Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 9
Þriðiudagur 21. marz 1972. TÍMINN 9 ;:;:;:;:;:;:;:;:;:;:;:;:l.... . .. . . . . . . . . . . . . . . . . .. . . . . . . . . . . . . . . Úlgefcindi; Fraw*6kttarf)oW<urfnn Fr«mkv»mda»ti6ri;:lí rlstf 6nB«iw-d tkf jótartÞðrarittH::: Þdrarlnsson [áij), Attdrés KfIsfíáttSSOrt, Jón- H«}g«t>tt, Ittdrtðt G. Þorstaittsson og Tómas Karlsson, Augtýsingastióri; Steitt- grírttur -Gíslasott. Ritstíórnarslfrifstofur í edduilúsittU, Sifmar 18300 — 183Q&, Skrifstofvr Banícastfæfi 7. ~ Af&rei5siusínvi 13323. Augiýsingasimt 19523f :AHrar::si<rifstofwr simi .T8300, Áskrifiar^fald :kr, 22S.OO :á : máru»St : :innan!ands;: :í: taUsasólv : : kr. 13.00 aintakiS. — Biaóaprent B.f. fOffwtt) Varnarmálin í einu af þeim plöggum, sem lögð voru fram á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins á s.l. vori, og áttu að vera þessari æðstu valdastofnun Sjálf- stæðisilokksins til leiðbeiningar við ályktunar- gerð, var ritgerð eftir ungan lögfræðing um öryggis- og varnarmál. Er nokkuð fróðlegt að bera þessa ritgerð hans saman við þau of- stækisskrif sem Mbl. hefur birt um þessi mál frá þvi að rikisstjórnin birti málefnasamning sinn um endurskoðun varnarsamningsins. Um þá aðstöðu—sem Nato hefur hér á landi nú, segir m.a. i þessu „Landsfundarplaggi”: ,,Það er mjög sennilegt, að þessi aðstaða sé aðeins nauðsynleg i fá ár i viðbót, að þá muni njósnatungl og önnur tækni hafa gert herstöð á íslandi óþarfa, og þegar sá dagur rennur upp ætti öllum íslendingum að verða það fagnaðar- efni. Ýmsar aðrar ástæður liggja til þess, að íslendingar ættu að endurskoða afstöðu sina i þessu máli. Ég ætla að minnast stuttlega á eina þeirra. Eins og þið vitið hafa Bandarikjamenn ^ á undanförnum árum lagt niður margar her- stöðvar, bæði heima og erlendis, annað hvort af pólitiskum ástæðum, eða vegna þess að þær hafa verið orðnar úreltar. Það hefur heyrzt i þessu sambandi, að til greina hafi komið að leggja niður herstöðina á Keflavikurflugvelli. Ég hef ekki hugmynd um, hvort þessi orðrómur hefur við nokkur rök að styðjast, en hann visar okkur á mikilvæga staðreynd. Hún er sú, að styrkur þeirra afla i Bandarikjaþingi, sem vilja draga úr hernaðarskuldbindingum Bandarikjanna erlendis, hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Mike Mansfield, leiðtogi Demókrata i öldungadeildinni, hefur mjög beitt sér fyrir þvi, að Bandarikin drægju úr herstyrk sinum i Evrópu. Þessar tilraunir hafa ekki borið árangur enn sem komið er, en það er ekki ósennilegt, eftir þvi, sem manni skilst, að öll þessi mál verði tekin til gagn- gerrar endurskoðunar á næstunni, m.a. vegna reiðinnar i Bandarikjunum út af þeim skuld- bindingum, sem steyptu þeim út i striðið i Viet- nam. Ef svo færi gæti mjög hæglega komið til þess, að Bandarikjamenn kæmust að þeirri niðurstöðu, að herstöðin á Keflavikurvelli svaraði ekki kostnaði. Ef Sjálfstæðismenn halda fast við hina opinberu kenningu sina um, að island megi aldrei varnarlaust verða, gæti farið svo, að þeir væru orðnir að athlægi fyrir að vera kaþólskari en páfinn”. Höfundur þessa „Landsfundarplaggs” er Jakob R. Möller, sem hefur verið eins konar sérfræðingur ungra Sjálfstæðismanna i öryggis- og varnarmálum. Hann var einn af ræðumönnum Heimdallar á kappræðufundi við FUF i Reykjavik fyrir skömmu. Hann lýsti þvi yfir þar, að hann væri enn sömu skoðunar og hér er tilvitnað að ofan. Hann á sér vafalaust marga skoðanabræður i Sjálfstæðisflokknum, því annars hefði þetta plagg ekki verið lagt fyrir Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Mbl. ætti að hafa það i huga næst þegar það ritar um varnarmál. —TK Spartak Béglov, stjórnmálafréttaritari APN: Að Kínaför lokinni Kichard