Tíminn - 16.03.1972, Side 9

Tíminn - 16.03.1972, Side 9
8 • TÍMINN Fimmtudagur 16. marz 1972. Páll Sigurbjörnsson: Um holdanautainnflutning Hér á landi hefur litiö verið rætt eöa ritað opinberlega um holda- nautarækt. 1 siðasta mánuði birtist i dagbl. Timanum grein eftir Jón bónda i Garösvik, Eyja- firöi um það efni. Hvetur hann til aukinnar holdanautaræktar og bendir á, hvað sú búgrein falli vel að islenzkum búskapar- aðstæöum, og sérstaklega hvað hún bjóði betri skilyrði en sauð- fiárræktin til að foröast ofbeit á afréttum. Höfundur þessarar greinar er og hefur verið sammála þessum skoðunum Jóns og telur eðli- legast, að holdanautarækt verði ein af aðalbúgreinum islenzkra bænda. Einkennilegt er, að það skuli ekki hafa gerzt fyrir löngu, þvi að i löndum meö svipaða bús- kaparaöstöðu, er holdanauta- ræktin einmitt viða aðalbúgreinin ásamt sauðfjárræktinni. Hér veröur þó önnur hlið þessa máls tekin til umræðu, þ.e. væntan- legur innflutningur holdanauta- sæðis. A árinu 1969 dvaldi ég, sem þessa grein skrifa, i Bretlandi um 3 mánaða skeið. Nær helmingnum af þeim tima eyddi ég i aö ferðast um þau héruð landsins, þar sem búfjárrækt og grasrækt er mest stunduö. Ég kom á fjöldamörg bændabýli á þessum tima, sömuleiðis til- raunabú. Oftast varég á ferð með héraðs- eða fylkisráöunautum, og fékk alls staöar hina beztu fyrirgreiðslu og var gefinn kostur á aö skoða og kynna mér á hverju búi, það sem ég hafði helzt áhuga á. Upplýsingadeild brezka land- búnaöarráðuneytisins skipuiagði og undirbjó þessa ferö fyrir mig á þann hátt, sem ég mun ávallt veröa þakklátur fyrir, Ferð þessi var farin til að Kynnast starfsemi ráöunauta og almennum búskap i Bretlandi og var öll hin ánægjulegasta. En eitt af þvi, sem dró hvað mest að sér athygli mina i þessarri ferö var holdanautaræktin. Hana vissi ég tiltölulega litið um fyrir, þótt ég heföi litið eitt lært um hana af bókum. Ég sá engan annmarka þess, að hægt væri aö stunda hana hér á landi á svipaöan hátt og þar. Sérstaklega þótti mér athyglis- vert aö kálfarnir undan mjólkur- kúnum voru nær allir aldir upp til ,lógunar og þá ekki siður, hvað þessir nýfæddu kálfar voru seldir á háu veröi, ef þeir voru af kynjum, sem gáfu góöa vaxtar- möguleika. Hin mörgu búfjárkyn Breta eru dálitið ruglandi fyrir þá, sem eru þeim óvanir. Þar eru að minnsta kosti 10 holdanautakyn gömul og eitt nýlega flutt inn þá, en orðin fleiri nú. Mjólkurkyn eru 4 og nokkur af holdakynjunum einnig ræktuö til mjólkurframleiðslu. Auk þessa er til fjöldi afbrigöa meö ýmis sérkenni af hinum eiginlegu kynjum. Hvernig stendur á öllum þessum kynjum? Hverju þjóna þau? Kynin eru um ýmislegt ólik og henta þvi við mismunandi skilyröi. En mikinn þátt i aö halda þeim öllum við eiga gömul félög, sem staðið hafa að ræktun hvers kyns um sig. Berjast þau fyrir útbreiðslu sins kyns bæði af metnaði og f járhagsástæðum . Fjárvon getur verið mikil i sölu kynbótagripa, þvi aö þeir hafa um langan aldur veriö seldir út um allan heim á geysiháu veröi, og raunar innan lands lika. Þegar ég fór