlunarumsvif þess verulega. Arið 1916 opnaði það skrifstofu á Akureyri, og árið eftir, 1917, var hún flutt til Reykjavikur. Þar hóf Samvinnuskólinn siöan starfsemi sina 1918. Arið 1919 var siðan gerð skipulagsbreyting á starfsemi Sambandsins, er stofnaðar voru sérstakar útflutnings- og inn- flutningsdeildir. Þaö ár voru Sambandsfélögin oröin 24 talsins. A kreppuárunum átti Sam- bandið við verulega erfiöleika að striöa. Samstaða félaganna fleytti þeim og samtökum þeirra þó yfir erfiðustu árin, og eftir siðari heimsstyrjöldina hófst mikil alhliða uppbygging hjá Sambandinu. Af hinu mikil- vægasta má nefna upphaf skipa- rekstrar með kaupum á ms. Hvassafelli, stofnun Samvinnu- trygginga og Oliufélagsins hf., sem allt varö á árinu 1946. Þá var og mikiö unnið aö eflingu iðnaöar Sambandsins á þessum árum. Sambandsfélögin 1 dag eru Sambandsfélögin 50 að tölu með samtals meira en 33 þúsund félagsmenn, og eru þau dreifö viðs vegar um iandið. Megineinkenni flestra þessara félaga er það, að þau gegna tvö- földu hlutverki, þ.e. annast jöfn- um höndum sölu á afurðum félagsmanna sinna og innkaup á nauösynjavörum fyrir þá. Þannig annast þau m.a. smásöluverzlun, sölu á landbúnaðartækjum og fóðurvörum, slátrun og sölu á landbúnaöarafurðum, og mörg þeirra fást einnig við útgerð og rekstur fiskfrystihúsa, ýmist beint eða sem aðilar að fyrir- tækjum, sem stofnuð hafa verið til aö annast slikan rekstur. Eigi að siöur eru nokkur þeirra hrein neytendakaupfélög, einkum þó á þéttbýlissvæðum suðvestan- lands. Stærst þeirra er Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, KRON, sem hefur um 9 þúsund félagsmenn og rekur 14 verzlanir. Kaupfélagiö meö hæsta ársveltu (1.825 millj. kr. 1970) er hins vegar Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri, KEA, sem m.a. á veru- legan þátt i iðnrekstri samvinnu- manna þar. Skipulag Sambands isl. samvinnufelaga Æðsta vald i málefnum Sam- bands isl. samvinnufélaga er i höndum árlegs aöalfundar, sem sóttur er af fulltrúum allra Sambandsfélaganna. Aðalfundur kýs niu manna stjórn, sem aftur ræður forstjóra og sjö fram- kvæmdastjóra, en þeir skipa átta manna framkvæmdastjórn Sam- bandsins. Stjórnarformaður Sambandsins er Jakob Frimannsson fyrrv. kfstj., en forstjóri Erlendur Einarsson. Undirskrifstofu forstjóra heyra ýmsar undirdeildir, sem vinna aö sameiginlegum málefnum fyrir- tækisins, en að öðru leyti er rekstri Sambandsins skipt i sjö aðaldeildir, sem eru eftirfarandi: Búvörudeild, frkvstj. Agnar Tryggvason, sér um innanlands- sölu og útflutning á landbúnaðar- afuröum. Undir deildina heyra m.a. Afurðasala Sambandsins á Kirkjusandi, ullarþvottastöðvar á Akureyri og i Hveragerði, og á vegum hennar er i þann veginn að taka til starfa ný og fullkomin kjötiðnaðarstöð á Kirkjusandi. Sjávarafurðadeild, frkvstj. Guðjón B. ólafsson, er söluaðili til að sjá um útflutning á fisk- afurðum fyrir um 30 fiskfrystihús i eigu eða á vegum Sambands- félaganna. Innflutningsdeild, frkvstj. Hjalti Pálsson, annast innflutning á fóðurvörum, búsáhöldum, verk- færum, v e f n a ða r v ör u m . byggingavörum og hvers kyns matvörum. Undir deildina heyrir Birgðastöð