Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 4. marz 1972. Við erum út- verðir hins norræna svæðis — ræða dr. Kristjáns Eldjárns í boði finnsku ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi Herra försætisráðherra, virðulega samkvæmi, Ég þakka yður, herra forsætis- ráðherra, og rikisstjórn Finn- lands fyrir þetta kvöldverðarboð, sem þér hafið efnt til fyrir konu mina og mig og förunauta okkar. Ég þakka vingjarnleg orð yðar og þær heillaóskir, sem þér hafið beint til okkar og islenzku þjóðar- innar. Þvi mun verða fagnað heima á íslandi, hve virðulega og hlýlega okkur hefur verið tekið i þessari opinberu heimsókn i Finnlandi. Það er ósk vor Islend- inga að rækja eins góð og marg- þætt sambönd við Finnland og verða má, þvi aö vér teljum Finna i hópi vorra beztu vina. Við þetta tækifæri legg ég áherzlu á þetta með stolti. Það liggur i hlutarins eðli, að hver þjóð, hvort heldur sem hún er stór eða smá, verður sjálf aö ráöa fram úr slnum vandamálum og finna þá leið, sem henni hentar bezt, til hamingjuvænlegs iifs. Þetta á við um yður Finna og oss tslendinga eins og alla aðra. Þar meö er ekki sagt aö vér finnum alltaf beztu leiðina þegar i stað, þvi að vér erum ekki undanþegnir ófullkomleika mannlegrar við- leitni. En engum öðrum er betur til þess trúandi, þvi að enginn þekkir betur en vér sjálfir land vort og sögu, þjóölegar erfðir og það sem vér viljum keppa aö. Vér verðum aö taka vorar ákvarðanir i samræmi viö allt þetta, láta sið- an reynsluna skera úr og læra af henni. Vér tslendingar gerum oss þetta ljóst. En vér viljum ekki að- eins læra af reynslunni heldur einnig öðrum þjóðum og þeirra fordæmi og reynslu. Vér viljum hafa gluggana opna og vér viljum eiga vini og hafa samstarf við þá. Auðvitað hljótum vér að horfast i augu við fámenni þjóöar vorrar, jafnframt þvi sem vér erum sannfærðir um rétt vorn. Það er skylt og ljúft að viðurkenna og þakka, að oss hefur verið sýndur skilningur og velvild. Norræn samvinna er oss tslendingum mikið áhugamál, og vér fögnum allri samstöðu með Norðurlanda- þjóðunum, bæði innan Norræna ráðsins, á alþjóðavettvangi og innan þeirra samtaka, sem meira hafa á sér snið frjáls félagsskap- ar. Margir óttast nú, að sú norr æna samvinna sem á undanförn um árum hefur eflzt og styrkzt til góðs fyrir öll Noröurlönd, sé i nokkurri hættu stödd, sökum væntanlegrar breyttrar afstöðu sumra Norðurlandarikja til um- heimsins. Á þvi getur þó ekki veriö vafi, að norræn samvinna hlýtur að halda áfram, og ég trúi þvi að þar eigi tsland og Finnland miklu hlutverki að gegna. Vér erum útverðir hins norræna svæðis, i vestri og austri. Ef strengja skal sterka taug yfir langtbil, varðar miklu að festing- arnar séu traustar til beggja enda. Þetta er táknrænt fyrir hlutverk vort. Vér tslendingar hyggjum grannt að þvi sem gerist meö öðr- um þjóðum, i þvi skyni að átta oss betur á stöðu sjálfra vor. Það hefur ekki farið fram hjá oss hvi- likum grettistökum þér Finnar hafið lyft á siðustu áratugum, meðal annars i efnahagslifi og uppbyggingu lands yðar. A Is- landi höfum vér verið aö reyna að ná þvi upp á nokkrum áratugum, sem vér höfum dregist aftur úr á mörgum öldum. Ég segi ekki að hið sama hafi gerzt hér, en þó eitthvað i áttina. Vér erum þjóðir sem af ýmsum ástæðum hafa ekki fengið að njóta krafta sinna fyliilega fyrr en nú á þessari öld. Ég fullvissa yöur um það, herra forsætisráöherra, aö tslenzka þjóðin fylgist af áhuga með þvi sem gerist i stjórnmálalegri framvindu lands yöar. Hún fagn- ar allri velgengni Finnlands af heilum huga, jafnframt þvi sem hún harmar það ef eitthvað geng- ur öndvert fyrir þjóö yðar og landi. t þessari opinberu heimsókn Framhald á bls. 10 KONI HÖGGDEYFAR sem hægt er að stilla og gera við ef þeir bila. SMyCIII Armúli 7. — Slml 84450. FLUGVIRKJAR Aðalfundur F.V.F.t. 1972 verður haldinn i félagsheimilinu að Brautarholti 6. sun- nudaginn, 5. marz, kl. 14.00 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf önnur mál Stjórnin Orðsending til Kópavogsbúa Framvegis veröa viðtalstímar verkstjóra kl. 11-12 daglega, og rekstrarstjóra þriö'rudaga og fimmtudaga á sama tíma. Dr. Ritta Pylkkanen (t.v.) sýnir dr. Kristjáni Eldjárn, forseta tslands, gripi i Þjóöminjasafni Finnlands. Með þeim á myndinni er Pentti Holappa, menntamálaráðherra. UPI-StMAMYND Frá búnaðarþingi Hóptryggingar vegna slysa af notkun véla í landbúnaði AK, Reykjavik. Fyrir nokkrum dögum afgreiddi búnaðarþing á- lyktun þess efnis, að það teldi tímabært og nauðsynlegt, að bændastéttin i heild tryggði sig gegn fjárhagstjóni og skakkföll- um, er hljótast af slysum i notkun vinnuvéla I landbúnaði. Fól þingiðstjórn Búnaðarfélagsins aö vinna að þessum máium. Það var stjórn félagsins sem sendi búnaðarþingi erindi um þetta mál, og allsherjarnefnd fjallaði siðar um það,- framsögu- maður nefndarinnar var Egill Bjarnason. 