Tíminn - 16.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.03.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. marz 1972. TÍMINN „EG A SJO BORN — OG AAARGAR ÍSLENZK- AR DÆTUR AÐ AUKI" Siminn hringdi snemma morguns. —Það er stödd hérna kona, sem ég gæti trúað, að þú hefðir gaman af að tala við. Hún er bandarisk, ekkert sérlega mikil fyrir manni að sjá, en býsna mikill persónuleiki. — Sá sem hringdi, var Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loftleiða. Og hann þurfti ekki að dekstra mig, um hádegisbil var ég komin heim til konu hans, Dýrleifar Armann, þar sem biðu bæði gesturinn og góðar veitingar. Kannski ekki mikil fyrir manni a& sjá? Ónei, hvorki svo hávaxin né glæsileg, aö hún skeri sig úr mannfjölda, eh geislandi af hlýju, áhuga og þvi seiðmagni, sem vel mun reynast til að ná sambandi við litla mannssál, sem liður illa, en berst um til að tjá sig, skilur ekki hversvegna það er svona er- fitt að vera til — vera eins og aðr- ir. Dr. Frances Delany er sálfræð- ingur og lauk doktorsprófi I þeirri fræðigrein frá háskóla i New York. Mörgum þykir það út af fyrir sig ærin þrekraun að ljúka slikri menntun, en þegar við heyrum, að fru Delany er lika sjö barna móðir og amma tveggja barnabarna, fimmtiu og tveggja ára gömul, þá fer mann að gruna, að hún muni ekki eingöngu hafa setið i næði við bóklestur, þar til hún lauk námi. — Ég var búin að ljúka kenn- araprófi i tónlist og tungumálum þegar ég gif tist, — segir hún, — og það próf tók ég við Pennsylvaniu- háskóla. Ef menn ætluðu sér að ná þar æðra menntastigi, urðu menn að leggja fram prófritgerð og tókst mér að ljúka þvi verkefni á einu ári og ná meistaraprófi i þessum kennslugreinum. Samt fór það svo, að ég kenndi aðallega tónlist og listasögu, en harla litið af þeim tungumálum, sem ég hafði numið. Svo kynntist ég manninum mlnum, sem er lög- fræðingur, i við á striðsár- unum, börnin fæddust hvert af öðru, og fjárhagurinn var þröng- ur. Samt komst ég að þeirri niðurstöðu, að hagkvæmast væri að ég sjálf annaðist heimilis- reksturinn, þar sem svo mörgu þurfti að sinna. Samt tók ég við og við einkanemendur helzt drengi á aldrinum 16-17 ára, sem ein- hverra hluta vegna áttu I erfið- leikum með nám sitt. Ég setti mér að reyna að finna hver væri frumorsökin að þessum náms- erfiðleikum þeirra og aðstoða þá eftir mætti. Fyrir 19 árum læddist fimmta barnið okkar, stúlka, sem fæddist með liðhlaup i mjöðm. Þaö fékk mjög á mig, en sem betur fer var hægt að lækna hana alveg með viðeigandi uppskurði. En maður- inn minn sá hver áhrif þetta haföi á mig og hvatti mig til þess að taka upp kennslu á ný, það myndi vera mér hollt. Ég fór að kenna I igripum og þá venjulega börnum, sem áttu erfitt á einhvern hátt. Þegar á leið, fór ég að spyrja sjálfa mig: Hvað er það, sem ég er að gera fyrir þessi börn, sem flest hafa af einhverjum ástæð- um, hætt að geta lært en öðlast svo aftur námshæfileikana þegar þau fá hjálp? Hvernig veit ég, aö ég sé að gera það, sem bezt er? Ég verð að fá að vita hvað það er, sem á að gera. Þessvegna fór ég í háskólann I New York og valdi mér sálar- fræði I von um, að þá öðlaðist ég meiri skilning og lærði fleiri úr- ræði. Börnin fóru hjá sér, að mamma skyldi vera farin að ganga I skóla og höfðu af þvi miklar áhyggjur hvort ég myndi nú standa mig. Veistu hvað farið er að gera miklar kröfur i háskól- unum mamma? — spurðu þau. Og félögum sinum sögðu þau I fyrstu, að ég væri að fara I leikhús inn I New