Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 6. mai 1972. UM HELGINA „Hver er Jesús Kristur?" Samkoma um Jesúbylting- una verður laugardaginn 6. mai kl. 8.30 að Amtmannsstig 2B (fyrir ofan M.R.) á vegum Kristilegra skólasamtaka. Margt hefur verið rætt og ritaðum þessa trúarvakningu, sem byrjaði i Bandárikjunum og breiðist þar út og einnig i Evrópu. Fólk hér á landi hefur sýnt áhuga á að vita um hvers kon ar hreyfingu sé að ræða, sem sézt bezt á fjölsóttum samkomum og sjónvarpsþætti um páskana. t þessari hreyfingu eru margir fyrrverandi eiturlvfia- neytendur og hippar, sem hafa tekið trú á Jesúm. Hjá þeim bar mikið á kröfu um frið i heiminum og leit að s álar- friði. Þeir leituðu og hafa fundið að Jesús Kristur getur veitt þeim þennan friö, ef þeir snúa sér til hans. Fleiri en eiturlyfjaneytendur og hippar hafa komist að sömu niður- stöðu og fundið að trúin á Jesúm veitir þeim þaö sem þeir leita að. A samkomunni verður Jesú- byltingin bæði kynnt i tali og tónlist. Einnig verður leitast við að gera spurningunni, „Hverer Jesús Kristur?" ein- hver skil. Allt ungt fólk er velkomið. Brunatækniþing í Reykjavík Norrænt brunatækniþing verður haldið i Reykjavik dagana 8.-9. og 10. mái n.k. Þing þessi eru haldin á tveggja til Ijögurra ára fresti til skiptis i höfuðborgum Norðurlandanna eða Gaula- borg, og er þetta i fyrsta skipti, sem þingið er haldið i Reykjavik. Þátttakendur i þingum þessum eru slökkviliðsstjórar, varaslökkviliðsstjórar og aðrir, sem starí'a að bruna- varnatækni á Norðurlöndum. Þingið hefur að þessu sinni að aðalviðfangsefni.: Brunatæknisjónarmið við skipulagsmál og bygginga- tækni. Þingiulltrúar verða um eitthundrað talsins, þar af 69 erlendir. Unglingareglan með kynningar- og fjáröflunardag Hinn árlegi kynningar- og fjáröflunardagur Unglinga- reglunnar verður næstkom- andi sunnudag 7. mai. Þá verða eins og venjulegs seld merki og bókin Vorblómið til ágóða fyrir starfsemina alls staðar þar, sem stúkur starfa. Merkin kosta kr. :t((.oo og bókin aðeins kr. 75.00. Þessi barnabók Unglingareglunnar, Vorblómið, sem kemur nú út I !). sinn, hefur náð miklum vin- sældum og selst í stóru upp- lagi. Það eru einlæg tilmæli for- vigismanna þessa félags- skapar, að sem allra flestir landsmenn taki vel á móti sölubörnum okkar, þegar þau bjóða merki og athyglisverða bók á sunnudaginn kemur. Stórfundur KFUM og K í Laugardal Á morgun, sunnudaginn 7. mai kl. 14,00 verður sameigin legur lokafundur barnadeilda KF'UM og K i Reykjavik og nágrenni haldinn i iþróttahöll- inni i Laugardal. — Þangað hefur einnig verið boðið deild- um úr Hafnarfirði, Akranesi, og Keflavik. Dagskrá fundar- ins verður fjölbreytt: Farið verður á ljónaveiðar, kúreki kemur i heimsókn og sýnir skotfimi, skrautsýning