Tíminn - 16.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.03.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. marz 1972. TÍMINN 11 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Allt gekk á afturfótunum - og Island varð að láta sér lynda jafntefli við Finna, 10:10 Alf-Reykjavik. —Þaö var allt annað en gott hljóöiö i fararstjór- um íslenzka landsliösins eftir leikinn gegn Finnum i gærkvöldi, sem lauk óvænt meö jafntefli, 10:10. í fyrsta lagi lék islenzka landsliöiö langt undir getu. Var i ööru lagi mjög óheppiö, einkum i siöari hálfleik, þegar hvert dauöafæriöaf ööru rann út i sand- inn. Og i þriöja lagi voru júgóslavnesku dómararnir is- ienzka liömu mjög óhagstæöir á lokaminutum leiksins, leyfðu Finnum aö halda uppi töfum, án þess aö gera athugasemd, en dæmdu svo tafir á islenzka liðið 18 sekiíndum fyrir leikslok, en þá var islenzka liöiö einungis búiö aö leika meö knöttinn i 38 sekúndur, en Finnar höföu í næsta upphlaupi Alf — Reykjavik. — I kvöld verða háðir tveir leikir i l.deild i körfuknattleik og má búast við, að þeir verði báðir spennandi. Fyrst leika Valur og IS, en þessi lið berjast um 3.sætið i deildinni, Fyrri úrslitaleikurinn i 2. deildar keppninni i handknattleik milli Gróttu og Armanns verður háður i iþróttahúsinu á Seltjarn- arnesi i kvöld og hefst kl. 20.15. Lið Gróttu hefur sýnt miklar framfarir, en ekki eru mörg ár á undan haldiö knettinum I þrjár minútur. En það er ekki aðeins við dómarana að sakast, aö svona fór. tslenzka liðið átti að vera búið að tryggja sér sigur i leikn- um þegar i hálfleik þvi að finnska liðið er ekki ýkja sterkt sóknarlið. En greinilegt var, að islenzka liðið vanmat mótherjana. Fin- narnir eru „taktiskir” og likam- lega sterkir. Það var oft erfiðara að komast i gegnum vörn þeirra en islenzku leikmennirnir reikn- uöu með. 1 stuttu máli gekk leikurinn þannig fyrir sig, að Geir og Sigur- bergur skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins. Finnum tókst að komast á blað eftir 7 minútur, en Geir skoraði 3:1. Þá skoruðu Finnar úr i kvöld en i siðari leiknum mætast KR og Ármann — og má búast við, að Ármenningar veiti KR-ingum, sem eru i efsta sæti i deildinni, harða keppni. — Fyrri leikurinn hefst kl. 20.15. siðan félagið var stofnað. Ar- mann. hefur annað veifið leikið i l.deild, og er liðið með allra sterkasta móti nú. Siðari leikur félaganna verður háður i Laugardalshöllinni 22.marz n.k. vitakasti, en Viðar og Geir bættu hvor um sig einu marki við og var staðan i hálfleik 5:2. Siðari hálfleikur var hálfgerð hrollvekja fyrir Islendingana, sem horfðu á leikinn. Finnum tókst að jafna stöðuna, 5:5, og komast yfir, 8:7, þegar 12 min- utur voru eftir. A sama tima hreinlega mistókst allt, sem is- lenzka liðið reyndi að gera. Skot Gisla, Gunnsteins og Axels glumdu i stöngum — og finnski markvörðurinn varði eins og her- foringi. Og Finnum tókst aö auka forskotið i 9:7, þegar 13 minútur voru eftir. Þá fyrst tók islenzka liðið aðeins við sér. Gunnsteinn minnkaði bilið i 8:9 eftir linusend- ingu frá Jóni Hjaltalin. Og Geir tókst að jafna, 9:9, upp úr hraða- upphlaupi. Spennan var i há- marki — og allt