Tíminn - 16.03.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. marz 1972.
TÍMINN
3
íbúðarhúsahverfi í Góð safcv í hringvegar-
stað iðnaðarhverfis? bréfunum á fyrsta degi
SB-Reykjavik. — A fundi
borgarstjórnar í dag verður
tekin fyrir tillaga frá Alfreð
Þorsteinssyni um breytingu á
aðalskipulagi norðan Grafar-
vogs, en i tillögunni er gert ráð
fyrir, að hinni nýstofnuðu Þró-
unarstofnun Reykjavikur-
borgar verði falið að athuga
möguleika á þvi að breyta
skipulaginu á þann veg, að
norðan Grafarvogs verði gert
ráð fyrir ibúðarhúsahverfi i
stað iðnaðarhverfis. En jafn-
framt verði kannaðir aðrir
staðir á höfuðborgarsvæðinu
undir iðnaðarhverfi, eins og
segir i tillögunni.
A fundi borgarstjórnar i dag
verður enn fremur tillaga frá
Kristjáni Benediktssyni um
slysatryggingu skólabarna, en
þeirri tillögu var frestað á siö-
asta fundi borgarstjórnar.
EB-Reykjavik.
i gær hófst sala á happdrættis-
skuidabréfum rikissjóðs A flokki
en sem kunnugt er eiga þeir fjár-
munir, sem inn koma fyrir sölu
bréfanna að renna til greiðslu
kostnaðar af vega- og brúargerð á
Skeiðarársandi, er opni hringveg
um landið. Var góð sala á bréfun-
um i gær.
í þessum flokki eru gefin út
happdrættisskuldabréf að fjár-
hæð 100 milljónir króna. Árleg
fjárhæð happdrættisvinninga
nemur 7% af heildarfjárhæð
skulebréfa flokksins, og er dregið
um þá einu sinni á ári, nú fyrst 15.
júni næst komandi. Vinningar I
hvert sinn eru: 2 á kr. 1 milljón, 1
á 500 þús. kr., 22 á 100 þús. kr. og
230 á 10 þús. kr. Hvert happdræt-
tisskuldabréf er að fjárhæð 1
þúsund krónur. Þeir sem ætla
að vera með þegar dregið er i
fyrsta sinn, verða að vera búnir
að kaupa skuldabréf i siðasta lagi
fyrir 12. júni n.k.
Hver happdrættismiði i þessu
happdrættisláni er verðtryggt
skuldabréf, sem veröur endur-
greitt handhafa að lánstima liðn-
um, sem er 10 ár frá útgáfudegi.
A nafnverð hvers skuldabréfs
verða greiddar verðbætur i hlut-
falli við þá hækkun, sem kann að
verða á framfærsluvísitölu á
lánstimanum. Skuldabréfin eru
undanþegin framtalsskyldu og
eignarsköttum, en vinningar og
verðbætur undanþegnar tekju-
skatti og tekjuútsvari.
Þessar upplýsingar voru
veittar á blaðamannafundi með
þeim Stefáni Gunnarssyni, Svein-
birni Hafliðasyni og Birni
Tryggvasyni, sem hafa fyrir
Seðlabankann unnið að útgáfu
skuldabréfanna.
— Með þessu leitar rikið ^til
þegnanna til þess að flýta ák-
veðinni framkvæmd, sagði Svein-
björn á fundinum, en sem kun-
nugt er, hefjast framkvæmdirnar
við veginn yfir Skeiðarársand i
vor. Með útboöi þessa happ-
drættisláns rikissjóðs er stefnt að
þvi, að ljúka þeirri mannvirkja-
gerð 1974.
Á þessari mynd sést svæðið norðan Grafarvogs, en þar er án efa eitt fegursta íbúðarhúsastæöi borgarinnar i halla móti suöri, en þó með útsýni
yfir sund og eyjar. (Timamynd GE)
Stjórnarfrumvarp um breytingar á læknaskipunarlögum
SÉRSTAKIR LÆKNAR VIÐ SPÍTALA"ní"
GEGNI ÞJ0NUSTU I HERUÐUNUM
EB-Reykjavik.