aö kynnast dreifingu hinna ýmsu kynja, sá ég fljótt, að ekki var um tilviljun að ræða, hvaða kyn var notað á hverjum stað, þótt smekkur og sérvizka réðu þar nokkru. Viss kyn voru notuö til framleiðslu einblendinga meö mjólkurkúm, sum nærri einvörðungu sem kálfafeður, önnur mest sem kálfamæður. Þá bar meira á sumum kynjum í haiðenaum sveitum og öðrum á laglendi. Ekki er hér rúm til að gera grein fyrir notkun hinna ýmsu kynja, Ég freistast þó til að slá upp grófri yfirlitsmynd, eins og þetta kom mér fyrir sjónir: Friesian holdmiklar og stórar kýr er lang algengasta mjólkur- kúakynið (80%). Til framleiðslu sláturgripa er kynið langmest notaö hreint, en algengt er þó að nota Itereford — (holdanaut) á móti og fleiri holdanautakyn. Gripir af smávaxnari mjólkur- kynjunum eins og Ayrshire (meðalstórvaxið) og Jersey ( smávaxnara og holdskarpara en islenzku kýrnar) voru ógjarnan aldir til slátrunar. Aftur geta þessi kyn gefið góöa sláturgripi, ef viðgeigandi holdakyn kemur á móti. Álgengasta holdakynið virtist mér Hereford (meöalstórvaxiö). Hvitu hausarnir á rauöum eða svörtum bol voru allsstaðar með, þar sem holdanautahjarðir sáust, en hviti liturinn á hausnum er rik- jandi eiginleiki, sem kemur jafnt fram i kynblendingum i fyrsta lið og hreinræktuðum gripum. Naut af þessu kyni eru mikiö meira notuð til undaneidis en kýrnar og þar-áfleiðandi á móti kúm af öðrum kynjum bæöi mjólkur- og holdagripum. (Aberdeen) Angus (smávaxið) er talsvert algengt holdakyn notað á svipaðan hátt og Hereford. ! fjallahéruðum, þar sem verið er með allstórar hjaröir af holdakúm, ber mest á Stutthyrningakyninu (fremur smávaxið) og Galloway (smátt) og mjög algengar eru kýr, §em eru einblendingar af þessum kynjum, Blue Grey (blágráu kýrnar). Mikið varð ég var við Charolais—kynið franskt holda- kyn, sem hafði þá verið flutt til Englands fyrir fáum árum. Var mjög mikill áhugi á þessu kyni, að reyna það sem kálfaferöur og fengu færri naut af þvi en vildu. Þrjú kyn rauð (Devon, Sussex og Lincoln) eru all útbreidd, þau eru stórvaxin og notagildi svipað og hjá Charolais. Þá er South Devon mjög stórvaxiö samhliða mjólkurkyn. Enn eru nokkur kyn ótalin, sem ég minnist ekki á. Til að bregða upp gleggri mynd af holdanautabúskapnum eins og hann er rekinn i heiðalöndum Englands, dettur mér i hug að setja hér smá pistil úr dagbók minni, sem ég hefi skrifað aö kvöldi eins dags ferðarinnar. Ég heimsótti 3 bú i Vestur- Jórvikurhéraði þennan dag ásamt Mr. A. Snobbs, héraös- ráðunaut og samstarfsmanni hans. Þaö er Mr. Snobbs að þakka, að ég skrifaöi óvenju nák- væmt um búrekstur og gripa- fjölda á þessum búum, en hann var leiðsögumaður minn og fararstjóri. Sá hluti York-héraös, sem við fórum um, liggur i svipaðri hæð yfir sjávarmál og Möðrudalsöræfi. Friðsælir dalir fremur hrjóstrugir liggja þarna milli ávalra litt gróinna heiöa, sem sauðkindin ein nýtir. Holda- kýrnar með kálfum sinum voru á beitá túnum og hálfræktuðu landi heima við bæina, sem stóöu I dal- botnunum. Þetta var I slöustu viku júni og túnin að verða fullsprottin. Vorið haföi verið með kaldasta móti. Hér fer á eftir lýsing á búunum en ég sleppi nöfnum a bændunum og bæjunum. 