1 greinargerð er bent á, að fella megi að hóptryggingarformi frjálsa ábyrgðartryggingu, slysa- tryggingu fullorðinna og barna, og þar á meðal sumardvalabarna i sveit. Iðgjöld af slikum trygg- ingum yrðu að visu nokkuð há, en að þeim mikið fjárhagsöryggi, bæði fyrir bóndann sjálfan og þá, sem hjá honum vinna. Fiskiþing: pjooarvilji i landhelgismálinu Þö-Reykjavik. Meðal álYktana, sem samþykktar hafa verið á Fiski- þingi er ályktun um landhelgis- málið og i henni stendur að Al- þingi hafi sýnt þjóðarvilja i á- kvörðun fiskiveiðlögsögunnar i 50 milur. Alyktunin er svohljóðandi: „31. Fiskiþing fagnar þeirri samstöðu um útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50 sjómilur þann 1. september næstkomandi, og telur þá ákvörð- un Alþingis sýna þjóðarvilja i þessu stærsta hagsmunamáli ts- lendinga.” Þá leggur Fiskiþing áherzlu á fyrri samþykktir um að lokatak- mark tslendinga i landhelgismál- inu sé allt landgrunnið. Eiff ár frá stofnun Alþýðubankans: Innlán jukust um 126% á einu árí Um þessar mundir er liðiö eitt ár frá þvi Alþýðubankinn h.f. hóf starfsemi, en sem kunnugt er tók bankinn til starfa 5. marz 1971. Enda þótt aðalfundur bankans fari nú I hönd þykir rétt, á þessum timamót- um, að gera örstutta grein fyrir helztu þáttum I starfsemi bankans á fyrstu 12 mánuðum starfsferils hans. Innlán Þetta fyrsta starfsár Alþýðu- bankans hefur verið bankanum hagstætt og starfsemi hans efldst verulegu. Innlán i bankann hafa aukist jafnt og þétt frá upphafi. Sem dæmi um öruggan vöxt Alþýðubankans skal þess getið, að þegar bankinn hóf starfsemi sina með yfirtöku Sparisjóös alþýðu hinn 5. marz 1971, voru heildarinnlán I spari- og velti- innlánum 139,0 milljónir króna. Um siðustu mánaðar- mót þ.e. 29. febrúar, námu heildarinnlán hinsvegar 313,2 milljónum króna. Samkvæmt þessu hafa þvi innlán i Alþýðu- bankanum hækkað um tæpar 175,0 millj. króna. Nemur sú aukning 126%. Mest aukning hefur orðið i Alþýðubankinn hf spariinnlánum 157,0 milljónir króna en veltiinnlán hafa aukist um sem næst 18,0 milljónir króna. útlán Á þessu sama timabili hafa út- lán bankans aukist verulega og námu heildarútlán Alþýðu- bankans um siðustu mánaðarmót 219.6 milljónum króna, en voru við opnun bankans 92.0 millj. Útlán bankans hafa þvi aukist um tæpar 128,0 milljónir króna eða um 139%. Helztu lánaflokkar hafa verið sem hér segir: 1. Einstaklingar 32,20% 2. Ibúðabyggingar 23,92% 3. Verzlun 18,65% 4. Iönaður 8,82% 5. Annað 16,41% Húsnæðismál bankans Svo sem kunnugt er hóf Alþýðu- bankinn starfsemi sina I leigu- húsnæði að Laugavegi 31, þar sem aðsetur hans er áfram. Alþýðubankinn h.f. hefur nú hagnýtt sér kauprétt þann sem Sparisjóður alþýðu hafði tryggt sér i leigusamningi, sem bankinn yfirtók. Verður þvi Alþýðubankinn h.f. eigandi allrar fasteignarinnar Laugavegur 31, þannig að hús- næðismál bankans eru leyst til nokkurar framtiðar. Merki Alþýðubankans Bankaráð Alþýðubankans hefur nýverið samþykkt að taka upp meðfylgjandi tákn sem merki bankans og verður það eftirleiðis notað á öll gögn sem bankinn lætur frá sér fara, eftir þvi sem tilefni gefst til. Merkið gerði Auglýsingastofan h.f., Gisli B. Björnsson, i samráöi við bankastjórnina. Merkið á að takna upphafsstafinn I nafni bankans og er valið með hliösjón af þeirri staðreynd að Islenzk alþýða er eigandi bankans með beinni aðild stéttarfélaga og ein- staklinga innan Alþýðusambands tslands. Aðalfundur Alþýðubankans Ákveðið hefur verið að aðal- fundur Alþýðubankans h. f. verði 15. april n.k. Fyrir aðalfund verða m.a. lagðar tillögur um aukningu á hlutafé Alþýðu- bankans sem á stofnfundi var ákveðið 40 milljónir króna og lágu þá þegar fyrir hlutafjárloforð fyrir þeirri fjárhæð. Reykjavik 3. marz 1972. Alþýðubankinn h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.