Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Laugardagur 11. marz 1972. Að iðrast eftir andlátið Þeim, sem muna sæmilcga feril ihaldsstjórnarinnar, sem hafði vistaskipti eftir kosningarnar i vor, hlýtur að hafa oröið nokkurt undrunar- efni að horfa á skattamála- strið ihaldsins á Alþingi og i Morgunblaðinu síðustu daga og komið i hug hin gamla aminning, að of seint sc að iðr- ast eftir andlátið. Þetta hefur ihaldið þá augsýnilcga verið að reyna. Þegar blckkingaham - förunum linnti undir herstjórn þeirra olais Kinarssonar og fleiri kappa, þar sem reynt var að villa svo um fyrir fólki, að skattar mundu stórhækka, ckki siztá lágum tckjum, var blaðinu snúið við og farið að flytja breytingartillögur við „Óskapnaðinn" sem allur hafði vcrið óalandi og ófcrj- andi. Til þcss voru settir hinir mildari liðsmenn svo sem Auður og Matthias tsfirðing- ur. Og hverjar voru þessar breytingatillögur? Aðaltil- lagan var, að hækka nú per- sónufrádráttinn að fnllu til jafns við skattvisitölu. Vist væri þetta réttlátt og að þvi mun stefnt, en vegna þess hve ihaldið hefur á sfðustu árum látið bilið milli skattvisitölu og persónufrádráttar vaxa óhóf- lega ár frá ári, er það nú orðið svo langt, að ekki er unnt að brúa það á einu ári. Hinsvegar gerði þessi stjórn það, sem i- haldið gat aldrei áður, að láta hækkun visitölunnar á einu ári koma fram I frádrættinum. Nú telur ihaldið ekki annað hæfa en bætt verði fyrir allar syndir þess sjálfs frá fyrri árum, en það eiga bara aðrir að gera . Þetta heitir að iðrast eftir andlátið, og það hefur hingað til verið talið of seint. öiiniir iðrunartillaga eftir andlátið hjá ihaldinu er um fiskimannafrádráttinn. Þegar núverandi stjórn bætti fyrir gömul fhaldsglöp með þvi að taka upp sérstakan 8% fiski- mannafrádrátt í skattafrum- vörpin, vildi ihaldið endilega hækka hann enn meira og kom meö yfirborðstillögu á siðustu stundu. Það, sem fyrri stjórn hafði ekki haft manndóm til að gera, vildi hún nú láta aðra gcra i miklu rikari mæli en lagt var til. Þetta má nú kalla stórmennsku. Þannig hefur hin hamslausa barátta ihaldsþingmanna og Morgunblaðsins, sem staðið hefur lengi og linnulaust með hvaða vopnum sem var, runnið út i sandinn og orðið að aumlegum iðrunartillögum cftir andlátið. Mörgum er kunn sú pfslar- saga, sem sveitarfélögin í landinu hafa orðið aö þola i samskiptum viö rikisvaldið siðasta áratuginn, þar sem rikið hafði þau eins og nýlend- ur til þess aö ráðskast með. Þegar rikisstjórninni þókuað- ist, minnkaði hún lilul þeirra i söluskattinum. Rikið lét sv e i tarfél ögin borga löggæzluna, þótt þau mættu engu ráða um skipan, mann- hald eða kostnað við hana. Þau urðu að borga til trygginganna, þótt þau réðu engu um starfsemi þeirra og bótagreiðslur. En nú þegar skorið er á þennan undarlega herfjötur sveitarfélaganna og hafin að ósk þeirra endurskipan á verkaskiptingu sveitarfélaga og rikis í þvi skyni að gera sveitarfélögin frjáls og fjár sins ráðandi, þa þykist ihaldið heyja frelsisbaráttu fyrir sveitarfélögin og grætur krók- odilatárum yfir þvi, hve hart þau séu leikin. Auðvitað er hér aðeins stigið fyrsta skref, og siðan verður haldið áfram i þvi skyni að haga þessari