Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 2
2 TIiVliINJN Þriðjudagur 21. marz 1972. „Trúr þeim arfi, sem sem honum hefur hlotnazt” í Reykjavikurbrcfi s.l. sunnudag er ýmislegt, sem kalla mætti góð ihugunarefni, og skai það sagt án nokkurs háðsmerkis. Meðal annars má nefna eftirfarandi máls- greinar: „tslendingar hafa átt þvi láni að fagna að eiga marga athafnamenn, sem eru sprott- nir úr jarðvegi erfiðra kjara, en eru samt innbiásnir óbil- andi trú á land sitt, framtið þjóðarinnar og vaxandi vel- megun. Þeir hafa flestir brotizt úr litlum efnum og átt lengst af við margvíslega erfiðleika að etja. En þeir hafa aldrei látið erfiðleikana smækka sig, heldur stæla . Bnn þessara manna, Þorbjörn i Borg, hefur ávallt staðið sjálfur að verkstjórn i fyrir- tæki sinu. Þar hefur hann unnið hörðum höndum frá morgni til kvölds. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn ber gæfu til að taka dugmikla athafnamenn, sem vinna sjálfir ásamt starfsliði sinu að framförum og þjóðnytjastörf- um, fram yfir þá rikisforsjón, sem hreiðrar um sig eins og ormur i laufi, er hann trúr þeim arfi sem honum hefur hlotnazt”. Góður leiðsögumaður Ekki skal við þvi amazt, þótt Mbl. minni á, hver dugnaðar- maður Þorbjörn i Borg er og bendi á hann sem dæmi um það, hvernig beztu skjól stæðingar Sjálfstæðisflokksins eigi að vera. Sú spurning hlýtur hins vegar að vakna við slika umræðu, hvort Þorbjörn i Borg sé táknrænt dæmi um þá alikálfa sem verið hafa innstir á hugsjónajötu ihalds- ins siðustu áratugi. Og sé reynsian látin svara spurning- unni, mun hitt nær sanni, að þeir „athafnamcnn", sem annan hátt hafa á rekstri fyrirtækja sinna en þann að vinna sjálfir með starfsfólki sinu, séu þar miklu dýrlegri goð á stalli. Það eru þeir, sem sitja eins og silkihúfur utan og ofan við hin almennu störf og fleyta rjómann, hirða arðinn og byggja fyrir hann hallir. Það var fyrir þessa menn, sem íhaldið ætlaði að koma á skattfrelsi peningaarðsins. Það er fyrir gróðabralls- mennina, sem ihaldið hefur ætið barizt bezt, fyrir þá, sem taka allt á þurru. Aö þvi leyti hefur Sjálfstæðisflokkurinn veriö viðrini meðal íhalds- flokka, ævintýraflokkur með net sin i gruggugu vatni. Nú er ekki þvi að neita, að þjóðinni væri hagkvæmara að koma vörudreifingu fyrir á félagslegri grunni en Þorbjörn i Borg stendur á. En hitt er eðlilegt/ að sannur ihalds- flokkur beri slikan rekstur og slika menn vel fyrir brjósti i orði og vcrki, en hafi ekki ein- hverja almannahagsmuni að yfirvarpi til þess að villa á sér heimildir. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn heföiveriði slikur hreinn og beinn ihaldsflokkur, væru linur i islenzkri pólitik hreinni en þær eru. Vonandi er lofgjörðin um Þorbjörn i Borg merki þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé aö átta sig á þvi, hver hann er, og meiri hrein- skilni um stefnuna sé að vænta á næstunni. Kannski hann sé að taka ofan grimuna. -AK. Um svefn t.J. sendir Landfara bréf um svefn og ýmsar ráðleggingar til þess að geta notið nægilegs svefns. Þetta er vandamál i of hlöðnu lifi og samfélagi nú- timans. Bréfið er svona: „Það er hafið yfir allan efa, að eitt frumskilyrði fyrir andlegri og likamlegri heilbrigði er nægur svefn. Um það eru allir á einu máli, sem á þvi hafa þekkingu. En það er hinsvegar staðreynd að mikill hluti islenzku þjóðarinnar sefur of litið, og á það þó einkum við um stálpuð börn og unglinga. Spurningin er: Hvernig stendur á þessu: Og hvað má verða til úr- bóta? Orsakirnar eru margar, störf, skemmtanir og lifshættir þjóðarinnar hafa þróazt þannig undanfarna áratugi, að svefntim- inn hefur orðið of stuttur hjá mörgum, og þó segja megi að hverjum sé það i sjálfsvald sett hvað hann sofi mikið, er það tæp- ast i reyndinni. Menn verða háðir umhverfi og aðstæðum ýmis- konar. Fyrst vil ég nefna tvennt, sem gæti orðið að einhverju leyti til úr bóta. Ef skólarnir, bæði barna- og unglingaskólar byrjuðu klukku- stund seinna á morgnana en þeir gera nú, mundi það undir flestum kringumstæðum þýða viðbótar svefntima sem þvi svaraði og munaði miklu, og gæti verið, að sú viðbót væri dýrmætari en nokkurn órar fyrir. Skólastjórar og fræðslu-yfirvöld hafa stundum verið að reyna að færa að þvi rök, að óumflyjanlegt sé að byrja kennslu svo snemma sem nú er gert. Mér hefur virzt að þau rök hafi verið þvaður manna, sem eru