o.fl. Einnig verður á fundinum happdrætti með tveim glæsi- legum reiðhjólum sem aðal- vinningum auk nokkurra smærri vinninga. Þá mun lúðrasveitin Svanur leika und- ir almennum söng. Nokkrir óseldir aðgöngumiðar, sem jafníramt gilda sem happ- drættismiðar, verða seldir við innganginn. Fýsi einhverja foreldra barnanna að lita inn er það velkomið, meðan hús- rúm leyfir. Foreldrar þurfa ekki aðgöngumiða. Að loknum fundinum verður veitingasala i félagsheimilinu við lloltaveg. Þangað eru allir velkomnir. Vetrarstarfi KFUM og K i Reykjavik og nágrenni lýkur með þessum fundi. I vetur hafa félögin verið með barna og unglingastarfi i eigin húsnæði á fimm stöðum i borginni, þ.e. Amtmannsstig 2B, Krikjuteigi 33, félags- heimilinu við Holtaveg, Langagerði 1 og i Breiðholti. Auk þess hefur verið starfað i lánshúsnæði i Arbæjarhverfi, á Seltjarnarnesi, i Kópavogi og Garðahreppi. Gylfi Þ. á Varðbergsfundi Varðberg og samtök um vestræna samvinnu lialda sameiginlegan hádegis- verðarfund laugardaginn 6. maí, fyrir félagsmenn og gesti þeirra i Þjóðleikhúskjallaran- um. Húsið verður opnað kl.12. Ræðumaður er Gylfi Þ. Gislason formaður Alþýðu- flokksins, og nefnist erindi hans Utanrfkis- og varnarmál tslands. Frjálsar umræður verða að erindinu loknu. Flóamarkaður í Hveragerði FB—Reykjavik Kvenstúdentafélagið hefur ákveðið að endurtaka Flóa- markað sinn, sem haldinn var að Hallveigarstöðum um sið- ustu helgi, og var mjög vel sóttur. Á sunnudaginn kl. 2 verður Flóamarkaður haldinn i Hótel Hveragerð. Þar verður mikið úrval af alls konar fatn- aði, nýjum og notuðum, teppa- bútar og smámunir margs konar. Verðið á öllum þessum vörum er einstaklega lágt. Mikil aðsókn var að Flóa- markaðinum að Hallveigar- stöðum, og þar seldu kvenstú- dentar fyrir milli 70 og 80 þús- und krónur, en allur hagnaður rennur i námsstyrki til kven- stúdenta. Gönguferð við Hafnarfjörð Skógræktarfélag Hafnar- fjarðar efnir til gönguferðar um nágrenni bæjarins laugar- daginn 6. þessa mánaðar. Farið verður frá íþróttahúsinu kl. 2 e.h. og ekið i Kaldársel, þaðan verður gengið að Búr- felli og eftir Búrfellsgjá og Gjáarrétt og út á Heiðmerkur- veginn við Hjalla, um Mariu- velli og Flóttamannaveginn i bæinn. Leiðsögumaður verður Gisli Sigurðsson lögreglu- þjónn. öllum heimil þátttaka. Ferming í Landakirkju í Vestmannaeyjum Fermlmr 11. maí 1972 klukk an 10 fyrir hádegi. STÚLKTJR; Anna Finnbogadóttir, Vesturvegi 25. Agústa Guðmarsdóttir, Kirkjuvegi 43. Asdís Ahdrésdóttir, Illugagötu 65. Aslaug Traustadóttir; Kirkjuvegi 65. Asta Kristmannsdóttir, Vallargötu 12. Asta Katrín ólafsdóttir, Heiðarvegi 68. Asthildur Magnúsdóttir, Landagötu 16. Elín Hauksdóttir, Boðaslóð 7. Elín Laufey Leifsdóttir, Túngötu 18. Elínborg Óskarsdóttir, Skólavegi 27. Edda