Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 21. marz 1972. TÍMINN 5 Hjálparstofnun kirkjunnar: Hjálpum kirkjunni að hjálpa Fórnarvika kirkjunnar 19. — 26. marz FLUGRAÐ HEFUR HALDIÐ ÁTTA HUNDRUÐ FUNDI Ákveöiö er aö halda hina árlegu fórnarviku kirkjunnar aö þessu sinni vikuna 19-26. marz. Fórnarvikan er fastur liöur i starfsemi Hjálparstofnunar kirk- junnar. áriega ein vika á föstunni. Fórnarvikan er helguö almennri fjársöfnun Hjálpar- stofnunarinnar til hjálpar bág- stöddum. Fórnarvikan er haldin á föstunni til aö gefa fóiki tækifæri til aö setja framlög sin i samband viö hana, og gefa föstunni þannig aö einhverju litlu leyti þaö inni- hald, sem hún á aö hafa i Iffi iristinna manna. Fólk getur /astaö og látiö andviröi þess, sem fastan sparaöi renna til hjálpar bágstöddum. Unnt er aö fasta á margvis- legan hátt, fasta i mat og drykk, fasta á skemmtanir, leikhús- og bióferöir, sælgæti, tóbak og áfengi og svo mætti lengi telja. Andviröi smávægilegra fastna geta lyft Grettistaki, þegar saman er komiö. Andviröi einnar góörar' sun- nudagsmáltiöar hjá 5 manna fjölskyldu getur t.d. haldiö lifi i 30 manns i einn dag, sama gildir um andviröi einnar áfengisflösku, andviröi biómiöa getur mett 4, andviröi eins sigarettupakka 3. Þannig má sjá aö litiö átak hjá fáum getur gert stóra hluti. Fjársöfnun fórnarvikunnar fer ekki fram á vanabundinn hátt meö merkja sölu eöa ööru slíku, prestar munu taka á móti fram- lögum viö messur sunnudagana 19. og 26. marz og að auki alia vikuna á milli. Hjálparstofnunin hefur opinn giróreikning nr. 20001, inná hann getur hver sem er lagt sitt framlag, og aö siðustu tekur skrifstofan aö Klapparstig 27 á móti framlögum alla vikuna. Aö sjálfsögöu getur fólk allan ársins hring komiö framlögum til Hjálparstofnunarinnar á framfæri eftir ofangreindum ieiöum. VERKEFNI! Eins og að ofan greindi, er fórnarvikan helguð almennri fjársöfnun til hjálpar bágstödd- um. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur á stefnuskrá sinni hjálp bæði innanlands og utan. Samkvæmt þessari stefnuskrá hefur Hjálparstofnunin starfað og samkvæmt henni mun hún starfa i framtiðinni. Hjálparstarf kirkjunnar beinist fyrst og fremst að hjálp til sam- hjálpar og i öðru lagi að skyndi- hjálp i neyðartilvikum. En þótt fórnarvikan sé almenn fjársöfnun, vill Hjálparstofnunin sérstaklega benda á nokkur atriði, sem hún mun beita sér að á næstunni. 1. Hjálp i Bangladesh. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hversu stórmannlega Islendingar brugðust við skyndi- söfnun Hjálparstofnunar kirk- junnar og Rauða krossins s.l. haust til hjálpar flóttafólki frá A- Pakistan, þar var um að ræða brýna skyndihjálp i neyðartilviki. En þegar styrjöldinni lauk má e.t.v. seeia að neyðarástandið hafi orðið enn alvarlegra eða' allavega ekki minnkað og tekið aöra stefnu. 