1. Heiöabýli I Wharfedale 200 — 400 m yfir sjó. Bústofn: 50 holdakýr með kálfum, Blue,/Greys (Stut- thyrningur x Galloway) haldiö undir Herefor-tarf. Hefur nýlega fengið 7/8 Charolaisnaut. Kálfarnir fæðast i okt. — nóv., kýr og kálfar fóðrað inni á votheyi meö sjálffóörun, hleypt út á gras i mai Kálfarnir vandi undani ágúst og seldir i október þá 250— 300 kg að þyngd. 350 ær (Swaledale x Dalebreed sem fá viö Swaledale og Scots Blackface Tees vater-hrútum i nóv. á girtu landi heima vi, siöan reknar á afrétt og eyöa þar vetrinum, en teknar heim tii burðar i apr. — mai, siðan aftur reknar á afrétt. Hereford-naut og White Shor- Bóndinn var að byrja að heyja i vothey, sem geymt var i flat- gryfju, sem kýrnar áttu aö skammta se'r sjálfar úr á næsta vetri. 2. Heiöabýli I Wharfedale 250 — 550 m yfir sjó. Bústofn: 45holdakýr með kálfum Blue/Grey og Aberdeen Angus/Galloway haldiö undir Herefordflaut og White Shor- thorn/Charolais-naut. Um 15 kýr bera i Okt. — nóv. afgangurinn i marz — apr. Kálfarnir seldir i okt. Þeir eldri þá 250 kg en þeir yngri 150 - 200 kg. 400 heiðaær af sama kyni og eins með farnar og á hinum bænum. Veriö var að reka féð heim til rúnings þennan dag. Mér sýndust lömbin vera Iitil og rýrðarleg miöaö við aldur. I sauö- fénu var slæmur húðsjúkdómur (Scrapie), sem verið var að gera tilraunir til að lækna, en hann veldur miklu tjóni á þessu svæði. 3. Stórt heiðabýli í Bowland 200 — 350 m yfir sjó. Bústofn: 150 holdakýr með kálfum. Galloway-kýr látnar fá við WhiteBred Shorthorn (Sut- thyrnings) - bola en Blue/grey- kýr við Hereford. Galloway- kýrnar eru á útigangi á vetrum og bera i apr,—mái, Blue/Grey kýrnar fóöraðar inni, þær bera i febr. — marz. Allir kálfar seldir i október. Kálfum er aldrei lógaö á þessum aldri, heldur eru þeir seldir bændum, sem fóðra þá til 18 — 24 mán. aldurs. Á búinu eru 1500 ær, Swaledale (Dalebredx Lon), allar hrein- kynja, mjög góður stofn. Hrútar þaðan seljast á háu verði (30.0005, — kr.) Tveir bræður áttu þetta bú, annar giftur og átti uppkomin börn. Enginn aökeyptur vinnu- kraftur var á búinu. Bærinn fjar- lægur annarri byggð, svo að ekki sást til byggðra bóla. Hvergi hefi ég mætt meiri gestrisni um dagana. Stofan var ekki rik- mannleg en þakin silfurskjöldum og bikurum, allt verðlaunagripir .fyrir sýnda hrúta, og litsjónvarp, sem aðeins rikir menn eiga, eina tákn þess að hér bjuggu engir fátæklingar. Þetta var nú útúrdúr. En til- gangurinn var að lýsa búskapar- venjum og vali kynja á venjulegu holdanautabúi. Þótt ég hafi ekki svona nákvæmar tölur frá öðrum búum, hefi ég þó á tilfinningunni, að þessi samsetning sé dæmigerð fyrir hálendisbúin, en enginn vafi er, að I láglendissveitum bar meira á stærri kynjunum, en minna og ég vildi segja sama og ekkert á Stutthyrningum og Galloway, var þar lika mikið minna af holdagripum. Ég ætla að bæta við dæmi af láglendisbúi og segja hér frá einu búi i Essex i