Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA MESSAÐ I KIRKJU SEM KLÖPPUÐ ER í BERGIÐ KJ-Helsinki. Segja má meö sanni, ao I gær hafi veriö dagur fortiðar og nú- tiðar í hinni opinberu heimsókn forseta tslands til Finnlands. Eftir að þinghúsið hafði verið heimsótt og saga þingsins sögð, var haldið til Þjóðminjasafnsins og þaðan i hið nýreista Finn- landiahús og siðan I Bergskirkju, sem vigð var fyrir tveim árum. Heimsóknin i þinghúsið hófst kl. 9 að hérlendum tima. Forseti Þingsins Suksilainen, tók á móti forseta Islands, Kristjáni Eld- járn, Einari Agústssyni, utan- rikisráðherra, og föruneyti Islendinga og Finna. Þar voru fyrir formenn flokkanna og var húsið skoðað i fylgd þessara manna. Forsetinn afhenti Suksilainen ágrafinn silfurbakka að gjöf til þingsins. Verða þá að minnsta kosti þrir islenzkir hlutir i þinghúsinu, silfurbakkinn, fundarhamar eftir Rikharð Jónsson og Þingvallamynd eftir Ásgrim Jónsson. Viðdvölin í þinghúsinu var frekar stutt, en þvi lengri á næsta áfangastað, sem var Þjóðminja- safnið. Þar var fyrir mikill fjöldi ljósmyndara og sjónvarpsmanna og vildu þeir auðsjáanlega ljós- mynda allt, sem forsetinn skoðaði og hljóðrita allt sem hann sagði. Forsetinn var þarna i essinu sinu, eins og reyndar alltaf i þessari opinberu heimsókn. Hafa Finnar haft sérstakt orð á þvi hve glað- legur hann er. Hafa þeir þá sjálfsagt sinn forseta i huga. Einn merkasti gripurinn i þessu safni er elgshöfuð, sem skorið er i sandstein. Sagði Þjóðminja- vörður Finna, að steinninn væri um 5 þús. ára gamall og hefði fundizt i vesturhluta Finnlands. Konurnar i ferðinni bættust i hópinn i Þjóðminjasafninu og var sýnt þaö sérstaklega, enda er for- stöðumaður safnsins kona. Þinghúsið, Þjóðminjasafnið og Finnlandiahúsið eru öll á sama blettinum, ef svo má segja. Allt svæðið þar i kring er i endur- skipulagninu, og fyrsti hluti þessarar endurskipulagningar er Finnlandiahúsið, sem Alvar Alto, sá frægi finnski arkitekt, teiknaði. Hús þetta hefur verið mjög umdeilt vegna þess hve dýrt það var. En með öllum kostnaöi kostaði það um 800 millj. isl. kr. Er öryggismálaráðstefna Evrópu verður haldin hér i Helsinki verður Finnlandiahúsið miðpunktur hennar. En það er fleira hér i Finnlandi sem ber nafnið Finnlandia, má þar nefna tónverkið, vodkað, kara- mellurnar og sjálfsagt eitthvað fleira. Siðast á dagskrá Helsinkiborg ar ; í morgun var að skoða Bergskirkju, áður en setzt var að matborðinu i ráðhúsinu. Þessi Bergskirkja er miðsvæðis i borg- inni og tilsýndar virðist þar vera loftvarnarbyrgi, eða eitthvað þess háttar. Kirkjan var höggvin og sprengd inn i berg milli fjöl- býlishúsa og kemur vatn sums staðar út úr berginu inni i kirkj unni. Kirkjan nimar tæplega þúsund manns og ber nafnið Framhald á bls. 10 Kvikmyndamenn á heimili skáldsins. A myndinni eru Hallilór Laxness, Jón Laxdal og Jón Þórarinsson. Rolf Haedrich, Sveinn Einarsson, Timamynd Gunnar. Norðurevrópsk samvinna um kvikmyndun Brekkukotsannáls Landhelgismálið: Afstaða Finna mikilvæg HJ-Helsinki. Einar Agústsson, utanrikisráðherra, sagöi i dag við fréttamann Timans i Helsinki, að hann væri sér- staklega ánægður með um- mæli Kekkonens i ræöunni, sem Jiann flutti i forseta- höllinni á fimmtudags- kvöldið. Sagði utanrikis- ráðherrann, að hann mæti ummæli Kekkonens um landhelgismálið mjög mikils og væru þau gott innlegg i þá baráttu, sem framundan er vegna útfærslu fiskveiðilög- sögunnar. Þá sagðist utanrikis ráðherrann hafa átt við ræður við Sorsa, utanrikis- ráðherra Finna, sem hafi skýrt sér frá ummælum full- trúa Finnlands hjá Sam- einuðu þjóðunum. Sagði Finninn