Tíminn - 25.03.1972, Síða 1
BÍLSTJÓRARNIR
AÐSTOÐA
N
S£ND\B!L ASTÖÐIN HT
EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR
--- a
71. tölublað - Laugardagur 25. marz 1972 - 56. árgangur.
--—---------
||ERA
if
kæli-
skápar
^Aátía/kvé/a't 4bf
»AnMKMOmU), MMUUTMn tx Utfl IUM
V.
y
Karlar eru fleiri fram að aldursflokknum 55-59 ára
OÓ—Reykiavik.
Fjölmennasti aldursflokkurinn á íslandi eru börn
á aldrinum 5-9 ára. Samkvæmt Hagtiðindum voru
börn á þessum aldri 22.811 i árslok 1970. Á þessu
aldursskeiði voru þá 11.646 piltar og 11.165 stúlkur.
Sá aldursflokkur sem næst
kemur eru börn á aldrinum 10-14
ára. Voru þau i árslok 1970 22.662,
11.675 piltar og 10.987 stúlkur.
Börn á aldrinum 0-4 ára voru
20.711, 10.637 piltar og 10.174
stúlkur. A þessum tölum má sjá,
að drengir eru talsvert fleiri en
stúlkur i ölium yngri aldursflokk-
unum.
Reyndar eru karlar fleiri fram
að aldursflokknum 55-59 ára, en
eftir þann aldur bregður svo við,
að fleiri konur eru i öllum aldurs-
flokkum en karlar.
Endar talning Hagstofunnar á
85 ára og eldri og er þá svo komið
að i þeim aldursflokki eru 432
karlar og 674 konur.
1 Reykjavik eru konur fleiri en
karlar. Alls voru þa r i árslok 1970
40.024 karlar og 41.780 konur. En i
öllum öðrum kaupstöðum og sýsl-
um landsins voru konur færri en
karlar, svo að viða hlýtur kven-
mannsleysið að sverfa að.
Aldursskipting mannafjölda i
kaupstöðum og sýslum landsins
virðist vera mjög svipuð.
|M*
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra
á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins:
Stjórnarskiptin hafa valdið
þáttaskilum í þjóðlífinu
Efling Framsóknarflokksins og traust samstarf stjórnarflokkanna leiðir til farsællar lausnar þjóðfélagsvandamála
EB—Reykjavík.
í ræðu, sem formaður
Framsóknarflokksins/
ólafur Jóhannesson, for-
sætisróðherra, hélt í
upphafi aðalfundar mið-
stjórnar flokksins i gær,
lagði hann rika áherzlu á
traust og gott stjórnar-
samstarf. Þá lagði ólaf-
ur einnig ríka áherzlu á
eflingu Framsóknar-
flokksins, þess stjórn-
málaafls, sem bezt væri
treystandi til að fara
Ólafur Jóhannesson forsætisráöherra, formaður Framsóknar
flokksinsjlytur ræðu sina á miðstjórnarfundinum í gær.
farsællega með málefni
þjóðarinnar.
Ölafur Jóhannesson, rakti
þróun stjórnmála á Islandi frá
lokum flokksþings Framsókn-
arflokksins siðast liðið vor, og
I
%
Frá setningu miðstjórnarfundarins i ráðstefnusal Loftleiðahótelsins
(Timamyndir Gunnar)
minnti á þau miklu timamót,
sem urðu i þeim s.l. sumar,
þegar þrir vinstri flokkanna
mynduðu nýja rikisstjórn und-
ir forsæti Framsóknarflokks-
ins. Minnti Ólafur á, að þær
breytingar væru meiri en fólk
almennt gerði sér grein fyrir.
Ólafur rifjaði upp, hvernig
núverandi rikisstjórn hefði
staðiö að framgangi land-
helgismálsins, þvi máli, sem
rikisstjórnin hefði ávallt lagt
áherzlu á, að sæti fyrir öörum
málefnum þjóðarinnar. Hann
gat þess m.a. að þessi rikis-
stjórn hefði á fyrstu fjórum
mánuðum valdatima sins,
kynnt sjónarmið okkar i land-
helgismálinu meira, en fyrr-
verandi rikisstjórn hefði gert
á öllum valdatima sinum.
Ólafur kvaðst vona, að þótt
rikisstjórnin hefðu nú sagt upp
landhelgissamningunum við
Breta og Vestur-Þjóðverja frá
1961, þá myndu enn frek-
ari viðræöur fara fram við
þessar þjóðir um útfærslu lög-
sögunnar, áður en hún yrði
framkvæmd 1. september
næst komandi.
Þá ræddi Ólafur um kjara-
samningana, sem gerðir voru
4. desember siðast liðinn án
þess að kæmi til verkfalla.
Minnti Ólafur á, að þá hefði
núverandi rikisstjórn unnið
einn sinn stærsta sigur, og
hann minnti ennfremur á, að
þeir samningar hefðu verið
viðameiri, en slikir samning-
ar, sem áður hefði verið gerð-
ir. 1 kjölfar þessárá
Fr.mhaldá bls. 3.
Kvenfólkið alls staðar
færra nema í Reykjavík