Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. marz 1972. TÍMINN Utgefandl; Framíokttarflolckurfrtn framkNwrodatfj^ris Krls+fán B«n*d>W*sðtt; fcitítjötan &6r*r'Mii: : Þárarmsson [ab), A«dfés Kf tíf iárvSSOtt, Jón H«)9itt>rt^HjdrloX 6: Þorsteinsson og Tóma* Kfri-fsson, Ai^stastaítjóri: Steln- Örifrtur Gislason. RltsfjórnársVífs*ofur i €ddt)búíi«U, sfoW" IfiaðO — 183Q&. Sfcrifstofur Bankastrætj 7. ~ AterelSslusími •11323.:: Augíýs4ngasímt:::1°523f:;ABrar skrifstofyr simj ; T830Q;: Áskríffargíald kr; Í2S,00; á mánuSi Jnnanlands. í laUsasólu; kr. 15.00 #lnUkfa. — fifaSaprent h.f. (Off*4t> Tröllkonuleiknum er lokið í þjóðsögum eru sagnir af tröllum, sem vörðu fjöregg sitt með frumstæðum krafti og gættu þess sem sjáaldurs i leik sinum að þvi. En sagan endaði oftast vel, og fjöregg tröll- anna var brotið. Þjóðin hefur siðustu vikurnar horft á sviplikan tröllkonuleik á Alþingi og i blöðum, þar sem ihaldströll frá liðnum áratug háðu hamslausa vörn fyrir fjöregg sitt — ihaldsskattakerfið, sem þau höfðu verið að móta að smekk sinum siðasta áratug með dyggri þjónustu manna, sem kenna sig við jafnaðarstefnu. Skattakerfið var fyrir 1960 laust við nokkur hatrömmustu einkenni ihaldsþjóðfélaga eftir félagshyggjustjórn fjórða, fimmta og sjötta áratugar aldarinnar hér á landi. En i við- reisnarstjórninni taldi ihaldið sig loks fá ráð- rúm til úrbóta og vann að þvi svikalaust. Eitt smiðshöggið var rekið af öðru við það flut- ingatæki, sem færa skyldi skatttþungann af stórtekjumönnum og gróðafyrirtækjum á bök láglauna- og miðlungstekjufólks. Kórónan og eins konar fáni nothæfs ihaldsskattakerfis var skattfrelsi hlutafjárarðsins og flýtisfyrning fyrirtækja, sem ihaldsstjórnin lögfesti rétt fyrir fall sitt. Kosningarnar sneru þessari þróun við, og ný rikisstjórn gerði félagshyggjuna aftur að leiðarljósi. Ef stjórnin hefði lagt á borgarana eftir gamla ihaldskerfinu, þó ekki væri nema eitt ár, hefði þunginn lent þar, sem sizt skyldi að mati félagshyggjumanna, og stjórnin unnið ihaldsverk, sem var i hrópandi ósamræmi við yfirlýsta stefnu. Þess vegna hlaut hún aðráðasi strax á ihaldsgarðinn, þar sem hann var hæstur, þótt hún væri vanbúin til skjótra átaka. Viðbrögð ihaldsins voru að sjálfsögðu eins og skotið hefði verið að fjöreggi þess, og kratar gengu i trölladansinn, liklega af gömlum hjúa- vana. Ihaldið hrúgaði upp hvers konar blekkingum, talnafölsunum og fáryrðum, og gekk svo meðan þvi entist örendið. Þann at- gang mun þjóðin lengi muna, en siðustu daga var þó svo af berserkjum dregið, að atlagan koðnaði niður eins og hjaðnandi froða. Þetta ihaldsfjöregg er brotið. Gerbreyting skattakerfisins hafin i átt til félagshyggju á ný, gjaldabyrðar færðar til eftir burðarþoli, endur- skipun á samstarfi sveitarfélaga og rikis hafin, girt fyrir að gamla kerfið legðist með siðustu ihaldsgjöfunum með margföldum þunga á hina burðaminnstu, ihaldskóróna skattfrelsis peningaarðsins brotin. Þjóðin mun þó ekki komast hjá jafnháum sköttum i heild vegna ihaldsarfsins og-nýrra og mikilvægra félagsverkefna, en á lág laun og meðaltekjur leggst minni skattabyrði en orðið hefði eftir gamla kerfinu. Þetta er augljóst, þegar litið er yfir orrustuvöllinn. Tröllkonu- leiknum um skattamálin er lokið með svipuðu sjónarspili og lokaþætti og frá segir i þjóðsög- um. — AK. Forustugrein úr The Christian Science Momitor: Bandaríkjamenn hafa enn hernaðaryfirburði Skortur á opnum höfum og loftvörnum hamlar flota Rússa Höfundur forustugreinarinnar, sem hér birtist, hælir Laird varnar- málaráðherra fyrir hrein- skilni og sannsögli i lýsingu vígbúnaðarins og bendir rétti- lega á, að varnarmálaráðu- neytiö hafi tiðast gert sér. far um aö tiunda einkum hinar skuggalegu hliöar. Ekki skal i efa dregið, að lýsing Lairds sé sannleikanum samkvæm. Hinu má heldur ekki gleyma, að hann hefir ef til vill betra tækifæri til að losna við að mála fjandann á vegginn. Forsetinn keppir að endur- kjöri i haust, boðar brottflutn- ing Bandarikjahers frá Víet- nam.hefir þegar farið til Kina og ætlar til Moskvu í maí i vor. Sýnilegt er, að hann leggur allt kapp á að afla sér fylgis sem friðarboðara og honum hentar þvi mjög vel að minna sé gert úr ófriðarhorfunum en oft áður. Þegar þannig háttar losnar varnamálaráðherra