ætlaði um koll aö keyra, þegar Gunnsteinn skoraði 10. mark Islands og rúmar fjórar minútur eftir. Finnar hófu upp- hlaup og fóru sér að engu óðslega, greinilega staðráðnir i að tefja timann og reyna ekki markskot, nema i öruggu færi. Tvisvar reyndu þeir að skjóta, en i bæöi skiptin færðu dómararnir þeim knöttinn aftur. Loks, þegar rúm minúta er eftir, missa þeir knött- inn i hendur islenzka liðsins. Sigur Islands virtist i höfn. En varla var liðið búið að leika nema tæpár 40 sekúiidur, þegar knöttur- inn var dæmdur af liðinu vegna tafa. Og i irafárinu, sem skap- áðist, tókst Finnum að brjótast aö marki og skora jöfnunarmark, 10:10. Leiknum var lokið og mikil ólga meðal leikmanna, en is- lenzku leikmönnunum tókst al- drei að byrja á miöju aftur. Leik- timinn var liðinn. Að sjálfsögðu eru þessi úrslit mikil vonbrigði, en þannig er það svo oft, þegar búizt er við miklu fyrirfram, þá verða úrslitin hvað óhagstæðust. A morgun, föstu- dag, leika Islendingar við Belgiu- menn. Bjarni Jónsson. BJARNITIL EGYPTA- LANDS Bjarni Jónsson, hinn kunni handknattleiksmaöur úr Val, sem stundar nám I Danmörku og leikur þar meö 1. deildarliðinu Arhus KFUM, mun fara meö liö- inu í keppnisferöalag til Egypta- lands um páskana. Arhus KFUM, sem lenti i 3 sæti i dönsku 1. deildinni, og fékk þar með bronzverðlaun — var verð- launaö 'fyrir góða frammistööu vetur, með þessari ferö. Leik- menn Arhus KFUM fá að taka konur sinar með i keppnisferöina og mun þvi kona Bjarna, Birna Magnúsdóttir, fara meö honum til Egyptalands. SOS. DORTAAUND TIL LANDSINS V-Þýzka handknattleiksliöiö Dortmund TUS Wellinghofin, er væntanlegt hingaö til landsins 27. marz og mun leika hér tvo leiki — liöiö kemur hingað frá Banda- rikjunum, en þaö er statt þar I keppnisferðalagi. Dortmund TUS Wellinghofin, mun leika hér tvo leiki, dagana 28. og 29. marz i Laugardalshöll- inni, og er reiknað með. að mót- herjar þeirra verði Fram og FH. En ef landsliðið verði þá enn þá á Spáni — verða aðrar ráðstafanir gerðar. Liðið mun borga allt fyrir sig, nema uppihald, en það mun HKRR gera, þvi að liðið kemur á vegum þeirra hingað til landsins. SOS. Spennandi í Höllinni Tekst Gróttu að sigra á Nesinu? Guomunaur öigurosson setur nýtt met. (Tlmamynd Gunnar) MET GUÐMUNDAR HEFÐI NÆGT TIL AÐ HLJÓTA GULL Á OL 1964 „Islandsmeistari með fyrirvara” var hinn visi Salómonsdómur, er kveðinn var upp af dómurum mótsins, eftir aö Guðmundur Sigurðsson, Ármanni hafði kært úrskurð tveggja dómara, sem dæmt höfðu lyftu hans i pressu ógilda. Kom ógildingardómur þeirra Ara Stefánssonar og Kristmunds Baldurssonar flestum áhorf- endum, sem voru fjölmargir, á óvart, enda kom I ljós, aö Ari fór inn á dómssvið, sem var ekki i hans verkahring að dæma, heldur yfirdómara lyftunnar, Óskars Sigurpálssonar. Eftir þó nokkurt þref og glugganir i reglugerðir, kváðu dómarar mótsins upp áður- nefndan úrskurð. Mun verða skrifað út til Alþjóðalyftingasam- bandsins og beöið um nákvæmar reglur um deiluatriðið, en það er hvort lyfta sé gild, ef einn dómari dæmir hana gilda, en tveir ógilda, og i ljós kemur, að þeim, er dæmdu hana ógilda, ber ekki saman um ógildingaratriðið. Þetta