Tíminn - 25.03.1972, Page 11

Tíminn - 25.03.1972, Page 11
Laugardagur 25. marz 1972. TÍMINN 11 SNJÓRINN Umsjón: Alfreð Þorsteinsson BÍÐUR EFTIR SKÍÐA- FÓLKINU Á ÍSA- FIRÐI GS—Isafirði. Skiðamót Islands 1972 hefst hér á Isafriði mánudaginn 27.marz. Kl. 20.30 verður mótssetning og að henni lokinni verður gengið i kirkju. Séra Sigurður Kristinsson prédikar. briðjudaginn 28.marz kl. 16. hefst keppni i 15 km göngu, 20 ára og eldri og 10 km 17 til 19 ára. Miðvikudaginn 29.marz kl. 15, stökk i öllum flokkum og norræn tvikeppni. Fimmtudaginn 30.marz kl. 15 boðganga. Kl. 11 fyrri ferð i stórsvigi kvenna og karla. Kl. 15 veröur seinni ferðin. Föstudaginn 31.marz verður skiðaþing. Laugardaginn l.april kl. 11 svig kvenna og karla, fyrri ferð. Kl. 15 svig karla og kvenna, seinni ferðin. Mánudaginn 2.april verður 30 km ganga kl. 14 og á sama tima hefst flokkasvig. Kl. 22 um kvöldið verður verðlaunaaf- hending og mótsslit, sem fer fram i félagsheimilinu i Hnifsdal. Nægur snjór er nú hér, þvi alltaf hefur snjóað undanfarið, að minnsta kosti i fjöll, og báðar lyfturnar eru i gangi. Þessi mynd var tekin um siðustu helgi í Hamragili, 1 punktamótinu, sem þar var háð, en sigurvegari I kvennaflokki — bæði i svigi og stórsvigi — varð Svandis Hauksdóttir frá Akureyri. 1 karlaflokki haföi Arni Óðinsson sömu yfirburði. Lítill meistarabragur á 7. deildar kandídötunum S.l. miðvikudagskvöld léku Ar- mann og Grótta siðari úrslitaleik- inn i Z.deild i handknattleik — um hvort lið vinni sér rétt til að leika i 1. deild næsta keppnistimabil. Leikurinn sem fór fram i Laugar- dalshöllinni, lauk með sigri Ár- manns 15:13. Verða þvi liðin að AAikið um að vera í körfu- knatt- leiknum Körfuknattleikslið frá Luxem- burg, Dudelanje er væntanlegt til landsins og mun leika gegn lands- liðinu á sunnudagskvöld. Það verður mikið um að vera i körfu- knattleiknum um helgina, eins og sést af upptalningunni hér að neðan: Laugardagur 25. marz. Leikir i iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi kl. 18,30. 1 fl. K.R. - I.S. 2. deild Umfn — Haukar 1 fl. Valur — Armann Sunnudagur 26. marz. Leikir I iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi Kl. 19.00 2. fl. Valur — K.R. Landslið — Dudelanje K1 8,00. (20,00) Sunnudagur 26. marz. Iþróttahús Háskólans. 4. fl. Grótta — Fram 4. fl. Umfn — Ármann 3. fl. I.R. — Haukar. 3. fl. K.R. — Valur. 2. fl. I.R. — H.S.K. 1. fl. Valur - H.S.K. K.K.l. leika aukaúrslitaleik i iþróttahús- inu i Ilafnarfirði — þvi Grótta vann fyrri úrslitaleik liðanna 14:13 og fór sá leikur fram i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Litill meistarabragur var á leik liðanna s.l. miðvikudagskvöld og áttu slakir dómarar leíksins Björn Kristjánsson og Jón Frið- steinsson, sinn þátt i að hleypa honum upp i hálfgerðan skripa- leik. Litil ógnun var i leik liðanna og það sást varla línuspil i honum. T.d. um það, voru aðeins þrjú vitaköst i leiknum og voru þau dæmd eftir gegnumbrot. Ármann hafði 7:6 yfir i hálfleik - eftir að Grótta hafði haft yfir i byrjun 1:3. Svo litil tilþrif var i fyrri hálfleiknum, að hvorugu lið- inu tókst að skora mark i 13 minútur. Fljótlega i siðari háífleik náðu Armenningar tveggja marka for- skoti — héldu þeir þvi til leiksloka — en lokastaðan varð 15:13. Kjartan Magnússon var bezti maður Ármanns en einnig áttu góðan leik Þorsteinn Ólafsson og Ragnar Gunnarsson, markvörð- ur. Mörk Armanns skoruðu: Kjartan 6, Jón A 3, Vilberg 3 og Hörður, Þorsteinn og Ragnar Jónsson, eitt hvor. Hjá Gróttu voru Arni Ind- riðason (3 mörk) og Geir Thor- “stein-sson., markvörður beztir. Mörk Gróttu skoruðú Þór Ottesen 3, Magnús 2, Halldór 2, Benony, Sigurður og Grétar eitt hvor. SOS Fjölmennasta unglingameist- aramót í badminton til þessa Unglingameistaramót Islands i badminton verður haldið . i tþróttahúsinu i Hafnarfirði dagana 25. qg.26. marz n.k. Mótið hefst með setningu á laugardagkl. 