verka- og skattaskiptingu eins og reynslan sýnir bezt. -AK- Daufir skuggar þess sem var Lesandí, sem kallar sig „Norðra", sendir Landfara smápistil um mannval og heim- ilishagi á Morgunblaðinu og hefur áhyggjur af. Norðri segir: „Landfari heillakarl. Viltu vera svo góður að birta smálega úttekt mina á stór- mennum Morgunblaðsins. Bjarni heitinn Benediktsson mun um árabil hafa skrifað Reykjavikurbréf Mbl. Ekki leikur á tveim tungum, að Reyk- javíkurbréf Bjarna báru af öðrum stjórnmálaskrifum Mbl. á þeim árum og var þó Sigurður Bjarnason allvel verki farinn á þvi sviði. Nú eru bæði Bjarni og Sigurður horfnir af þessum vettvangi. Við hafa tekið menn, sem aðeins eru daufir skuggar þess, sem áður var. Matthias er vel ritfær og góður að taka viðtöl, þó að í engu beri hann af Valtý heitnum Stefánssyni i þeim efnum, Hann getur lika skrifað laglega um listir og bókmenntir. En hvorutveggja þetta skemmir hann þó oftast nær með þvi að læða inn f greinar sinar pólitiskum áróðri og fer það þó oftast álappalega úr hendi. Árangurinn verður sá einn, að spilla þvi, sem annars gæti verið gott. Eyjólfur Konráð og Styrmir fylla báðir af vanefnum þau sæti, sem þeir skipa við Mbl. Hvorugur er það hugkvæmur eða ritfær, að þeir valdi þvi verkefni að skrifa daglega um stjórnmál. Mest er þetta áberandi i Reykjavikur- bréfunum, vegna samanburð- arins, sem mörgum verður á að gera við bréf Bjarna. Mælt er, að stundum skrifi Matthias Reyk- javíkurbréfin en ekki verður séð, að hann lyfti þeim mikið yfir hina venjulega flatneskju. Ritstjórar Mbl. ættu, sjálfs sin vegna að hætta þessum bréfa- skrifum. Þær minna aðeins á þroskalitla fermingardrengi i fötum af fullorðnum mönnum. Norðri." Brauð i s jónvarpi Hér er svo stutt bréf um brauð •/ „Kæri Landfari. I tilefni þess að ég var að lesa i blöðunum, að hér væri dönsk kona á ferð, sem ber hagsmuni neytenda mjög fyrir brjósti og ræðir m.a. um eftirlit með aug- lýsingum, datt mér i hug að senda þér linu. Ég var á labbi -upp á Laugavegi um daginn og datt þá i hug sjónvarpsauglýsing með ákaflega lystilegu smurðu brauði. Þar sem farið var að nálgast hádegið, ákvað ég að heimsækja auglýsandann og taka heim með mér eitthvað af þessu dýrindi i svanginn. En viti menn! Stóri brauð- skápurinn var tómur, utan nokkrar brauðsneiðar af einni tegund, og þær virtust siður en svo nýsmurðar. Ég varð auðvitað fyrir sárum vonbrigðum, en vingjarnleg afgreiðslustúlka spurði, hvort ég vildi ekki bara biða meðan smurt væri, það sem ég bað um. Það var svo sem allt i lagi, og ég stillti mér upp og skoð- aði verðlistann á meðan. En eftir litla stund kom stúlkan aftur og sagði, að þvi miður væri ekki hægt að smyrja strax, þvi áleggið væri beinfrosið!!! Ég þakkaði fyrir þessar upplýsingar og hélt áfram i illu skapi. En þarna ekki langt fyrir ofan er annar staður, sem selur smurt brauð. Þótt sá staður hafi aldrei auglýst i sjón- varpinu, ákvað ég að athuga málið, þvi nú var ég orðin glor- soltin. Sannarlega átti ég ekki von á þvi, sem þarna bar við. Innan 5 minútna var ég komin út á götu aftur, með tvær nýsmurðar og fallegar brauðsneiðar i kassa, og þær kostuðu 65 krónum minna til samans, en ef ég hefði keypt þær á hinum staðnum. Þegar ég var orðin södd og ánægð aftur, ákvað ég, að framvegis skyldi ég ekki láta fallegar sjónvarpsauglýs- ingar hafa minnstu áhrif á mig. Ein sísvöng". SEX DAGA STRIÐIÐ ' K.r. S, horíne T.