Miö-austur- Engíandí. Þangaö kom ég með Mr. B. Brooks, fylkisráðunaut i mjólkurkúarækt i East Anglia. Þvi má skjóta hér inn, að Mr. Brooks hafði dvalið sem her- maður á Islandi á striösárunum. Lét hann mig njóta góös af kynnum sinum af landinu, sem ekki virtust þó hafa verið ánægju- leg fyrir hann. Koman á þennan bæ, þar sem bjuggu einyrkja hjón með 70 Jersey-kýr er mér minnis- stæð, vegna þess einstaka dugnaöar, og hagsýni, sem þar blasti viö, ásamt sérstakri hagræðingu án fjárfreks til- kostnaðar. Kýrnar voru sjálf- fóöraöar úr flatgryfju, legu básar og 6 fötu mjaltaklefi. Konan mjólkaði kýrnar ein. Kvigur voru aldar upp til sölu og viðhalds. Nýlega hafði bóndinn byrjaö að nota Charolais-naut á hluta af kúnum og seldi þá kálfa nýfædda á sem svaraði rúmum 4000, — kr. Hafði hann stundum notað Angus-bola áður til sömu nota, en taldi það mikið óhagstæðara. Mr. Brokks var hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Þau dæmi, sem hér eru nefnd og fleiri þeim lik mótuðu skoðanir minar á þvi, hvaða aöferðir myndu henta islenzkum bænd- um, ef hér yrði tekin upp holda- nautarækt og þá um leið, hvaða kyn hentuðu þvi búskaparlagi. Mér þykir einsýnt, að hér verður ekki tekinn upp vetrarbeitar- búskapur og tæplega verður mikið um holdakúahjarðir, sem ganga með kálfum. Holdanauta- rækt okkar veröur fyrst og fremst eldi einblendinga undan mjólkur- kúm. Þvi ályktaði ég, að þau kyn, sem kæmu til greina fyrir okkur, væri eitthvað af bráðþroskaðri og stærri kynjunum. Sýndist mér Hereford koma til greina, en þó fremur Charolais eða eitthvaö af rauðu kynjunum. Ég ræddi þetta að sjálfsögðu við ráðunauta, sem ég ferðaðist meö, og studdu þeir þetta álit. Siðan ég fór þessa ferð, hefi eg jafnan fengið enska landbúnaðar- timaritið Farmers Weekly, vikurritca. 100 bls. á viku, sem aö verulegum hluta er helgað holda- nautarækt og annarri kjötfram- leiðslu. Skoðanir, sem fram koma i þessu blaði, styðja þá stefnu, sem ég hafði markað mér og lýst er hér að framan. Hér hafði litið verið rætt um holdanautarækt eða holdanauta- innflutning um árabil, þar til Búnaðarþing 1971 tók málið upp og gerði um það samþykkt, mælti það inn með innflutningi Galloway-kynsins. Þetta val á kyni stangaðist alveg á við þær kenningar, sem ég hafði tileinkað mér I Bretlandi um notagildi Galloways, taldi ég mér þvi skylt að andmæla og skrifaði grein um málið, sem ég flutti þó sem út- varpserindi á Bændavikunni i fyrravetur... Átti ég von á, að bændur og ráðunautar tækju málið til gagngerðrar athygunar og var i engum vafa um, hvað slik könnun myndi leiða af sér. Þetta fór þó á annan veg. Enginn hefur fundið hvöt hjá sér til að ræöa málið opinberlega, en lagt var fram frumvarp á Alþingi samið af milliþinganefnd, þar sem innflutningsleyfi átti enn aö vera bundið við Galloway. Þetta fór mjög á annan veg en við Austfirðingar höfðum vonað, en i Austurlandi hefur verið meiri áhugi fyrir holdanautarækt en annars staðar á landinu. Héðan hafa um árabil komið kröfur um að flutt verði inn holdakyn, Ahugi á málinu hefur sizt