14.00 og strax á eftir hefst keppni. Keppt verður i 3 aldurs- flokkum, þ.e. pilta og stúlkna, drengja og telpna og sveina og meyja flokkum. 1 hverjum flokki er keppni i einliðaleik, tviliðaleik og tvenndarkeppni. ------ Mót þet.ta' ér fjölmennasta ungjingameistaramót, sem haldið hefur verið, keppendur eru alls 69, sem skiptast þannig: Tennis— og badmintonfél. Reykjavikur 28 Valur 8 K.R. 4 Þessi mynd var tekin á sfðasta unglingameistaramóti, sem háö var á Akureyri. Hrólfur Jónsson og Einar Kjartnnsson báöir úr Val, sjást 1 keppni í tviliðaleik. Tennis— óg badmintonfél. Siglufjarðar 22 Iþróttabandalag Akraness 7 Að venju eru Siglfirðingar mjög fjölmennir á þessu móti, en þeir hafa verið sigursælir á unglinga- mótum undanfarin ár. Á ung- lingameistaramóti Islands i fyrra, sem haldið var á Akureyri sigruðu Siglfirðingar i lOgreinum af 14, sem þá var keppt i. Nú er spennandi að vita, hvort þeim tekst að endurtaka þann frábæra árangur. Eins og áður sagði, hefst mótið á laugardag kl. 2, en úrslitaleikir verða leiknir á sunnudagskvöld kl. 19,30, einnig i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Alls verða leiknir u.þ.b. 100 leikir á 5 völlum. Þetta er i fyrsta sinn, sem badmintonmót er haldið, i hinu nýja iþróttahúsi i Hafnarfirði, en þar er vaxandi áhugi á badminton og ætti þetta mót þvi að verða til að vekja meiri áhuga Hafnfirðinga á þessari iþrótt. —- taka þátt í Víðavangshlaupi íslands á sunnudag Viðavangshlaup Islands fer fram i Laugardal á sunnudag og hel'st kl.2 á svæðinu milli sund- laugarinnar og Laugardals- vallarins. Keppendur eru beðnir að mæta á Laugardalsvelli kl. 1. Þátttaka er mjög góð i hlaup- inu, alls 192 keppendur l'rá 10 félögum og héraðssamböndum. Keppt er i ljórum flokkum, þ.e. karlar 19 ára og eldri, drengir 15 til 18 ára og piltar 14 ára og yngri. Einnig er keppt i einum kvenna- l'lokki. Keppt er um 12 glæsilega verðlaunagripi, sem flokkur Ka- sko manna útvegaði hjá velunn- urum frjálsiþrótta. Keppendur eru 37 i karlaflokki, 49 i kvennaflokki, 50 i drengja- og sveinaflokki og 56 i pillaflokki. Meistaramót i viðavangshlaupi fór fram fyrir nokkrum árum, en lagðist niður vegna þátltöku- leysis. Nú virðist öldin önnur og áhugi geysilegur. Sveitaglíma KR háð í dag Sjöunda sveitaglima KR verður háð i dag, laugardag, kl 17.30 og fer hún fram að þessu sinni i iþróttasal Melaskólans. Búast má við mjög spennandi keppni, þar sem fleslir beztu glimumenn landsins eigast við. Ber þar helst að nel'na núverandi glimukappa lslands og Skjaldar- hafa Sigtrygg Sigurðsson KR og Jón Unndórsson KR, sem varð annar i siðustu Skjaldarglimu, ennfremur verða Irá Ungmenna- lélagi Vikverja þeir Gunnar Ingvarsson, sem varð þriðji i siðustu Skjaldarglimu og Sigurð Jónsson, núverandi Reykjavikur- meistara i þriðja þyngdarflokki. Sveitaglima KR hefur verið háö sex sinnum, KR hefur unnið þrisvar og Ungmennafélag Vik- verja þrisvar. Vinni KR-ingar að þessu sinni, eignast þeir bikar i verðlaun. ENSKIR OG ÍSLENZKIR FÉLAGSBÚNINGAR Flest tslenzku liðin Ensk lið t.d.: Leeds, Ar- senal, M. Utd. M. City, Stoke, W. Ham., o.fl. Einnig búningar Brasiliu, Englands, Þýzkalands, Ajax, Celtic o.fl. o.fl. PÓSTSENDUM SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSS0NAR Klapparstig 44 — simi 117X3 Rey kjavik

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.