«r?.c;;, .'¦ ^"*^Jt*>^ /' -Í'VT-' :¦> í-1«yp.tiriv fir;r<:','e,;. 1?7 / :^,z~;\ . Jjybuf,?* .Darictí-.í'k ;:: K^-l j ¦ ¦¦'' P A.UAH VfA^- '/'..\/ . ¦ Undir hersetu tsraelsmanna 1956-1957 var ekkert almennt pósthús starfandi. Að visu eru til nokkur umslög frá El Tor og El Arish með israelskum frimerkjum, stimpluðum með egypzkum dagstimplum. Þau bera þess engin merki að vera send eftir póstleiðum og mætti álykta,að þau væru framleidd af fingralöngum hermönnum, sem hafi komizt i póststimpl- ana, án nokkurrar opinberrar heimildar. En snúum okkur nú að Gaza svæðinu. Landsvæðið, sem i daglegu tali er nefnt Gaza-svæðið var hluti brezks yfirráðasvæðis i Palestinu þar til i mai 1948. Strax við stofnun Israelsrikis var svæðið hertekið af egypzkum hermönnum og landamæri þess þar til i júni 1967 voru leifar frá vopna- hléinu 1949. Formlega er Gaza svæðið eini hlutinn, sem eftir var af Palestinu, en i raun- inni egypzkt yfirráðasvæði til 1967 stjórnarfarslega, hag- fræðilega og hernaðarlega. Egypzka póststjórnin op- naði pósthús 1. júni 1948 i bæjunum Gaza og Khan Younis. Þeir notuðu egypzk frimerki, yfirprentuð Palest- ina á ensku og arabisku. 8. mynd. Siðan voru almenn egypzk frimerki notuð, með viðbótaráletruninni Palestina og i öðrum litum. Auk þessa var egypzkt herpósthús á svæðinu. Er stimpill þess sýndur á mynd 9, er það póst- hús nr. 20. I októberlok 1956 réðist Israel á egypzku stöðvarnar i Gaza og á Sinai og komust að Súez-skurði á fáum dögum. Þá voru 5 egypzk pósthus á svæðinu: Gaza aðalpósthús, New Gaza, útibú, Deir el Ballah, Khan Younis og Rafah. Þau voru hertekirmf Israelsmönnum 1-3 október. Eftir rúman mánuð var fyrsta pósthúsið opnað á ný, og hin fylgdu fljótlega á eftir, nema nýja Gaza. öllum þessum pósthúsum var svo lokað 5. marz 1957 og þá tóku Sameinuðu Þjóðirnar við vernd svæðisins. Fáum dögum siðar komu egypzk yfirvöld til baka og egypzku pósthúsin voru opnuð að nýju 19. marz 1957. A yfirráðatima Israelsmanna 1956-marz 1957 voru eftirtalin pósthús opin, öll til og með 5. marz 1957, sem tóku við almennum og ábyrgðarpósti. Stimplar af hinni almennu israelsku gerð voru notaðir, á 3 málum með númeri pósthúss neðst og 20 mm i ummál. Mynd 10. Gaza 1 og 2 notaö frá 10.des.'56. Gaza 3 og 4 notað frá 25.des.'56. Dir el Ballah 1 og 2 notað frá 3. jan.'57. einnig Han Yunes frá sama tima. Rafiah frá 27. jan. '57. Israelsku staðaheitin eru stöfuð öðruvisi en þau egypzku. (framhald) Sigurður Þorsteinsson. Mynd 8 '&%A Mynd 10 DANMÖRK-FÆREYJAR Odýrar 11 daga hringferðir með m.s. GULLFOSSI í marz- og aprílmánuði til Kaupmannahafnar með viðkomu í Tórshavn. Verð kr. 14.500.00 - gisting og morgunverður innifalið í verðinu, á meðan dvalizt er í Kaupmannahöfn. Brottfarardagar: 3. marz, 16. marz, 6. apríl og 20. apríl. Ferðizt ódýrt — Ferðizt með Gullfossi EIMSKIP Allar nanari upþlýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS Simi 21460

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.