Stjórnarfrumvarp um breyting
á læknaskipunarlögum frá 1965,
var I gær lagt fyrir Alþingi.
í 1. grein frumvarpsins er gert
SB-Reykjavfk.
Dráttarvélar hf., dótturfyrir-
tæki StS, hafa nú lokið við að
flytja starfsemi sina að Suður-
landsbraut 32 í Reykjavfk, en það
hús keypti StS á sl. ári. Sú starf-
semi Dráttarvéla, er snertir véla-
söiu, var áður á þremur stöðum i
borginni. Raftækjadeild fyrir-
tækisins verður þó eftir sem áður
I Hafnarstræti 23.
Veruleg aukning varð á veltu
Dráttarvéla hf. á sl. ári. Heildar-
salan varð um 120 milljónir, sem
er 80% aukning frá 1970. Liggur
veltuaukningin m.a. i stóraukinni
sölu Massey-Ferguson dráttar-
véla, en á sl. ári voru seldar 167
ráð fyrir, að reynt verði að stofna
sérstakar læknisstöður við rikis-
spitala, sem séu bundnar skilyrð-
um um einhverja þjónustu i
héraði. Farið er inn á braut, sem
Á S.L. ÁRI
slikar, á móti 82 árið 1970.
Dráttarvélar hf. seldu i fyrra
þriðjung allra dráttarvéla, sem
keyptar voru á landinu.
Auk dráttarvéla selur fyrir-
tækið þungavinnuvélar, mjólkur-
vinnsluvélar og kæligeyma fyrir
bændabýli, auk isskápa og raf-
tækja fyrir heimili. Ekki má
heldur gleyma Hanomag-
Henschel vöru- og sendiferðabif-
reiðum.
Stjórn Dráttarvéla skipa þeir
HjaltiPálsson.formaður, Hjörtur
Hjartar, varaformaður og Agnar
Tryggvason, meðstj. Fram-
kvæmdastjóri er Arnór Valgeirs-
son. Hjá fyrirtækinu starfa 14
manns.
Læknafélag Islands hefur bent á,
sem liklega til að leysa vandamál
héraðslæknisþjónustunnar að
einhverju leyti. Er gert ráð fyrir,
að reglugerð verði sett um þessar
stöður, að fengnum tillögum
Læknafélagsins og Stjórnunar-
nefnd rikisspitalanna.
í 2. grein frumvarpsins felst
rýmkun á gildandi lögum þar sem
aðeins er heimilað, að 6
hjúkrunarkonur starfi hverju
sinni i héruðum alls. Gert er ráð
fyrir að heimila starf ótiltekins
fjölda héraðshjúkrunarkvenna,
enda sé ráðningin gerð i samráði
við héraðslækni og landlækni og
ráðherra staðfesti ráðninguna.
Þá er það nýmæli, að sé hérað
læknislaust greiði rikissjóður
laun þessara hjúkrunarkvenna að
fullu. Er hér raunar verið að stað-
festa þá framkvæmd, sem verið
hefur, þvi að læknishéraðasjóðir
hafa greitt laun hjúkrunarkvenna
á móti rikissjóði, þar sem svo
hefur staðið á undanfarið ár.
Þá er með 3ju grein frumvarps-
ins lánum læknastúdenta með
kvöð um starf i héraði breytt i
styrki og gert ráð fyrir, að með
reglugerð verði sett strangari ák-
væði en nú eru um uppfyllingu
þessara kvaða. Kemur fram i
greinargerð frumvarpsins, að
þessi breyting er gerð i samráði
við Félag læknanema við Háskóla
Islands.
I greinargerðinni segir einnig,
að enda þótt heildarendurskoðun
standi yfir á heilbrigðislöggjöf-
inni og frumvarp þar að lútandi
verði væntanlega lagt fram á
yfirstandandi þingi, hefði verið
talið nauðsynlegt að gera breyt-
ingar á núgildandi lækna-
skipunarlögum i þeim tilgangi
aðallega að reyna að bæta
héraðslæknisþjónustuna.