10 milljón flóttamenn snúa nú heim á leið og freista þess, aö hefja lif sitt að nýju þar sem frá var horfið, En horfurnar fyrir þetta óhamingjusama fólk eru vægast sagt hrollvekjandi. Állt vega- og brúarkerfi landsins er að meira eða minna leyti i ólestri, þannig er ekki aðeins erfitt fyrir fólkið að komast leiðar sinnar, heldur er og mjög erfitt um alla birgða- og matvælaflutninga. Húsnæði er i rústum, heilu þorpin eru gjörsamlega eða aö miklu leyti jöfnuð við jörðu, áætlað er að u.þ.b. 60 þús. þorp séu þannig leikin. Aveitukerfi er laskað og akrar því uppþornaðir og ónothæfir, þar til þvi hefur verið komið i lag. Búpeningur er dauður. Fyrir utan hina 10 millj. flót- tamenn eru u.þ.b. 20 millj. heimilislausir i Bangladesh, eða alls 30 millj. heimilislausir. Ekki þarf mörg orð til að lýsa þessu ástandi og þörfinni fyrir hjálp. Enda er hjálparstarf i Bangladesh i algjörum brenni- depli hjá öllum þeim sem láta sig þessi mál skipta, kirkjulegum samtökum, Rauða krossinum, Sameinuöu þjóðunum o.fl. alþjóð- legum samtökum. Efnt hefur veriö til viðtækrar samvinnu ýmissa aðila um þetta verkefni öll hjálparstarfsemi i landinu fer fram i mjög góðri samvinnu við yfirvöld þar. Sem dæmi um það sem nágrannaþjóöir okkar sinna þessu máli, má benda á, að bæöi Danir og Norðmenn eru með virkustu þátttakendum i þessu verkefni. Norðmenn lögðu mikið fé að mörkum til hjálpar flótta- fólkinu á sinum tima, en hafa sist dregið úr sinni hjálp nú. Fyrir skömmu var ákveðinn þáttur i norska sjónvarpinu sem nefndist „Aksjon Liv” framlög vegna þessa eina þáttar urðu n.kr. 4 millj. eða ein n.kr. á hvern Norö- mann, aðeins þessi eini þáttur i framlagi Norðmanna jafngildir i isl. kr. um 50 millj. og miðað við mannfjölda u.þ.b. isl. kr. 2,9 millj. Hjálparstarfið I Bangladesh er að sjálfsögðu til að byrja með neyðarhjálp, meðan verið er að koma fólkinu heim, en megin- markmiðiö er hjálpin til sjálf- hjálpar, og varanlegt upp- byggingarstarf i landinu. Framlag Hjálparstofnunarinnar hefur hingað til einungis veriö fólgið i fjárframlögum til ákveð- ins verkefnis, en mikill áhugi er fyrir þvi, ef nægilegt fé safnast, aö kanna möguleikana á þvi, að senda til hjálparinnar islenzk matvæli, ef það reynist hag- kvæmt. 2. Hjálp til holdsveikra i heimin- um. í öðru lagi vill Hjálparstofnunin á þessari fórnarviku vekja at- hygli á holdsveikisjúklingum i heiminum. Þeir munu nú vera um 20 millj. talsins, en aðeins u.þ.b. 2.5-3 millj. munu eiga kost á ein- hverri læknisumönnun. Læknavisindum hefur fleygt svo fram að nú mun unnt að kom- ast að fullu eða verulegu leyti fyrir holdsveiki, ef sjúklingurinn kemst nógu fljótt undir læknis- hendur. Einnig mun að nokkru unnt að lagfæra lýti, sem sjúk- dómurinn kann að hafa valdið á likama sjúklingsins. En þarna er um mjög dýrar aðgerðir að ræða, og eins hitt að sjúkdómurinn er oftast algengastur þar sem minnst er aðstaðan til lækninga. Astæðan til þess að Hjálpar- stofnunin vekur sérstaka athygli á þessu vandamáli er sú, að holdsveiki er ekki arfgengur sjúkdómur, og þar af leiðandi mjög liklegt að unnt sé að útrýma honum. Þaö virðist vera algjörlega I mannlegu valdi að útrýma holds- veiki, þekkingin og kunnáttan virðist vera fyrir hendi, en þetta kostar mikið fé, og margir vinna af öllum mætti við að þetta megi takast. A meðan er holdsveikt fólk'og hefur verið frá alda öðli útlægt gert úr mannlegu sam- félagi. 