York, þegar ég var að fara i skólann, en við búum I út- borginni Scarsdale. Jæja, ég lauk doktorsritgerð I sjónkynjun og heilasköddun (visual perception og cerebral palsy). Til er stórt styrktarfélag heilaskaddaðra barna. Það bauð mér styrk til námsins og hvatti mig til að sækja samtimis um námsstyrk þvl rannsóknir og gagnasöfnun i sambandi við rit- gerðina var ákaflega dýr. Ég var svo heppin að fá námsstyrk, sem veittur er þeim, sem eru að undir- búa doktorsritgeröir, svo þetta fór allt vel. En af þvi efni, sem ég tók til rannsóknar var það fyrirbæri þegar börn geta ekki tengt hug- myndir og lesmál. Þar var ég raunar að nokkru aftur komin inn á mitt gamla námssvið, tungu- málin og uppruna þeirra. Þvi beindi ég athygli minni aö börn- unum og reyndi að gera mér grein fyrir hversvegna þessi „lestrar þroskuldur" myndaðist hjá sumum. Eftir að ég lauk doktorsprófinu kenndi ég um sinn við Fordham háskólann. En ég saknaði barn- anna. Ein vinkona min sagði mér frá merkilegum skóla, sem feng- ist við að kenna börnum með al- varlega geðrænar truflanir, svo ég fór þangað i heimsókn. Það er skemmst að segja, að þetta er stórkostleg stofnun og þangað réðist ég fyrir fjórum árum sem sálfræðingur. Það er lengi búið að halda fram þeirri kenningu, að geðrænar truflanir barna orsakast nær ein- göngu af þvi, að þau skorti hlýju frá móðurinni. Mér var orðið ljóst af eigin reynslu, að þessi kenning fékkst alls ekki staðizt og sem betur fer rikir sá andi I skólanum, að engar skýringar séu teknar al- gildar fyrirfram, né heldur hvaða leiðir skuli fara til að hjálpa börn- unum til að aðhæfast umhverfinu. Við höfum fengið til meöferðar börn með allskonar hegðunar- truflanir — börn, sem berja höfð- inu við vegg, — snúa sér úti I horn og segja ekki orð — börn, sem alls ekki geta talað. Mitt hlutverk er að fylgjast með hegðun þeirra og aðstoöa kennarana við að finna rétta kennsluaðferð. Aðrir skólar neita að taka við þessum börnum. Sum eru mjög trufluð, sum bæði vangefin og trufluð á geði, en sum eru llka bráðgáfuð. Enn eru svo þau börn sem ekki geta samhæft skynjun og tal og eru oft talin vangefin þessvagna. Já, vanda- málin eru mörg og mismunandi, en ég tel mér það til happs að hafa ekki komið inn i þetta starf fyrr en á miðjum aldri og með þá llfs- reynslu að baki, sem ég hef hlotið i uppeldi minna eigin barna. Ung: ir kennarar og sálfræðingar i^afa ekki eins fjölbreyttan samanburð og þvi er eðlilegt að þeim fallist frekar hendur og gefi upp alla von, ef árangurinn kemur ekki fljótlega I ljós. Það er rangt að kenna foreldr- um um allt, sem veldur geðrænni truflun barna. Skólastjórinn okk- ar, sem er stofnandi skólans, hef- ur barizt mjög gegn þeirri túlkun vandamálanna. Og við leggjum rika áherzlu á að fá foreldrana inn i starfið með okkur, sýna þeim viðbrögð barnanna og skýra þau, gera þau að virkum þátttak- endum i lækningu þeirra. Og samstarfsfólkið við skólann tekur heldur ekki þegjandi við kenningum hvers annars. Við verðum sannarlega að standa fyrir máli okkar „innanhúss", færa rök fyrir ályktunum sem við drögum af orsökum og tillögum sem við gerum til lækninga. En þarna r-ikir frjálslegur sam- starfsandi, sem flestir una vel. Þó kemur fyrir, að einhverjir sprenglærðir doktorar kunna ekki við að vera kallaðir blátt áfram sklrnarnöfnum, án alls titlatogs, en þeir staldra þá sjaldan lengi við hjá okkur! Þetta er ekki heimavistarskóli, nei, börnin búa heima hjá sér og þau eru aðallega úr fátækari