Tíminn - 16.03.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.03.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 16. marz 1972. TÍMINN 15 Ekki kemst enn upp um brennuvarginn á Litla-Hrauni OÓ-Reykjavík. Búiö er aö yfirheyra allflesta þeirra fanga, sem voru á Litla- Hrauni, þegar eldurinn kviknaði þar s.l. sunnudagskvöld, en eng- inn þeirra hefur játaö að hafa kveikt i blaðabunkanum, sem eldurinn kom upp i. Eftir var að yfirheyra nokkra fanganna i gær- kvöldi. Þegar eldsins varð vart voru engir fanganna læstir inni. Flestir þeirra sátu i setustofu og horfðu á sjónvarp. Nokkrir sátu annars staðar i húsinu og fengust við föndur eða netahnýtingar. En einhver hefur farið uþp, brotið upp lásinn fyrir dyrum að þvotta- húsi og þurrklofti og kveikt þar i. En eldsins varð ekki vart fyrr en nokkru siðar, að hann magnaðist og reyk lagði niður i klefa, setu- stofu og vistarverur fangavarða. Rannsókninni á brunanum verður haldið áfram, og er eftir að yfirheyra örfáa fanganna enn og siðan bera saman framburð þeirra allra. pt-5 3 • ¦ ¦ ¦ i Framhald af bls. 9. 11 að vanrækja börn sin, ef eina leið- in til þess að afla lífsviðurværis er að vinna myrkranna á milli. Nú er sem betur fer að verða mikil breyting til batnaðar á samvinnu heimila og skóla al- mennt I stað þess, að lengi hefur viljað brenna við, að hver ásaki annan um vanrækslu. 1 nútima sálarfræði hafa komið fram margar skynsamlegar og gagn- legar kenningar, einkum i því hvernig aðstoða megi börnin við að taka þvi, sem að höndum ber, og margar nýjar aðgerðir eru lfka að koma i dagsljósið til að hjálpa þeim að sjá sig, seint verður málið tiltækur tjáningarmáti. Þá eru menn líka orönir gætn- ari í notkun ýmiskonar hæfnis- prófa, þvi þar kemur margt til at- hugunar. T.d. getur heilaskaddað barn, sem ekki ræður við hreyf- ingar sinar, ekki flutt hluti úr stað I hæfnisprófi, þótt það geti með öðrum hætti tjáð skilning sinn. Ég var einu sinni með 8 ára stúlku I prófi. Hún sagöi ekki eitt einasta orð. Ég lét hana afskiptalausa og smám saman tók hiín að raða saman próftækjunum og leysti þau öll rétt, án þess að segja eitt orð. Ég segi stundum við unga sál- fræðinga, að þeir skuli reyna að setja sig I spor barna með tjáningarhömlur með þvl, að rifja upp hvernig þeim liði sjálf- um, ef þeir komi i stórt sam- kvæmi, þar sem þeir þekki fáa og allir horfi á þá. Langar þá ekki til að sökkva i gólfið eða æpa að þessum marghöfðaða þurs? Ef þeir hefði ekki tamningu og tjáningarmöguleika, myndi þá ekki langa til að haga sér eins og börnin, sem æpa og sparka? Já, ég get ekki hugsað mér auðugra starf en mitt. En hefði Sigurður Magnússon ekki útveg- að mér Islenzkar stúlkur til að annast fyrir mig heimilið og börnin, þá hefði ég hvorki getað lokið námi minu né sinnt þessu starfi. Já, ég á orðið margar Islenzkar dætur, og allar góðar — auk barnanna minna sjö. Sigriður Thorlacius. Bækur Framhald af bls. 1. rikjunum. Bandariskur forn- bókasali virðist ekki hafa tima til að athuga verðmæti bók- anna. — Hann hugsar aðeins um að selja þær — hugsar ekki um verðmætið. — Hvar hefur þú fengið þær bækur, sem snerta Island? — Landnámu fékk ég I Kaup- mannahöfn, og er það einstak- lega fallegt bindi, er ég keypti hana var hún nýkomin úr sænsku bókasafni, en áður hafði hún verið á flakki um alla Skandinaviu. Þá ber að nefna Voyage en Islande, frábært bindi, enda úr eigu Leópolds Konungs. Nú er gifurlegur áhugi á gömlum kortum eins og t.d. Islandica og Grönlandica. Áhuginn á Islandi viröist hafa aukizt mjög mikið hin siðari ár, og get ég nefnt Englending nokkurn, sem safnar öllu, sem komið hefur á