Björk Arnardóttir, TúngÖtu 5. Emelía Davfðsdóttir, Brekastfg 20. Emelía Sveinbjörnsdóttlr, Grænuhlíð 1. Matthildur Gunnarsdóttir, IHugagötu 9. DBENGIR: Aðalsteinn Jónatansson, Brimhólabraut 37. Alfreð Alfreðsson, Kirkjuvegi 53. Axel Valdemar Gunnlaugs- son, Kirkjuvegi 67. Birgir Kristraannsson, Vallargötu 12. Boðvar Vignir Bergþórsson, Fífilgötu 2. Elías Geir Saevaldsson, Hólagötu 30. Gísli Sveinsson, Illugagotu 1. Guðjón Sigurbjörnsson, Hólagótu 29. Guðmundur Karl Jónasson, Miðstrœti 26. Grétar Pétur Geirsson, Hilmisgötu 5. Hannes Rúnar Jónsson, Helgafellsbraut 7. HjÖrleifur Arnar FriÖrÍks- son, Grœnuhlíð 7. Hörður Jónsson, Brekastlg 7A. Ómar Ragnarsson, Brimhólabraut 11. Fermlnjr 11. m'aí 1973, klukk- iin 2 eftir hádegi. STÚLKUR: Erna Ragnarsdóttir, Landagötu 15 B. Fjóla Hauksdóttir, Boðaslóð 20. Guðbjörg Antonia Guðfinns- dóttir, Hólagötu 31. Guðný Bogadóttir, Laufási. GuÖný ósk Sigurbergsdóttir, SóIeyjargÖtu 6. Guðríöur Jónsdóttir, Kirkjubæjarbraut 9. Ouðfún Eygló Stefánsdóttir, Höfðavegi 30. -Guðrún Helgadí'tttr, Fjólugötu 8. Guðrún Karen Tryggva- dóttir, Hésteinsvegí 56A. Hafdis Magnúsdóttir, Vestmannabraut 34. Hafdís Sólveig Sveinbjöms- dóttir, Kirkjuvegi 60. Harpa Kristinsdóttir, Illugagötu 55. Inga HrÖnn Guðlaugsdóttir, Ásavegi 25. Kristjana óladóttir, Asavegi 10. Lilja Arnardótth. Oddstöðurr> Magnea ósk K.¦ . i Helgafellsbraut 15. Þóranna Haraldsdóttir, Hrauntúni 35. DRENGIR: Eggert Garðarsson, Illugagöti! 50. ísleifur Astþórsson, Asavegi 16. Jóhann Pétur Sturluson, Suðurvegi 12. Jón Anders Asmundsson, Strembugötu 27. Lárus Halldór Jakobsson, Hólagötu 50. Magnús Rúnar Jónsson, Hásteinsvegi 52. Ólafur Sölvi Bjarni Ander- sen, Vestmannabraut 32. Tómas Stefánsson, Bakkastíg 1. Valgeir óli Kolbeinsson, Urðavegi 4$. Fermlrigmr 14. maí 1972, kl. 10 fyrir hádegi. STÚLKUR: Fanney Harða Guðmunda Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 26. Helga Guðjónsdóttir, Fífilgötu 5. Hildur Þuríður Sæmunds- dóttir, Boðaslóð 18. Hrönn Lárusdóttir, Brimhólabraut 29. Hugrún Magnúsdóttir, Skólavegi 33. Inga Steinunn Ágústsdóttir, Brimhólabraut 35. IngibjÖrg Sigurðardóttir, Brimhólabraut 32. Jenný Jóhannsdóttir, Búastaðabraut 9. Jóhanna Símonardóttir, Waagfjörð Búastaðabr. 5 Jónina Símonardóttir Waag- fjörð, Búastaðabraut "5. Líney Guðbjörg Ragnarsdótt ir, Birkihlíð 11. Margrét Gísladóttif, Suðurvegl 19. Marta Guðjóns Hallgríms- dóttir, Illugagótu 34. Sveindís Norman Alexand- ersdóttir, Kirljuvegi 64. Frrmlng klukkan 10 fyrir hádegl 14. maí 1972. DRENGDl: Kristi/.n Jen;, Kristtnsson, Brekkuhúsi. Oddgeir Magnús Úraníusson, Boðaslóð 6. Ottó ólafur Gunnarsson, Heimagötu 14. ólafur Pétur Sveinsson, Höfðavegi 2. ómar Berg Ásbcrgsson, Tungotu 25. Ómar Sigurbergsson, Skólavegi 6. óskar Pétur