Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. mai 1972. TÍMINN Prinsessan er „smart" — Svona á fólk að klæða sig, sögðu brezku blöðin, eftir að Anna prinsessa hafði komið til herskólans i Leikcestershire iklædd þessum búningi, sem þið sjáið hér á myndinni. Hún er sem sé i þröngum siðbuxum með rennilás á neðanverðum buxnaskálmunum, og að ofan er hún i jakka, einnig með renni- lás. — Hún er mjög glæsileg i þessum búningi, prinsessan okkar, sögðu brezku blöðin, og voru hin ánægðustu með prinsessuna i þetta skipti. Allir tala um Ninu Svo virðist, sem Nina van Pallandt sé sú eina, sem eitt- hvað hefur fengið út úr mála- vafstrinu og bókaskrifunum svokölluðu um Howard Hughes. Hún er nú orðin heimsfræg. Nýverið söng hún á St. Regis Sheraton hótelinu i New York og vakt geysimikla athygli, þegar hún söng lagið „Allir tala um mig." Þetta lag tileinkaði hún Howard Hughes. Kokkur Hvítahúss- ins setur upp veitingahús Árið 1962 réð Jacqueline Kennedy René Verdon sem kokk til Hvita hússins i Was- hington. René Verdon likaði vel að starfa fyrir Kennedyhjónin, en honum fór að liða illa, þegar nýr forseti kom til skjalanna, sem vildi láta hann framreiða einhvers konar kúrekamat frá Texas i hinum finustu veizlum. Réné Verdon sagði þvi upp stöðu sinni, og hvarf af sjónar- sviði forsetanna. Hann hefur nú samið matreiðslubók, og einnig tekið þátt i að auglýsa alls konar eldhúsáhöld fyrir stórfyrirtæki i Bandarikjunum, en nú er hann aftur farinn að matreiða, en ekki i forsetahúsinu, heldur i sinu eigin eldhúsi i nýjum veit- ingastað, sem hann hefur sett upp i San Francisco með vini sinum, og nefnist veitingastað- urinn Le Trianon. Verdon er Frakki. Kallaði frúna herra Það lá við vandræðum i ind- verska þinginu, þegar einn ráð- herrann kallaði samþingmann sinn herra, en hann var þá frú. Frúin, sem heitir Parabi Muk- herjee, var i forsæti, þegar þetta gerðist, og þá reyndi ráð- herrann að koma se'r út úr vand- ræðunum með þvi að segja, að það væri nánast verið að ávarpa forsetastólinn, en ekki persónu- na, sem væri forseti hverju sinni, og þvi hefði þetta verið allt i lagi, þvi stóll væri karl- kyns, eins og allir vissu. Þá var ráðherranum bent á, að frú Mukherjee væri Bengali og á bengölsku væri orðið kynlaust, og þar af leiðandi gæti leiðrétt- ing ráðherrans ekki passað. Fjarsfýrðar klukkur 1 verksmiðju einni i bænum Ordsjonikidse i Kákasus hefur fyrsta samstæða fjarstýrðra klukkna verið framleidd. Ætl- unin eg að hefja fjöldafram- leiðslu á klukkum þessum á næstu árum. Klukkunum eða gangverkum þeirra er stjórnað með radiómerkjum frá Moskvu og er hugmyndin,að þær verði settar upp á járnbrautarstöðv- um, i flughöfnum, við biðstöðv- ar strætisvagna og sporvagna og annarsstaðar þar sem al- menningi er hagræði að vita af þvi hvað timanum nákvæmlega liður. 105 km langt vatnsrör 1 sovétlýðveldinu Uzbekistan er nú unnið að lagningu lengstu vatnspipu i Miðasiu. Þetta er ekki nein venjuleg vatnslögn heldur pipa, sem leiða á vatn úr bergvatnsám i Pamir-fjöllum niður á Karsji-steppuna, þar sem ræktunarmöguleikar eru miklir ef vatn fæst um 105 km leið frá uppsprettunum A næstu árum verður unnið að stórfelldu áveitukerfi á þessu við áttumikla landsvæði, þar sem rækta á baðmull, vinþrúgur og ávexti. Undarleg tilviljun Fyrir nokkrum mánuðum fannst litill drengur fyrir fram- an verzlunarhús i Dublin i Ir- landi. Ekki tókst að finna for- eldra drengsins, eða koma hon- um til aðstandenda hans, þar sem enginn vissi hverjir þeir voru. Drengurinn, sem er fjög- urra ára, var þvi settur á barna- heimili. Þá gerðist það nú fyrir stuttu, að litil stúlka fannst á sama stað fyrir framan sömu verzlunina. Ekki hefur heldur tekizt að finna foreldra hennar, og hún hefur einnig verið sett á barnaheimjlið. Sagt er að börn- in séu ótrúlega lik, og eitt er vist, að þegar drengurinn sá litlu stúlkuna, hvislaði hann Mimmie, og hefur fólk látið sér detta i hug, að þarna sé um syst- kini að ræða„ Litla slúlkan er fimm ára. A myndinni getið þið séð, hversu lik börnin eru. 0 Með bundið fyrir augun Hér sjáið þið rannsóknar- stúlku gera athuganir á eplavini i Þýzkalandi. Þessi rannsókn fer fram i þeim tilgangi að tryggja neytendum eplavinsins sem bezt vin, og er meðal ann- ars kannað bragð^ilmur og allt annað, sem smakkarinn getur látið sér detta i hug. Niðurstöð- ur eru svo sendar til framleið- endanna, og um leið ábendingar um, hvað betur mætti fara, ef eitthvað er. Frú Jónina, sem var dálitið fyrir- ferðamikil kvartaði við mann sinn. — Ungi maðurinn hérna á móti, getur séð beínt inn um gluggann. Þú verður að kaupa rúllugardinu. — Ætli hann kaupi sér ekki rúllugardinu fljótlega. — Nei sjáðu mamma. Þessi bola- bitur er alveg eins og Gunna frænka i framan. — Uss, barn. Þetta máttu ekki segja. — Mamma, ég held að hann hafi ekki heyrt það. Afi, varzt þú i örkinni hans Nóa? — Nei, ég var ekki þar, Metta min. Hversvegna drukknaðirðu þá ekki? Úr rukkunarbréfi: — Tilkynnist hér með, að við höfum gert meira fyrir yður, en yðar eigin móðir. Við höfum beðið eftir yður i 12 mánuði. —Mérfinnsthún gera fullmikið af þvi að leyna aldri sinum. Hann hafði verið boöinn i árlegt matarboð hjá stúkunni og þegar hann kom heim, spurði eiginkonan, hvernig hefði verið. — Ágætt, svaraði hann, — nema hvað Pétur gerði skyssu, þegar —Má ég taka viö frakkanum yðar herra minn? hann var að halda ræðuna yfir matnum. — Hvernigþá? — Hann ætlaði að'fá sér sopa úr vatns- glasinu, en blés froðuna af fyrst. Vitið þið hvað peysa er? Það er flik, sem litill drengur er neyddur til að fara i.þegar mömmu hans er kalt. Hvernig er þetta eiginleg með þig? spurði móðirin ergileg. — A þinum aldri var ég gift...— og það geturðu þakkað mér fyrir, svaraði sonurinn DENNI DÆAAALAUSI Það er hérna, sem ég á raunveru- lega heima.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.