Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 16
OEIRDIR A SPANI Beittu vélbyssum gegn óánægðum verkamönnum NTB—Madrid Einn maður lét lífiö, og að minnsta kosti 20 slösuðust, er lögregla hóf vélbyssuskothrið á 3000 manna hóp verkamanna í skipasmíðastöðinni í El Ferrol á Spáni, en verka- mennirnir voru að mót- mæla því, að sex félögum þeirra hafði verið sagt upp störfum hjá stöðinni, sem errikisfyrirtæki. Þrírhinna særðu eru i lífshættu. Óeirðirnar i El Ferrol, sem er á Norð-vesturhorni landsins, hófust á fimmtudaginn, og þá særðust tveir lögreglumenn og sjö verka- menn. Skipasmiðastöðvarnar i El Ferrol eru meðal hinna mikil- vægustu i landinu, og þar eru m.a. smiðuð herskipin handa spánska flotanum. Óeirðirnar i gær eru sagðar hinar verstu, sem orðið hafa á Spáni i hálft ár. Lögreglan var kvödd á vettvang til að dreifa verkamannahópnum, sem tók á móti lögreglumönnunum með grjótkasti og kylfuhöggum. Lögreglumennirnir drógu þá fram vélbyssurnar og skutu á hópinn. Frumorsök óláta þessara mun vera óánægja verkamannanna vegna þess að landssamband verkamanna, sem er undir eftir- liti rikisins, féllst á kaupsamning, sem verkamónnunum finnst of lágur. Talsmaður rikisstjórans i þessum landshluta sagði, að lög- reglan hefði neyðzt til aö skjóta i sjálfsvörn, og að það væru kommúnista - „sellur" innan skipasmiðastöðvarinnar, sem ættu alla sök á þessu. Brezkir togaramenn Vilja enga samninga SB-Reykjavík. Togaraútgerðarmenn I llull hafa algjörlega hafnað uppást- ungu Islendinga um viöræður um aðlögunartima og timabundnar veiðar innan 50 mllna landhelgi tslands. I blaðinu Fishing News . segir, að togaraútgerðarmenn i. Kretlandi og V-Þýzkalandi liiiisi ckki við því, að rfkisstjórnir þeirra fallist á, ab v-þýzkum og brezkum togurum verði meinað- ar veiðar á Islandsmiðum. Brezkir togaraútgerðarmenn segjast ekki vilja eiga i neinum samningum við Islendinga, enda felist i slikum samningum réttur fslendinga til að semja um yfir- ráð yfir landgrunninu, sem er- lendir togaramenn geti ekki fall- izt á. Jack Jones, formaður samj bands berzkra flutningaverka: manna, sagöi i dag, að hart væri lagt að sambandinu að leggja innflutningsbann á allar islenzkar vörur, ef fslendingar geri alvöru úr þeim fyrirætlunum sinum að færa út landhelgi sina i 50 milur. Slik útfærsla mundi koma mjög illa við þá menn, sem eiga allt sitt undir togaraútgerð við Islands- strendur, og ýmis verkalýðsfélög á Bretlandseyjum leggi nú hart að sambandi flutningaverka- manna að beita sér gegn Islend- ingum. Jones lét i ljós þá von i dag, að samningaviðræöur gætu hafizt við fulltrúa islenzkra verkalýðsfélaga um lausn þess- ara inála. Brezka konungsfjölskyldan hefur gert vlðreist á austurhveli jarðar siðustu vikurnar. Þegar hinn almenni brezkiborgarikúrðiheima Ikulda og trekki vegna kolaverkfallsins á dögunum, spókaði kóngafólkið sig Isól- inni IThailandi og Indónesiu. Þessi mynd var tekin af þeim Ellsabetu, Philip og Onnu, er þeim var róið yfir áná Sarawak á Borneo. ' DDT I T0BAKI ER 50 SINNUM MEIRA EN LEYFILEGT ER NTB — Oslo Þær fréttir hafa borizt, að í sumu tóbaki sé allt of mikið magn af DDT. Jafnvel svo, að hættulegt geti