hverfum borgarinnar, af ótal þjóðflokkum og með mismunandi hörundslit. Venjulega er langur biðlisti, þvi flest börnin þarfnast langtima meðferðar og þegar eitthvert útskrifast, þá er ekki hægt að taka inn önnur börn en þau, sem eiga samleið með hópn- um, sem fyrir eru I meðferð. Jú, þarna eru margir kennarar, einn kennari fyrir hver þrjú börn. En þetta eru Hka börn, sem eiga erfitt. Við litum ekki á þau sem veik, heldur fyrst og fremst rugl- uð — jú, sum reynast geðveik, en það getur tekið allt að þvi ár að ganga úr skugga um að svo sé. Við tökum þau yngstu inn 3 1/2 árs og bezt er að þau komi sem fyrst til meðferðar. Við látum for- éldrana alltaf fylgjast með. Þau eru oft inni i timum og svo sýnum við þeim myndir, sem viö tökum af börnunum með vissu millibili og látum þau hlusta á segulbönd, sem við tökum raddir þeirra á. Þá sannfærast for- eldrarnir oft betur um að framför eigi sér stað, en ef þau eiga að treysta á minni sitt og eigin at- hygli, sem slævist af daglegum samvistum. Læknanemar koma mikið i skólann og það er þeim áreiðan- lega gagnlegt. Þar fá þeir meiri heildarmynd af vandamálunum en við eina læknisskoðun eða svo. Já, það eru ótrúlega fjölbreytt vandamál, sem þessi börn striða við. Hjá mér var ein litil stúlka, sem átti ákaflega erfitt með að tileikna sér nokkurt timaskyn og hún var alltaf hrædd við að leys- ast upp — hverfa — eða deyja. Einu sinni spurði ég hana hvað hún héldi að ég væri gömul? Hún gat upp á 22 ára — 23 — 35. Nei, sagði ég, ég er 52 ára. Hún starði á mig. Svona gamalt hafði hún ekki haldið að fólk gæti orðið. Ég reyndi að tengja þessa staöreynd — að ég væri svona gömul, — hennar eigin upplifun, hennar eigin skyni á tima, svo að hún. skildi, að hún var sjálf ung og átti fyrir sér langa framtið. Það er svo undarlegt að sjá börn, sem stundum leika sér eins og þau væru nokkurra mánaða, en tala svo aðra stundina um alvarleg vandamál eins og fullorðið fólk — og þau eru ótrúlega fljót að finna ef fólk er með einhverja uppgerð — þau skynja raunveruleikann á vissum sviðum af ótrúlegum næmleik. Vist er erfitt að skapa sér stöðu þegar maður er kominn á þennan Sigríður Thorlacius ræðir við dr. Frances Delany sálfræðing frá Bandaríkjunum aldur, en við hvað á að miða? Ég tel mér það hafa verið mikinn styrk að takast ekki á við sálar- fræðina fyrr en ég átti að baki þetta langa lifsreynslu og kynni af minum eigin börnum. Ég var gagnrýnnari á ýmsar kenningar og eyddi ekki tima i að sökkva mér i lestur bóka þeirra höfunda, sem mér fannst ég ekkert gagn hafa af. Auðvitaö fékk ég andbyr vegna þess, að ég hafði ekki geng- ið hina venjulega braut frá einu prófboröinu að öðru. En skóla- stjórinn okkar leggur sjálfstætt mat á sitt starfslið. Við verðum oft að vara ungar kennslukonur við þvi að verða ekki of persónulega tengdar börn- unum — ætla ekki að gerast mæð- ur þeirra. Við bendum þeim á, að þeirra hlutverk sé annað — börn- in eigi mæður heima.i skólanum þarfnist þau kennara. Kannski séu mæðurnar ekki neinar fyrir- myndar manneskjur, en það sé hlutverk skólans að veita börn- unum lilca styrk til þess að lifa i sambúðinni við þessar mæður með göllum þeirra og kostum, lifa lifinu eins og það er i þeirra um- hverfi. En það er oft erfitt að sjá hvernig maður á að hjálpa börn- unum úr fátækrahverfunum. Og það þýðir heldur ekki að ásaka foreldrana — eða feðurha — fyrir Framhald á bls. 15 Dr. Frances Delany (Tlmamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.