Fríðriksson, GrssnuhlIO 18. Páll Hagbert Guðlaugsson, MiCstrntl 22. Rúnar Bjarnason, BrekkugÖtu 1. Rúnar Páll Brynjúlfsson, Hólagötu 39. Sigurður Daviðsson, Hvítingavegi 5. Sigurður Viðar Ottesen, Heimagötu 35. Sígurjón SígurjÓnsson, Hólagötu 4. Sigurjón Hinrik Adolfsson, Hrauntúni 13. Snæbjörn Guðni Valtýsson, Kirkjuvegi 70A. Þórarinn Ingólfsson, Fjólugötu 4. Ferming"14. mal 197? klukk 2 eftir hidegi. STÚLKUR: Margrét Grimlaug Kristjáns- dóttir, Faxastíg 11. Ólöf Aðalheifiur Elíasdóttir, Hrauntúni 28. Ólof Jóna Þórarinsdóttir, Hólagötu 13. Ósk Laufdal Þorsteinsdóttir, TúngÖtu 27. Ragnheiður Jónsdóttlr, Höfðavegi 19. Ragnheiður Lára Jónsdóttir, Kirkjuvegi 31. I Sigríður Hreinsdóttir, Asavegi 7. Sigríður Ágústa Þórarins- dóttir, Brekastfg 24. Sigríður Fanný Másdóttir, Hásteinsvegi 60. Sigurveig Lárusdóttir Long, Túngötu 17. Vigdis Rafnsdóttir, Brimhólabraut 25. Þórunn Gísladóttir, Birkihlíð 23. Ferming klukkan 2 e. h. 14. maí 1972. DRENGIR: Guðmundur ólafsson, Landagc^u 24. Guðmundur Eyjólfur 'Jðels- son, Eystri-Oddstöðum. Hlynur Geir Richardsson, Birkihlíð 1. Jóhannes Lúðviksson, Hásteinsvegi 37. Jón Ben Astþórsson, Hólagötu 6. Krisján Hauksson, Suðurvegi 14. Páll Arnar Georgsson, Heiðarvegi 11. Pétur Guðjónsson, Kirkjubæjarbraut 23. Stefán Jóhann Pederuen, Faxastíg 19. Sveinn Einarsson, Faxastíg 45. Tryggvi Þór ólafsson, Gerðisbraut 5. Viðar Ólafsson, Urðavegi 34, Þorbjörn Helgi Wugnússon, Kirkjubæ. Þorvaldur Heiðarsson, Skólavegi 1. Karlakór Reykjavíkur heldur fjóra samsöngva Karlakór Reykjavikur syngur fyrir á fjórða þúsund áheyrendur á fjórum sam- söngvum i Austurbæjarbiói dagana 7.8.9. og 10. mai næst- komandi. Þetta eru hinir ár legu hljómleikar kórsins fyrir styrktarfálga hans og aðra velunnara, en stjórnandi er Páll Pampichler Pálsson, ein- söngvarar þau Svala Nielsen og Friðbjörn G. Jónsson og píanóleik annast Guðrún A. Kristinsdóttir. Páll Pampichler. A efnisskránni eru aðallega islenzk lóg, m.a. eftir Bjarna Þorsteinsson, en kórinn hefur nýlega sungið inn á næstunni. Aður hafði fyrirtækið SG- hljómplötur gefið út tvær hljómplötur með söng kórsins á lögum eftir Sigvalda S. Kaldalóns og Arna Thorsteinsson, en nú vinnur kórinn að fjórðu hljómplöt- unni, sem á verða eingöngu islenzk þjóðlög í raddsetningu margra tónskálda. Björgunarsýning Ingólfs í Rauðarárvík Á laugardag hinn 6. mai heldur björgunarsveit Ingólfs björgunarsýningu við Rauðarárvik, og hefst hún kl. 3. siðdegis. Sýnd verður notkun flug- linutækja eins og verið væri að bjarga mönnum úr sjávar- háska, og verða menn dregnir til lands i björgunarstól i sjó og á gúmmifleka. Skotið verður úr mismunandi gerðum af linu- byssum og sýnd neyðarblys og merkjabendingar. Gúmmibjörgunarbát verður varpað i sjóinn frá B/b Gisla