minnkað og á siðasta sumri voru gerðar hér samþykktir af bændasamtökum til að herða á málinu og jafnframt um að breyta ákvörðuninni um val á kyni. Þeir Egilsstaðafeðgar, Sveinn og synir hans, sem um árabil hafa rekið stærsta holdanautabú á landinu utan Gunnarsholts, hafa jafnan staðið fremstir i bar- áttunni fyrir innflutningi holda- nauta. Ingimar Sveinsson er sér- menntaður búfjárræktarmaður og hefur kynnzt af eigin raun holdanautarækt i Banda- rikjunum, veit hann þvi vel, hvað hér er um aö tefla. Þegar frumvarpið um inn- flutning holdanautasæðis virtist vera komið á lokastig og mjög á annan veg en við Austfirðingar töldum æskilegast, tókum viö Ingimar, bóndi á Egilsstöðum og Jón A. Gunnlaugsson starfsfélagi minn okkur saman og skrifuðum landbúnaðarnefndum Alþingis erindum um málið. Færðum við þarfram þau rök, sem við töldum mæla gegn vali Gallowaykynsins og gagnrýndum rök milliþinga- nefndar fyrir þvi. Afrit af bréfi þessu var sent milliþinganefndinni, sem samdi frumvarpið og ennfremur fór það til Búnaðarþings, en lagafrum- varpið var lagt fyrir það. Ekki er mér kunnugt um, hvernig að málinu var unnið á Búnaðarþingi, en frumvarpið var samþykkt þar óbreytt. En mér var nú i lok þingsins sent afrit af bréfi, sem þawnun hafa fylgt frumvi t þvi er sagt frá spurningum, sem sendar höfðu verið til félags þess i Bretlandi, sem stendur að ræktun Galloways-kynsins, varðandi ýmis atriði, sem komu fram i bréfi okkar félaga, og svar fulltrúa félagsins við þessum spruningum. Fulltrúi „Gallowayfélagsins” vildi að vonum ekki samþykkja þau rök, sem við færðum fram gegn notagildi Golloway-kynsins. Mest áberandi þversögn i þeirra bréfi gagnvart okkar var. að við Framhald á bls. 15. Bóndinn á heiðabýlinu I Wharfedale I West Yorkshire var nýlega búinn að kaupa 7/8 Charolaisbola. Hann er hér á beit með nokkrum kvigum. (jjósmynd Páll Sigbjörnsson.) Fimmtudagur 16. marz 1972. TÍMINN 9 „ÉG Á SJÖ BÖRN — OG MARGAR ÍSLENZK AR DÆTUR AÐ AUKI" Sigríður Thorlacius ræðir við dr. Frances Delany sálfræðing frá Bandaríkjunum Siminn hringdi snemma morguns. —Það er stödd hérna kona, sem ég gæti trúað, að þú hefðir gaman af að tala við. Hún er bandarísk, ekkert sérlega mikil fyrir manni að sjá, en býsna mikill persónuleiki. — Sá sem hringdi, var Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loftleiða. Og hann þurfti ekki að dekstra mig, um hádegisbil var ég komin heim til konu hans, Dýrleifar Ármann, þar sem biðu bæði gesturinn og góðar veitingar. Kannski ekki mikil fyrir manni að sjá? Ónei, hvorki svo hávaxin né glæsileg, aö hún skeri sig úr mannfjölda, en geislandi af hlýju, áhuga og þvi seiðmagni, sem vel mun reynast til að ná sambandi við litla mannssál, sem liður illa, en berst um til að tjá sig, skilur ekki hversvegna það er svona er- fitt að vera til — vera eins og aðr- ir. Dr. Frances Delany er sálfræð- ingur og lauk doktorsprófi I þeirri fræðigrein frá háskóla I New York. Mörgum þykir það út af fyrir sig ærin þrekraun að ljúka slikri menntun, en þegar við heyrum, að frú Delany er lika