prent um tsland, og á hann nú bækur, sem fjalla um Island allt frá árinu 1600. Hann kaupir aldrei bækur, sem prentaðar eru á tslandi, heldur kaupir hann bækur um landið á öllum öðrum tungumálum. Nú á þessi maður 1000 bindi, sem fjalla um fsland, en ég veit ekki, hvað hann hefur hugsað sér að gera við safnið. — Hver er þetta? — Ég má ekki segja það, en þessi herramaður á næga peninga. Að lokum spurðum við Nye- gaard um, hvort ekki væri erfitt að ná I margar af þessum bókum. Hann svaraði þvi játandi og sagði, að þetta eintak, sem hann hefði nú af Landnámu væri hin eina, sem hann hefði náð I af Skálholts- útgáfunni i 20 ár. Þá má geta þess, að dýrasta bókin hjá honum kostar 245 þús. norskar krónur. Er það Waghenaer á Atlas Aganist the Spanish Armada. Þessi bók var gefin ut I London 1588. Holdanaut Framhald af 8. sögðum, að Galloway-gripir hefðu ekki verið fluttir út siðasta áratuginn og tókum þá full- yrðingu úr frétt I Farmers Weekly á þessu hausti, þar sem jafnframt var sagt frá þvi,að nú íægi fyrir umsókn frá bónda I Frakklandi um innflutning á nokkrum gripum af kyninu. Gallowayfélagsmenn töldu þetta mikla fjarstæðu og töldu upp 17 lönd, sem þeir hefðu flutt kynið til á timabilinu. Hins vegar svöruðu þeir ekki, hvort um gripi eða sæði væri að ræða, þótt um það væri spurt, ekki segja þeir, heldur um magn útflutnings, sem lika var spurt um. Ekki vil ég rengja fullyrðingu fulltrúa Gallowayfélagsins, enda stangast hún ekki á við okkar frá- sögn. Ég minnist þess lika, að ég hefi ekki alls fyrir löngu séð frétt um pantanir á nautsæði frá Nýja- Sjálandi eöa Astraliu til Bret- lands og þar var Galloway nefnt ásamt mörgum öðrum kynjum, en með ákaflega litið magn, ekki yfir 1% af heildarpöntuninni, ef ég man rétt. Annað.sem ber á milli okkar og þeirra Galloway-manna er, hver útbreiðsla kynsins sé a Bretlandseyjum. Við héldum þvi fram, að naut af þessu kyni væru litið notuð og helzt ekki ámóti kúm af öðrum kynjum (sbr. framanritaöa frásögn), en þeir töldu það mikið útbreitt um allar Bretlandseyjar. Nfndu samt engar tölur þó um þær væri spurt. Við höfum þvi miður engar tölur handbærar um þetta efni, en þeirra er auðvelt að afla. Af til- viljun rakst ég þó á skýrslu um, hvernig þessu var háttað i trlandi 1970. t skýrslunni er gefið upp af hvaða kynjum foreldrar fæddra kálfa á árinu voru. Þar kom fram, að af Stutthyrnings, (Shorthorn) — kyni voru 45,5% mæðra og 11,2% feöra. Af Fries- ian (mjókurkyn) 40,9 % mæðra og 31,6 % feðra. Af Hereford 44.7 % feðra og af Angus 9,7 % feðra og Garolai 1.9 %. Hlutfall mæðra af þremur siðasttöldu kynjunum ekki tilgreint en talið f einum lið. önnur kyn, sem eru með 13.6 % mæðra og 0.9 % feðra. Galloway- kyniðer ekki skilgreint þarna, en talið með öðrum kynjum og hlýtur að vera hverfandi litið. En þarna segja þó Gallowayfélags- menn að kynið sé mikiö útbreitt. Sennilega er i Englandi hlut- fallslega meira af Galloway en i trlandi, sem ég þori þó ekki að fullyrða, en ekki þykir það þó þýðingarmeira þar, en það að i tilraun, sem MLC (Meat and Livestock Commission) hefur látið gera með þyngingu kálfa af ýmsum kynjum og blendingum milli þeirra, hefur Galloway ekki verið tekið með, þótt 10 kyn væru prófuð. Hef ég þessa tilrauna- skýrslu undir höndum. Eitt það atriði, sem Galloway- félagsmenn gera mikið úr- og einnig milliþinganefndin er, hvað Gallowaygripir hafa hlotið góða dóma á Smithfieldsýningum — landbúnaðarsýningum, sem árlega eru haldnar I London. Enginn ber á móti þvi, að byggingarlag þessa kyns er fast mótað og sniðið eftir kröfum.sem áður giltu, en hinn almenni markaður gerir nú minna með. En