Nixon, Chou En—I.ai og William Ilogers i Peking. (UPl) Hcr birtist grein eftir einn af stjórnmálaritstjórum sovézku fréttastofunnar APN um Kinaför Nixons. Þessi grein lýsir vel viðhorfum þeim, sem nú ráða meðal leiötoga Sovétrikjanna til batnandi sambúðar Bandarikjanna og Kina. Liklegt er að þessi við- horf muni setja talsverðan svip á utanrikisstefnu Sovetrikjanna á næstu mi serum og þvi forvitnilegt að kynnast þeim. Athuganir, sem gerðar hafa verið viða um heim á við- horfum manna til vikudvalar Bandarikjaforseta i Kina, bera glögglega með sér að flestir fréttaskýrendur fara sér hægt i að taka undir full- yrðingar um að umrædd vika ,,muni breyta heiminum”. Af beggja hálfu, Bandarikja- manna og Kinverja, er lögð álika mikil áherzla á áhrif ferðarinnar út á við. En þó að viss hópur manna kunni að vera móttækilegur fyrir slikum ytri sýnilegum áhrifum, þá verður ástandið á vettvangi alþjóðamála aðeins breytt með áþreifanlegum til- lögum, ákvörðunum og úrlausnum. Þrátt fyrir alla orðgnóttina um „friðarást” og „vörn kúgaðra þjóða”, þá fundu tugir milljóna manna á ýmsum „hættustöðum ” i heiminum og löndum In- dó—Kina, Suðaustur—Asiu og Miðausturlöndum ekkert fyrir þvi að af þeim væri létt farginu i lok ferðar Nixons. Þvert á móti héldu banda- riskar herflugvélar uppi heift- arlegum sprengjuárasum á Vietnam meðan á Kinaför Nixons stóð, og skömmu fyrir heimsókn Bandarikjaforseta til Peking neituðu Kinverjar að senda fulltrúa til Parisar á alþjóðaráðstefnu sem haldin var þar til að lýsa stuðningi við þjóðir Indókina i baráttu þeirra við árasarsveitir Bandarikjamanna. Grunsam- leg er hin algera þögn um ástand mála i Miðaustur- löndum og réttlætismál araba i hinni opinberu yfirlýsingu sem gefin sem gefin var út um Kinaferð forsetans. Þeir fréttaskýrendur hafa rétt fyrir sér, sem segja að i þessheimsókn Nixons til Kina hafi litlu máli skipt það sem skráð var á blað eða sagt upp- hátt heldur hitt sem gefið var i skyn. Það er einkenni fyrr- nefndrar yfirlýsingar að báðum aðilum eru gefnar frjálsar hendur um túlkun hinna almennu sanninda sem i henni felast. Hagnýtt gildi heimsóknarinnar er einkum fólgið i þvi, — sem greint er frá i yfirlýsingunni— að báðir aðilar munu auka allskyns bein samskipti milli þjóðanna. Þeir munu kjósa þau svið samskiptanna, þar sem hagsmunir beggja koma saman, segir bandariska blaðið Wall Street Journal. Umtal þessu likt um árangur ferðar Nixons forseta til Kina er bersýnilega beggja hagur, þar sem ákvörðunin um ferðina var tekin án þess það væri hætishót hugleitt, hvernig heimsóknin mætti stuðla að lausn brennandi al- þjóðlegra vandamála, eða hver áhrif hennar yrðu að þvi er varðar hagsmuni banda- mannanna. Auðvitað bar aðilum ekki saman um, hvort þetta yrði þeim til álitsauka i heiminum eða ekki, en megin tilgangurinn var samt sá að hafa sem mest áhrif heima fyrir: Bandaríkjamenn gripu til þessa ráðs vegna iorseta kosninganna fyrirhuguðu, kin- versku ráðamennirnir til þess að sýna þjóð sinni enn einu sinni að maóisminn væri hinn bjargfasti grundvöllur alls valds. 1 pólitisku tilliti var um gangkvæma ánægju að ræða, svo i Peking sem Hvita húsinu i Washington. Innan marka hins „gagnkvæma skilnings” urðu aðilar sammála um að auka hugsanleg sámskipti þjóðanna. Þetta samkonulag er báður hagstætt, en hvaða stefnu munu aðilar taka i essum efnum? Vestrænir fjölmiðlar leggja kapp á að telja mönnum trú um að ráðamennirnir i Hvita húsinu liti ekki lengur svo á, að Bandarikjunum stafi mest hætta af Kinverjum, á sama hátt og Bandarikin séu ekki lengur „óvinur Kina númer eitt”. „Samt sem áður munu margir mánuðir líða áður en fullljóst verður um þá málamiðlun, sem þróun þessara samskipta mun kosta”, segir New York