þar, að á fyrri haf- réttarráðstefnunni hefðu sum mál verið algjörlega óútkljáð, og mætti þar nefna hámarksstærð fiskveiðilög- sögu. Þessi mál þyrfti nú að taka til meðferðar mjög fljótt og hafi verið lagt til, að fulltrúar Finnlands legðu áherzlu á, að strandriki yrði tryggður réttur til land- grunnsins við strendur þeirra — og ætti þetta sér- staklega við þau riki, sem byggðu afkomu sina að mestu leyti á fiskveiðum. OÓ-Reykjavik. Kvikmyndin, sem gerð verður eftir Brekkukotsannál, verður fyrsta verkefnið, sem norður- þýzka sjónvarpið og sjónvarps- stöðvarnar á öllum Norðurlönd- unum vinna að i sameiningu. Kvikmyndin verður öll tekin á Is- landi i júli og ágúst i sumar, og frumsýnd i islenzka sjónvarpinu næsta vetur. Leikstjórinn, Rolf Haedrich, er staddur hér á landi og vinnur að undirbúningi kvik myndatökunnar. Handritið er til- búið og er verið að skipa i hlut- verk, en það verður gert endan- lega i april, en þá verða teknar reynslumyndir af leikurunum. Aðeins er búið að skipa i eitt hlut- verk, en ákveðið er að Jón Laxdal leiki Garðar Hólm. Leikstjórinn ræddi við blaða- menn á heimili Halldórs Laxness i gær. Sagði hann að kvikmyndin mundi kosta um 800 þúsund mörk. Verður hún tekin i litum og verður sýnd jöfnum höndum i sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Sett verður inn á hana þýzkt og enskt tal. en á Norðurlöndum verður myndin sýnd með islenzku tali. tslenzka sjónvarpið tekur að nokkru þátt i kvikmyndagerð- inni, eins og aðrar sjónvarps- stöðvar á Norðurlöndum. Tóku- menn verða frá Sviþjóð. Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, verður aðstoðarleikstjóri. Leikarar verða milli 15 og 20. Myndatakan fer að mestu fram i Reykjavik, en að nokkru leyti úti á landi. Halldór Laxness sagði, að Amerikanar væru að hugsa um að kvikmynda Paradisarheimt, en það mál er enn á frumstigi. ÍHALDIÐ FLYTUR HLAUPARS- TILLÖGU UM TEKJUST0FNA Fundur i borgarstjorn KeyKja- vikur á fimmtudaginn var einn sá lengsti, sem þar hefur verið lengi. Mörg mál voru á dagskrá og mikiar og harðar umræður um sum þeirra. Alfreð Þorsteinsson flutti til- lögu um að visað yröi til Neytendasamtakanna til um- sagnar tillögu, sem fyrir lá f-rá Svavari Gestssyni um, að borgin kæmi á fót sérstakri skrifstofu til að annast ráðgjafaiörf fyrir al- menning i sambandi við ibúða- kaup. Var tillaga Alfreðs felld af meirihl. svo og tillaga Svavars. Borgarstjóri svaraði fyrir- spurnum frá Kristjáni Benedikts- syni um framkvæmdir og endur- bætur hja BÚR. Urðu miklar um- ræður um það mál og taldi fyrir- spyrjandi (K.B.) augljóst að nauðsyn bæri til að bæta aðstöðu BOR i landi áður en nýju togar- arnir kæmu. Borgarstjóri sagði hins vegar, að þau mál öll væru i athugun. Þá var rædd tillaga frá öllum borgarfulltrúum minnihluta- flokkanna þess efnis, að BOR tryggði sér togara, sem verið er að smiða fyrir Islendinga á Spáni, en ekki er búið að ráðstafa. Yrði það þá þriðji nýi togarinn, sem BOR fengi. Framsögu fyrir tillögunni hafði Björgvin Guðmundsson. Samkomulag varð um tillögu frá Birgi Isl. Gunnarss. þess efnis að vinna að þvi, að umræddur togari kæmi til Reykjavikur og jafnframt að BOR festi kaup á honum, ef aðrir reykviskir aðilar byðust ekki sem kaupendur. Aðalmál fundarins var svo til- laga borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um frumvarp það, sem nú er til afgreiðslu á Alþingi, um tekjustofna sveitarfélaga. Flutti borgarstjóri langa framsöguræðu Framhald á bls. 10 Rœða dr. Kristjúns Eldjárns er er ó bls. 6 - myndir frá forsetaheimsókninni eru í opnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.