3. Flóttafólk um allan heim. Þrátt fyrir hina miklu og myndarlegu flóttamannasöfnun íslendinga á s.l. ári, er aldrei of oft vakin athygli á þessu hræði- lega vandamáli heimsbyggðar- innar, þeirri óhamingju og illu ör- lögum, sem þessu óhamingju- sama fólki er búin. 4. Innlend hjálp. I siðasta en ekki sizta lagi vill Hjálparstofnunin i tilefni fórnar- vikunnar vekja athygli á hjálpar- starfsemi innanlands. 1 fyrsta lagi er stofnuninni nauðsynlegt aö eignast einhvern varasjóð, sem unnt er að gripa til i einstökum neyðartilvikum, eins og við fráfall fyrirvinnu, þar sem kannske móðirin stendur eftir ein með börn, við langvarandi veik- indi fyrirvinnu, við húsbruna. Nauðsynlegt er að geta gripið til sliks varasjóðs strax til að geta veitt hjálpina samstundið meðan neyðin er e.t.v. stærst. Auk þess mun verða kannað hvernig Hjálparstofnunin getur komið til hjálpar við einstök verkefni á vegum liknarfélaga eða heildarsamtaka þeirra öryrkjabandalags tslands. Einnig er áhugi fyrir hendi að athuga, hvort Hjálparstofnunin getur komið til einhverrar aö- stoöar i sambandi viö áfengis- vandamálið. Ofangreind atriði eru aðeins til ábendingar í tilefni fórnarvikunn- ar til aö gefa til kynna, hversu vlðtækt verkefni Hjálparstofnun- inni er ætlað i framtiðinni, ef bol- magn verður til. Það er alkunna, hversu íslend- ingar bregða skjótt við til hjálpar, þegar neyö ber að höndum. Allir munaeftir að hafa tekið þátt I mörgum skyndisöfnunum. Hjálparstofnun kirkjunnar er m.a. ætlaö það hlutverk, eins og áður segir að vera einskonar varasjóður i slikum tilvikum, þannig að ekki þurfi skyndisöfn- unar viö, hjálpin sé fyrir hendi, og geti borist strax. Fólk er hvatt til að sækja mess- ur I kirkjum landsins sunnudag- ana 19. og 26. marz I tilefni fór- narvikunnar. Að lokum er minnt á giróreikn- ing Hjálparstofnunarinnar nr. 20001. KJ—Reykjavik. Flugráð hélt sinn 800. fund á miðvikudaginn, en ráðið var sett á fót I júli 1947. Formaður flug- ráðs er Agnar Kofod Hansen flug- málastjóri, og er hann skipaöur i ráðið af ráðherra ásamt Jó- hannesi Snorrasyni yfirflugstjóra hjá Flugfélaginu. Þrir ráðsmenn eru kosnir af Alþingi, þeir Garðar Sigurðsson alþingismaður Vest- mannaeyjum, Þórður Björnsson yfirsakadómari Reykjavik og Alfreð Gislason bæjarfógeti i Keflavik. Varamenn eru kjörnir af Alþingi þeir Páll Bergþórsson veðurfræðingur, Steingrimur Hermannsson framkvæmdastjóri og Guðmundur Guðmundsson slökkviliðsstjóri. Varamenn skip- Þing LIV: Óánægja með vinnutíma verzlunar- fólks OÖ—Reykjavik. A 8. þingi Landssambands isl. verzlunarmanna var Björn Þórhallsson, viðskiptafræöingur, kosinn formaður sambandsins. A þinginu, sem 62 fulltrúar sátu, voru samþykktar ályktanir um atvinnu- og