bundnir, reyrðir og negldir niður af gömlum vana. Menntamálaráðherrann ætti að láta athuga þetta gaumgæfilega, þvi að ef svefntimi skólanema, eldri og yngri væri lengdur um klukkustund hefði það örugglega mikla þýðingu. Annað vildi ég nefna, sem auð- velt er að lagfæra. Fimm daga vikunnar — frá mánudegi til föstudags er bæði sjónvarp og út- varp óþarflega lengi fram eftir á kvöldin. Hvortveggja ætti að vera lokið ekki seinna en klukkan hálf ellefu, annað er um helgar, þá geta flestir sofið lengur. Báðir þessir fjölmiðlar flytja stundum ágætt efni, en verulegur hluti þess er þó aðeins til dægrastyttingar og væri hollara að sofa. En það sem þó hefði mest að segja væri fræðsla og áróður. Heilbrigðis- yfirvöldin mættu gjarna láta þetta til sin taka. Td. væri tilvalið að hafa um þetta sjónvarpsþátt og fá til færustu lækna og sér- fræðinga i þessum málum. Hvaða áhrif of litill svefn að staðaldri hefur á heilsu manna og lif hefur verið rannsakað. Læknar geta upplýst hvaða hættur af þvi stafa að sofa of litið. Mjög margt fólk fer furðulega illa með þrek sitt og heilsu, Stundum af gáleysi, en oft af heimskulegum vana. Allt,sem gert er til að forða fólki frá þjáningum og heilsuleysi er gott. Heilsuvernd hefur lika stór- kostlega þjóðhagslega þýðingu, þvi veikindi og heilsuleysi kosta bæði beint og óbeint alveg gifur- legar fjárhæðir, svo miklar, að það er alveg óhætt að taka þær með i reikninginn. t.J.” Setið við sjónvarp Torfi Þorsteinsson sendir okkur eftirfarandi pistil í lausu máii og bundnu: ,,A meðal frétta islenzka sjón- varpsins að kvöldi 1. marz 1972 var sýnd mynd af heimkomu Nixons úr Kinaförinni. Þar sást forsetinn koma skælbrosandi úr flugvélinni og kyssa ættingja og vini. Þá var og frá þvi sagt, að Bretar hyggðust leggja ákvörðun íslendinga um útfærslu fiskveiði- landhelginnar i 50 sjómilur fyrir dómstólinn 1 Haag. Einnig mundu þeir gera viðeigandi ráðstafanir til varnar enskum veiðiskipum við Island. I tilefni af för forseta tslands til Finnlands voru finnskir vegfar- endur spurðir ýmissa spurninga um ísland. Einn vegfarandinn vissi fátt um tsland en hann minnti þó, að þar væri geigvæn- legt eldfjall, sem héti Etna. Fréttum kvöldsins lauk með þvi, að sýnd var mynd frá bænum Fagranesi við tsafjörð, en þar var verið að hýsa kýrnar eftir útivist i góða veðrinu á miðri góunni. Að loknum þessum kvöldfrétt- um urðu þessar visur til: SVEFNBEKKIR Ódýrir vandaðir svefnbekkir til sölu að öldugötu 33. Upplýsingar i sima 19407. Hálínað erverk þá hafið er sparnaðnr skapar verðnueti Samvinnnbankinn Nixon kom frá Kina glaður kyssti, strauk og faðmaði lýð. Hann er orðinn mikill maður mun ei fleiri heyja strið. I Finnlandi var fréttaspjallið fengið út um torg og völl. ttar héldu að Etnu-fjallið yfirgnæfði Snælands fjöll. tslendingar engan kvóta Englendingum vilja ljá. Bretar okkur hörðu hóta að herja miðum vorum á Grær nú óðum gras á túnum gerast ekki veðrin hörð. Byrjað er að beita kúnum á bæjunum við tsafjörð.” Þetta lætur Landfari nægja i dag. VANUR HÁSETI óskast á FREYSTEIN N.K. 16, sem gerð- ur er út á þorskanet frá Grindavik. Upp- lýsingar i sima 92-8107. SKAFTFELLINGAFÉLAGIÐ i Reykjavik og nágrenni heldur aðalfund sinn að Skipholti 70, fimmtudaginn 23. marz og hefst kl. 8.30 siðdegis. Stjórnin DODGE WEAPON með diesel, i góðu lagi óskast til kaups. Einnig Austin Gipsy diesel til niðurrifs, eða dieselvél með kassa kemur til greina. Upplýsingar í sima 50498 eftir kl. 7 eh. 'W BAKSTUR í góðar kökur þarf gott efni, gott smjörlíki, Flóru-smjörlíki. Nýja Flóru-smjörlíkið gefur kökunum ljúffengt bragð ----------------------- og lokkandi útlit. TIDRA er fyrsta ílokks SMJÖRLIKISGERÐ KEA nýja uppskrift -PASKAKÖKUR 200 g Flóru-smjörlíki, 75 g sykur, 300 g hveiti, 1 msk. vanillusykur, saxaðar möndlur, sulta eða hlaup. Flórsykur- bráð: 2 dl flórsykur, 1 1/2 msk. vatn. Setjið hveiti, sykur og vanillusykur á borð. Skerið smjörlikið saman við og hnoðið deigið. Mótið 3ja cm þykka si- valninga úr deiginu. Veltið þeim upp úr söxuðum möndlum og kælið vel. Skerið sivalningana niður i u.þ.b. 3ja mm þykkar kökur, mótið örlitla holu I miðju hverrar köku og fyllið hana með góðri sultu eða hlaupi. Bakið kökurnar við 225- 250 gráður C i 8-10 min. Setjið flórsykur- bráð ofan á sultutoppinn þegar kökurn- ar eru orðnar kaldar. V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.