átti sér einmitt staö i lyftu Guðmundar. Erlendis tiðkast það, ef svona atvik ske, að kep- pandi fær lyftuna dæmda gilda, en missir af meti, hafi lyftan verið mettilraun. Eftir mikið þref við starfsmenn mótsins, var Guðmundi leyft að halda áfram keppni, og fór hann þvi „kaldur” til átaka i snörun, þar sem honum mistókst að snara 140 kg„ eftir að hafa snarað 130 kg. I fyrstu tilraun. Þegar kom að jafnhöttun, sýndi þessi frábæri iþróttamaður loks getu sina. Jafnhattaði hann i fyrstu tilraun 175 kg, sem var jafnframt nýtt isl.met i milli- þungavigt. Reyndi hann siðan við 180 kg, sen mistókst i fyrstu til- raun. 1 siðustu atrennu hans við 180 kg var sem áhorfendur vöknuöu af dvala og „tóku á” með honum með stunum og hrópum, og þá hafðist það. Stöng- in flaug upp, og i fyrsta sinn sáu Islenzkir áhorfendur lyftu á heimsmælikvaröa, enda var fögnuður þeirra eftir þvi. Óhætt er að segja.aö með afreki þessu hafi Guöm. orðið maöur mótsins, enda hefur hann fádæma mikið keppnisskap. Þó hafði tveimur ungum menntaskóla- nemum nærri tekizt að stela senunni, en þaö voru þeir Gústaf Agnarsson i þungavigt og Rúnar Gíslason i léttvigt. Báðir urðu sigurvegarar i sinum flokkum, Gústaf með nýtt isl. unglingamet i samanlögðu og Isl. met i snörun, 2 og hálfu kilói betra en gamla metið, sem hann átti sjálfur. Rúnar setti 4 ný isl. met. 1 öllum lyftunum og svo i samanlögöu. Hér eru á feröinni geysileg efni, sem vert er að hlú að og aöstoöa á allan hátt. Þáttur U.M.F. Selfoss var mikill, þar sem Selfyssingar mættu með friðan hóp byrjenda til keppni, undir röggsamri stjórn Róberts Maitsland. Flestir þeirra voru á unglingsaldri, en þaö stöðvaöi þá ekki i þvi að fara heim til Selfoss með 3 Islends- meistaratitla. Spái ég þeim glæstri framtiö i lyftingaiþrótt- inni. Afrek Guðm. Sigurðssonar Á. er 10 kg. betra en Olympiulág- markið er og það eitt ætti aö sanna hversu gott afrekiö er, en til gamans má geta þess, að fyrir sjö árum heföi jafnhöttunar-afrek hans verið heimsmet, og gulliö hefði hann unnið á Olympiuleik- unum i Tokio með samanlagða afrekið. Leitt er að sjá ekki óskar Sigurpálsson meðal keppenda, en hann mun vera meiddur i baki. Vonandi veröur hann með á Reykjavíkurmeistara -mótinu sem haldið verður i næsta mán. úrslit. Fluguvigt Pressa Snörun Jafnh. Samt. Kristinn Asgeirsson UMFS 45 kg > > 37,5 kg 60 kg 142,5 ” Stefán Larsen UMFS 40 42,5 >> 52,5 135 ” Dvergvigt Kári Elisson Á. 60 > > 57,5 > > 80 197,5 ” Svanur Guðmundsson UMFS 42,5 > > 40 > > 55 137,5 ” Fjaöurvigt Jón Sigurðsson UMFS 47,5 > > 47,5 >> 60 155 ” Sig. Sigurösson UMFS 42,5 >> 40 > > 55 ” 137,5 ” Léttvigt Rúnar Gislason A 100 >> 87,5 > > 112,5 >> 300 ” Asþór Ragnarsson A 80 >> 80 ” 95 255 ” Millivigt ROBERT Maitsland UMFS 75 > > 70 > > 100 245 ” Pétur Hartmannsson UMFS 65 > > 50 >> 75 ” 190 ” Milliþungavigt Guðm. Sigurðsson A 156 > > 130 >> 180 > > 465 ” Guðm. Sigurösson A 75 >> 75 > > 110 > > 260 ” Þungavigt Gústaf Agnarsson A 132,5 > > 127,5 >> 160 420 ” Ólafur Sigurgeirsson K.R. 110 >> 80 >> 115 305 ” Yfirþungavigt Sigtryggur Sigurðsson K.R. 85 > > 75 > > 90 ” 250 ” -FAK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.