sjö barna móðir og amma tveggja barnabarna, fimmtiu og tveggja ára gömul, þá fer mann aö gruna, að hún muni ekki eingöngu hafa setið i næði við bóklestur, þar til hún lauk námi. — Ég var búin að ljúka kenn- araprófi i tónlist og tungumálum þegar ég gif tist, — segir hún, — og það próf tók ég við Pennsylvaniu- háskóla. Ef menn ætluðu sér að ná þar æðra menntastigi, urðu menn að leggja fram prófritgerð og tókst mér að ljúka þvi verkefni á einu ári og ná meistaraprófi i þessum kennslugreinum. Samt fór þaö svo, að ég kenndi aðallega tónlist og listasögu, en harla litiö af þeim tungumálum, sem ég hafði numiö. Svo kynntist ég manninum minum, sem er lög- fræðingur, i við á striðsár- unum, börnin fæddust hvert af öðru, og fjárhagurinn var þröng- ur. Samt komst ég að þeirri niðurstöðu, að hagkvæmast væri að ég sjálf annaðist heimilis- reksturinn, þar sem svo mörgu þurfti að sinna. Samt tók ég við og við einkanemendur helzt drengi á aldrinum 16-17 ára, sem ein- hverra hluta vegna áttu i erfið- leikum með nám sitt. Ég setti mér að reyna að finna hver væri frumorsökin að þessum náms- erfiðleikum þeirra og aðstoða þá eftir mætti. Fyrir 19 árum fæddist fimmta barnið okkar, stúlka, sem fæddist meö liöhlaup i mjöðm. Þaö fékk mjög á mig, en sem betur fer var hægt að lækna hana alveg með viðeigandi uppskurði. En maður- inn minn sá hver áhrif þetta hafði á mig og hvatti mig til þess að taka upp kennslu á ný, það myndi vera mér hollt. Ég fór að kenna i igripum og þá venjulega börnum, sem áttu erfitt á einhvern hátt. Þegar á leið, fór ég að spyrja sjálfa mig: Hvað er það, sem ég er að gera fyrir þessi börn, sem flest hafa af einhverjum ástæð- um, hætt að geta lært en öölast svo aftur námshæfileikana þegar þau fá hjálp? Hvernig veit ég, að ég sé að gera það, sem bezt er? Ég verð aö fá að vita hvað það er, sem á að gera. Þessvegna fór ég i háskólann i New York og valdi mér sálar- fræði I von um, að þá öðlaðist ég meiri skilning og lærði fleiri úr- ræði. Börnin fóru hjá sér, aö mamma skyldi vera farin að ganga i skóla og höfðu af þvi miklar áhyggjur hvort ég myndi nú standa mig. Veistu hvað farið er að gera miklar kröfur i háskól- unum mamma? — spurðu þau. Og félögum sinum sögðu þau i fyrstu, aðég væri að fara i leikhús inn i New York, þegar ég var að fara I skólann, en við búum 1 út- borginni Scarsdale. Jæja, ég lauk doktorsritgerð i sjónkynjun og heilasköddun (visual perception og cerebral palsy). Til er stórt styrktarfélag heilaskaddaðra barna. Það bauð mér styrk til námsins og hvatti mig til að sækja samtimis um námsstyrk þvi rannsóknir og gagnasöfnun i sambandi við rit- gerðina var ákaflega dýr. Ég var svo heppin að fá námsstyrk, sem veittur er þeim, sem eru að undir- búa doktorsritgerðir, svo þetta fór allt vel. En af þvi efni, sem ég tók til rannsóknar var það fyrirbæri þegar börn geta ekki tengt hug- myndir og lesmál. Þar var ég raunar að nokkru aftur komin inn á mitt gamla námssvið, tungu- málin og uppruna þeirra. Þvi beindi ég athygli minni að börn- unum og reyndi að gera mér