talizt. Tóbaksframleiðendur segja, að áætlanir hafi verið um,að þeir kæmu upp sinni eigin stofnun til að fylgjast með þessu, en það hafi hingað til ekki reynzt nauðsynlegt, þvi landbúnaðaryfirvöld i þeim löndum, sem framleiða tóbak, hafi sett strangar reglur um úðun plantnanna með DDT. Þab kom fram við rannsókn i Sviþjóð nýlega, að allt of mikið magn ef DDT er i tóbaksvörum þar á markaðnum. Tóbaksfram- leiðendur vilja meina, að mestur hluti efnisins brenni viö reykingu tóbaksins, en læknar eru ekki á sama máli. Sérfræðingar við há- skólann i Uppsölum segja, að DDT-magnið i tóbaki, sem unnið er i Sviþjóð, sé frá 10 - 50 sinnum meira en leyfilegt er, t.d. I mat- vörum. Segja þeir rannsóknina hafa leitt i Ijós m.a., að mun meira magn af DDT sé i móður- mjólk þeirra kvenna sem reykja, en hinna. Laugardagur 11. marz 1972. Övíst að Bretar fari aftur til Möltu - þó að Mintoff skipti um skoðun NTB — London Brottflutningur brezkra her- inanna frá Möltu heldur alltaf áfram, meðan stjórnirnar I London og Valletta þjarka um gjaldið fyrir herstöðvarnar. Breta telja sig geta verið búna að koma öllum eigum sinum frá eynni fyrir mánaðamót, enda skyldir til þess, ef samningar takast ekki fyrir þann tima. Areiðanlegar brezkar heimildir segja, að það sé alls ekki gefið mál, að Bretar fari aftur til Möltu, þótt Mintoff kunni að skipta um skoðun, þegar allt herliðið er farið frá eynni. Sömu heimildir segja, að siðasta tilboð Breta og Nato til Mintoffs sé alls ekki lokatilboð, þannig að hægt ætti að vera að taka málið til y nýrrar athugunar. Tilboðið hljóðar upp á 14 milljónir punda, en Mintoff vill fá 18 milljónir. Hann flaug til London um helgina til frekari samningaviðræðna, en allt fór i strand rétt einu sinni. Samningaviðræðurnar hafa nú staðið i hálft ár Stríðsglæpa- menn sýkn- aðir í Vín NTB — Vinarborg Fyrstu striðsglæparéttar- höldunum i Austurrfki lauk með þvi i gær, að báðír hinir ákærðu voru sýknaðir, þar sem sönn unargögn skorti. Þeir eru fyrr verandi stormsveitarmenn, og ákæran hljóðaði upp á þátttöku I fjöldamorðunum i Auschwitz- búðunum i siðari heims- styrjöldinni. Þar voru allt að 4500 manns myrtir og brenndir dag- lega. 254 kíló af morfíni NTB-Istambul. Tyrkneska lögreglan lagði á föstudag hald á 108 kiló af óunnu morfini. t fyrri viku var tyrkneskur öldunga- deildarþingmaður handtek- inn i Frakklandi með 146 kfló af morfini I bíl sinum. Tyrkneska lögreglan álltur samband þarna á milli. Taka sterk vín fram yfir bjór NTB — Bergen Flcstir norskir unglingar taka sterkt vin fram yfir áfenga bjórinn, að þvi er segir i niður- stöðum könnunar, sem áfengis- eftirlit norska rikisins lét fram fara fyrir skömmu. 1 könnuninni voru unglingarnir spurðir, hvort þeir vildu heldur, sterkt vin eða áfengan bjór. Fimmtán ára unglingar skiptust nokkuð jafnt, en frá 16 ára og upp að tvitugu vildi mikill meirihluti sterku vinin. Könnun þessi er hin fyrsta um þessi efni i Noregi, og er enn ekki fullunnið úr niðurstöðum hennar. 2047 unglingar á aldrinum 15 — 20 ára voru spurðir, og bárust svör frá 65%. Fiknilyf og tóbak voru ekki á dagskránni i þetta sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.