efnahagsmál, um lif- eyrissjóði og kjaramál. t ályktun um lifeyrissjóöi segir, að opinber ihlutun um málefni sjóðanna komi ekki til greina, né neinar breytingar á reglugerðum lifeyrissjóða eða ráðstöfun fjár- muna þeirra, nema meö sam- þykki viðkomandi verkalýös- félaga. Þingið lýsti yfir mikilli óánægju með fyrirkomulag á vinnutima verzlunarfólks, og sérstaklega með þann þátt samninganna, sem heimila dagvinnu á laugar- dögum. Lagði þingið áherzlu á, aö við gerð næstu kjarasamninga veröi ekki samiö um aðra' til- högun á vinnutima en að 40 stunda vinnuvika verði unnin á fimm dögum og ljúki eigi siðar en kl. 18.00 á föstudögum. Itarleg ályktun var einnig gerð um fræðslumál og ályktaöi þingiö ennfremur að athuga skyldi um útgáfu timarits á vegum sam- takanna. Stefnt er að þvi að næsta þing LIV verði haldið að Höfn i Horna- firði. aðiraf ráðherra eru þeir Magnús Guðmundsson flugstjóri og Haukur Claessen flugvallastjóri. Verkefni ráðsins eru margþætt, og má þar t.d. nefna fram- kvæmdir á flugvöllum, öryggis- mál flugsins, auk þess sem ráðið fjallar um margs konar réttindi i sambandi við flugið til félaga og einstaklinga. Upprifjunar- námskeið fyrir ökumenn Bindindisfélag ökumanna hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haldið upprifjunarnámskeið fyrir ökumenn, þar sem fjallað hefur verið um ýmsa þætti umferðarmála. Þessi fræðslustarfsemi hefur gefið góða raun og námskeiðin verið fjölsótt. Nú hefur veriö ákveðið að halda slikt nám- skeið dagana 21. til 23. marz. Verður námskeiðið haldið á kvöldin. Fræðslan rmiðast við öku- menn á öllum aldri og verður væntanlega hagnýt og gagn- leg fyrir þátttakendur. A námskeiðinu mun Logi Guöbrandsson, hrl. fjalla um og útskýra umferðalögin, Arnþór Ingólfsson, lögreglu- varöstjóri, leiðbeina um um- ferð i Reykjavik, Sigur- bergur Þórarinsson, bifreiðaeftirlitsmaður, fjalla um búnað bifreiða. Pálmi Frimannsson, stud. med. um þátt mannsins i umferöinni og Jóhann E. Björnsson, for- stjóri, um bilatryggingar og uppgjör tjóna. Þátttaka er öllum heimil og tilkynnist skrifstofu B.S.A. eða Abyrgð hf. Læknafréttir Ólafi Halldórssyni héraðslækni I Bolungarvik, hefur verið veitt lausn frá embætti frá 1. marz. Valgarði Egilssyni hefur verið veitt leyfi til að stunda almennar lækningar hér á landi. Ólafur Jensson læknir, hefur verið skipaður forstöðumaður Blóðbankans. Skákmenn Tímans «nmm l*»: » ' mi Þessir ungu menn tefla fyrir hönd Skákfélags Reykjavikur I blaöská þeirri, sem nú fer fram milli Akureyrar og Reykjavikur I Timanun Piltarnir heita Kristján Guðmundsson tv. og Torfi Guðmundssoi (Timamynd Róbert). Ung kona með 6 ára dóttur óskar eftir ráðskonustarfi utan Reykjavikur. Upplýsingar um starfsaðstæður og laun sendist blaðinu sem fyrst merkt „Ráðskona 1241”. JORÐ OSKAST Jörð óskast til kaups. Þarf að hafa ein- hverja lax og silungsveiðiaðstöðu. Má vera húsalitil eða i eyði. Tilboð merkt: 1240 sendist blaðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.