sé byggingarlagið svo mikið atriði, þvl þá ekki aö velja Angurs-kynið, sem langoftast allra kynja hefur hlotið þessi verðlaun og á siðasta hausti hrifsaði til sin nær öll verðlaun, sem þar voru veitt. Ekki skal þetta mál rætt frekar nú. Ég hefi sett hér fram skoðun mina I þessu máli og skýrt á hvaða hátt hún hefur mótazt. Viö sem stóðum að fyrrnefndu bréfi til landbúnaðarnefnda Alþingis, og ég veit margir. austfirzkir bændur, hörmum afgreiðslu Búnaoarþings á málinu, og getum á engan hátt fallizt á skoðanir milliþinganefndar eða þau rök, sem fram hafa komið fyrir henni. ftg vil þó á engan hátt gefa i skyn, að þeir ágætu menn, sem I milliþinganefndinni eru, séu að vinna á móti betri sannferingu. en svo litur út, sem þeir hafi aorar hugmyndir um framkvæmd holdanautabúskapar hér á landi heldur en við Austfiröingar. mjög væri fróðlegt, ef þeir vildu gera grein fyrir afstöðu sinni opinberlega og 'á hverju þeir byggja hana. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að nefndin hafi ekki kannað málið nógu vel. Vissulega styrkir það grun minn, að nefndin skuli nú hafa leitað upplýsinga aðeins hjá fulltrúum þess félagsskapar, sem hún virðist vilja skipta við, og stendur einhliða að ræktun Galloway-kynsins. Ætla mætti, að Búnaðarfélag tslands hefði möguleika á að afla öruggari og óvilhallari upplýsinga. Vissulega sýndist ekki i mikið ráðizt, þótt sendir væru út einn eða fleiri menn i nokkra mánuði, tilaðkynna sér eins og hægt væri eiginleika hinna ýmsu holda- nautakynja, sem til mála gæti komið að flytja inn. Likur benda til, að fallþungamunur á 18 mánaða gömlum kálfum geti orðið allt að 50 kg á grip, eftir bvi af hvaða kyni faðir þeirra er eða réttara sagt, hvernig eiginleikar föðurins eru. Það myndi taka langan tima og kosta mikið fé, að kynbæta stofn, sem hefði eigin- leika til að gefa iægri fall- þungann, svo að hann næði hinum hærri. En lita þarf á fleira en kjöt- þungann, skaplyndi gripanna, hugsanlegir burðarerfiðleikar hjá kúm o.m.fl. getur haft afgerandi þýðingu. Það er kostnaðarsamt og tima- frekt að flytja inn kyn með sæðis- flutningum og þvi ntt að leggja áherzlu á að velja rétt kyn I upp- hafi. Þvi segi ég i lokin: Hér ætti ekki að hrapa að neinu. 7. marz 1972. Félag íslenzkra rafvirkja Allsherjaratkvæðagreiðsla Um kosningu stjórnar og annarra trúnað- armanna félagsins fyirir árið 1972, hefst laugardaginn 18.marz, 1972 og verður hagað sem hér segir: Þeir félagsmenn, sem búsettir eru, eða dvelja langdvölum utan Reykjavikur- svæði-ins, greiða atkvæði bréflega á tima- bilinu frá 18. marz til 7. april nk. og ber þeim að skila kjörseðlum i skrifstofu félagsins fyrir kl. 18 föstudaginn 7. april. Atkvæðagreiðsla fyrir þá félagsmenn,sem búsettir eru á Reykjavikursvæðinu, fer fram i skrifstofu félagsins laugardaginn 18. ög sunnudaginn 19. marz nk., frá kl. 14- 22 báða dagana. Kjörskrá liggur frammi i skrifstofu félagsins og geta þeir félags- menn,sem ekki eru á kjörskrá vegna van- goldinna félagsgjalda, komist á kjörskrá gegn þvi að greiða skuld sina áður en at- kvæðagreiðsla hefst, þ.e. fyrir kl. 12 á há- degi 18. marz nk.. Reykjavik, 15. marz, 1972 KJÖRSTJÓRN FÉLAGS ÍSLENZKRA RAFVIRKJA A ustfirðingar! Héraðsbúar! Opnuð hefur verið Ljósmyndastofa að Selási 9-11, Egils- stöðum, sem annast hverskonar Ijós- myndaþjónustu. Fljót og góð afgreiðsla. HÉRAÐ$MyNDTR SELÁSI 11, SÍMI 1316 EGILSSTÖÐUM. ooooooooooooooooo WILSON K0RFUB0LTASK0R J^i tvær gerdir af Q STRIGASKÓM SP0RTVAL ^^¦^ HLEMMTORGI símil«90 HLEMMTORGI sími 14390 PÓSTSENDUM OOOOOOOOOOOOOOOO®' o o o o o o o o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.