Sambandsins, sem hefur jafnan fyririiggjandi allar vörur, sem matvöruverzlanir kaupfélaganna þurfa á að halda. Véladeild, frkvstj. Jón Þór Jóhannsson, annast innflutning á bifreiðum, búvélum og raf- magnstækjum. Meðal þeirra Stofnfundur Sam- bandsins. Myndin er af málverki, sem Karen Agnete Þórarinsson málaði af stofnfundi SIS að Yztafclli. Starfs- menn StS gáfu þvi málvcrkið á fimmtiu ára afmæli þess. Stofnfundinn sátu, talið frá vinstri: Steingrimur Jónsson, Húsavik, Benedikt Jónsson, Auðnum, Sigurður Jónsson, Yztafelli, Pétur Jónsson, Gautlönd- um, Helgi Laxdal, T u n g u , Ar n i Kristjánsson, Lóni, Friðbjörn Bjarna- son, Grýtubakka. fyrirtækja, sem hún hefur umboð fyrir á Islandi, eru General Motors, International Hervester, Priestman, Alfa Laval, Westing- house, Frigidaire, Hobart, Grepa, Smith-Corona, Singer, Yokohama og Gislaved. Skipadeiid, fFkvstj. Hjörtur Hjartar, gerir út niu flut- ningaskip, þar af tvö olíuskip, sem eru sameign Sambandsins og Oliufélagsins hf. — Þrjú ný skip bættust i flota deildarjnnar á s.l. ári, oliuskipið Litlafell. frystiskipið Skaftafell og flut- ningaskipið Hvassafell. Iðnaðardeild, frkvstj. Harry Frederiksen, rekur eftirtaldar eigin verksmiðjur: Ullarverk- smiðjuna Gefjun, Skinnaverk- smiðjuna Iðunni, Skóverk- smiðjuna Iðunni og Fastaverk- smiðjuna Heklu, allará Akureyri, Fataverksmiðjuna Gefjun i Reykjavik, Rafvélaverksmiðjuna Jötunn hf. i Reykjavik og húfu- verksmiðjuna Hött i Borgarnesi. — I sameign Sambandsins og Kf. Eyfirðinga eru Efnaverksmiðjan Sjöfn á Akureyri og Kaffibrennsla Akureyrar. 1 Reykjavik rekur deildin einnig verzlunina Gefjun — Austurstræti, og verksmiðjuaf- greiðslu við Hringbraut. Skipulagsdeild, frkvstj. Sigurð- ur Markússon, fer meö málefni er snerta skipulagningu og áætlana- gerð, heldur uppi ráðunauta- þjónustu á sviði bókhalds og verzlunar fyrir kaupfélögin og vinnur að skýrslugerð innan Sambandsins og um starfsemi kaupfélaganna. Þá er að nefna rekstur Sam- vinnuskólans að Bifröst og Bréfaskóla SIS & ASt, og einnig Fræðsludeild, sem sér um útgáfu Samvinnunnar, starfsmanna- blaðsins Hlyns og Sambands- frétta. — Sömuleiðis rekur Sam- bandið eigin sölu- og innkaupa- skrifstofur i London og Hamborg, auk þess er sölufyrirtækið "?____ i i-oaueis' mc. í Banda- rikjunum i eigu Sambandsins og nokkurra frystihúsa, sem það selur fyrir. Stjórnarformenn Sambandsins frá upphafi hafa verið eftirtaldir menn: Pétur Jónsson á Gautlöndum 1902-1905 og 1910-1922 Steingrimur Jónsson 1905-1910 Ólafur Briem 1922-1925 Ingólfur Bjarnason 1925-1936 Einar Árnason 1936-1948 Sigurður Kristinsson 1948-1960 Jakob Frimannsson frá 1960 1 öndverðu voru formenn Sam- bandsstjórnar jafnframt fram- kvæmdastjórar Sambandsins, en siðan 1915 hafa eftirtaldir menn gengt starfi íorstjóra: Hallgrimur Kristinsson 1915-1923 Sigurður Kristinsson 1923-1946 Vilhjálmur Þór 1946-1954 Erlendur Einarsson frá árs- byrjun 1955 0 Heilsiöu myndin hér á sfðunni til hliðar er af súlunni, sem reist var i Yztafelli i Köldukinn á fimmtiu ára afmæli Sam- bandsins. Þar voru samtökin stofnuð 20. febrúar 1902.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.