Times. A sama tima eru hvorum aðila um sig gefnar frjálsar hendur i stórvelda- leiknum, sem þau eru þátt- takendur i i Asiu. 1 fyrrnefndri yfirlýsingu er lýst þeirri skoðun ráöamanna i Peking að „stærri riki eigi ekki að ógna sér veikari rik- jum” og að „Kina muni aldrei verða i rööum risa- velda”. Þessi skipting rikja heims i „stór”, „miðlungs” og „smá ”, sem ráðamenn i Peking hafa talað um i yfir- lýsingum sinum um utanrikis- mál að undanförnu, lýsir betur en nokkuð annað þeirri sann- færingu maóista að i samfél- agi þjóðanna séu þær ekki allar jafnar. Ráðamenn i Peking telja sig sérstaka verndara hinna „smáu” og „veikburða” i samræmi við regluna: Sá sem ekki er með mér er á móti mér. „Riki kjósa sjálfstæði, þjóðir frelsi”, segja Kinverjar i hinni sameiginlegu bandarisk—kin- versku yfirlýsingu. En jafn- skjótt og þjóð Bangla Desh lýsti yfir rétti sinum til sjálf stæðis, en ráðamenn i Peking gerðu tilraun til að mynda and—indversk og and—sovézk bandalög, þá hóf forystulið maóista að ógna riki hinna 75 milljóna Bengala. Stjórnendurnir i Peking gleðjast yfir þeim and— japönsku sjónarmiðum sem bryddar á i hinni banda- risk—kinversku yfirlýsingu. Og fögnuður kinversku forystumannanna er ekki minni vegna þeirrar stað- reyndar, að ræðurnar, sem haldnar voru til heiðurs Maó Tse—tung, voru undirbúnar og samdar I Hvita húsinu um sama leyti og bandariskir diplómatar voru hvað harðaítir i afstöðunni til Indverja. „I dag hafa þjóðir okkar framtíð alls heimsins i sinum höndum”, sagði Bandarikja- forseti i veizluboði i Shanghai. Hefði maður þó haldið að slikar fullyrðingar væri ekki hægt að hafa yfir i heyranda hljóði á vorum dögum, en kannski hefur andrúmsloftið á viðræðufundunum ýtt undir slikt tal. Sérfróðir menn á sviði bandariskrar utanrikisstefnu, m.a. blaðamenn, sem fylgdu Nixon forseta eftir á Kinareis- unni, telja að sitthvað hafi máttgreina, sem benti til þess að forystumönnum maóista væri umhugað um að Banda- rikjaher yrði áfram i Asiu- löndum. t ljósi þessa virðist fáranlegur allur gaura- gangurinn i sambandi við svo- kallað loforð Bandarikja- manna til handa Kinverjum um málefni Taiwan. Það verður erfitt fyrir forystulið maóista að skýra fyrir kin- versku þjóðinni, hvernig samrýma megi viðurkenningu Bandarikjamanna á þvi að I Taiwan sé hluti af Kina og þá | staðreynd, að skuldbindingar Bandarikjastjórnar við stjórn Sjang Kæ—sjeks eru eftir sem áður hinar sömu. Fullvalda riki gera með sér samninga hernaðarlegs eðlis og ef Bandarikjastjórn telur samning sinn við Taiwan- stjórn i fullu gildi, þá verður að lita svo á að Bandarikja- menn telji Formósu jafn full- valda og „hið sameinaða Kina”. Nýlega var það fullyrt i Washington, að ráða- mennirnir i Peking hefðu fullvissað Nixon forseta um að þeir hefðu ekki i hyggju að beita valdi til frelsunar Taiwan. Fyrirvari sem þessi er enn ein sönnun þess að ýmis atriði leynast að baki sjálfra samninganna, og er þar ekki undanskilið að Bandarikja- menn kunni siðar i samninga- viðræðum við Kinverja að not- færa sér sem tromp á hendi spurninguna, er varðar frekari fækkun i bandariska herliðinu á Taiwan. Brezka blaðið The Guardian telur, að Bandarikjamenn muni gera það að skilyrði fyrir brottför herja frá Taiwan, að Pekingstjórnin skuldbindi sig til að binda enda á striðið i Vietnam. Það er ekki af ein berri tilviljun sem margir bandariskir fréttaskýrendur lýsa ánægju sinni yfir „hóg- værð” i orðavali Kinverja, er þeir ræða málefni Vietnama i yfirlýsingunni um við ræðurnar: auðvitað verður slikt aðeins gert á kostnað þjóðfrelsishreyfingar Viet- nama. A sama hátt vekur það heldur ekki nena furðu, að forsvarsmenn leppstjórnar- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.