grein fyrir hversvegna þessi „lestrar þroskuldur” myndaðist hjá sumum. Eftir aö ég lauk doktorsprófinu kenndi ég um sinn við Fordham háskólann. En ég saknaði barn- anna. Ein vinkona min sagöi mér frá merkilegum skóla, sem feng- ist við að kenna börnum með al- varlega geðrænar truflanir, svo ég fór þangað i heimsókn. Þaö er skemmst að segja, að þetta er stórkostleg stofnun og þangaö réðist ég fyrir fjórum árum sem sálfræðingur. Það er lengi búið að halda fram þeirri kenningu, að geðrænar truflanir barna orsakast nær ein- göngu af þvi, að þau skorti hlýju frá móðurinni. Mér var orðið ljóst af eigin reynslu, að þessi kenning fékkst alls ekki staðizt og sem betur fer rikir sá andi i skólanum, að engar skýringar séu teknar al- gildar fyrirfram, né heldur hvaða leiðir skuli fara til að hjálpa börn- unum til að aðhæfast umhverfinu. Við höfum fengið til meöferðar börn með allskonar hegðunar- truflanir — börn, sem berja höfð- inu við vegg, — snúa sér úti i horn og segja ekki orð — börn, sem alls ekki geta talað. Mitt hlutverk er að fylgjast með hegðun þeirra og aðstoða kennarana viö aö finna rétta kennsluaðferð. Aðrir skólar neita að taka við þessum börnum. Sum eru mjög trufluð, sum bæði vangefin og trufluð á geði, en sum eru lfka bráðgáfuð. Enn eru svo þau börn sem ekki geta samhæft skynjun og tal og eru oft talin vangefin þessvagna. Já, vanda- málin eru mörg og mismunandi, en ég tel mér það til happs aö hafa ekki komið inn i þetta starf fyrr en á miöjum aldri og með þá lifs- reynslu að baki, sem ég hef hlotið i uppeldi minna eigin barna. Ung: ir kennarar og sálfræðingar þafa ekki eins fjölbreyttan samanburö og þvi er eðlilegt að þeim fallist frekar hendur og gefi upp alla von, ef árangurinn kemur ekki fljótlega i ljós. Það er rangt að kenna foreldr- um um allt, sem veldur geðrænni truflun barna. Skólastjórinn okk- ar, sem er stofnandi skólans, hef- ur barizt mjög gegn þeirri túlkun vandamálanna. Og við leggjum rika áherzlu á að fá foreldrana inn i starfið með okkur, sýna þeim viðbrögð barnanna og skýra þau, gera þau að virkum þátttak- endum i lækningu þeirra. Og samstarfsfólkið við skólann tekur heldur ekki þegjandi við kenningum hvers annars. Við verðum sannarlega að standa fyrir máli okkar „innanhúss”, færa rök fyrir ályktunum sem við drögum af orsökum og tillögum sem við gerum til lækninga. En þarna r-ikir frjálslegur sam- starfsandi, sem flestir una vel. Þó kemur fyrir, að einhverjir sprenglærðir doktorar kunna ekki við að vera kallaðir blátt áfram skirnarnöfnum, án alls titlatogs, en þeir staldra þá sjaldan lengi við hjá okkur! Þetta er ekki heimavistarsköli, nei, börnin búa heima hjá sér og þau eru aðallega úr fátækari hverfum borgarinnar, af ótal þjóðflokkum og með mismunandi hörundslit. Venjulega er langur biðlisti, þvi flest börnin þarfnast langtima meðferðar og þegar eitthvert útskrifast, þá er ekki hægt að taka inn önnur börn en þau, sem eiga samleið meö hópn- um, sem fyrir eru i meðferð. Jú, þarna eru margir kennarar, einn kennari fyrir hver þrjú börn. En