Minnismerkin
um Lorelei
Það viröist færast i vöxt, að
menn og stofnanir efni til minnis-
merkja um látna höfðingja, skáld
eða geistlega menn. Hefur þetta
farið fram af handahófi til þcssa,
og mestu ráðið einstakir áhuga-
menn, a.m.k. i sumum tilfelium,
hverjir hafa orðið fyrir valinu. Þá
hefur ekkert eftirlit verið með
þvi, af hvaða smekkvisi minnis-
merkin hafa verið gerð, og stund-
um stjórnað útliti þeirra nokkur
vanþekking á eðli tákna og upp-
runa. Þannig eru dæmi þess,að
minnismerki i þröngum dal á ts-
landi, reist yfir skáld, hafi frekar
átt heima á bungubreiðum bö'kk-
um Rínar, og þá til minningar um
Lorelei, er lék og söng, heldur en
um þann mann, sem þekkti ekki
til annarra hljóöfæra en langspils
og fiðlu, lék á hvorugt og hefur
sjálfsagt aldrei heyrt hörpu
nefnda nema i reyfaraskáldskap
sunnan úr Evrópu.
Minnismerki okkar um Jónas
Hallgrimsson, það sem stendur i
Hljómskálagarðinum, stytta Jóns
Sigurðssonar, Hannesar Hafstein
og Stjórnarskrár-Kristjáns -
orka ekki tvimælis. Svo er um
ýmis fleiri minnismerki, sem
gerð eru af smekkvísi og nógu til-
efni. En notkun aðfluttra hluta,
svo sem eins og hljóðfæra, sem
hinir markverðu hafa aldrei aug-
EB-Reykjavik.
Fundur er i borgarstjórn Reyk-
javikur i dag. A dagskrá fundar-
ins er m.a. tillaga Kristjáns
Benediktssonar (F) um slysa-
tryggingu skólabarna, sem frest-
að var á siðasta borgarstjórnar-
fundi. Þá eru á dagskrá: Fyrir-
spurn frá Sigurjóni Péturssyni
(AB) varðandi tillögu um bygg-
ingu þurrkviar, tillaga frá Alfreð
Þorsteinssyni (F) varðandi
skipulag noröan Grafarvogs, til-
laga borgarfulltrúa Alþýðu-
flokksins um sölu mjólkur og
mjólkurvöru og tillaga frá Oddu
Báru Sigfúsdóttur (AB) um
sumaratvinnu unglinga.
um litið, ort né talaö um, fer illa
við góð nöfn og mikla minningu.
Til að fyrirbyggja slika notkun
þyrfti að koma upp einskonar
vinsamlegu eftirliti, sem byggðist
á þvf að leita þyrfti samþykkis á-
kveðinna opinberra aðila á þvi
hvort gerð minnismerkisins er
við hæfi. Mundi þá fækka hör-
punum, en I staðinn koma ’ferju-
fjöl. með fallegri bogalinu súðar-
innar, þeirrar, sem ætið skildi á
milli lífs og dauða, og fleytti jafn-
vel fátækustu stórmennum ævi-
skciöið á enda, og það i drottins
nafni.
Þá er athugandi hvort ekki þarf
að fara að huga að þvi, að ekki
fyilist allt af bronsköllum fyrr en
varir, einkum núna, þegar menn
eru dálitið bólgnir út af liðinni af-
rckatið. Eins og er þarf varla
nema ein fjölskylda að ákveða að
reisa styttu af forföður sinum á
einhverjum stað, sem er sögu-
frægur af allt ööru en þvi,að fyrir-
mynd styttunnar hafi kannski
dvalið á nefndum stað i nokkur
ár og unnið þar störf, sem koma
sögufrægð staðarins ekkert við.
Styttur geta auk þess verið svo
illa gerðar, að þær séu ekki til
neinnar prýði, einkum þegar þær
eru af fyrri aldamönnum og ekk
ert lifir eftir af þeim nema hatt-
kúfurinn og hempan. En fyrst og
fremst þarf aðkoma i veg fyrir,að
hljóðfæri Loreleiar verði reist út
um allt á islandi.
Svarthöfði.
Arrtór Valgeirsson, framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. fyrir framan hið nýja húsnæði að Suðurlandsbraut 32.
Dráttarvélar i nýju húsnæði:
DRÁTTARVÉLASALAN TVÖ-
FALDAÐIST