Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 21. marz 1972. TÍMINN 19 Leikarar söfnuðust á mánudaginn saman i félagsheimili slnu, til að heiðra Róbert Arnfinnsson leikara, fyrir hina góðu frammistöðu hans I Þýzkalandi að undanförnu. Þarna var kátt fólk samankomið, eins og sjá má á myndinni, sem tekin var af Róbert og eiginkonu hans (til hægri) umkringd leikkonum. (Tlmamynd G.E.) „Bormann” Framhald af bls. 20. Austurrikis og þaðan til frum- skóganýlendanna i Suður-Ame- riku. Arið 1965 sögðu synir Bor- manns, að þeir álitu föður sinn látinn. En siðustu 27 árin hefur vofa Bormanns þó sézt viða um heim. Sagt er að hann hafi ávarpað Þjóðverja um leynilega útvarps- stöð árið 1946. Ari siðar var hann sagður i Astraliu, 1949 i Austur- riki og á ttaliu, 1950 á Spáni, 1952- 1960 hér og hvar i S-Ameriku, og 1961 átti hann að hafa látizt sem vellauðugur kaupsýslumaður I Mið-Austurlöndum. En 1964 kom- ust enn á kreik sögur um að Bormann væri á lifi, og hét þá v- þýska stjórnin stórfé til höfuðs honum. Við Eichmann-réttarhöldin i Jerúsalem 1960 heyrðust nýjar sögusagnir um að Bormann væri lifandi i S-Ameriku, og nú hafa mörg lönd þar tekið upp skipu- lagða leit að strfðsglæpamönnum nazista. 1 Perú er nú leitað að hin- um alræmda Auschwitz-lækni Josef Mengele, sem talinn er búa þar i landi. Beate Klarsfeld, sem einnig hefur íeitað strfðsglapamanna, var nýlega i Perú til að rayna að fá „slátrarann frá Lyon” með sér heim, en hann er einnig sagður búa i Perú. Þá fékk hún frá áreiðanlegum heimildum upp- lýsingar um, að Bormann væri á lifi og i Perú. Þann 17. marz sl. var Johann Ehrmann, 72 ára, þýzkættaður sérvitringur, sóttur heim til sin i frumskóga Columbiu, þar sem hann hefur búið i mörg ár með konu sinni og börnum, og fluttur um 500 km leið til Bogota. Hann var hafður þar i haldi, meðan pöntuð voru fingraför Bormanns frá Þýzkalandi. Siðan þótti sannað, að Ehrmann var ekki Bormann, og þá var flogið með hann til baka og honum skilað heim til sin. Haft er eftir lögreglunni i Bogota, að sá sá gamli hafi notið þessa alls, eins og skóladrengur á ferðalagi. Kínaför Framhald af bls. 9. innar i Saigon skuli sjá sér fært að „fagna” ban- darisk—kinversku yfirlýsing- unni. Heimsókn Bandarikja- forseta til Peking olli óvissu i ýmsum löndun Asiu, þar eð túlka mátti ýmsar yfir- lýsingar Bandaríkjamanna sem stuðning við stórveldis- stefnu Maós formanns. A 24. þingi Kommúnista- flokks Sovetrikjanna fyrir ári var samþykkt ályktun, friðar- áætlun, þar sem áætlun er gerð um lausn brýnna alþjóð- legra vandamála. Tilgangur áætlunarinnar er að sam- fylkja öllum þeim, sem vilja vinna að lausn þessara mála á jafnréttisgrundvelli. Forystumenn Sovétrikjanna hafa heilshugar mælt með þvi að eðlileg samskipti komist aftur á með Sovétrik-unum og Alþýðulýðveldinu Kina, til hagsbóta fyrir þjóðir beggja rikjanna. Ráðamennirnir i Peking svöruðu friðar áætlun Sovétrikjanna með þvi að herða hatursáróðurinn gegn Sovétþjóðunum, enda þótt saga samskipta á alþjóðavettvangi siðustu ára- tugina sýni, svo að ekki verður um villzt, að and—sovézkur áróður verður til þess eins að koma i veg fyrir jákvæðan árangur i samskiptum þjóða. Ef afleiöing viðræðnanna i Peking verður sú, þegar fram Iíða stundir, að auka hatursá- róðurinn gegn Sovétrikjunum og stefna einni þjóð gegn annarri, mun hróður þeirra, sem stóðu fyrir Pekingferð Bandarikjaforseta litt aukast. En þá veitist jafnframt sön- num friðarsinnum um heim allan, sem og þjóðum er eiga i baráttu fyrir frelsi sinu, tæki- færi til að draga glögga markalinu milli heiðarlegrar friðarstefnu og aðgerða tæki- færissinna. (APN) Sveitarstjórn í strjálbýli Ráðstefna Sambands Islenzkra sveitarfélaga um sveitarstjórn i strjálbýli hefst að Hótel ESJU i Reykjavik i dag þriðjudaginn 21. marz. Páll Lindaí formaður sam- bandsins setur ráðstefnuna, en siðan flytur Halldór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra ávarp. Fyrsta dagskrármálið verður landgræðsla og nýting landsins. Framsögu um það efni hefur Eysteinn Jónsson alþingismaður, formaður Landnýtingar- og land- græðslunefndar, sem nýlega hef- ur tekið til starfa. Siðdegis mun Hjálmar Vil- hjálmsson, ráðuneytisstjóri i félagsmálaráðuneytinu , gera grein fyrir efni hinna nýsam- þykktu tekjustofnalaga og Sigurður Ingimundarson forstjóri Tryggingastofnunar rikisins ræð- ir lagabreytingar um samskipti sveitarfélaga og tryggingakcrfis- ins. Yfir 70 manns hvaöanæfa að af landinu hafa tilkynnt þátttöku ráöstefnunni. gjörið þið SYO Vi‘l. Repið viðsMptín Smrinner Í90> S1400 Verksmiðjuafgreiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðsluþeirra, landsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlsét- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminner (96) 21400. SMJÖRLÍKIS ___GÉRÐ___ VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI asifigfasasi FUGLABOKEV er fermingargjöfin í ár

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.