þetta eru lika börn, sem eiga erfitt. Við litum ekki á þau sem veik, heldur fyrst og fremst rugl- uð — jú, sum reynast geðveik, en það getur tekið allt að þvi ár aö ganga úr skugga um að svo sé. Við tökum þau yngstu inn 3 1/2 árs og bezt er að þau komi sem fyrsttilmeðferðar. Við látum for- eldrana alltaf fylgjast með. Þau eru oft inni i tlmum og svo sýnum viö þeim myndir, sem viö tökum af börnunum með vissu millibili og látum þau hlusta á segulbönd, sem við tökum raddir þeirra á. Þá sannfærast for- eldrarnir oft betur um að framför eigi sér stað, en ef þau eiga að treysta á minni sitt og eigin at- hygli, sem slævist af daglegum samvistum. Læknanemar koma mikið i skólann og það er þeim áreiðan- lega gagnlegt. Þar fá þeir meiri heildarmynd af vandamálunum en við eina læknisskoðun eða svo. Já, það eru ótrúlega fjölbreytt vandamál, sem þessi börn striöa við. Hjá mér var ein litil stúlka, sem átti ákaflega erfitt með að tileikna sér nokkurt timaskyn og hún var alltaf hrædd við að leys- ast upp — hverfa — eða deyja. Einu sinni spurði ég hana hvað hún héldi að ég væri gömul? Hún gat upp á 22 ára — 23 — 35. Nei, sagði ég, ég er 52 ára. Hún starði á mig. Svona gamalt hafði hún ekki haldið að fólk gæti orðiö. Ég reyndi að tengja þessa staöreynd — að ég væri svona gömul, — hennar eigin upplifun, hennar eigin skyni á tima, svo að hún, skildi, að hún var sjálf ung og átti fyrir sér langa framtið. Þaö er svo undarlegt að sjá börn, sem stundum leika sér eins og þau væru nokkurra mánaða, en tala svo aðra stundina um alvarleg vandamál eins og fullorðið fólk — og þau eru ótrúlega fljót aö finna ef fólk er með einhverja uppgerð — þau skynja raunveruleikann á vissum sviðum af ótrúlegum næmleik. Vist er erfitt að skapa sér stöðu þegar maður er kominn á þennan aldur, en við hvað á að miða? Ég tel mér það hafa verið mikinn styrk að takast ekki á viö sálar- fræðina fyrr en ég átti að baki þetta langa lifsreynslu og kynni af mínum eigin börnum. Ég var gagnrýnnari á ýmsar kenningar og eyddi ekki tima i að sökkva mér i lestur bóka þeirra höfunda, sem mér fannst ég ekkert gagn hafa af. Auðvitað fékk ég andbyr vegna þess, aö ég hafði ekki geng- ið hina venjulega braut frá einu prófboröinu að öðru. En skóla- stjórinn okkar leggur sjálfstætt mat á sitt starfslið. Við veröum oft að vara ungar kennslukonur við þvi að verða ekki of persónulega tengdar börn- unum — ætla ekki að gerast mæð- ur þeirra. Við bendum þeim á, að þeirra hlutverk sé annað — börn- in eigi mæður heima.i skólanum þarfnist þau kennara. Kannski séu mæðurnar ekki neinar fyrir- myndar manneskjur, en það sé hlutverk skólans að veita börn- unum lika styrk til þess að lifa i sambúðinni við þessar mæður með göllum þeirra og kostum, lifa lifinu eins og það er i þeirra um- hverfi. En það er oft erfitt að sjá hvernig maöur á að hjálpa börn- unum úr fátækrahverfunum. Og það þýðir heldur ekki að ásaka foreldrana — eða feðurna — fyrir Framhald á bls. 15 Dr. Frances Delany (Tímamynd Gunnar)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.