eðlilega undan þeirri kvöð að lýsa öllu sem uggvænlegast, hvað sem tautar og raular, meðal annars til að reyna að sætta almenning við auknar á- lögur vegna hervarna. MELVIN Laird varnamála- ráðherra Bandaríkjanna á heiður og þakkir skilið fyrir hina heiðarlegu skýrslu um vigbúnaðarjafnvægið milli Bandarikjanna og Sovétrikj- anna. Skýrsla Lairds er gerð af hreinskilni og segir sanna og rétta sögu. bað er nýjung þegar um slika skýrslu varnamálaráðu- neytisins er að ræða. Ráðu- neytið hefir venjulega gengið þannig frá skýrslum sinum, að þær hafa leitt það eitt i ljós, sem uggvænlegt hefir þótt. VITASKULD er i skýrslu Lairds varnarmálaráðherra að finna margt, sem verið getur ærið áhyggjuefni fyrir hvern og einn, sem hneigður er til svartsyni. Rússar efla hernaðarmátt sinn á flestum sviðum, einkum þó að þvi er varðar langdræg kjarnorku- skeyti, og flotastyrk. A^ það er rækilega bent i skýrslu várnamálaráð- herrans, að þessi framvinda, hljóti á sinum tima að leiða til gagnráðstafana af hálfu Bandarikjamanna, nema þvi aöeins, að samningar takist milli þeirra og Sovétmanna innan skamms, er bindi endi á þessa þróun. Auðvitað liggur i augum uppi, að Bandarfkja- menn halda ekki að sér höndum meðan Sovétmenn ná uggvænlegum yfirburðum f vigbúnaði, bæði að umfangi og gæðum. EN hitt er engu að siður jafn ljóst, aö enn knýr ekkert á um nýjar áætlanir af hálfu Bandarikjamanna. Nixon for- seti gerir sér einlægar vonir um, að hann fái tækifæri til að undirskrifa samkomulag við Rússa um takmarkanir vfg búnaðar þegar hann fer til Moskvu i mai i vor. Þá komumst við ef tilvill að raun um, hvort Sovétmenn eru einungis að reyna að nálgast það að standa Bandarikja- mönnum jafnfætis, eða ætla að keppa að þvi af fremsta megni að ná sem allra fyrst hernað- arlegum yfirburðum. En hvað sem þessu liður leiðir skýrsla Lairds varnamálaráðherra greinilega i ljós, að fjarri fer, að Sovétmenn standi enn Bandarikjamönnum jafn fætis i vigbúnaði, hver svo sem ætlun þeirra kann að vera i framtiðinni. ivlelvin Laird varnarmálaráðherra Bandarikjanna. ÞEGAR hin langdrægu kjarnorkuskeyti eru athuguð kemur til dæmis i ljós, að Sovétmenn geta skotið þeim vfðar frá. Um skeytin sjálf er það hins vegar að segja, að Bandarikjamenn hafa fjölgað sinum skeytum um þúsund á siðastliðnu ári, eða úr 4700 i 5700. Sovétmenn hafa á sama tima aðeins eignazt fjögur hundruð ný kjarnorkuskeyti, eða fjölgað sinum úr 2100 i 2500. Bandarikjamönnum miðar með öðrum orðum miklu hraðar i þessari grein vigbúnaðarins. SOVÉTMENN gætu auðvitað gert þessa yfirburði Bandarikjamanna að engu með miklum framförum i MIRV-skeytum, eða þeim skeytum, sém innihalda marga kjarnaodda, sem hverjum og einum er unnt að miða á sérstakt skotmark. Bandarikjamenn reyndu MIRV-skeyti. sin árið 1968. Sovétmenn hafa hins vegar ekki reynt slik skeyti svo að vitað sé. Forustumenn varnamála i Bandarikjunum áttu fyrir ári von á, að Sove't- menn kæmu með sin MIRV- skeyti fram á sjónarsviðið, en úr þvi hefir ekki enn orðið. Bandarikjamenn virðast þvf hafa fjögurra ára forskot að þvi er þetta vopn varðar. MIKIÐ orð hefur farið af eflingu rússneska flotans að undanförnu. Laird varna- málaráðherra vekur hins vegar athygli á þvi i skýrslu sinni, að gagnsemi hans sé takmörkuð vegna skorts á hentugum höfnum, sem opnar séu allt árið, takmörkuðum aðgangi að höfnum fjarri heimaströndum og algerri vöntun á flugvélamóðurskip- um til varna gegn loftárásum á fjarlægum höfum. Bandarisk herskip komi að miklum mun betri notum en hin rússnesku vegna þess, að þau hafi aðgang að höfnum og njóti verndar úr lofti svo að segja hvar sem er á hnettin- um. LAIRD varnamálaráðherra staðfestir þvi það, sem vér hó'fum ávallt haldið fram um vigbúnaðarkapphlaupið. Vist auka Sovétmenn vig- búnað sinn hröðum skrefum og á sumum sviðum hraðar en Bandarikjamenn. En þeir voru langt á eftir og Banda- rikjamenn hafa enn verulega yfirburði að þvf er flestar gerðir vigbúnaðar varðar. Bandarikjamenn auka meira að segja forskot sitt til muna á einu sviði, eða i eign sendanlegra kjarnaodda, og eiga^þa'rúmlega tvöfalt fleiri en Sovétmenn. Enn þarf þvi ekki að rjúka upp til handa og fóta eða gripa til neinna örþrifaráða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.