J. Johnsen, báturinn blásinn upp og sýna froskmenn úr bjórgunarsveit Ingólfs notkun slikra báta, t.d. hvernig á að rétta þá við, hafi þeim hvolft, o.s.frv. Þá mun björgunarþyrla Varnarliðsins fljúga yfir svæðið og sýna, hvernig nauð- stöddum er bjargað úr sjó. Areiðanlega mun mörgum leika hugur á að sjá slikt i framkvæmd, minnugir hinnar giftusamlegu björgunar, sem áhöfn þyrlunnar leysti af hendi norður af Engey nú i vetur. I febrúarmánuði s.l. varð Slysavarnadeildin Ingólfur 30 ára, og er þessi björgunar- sýning haldin til aö minnast þeirra timamóta, og þá ekki siður hins að þakka hinum fjölmörgu velunnurum deildarinnar mikinn og góöan stuðning á liðnum árum og minna jafnframt á þýðingar- mesta þáttinn í starfi Slysa- varnafélags Islands. Áhorfendurgeta fylgzt mjög vel með öllu þvi, er fram fer af Skúlagötu, Skúlatorgi og Sætúni, og er þeirri áskorun beint til allra, að sýna tillit- ssemi og gætni i umferðinni til og frá sýningarsvæðinu. Þá er sérstök ástæða til að minna alla á, er leggja leið sina niður að Rauðarárvik á laugar- daginn að klæðast vel, þvi að andað getur svalt fyrir opnu hafi, þótt sumar sé gengið i garð. Slysavarnafélag Islands minnir alla á lokadaginn 11. mai n.k., sem verið hefur fjáröflunardagur félagsins frá stofnun þess. Þann dag verða merki félagsins seld um land allt til styrktar félagsstarfinu. Mikill áhugi er meðal Ingólfs- manna, að merkjasalan gangi sem bezt, þvi að nú þegar hefur verið byrjað á byggingu björgunarstöðvar á Granda- garði, og er áætlað#að hún verði tekin i notkun i nóvem- ber n.k. Enn sem fyrr heitir SVFI á landsmenn alla að styrkja og efla slysavarna- starfið með þvi að kaupa merki félagsins á lokadaginn. (Fréttatilkynning fra SVFI) Sendinefnd frá Heimsfriðarráðinu Sunnudaginn 7. o.k. er væntanleg hingað til lands sendinefnd á vegum Heims- friðarráðsins. Tilgangur fararinnar er einkum sá að ræða öryggis- og friðarmál Evrópu við islenzka ráða- menn, islenzku friðarnefnd- ina, önnur félagasamtök og almenning. Islenzkir ráða- menn munu væntanlega hafa móttökur fyrir nefndina, og opinber fundur á vegum islenzku friðarnefndarinnar og Menningar og Friðarsam- taka íslenzkra kvenna verður haldinn i Glæsibæ mánudaginn 8. þ.m. kl. 8.30. í förinni eru framkvæmdastjóri Heims- f riðarrá ðsins , Romesh Chandra frá Indlandi, ritari ráðsins Kazimerz Kieían frá Póllandi og Matti Kekkonen, sonur Finnlandsforseta. Hingaðkoma þremenning- anna er liður í sams konar för til hinna Norðurlandanna til viðræðna við ráðamenn og almenning þar i löndum. Hugmyndin um friðlýsingu Atlantshafsins hefur vakið mikla athygli innan Heims- friðarráðsins. Ráðið hefur nú starfað að friðarmálum um nær aldarf jórðungs skeið og er aðili að Sameinuðu þjóðunum með öllum réttindum félaga- samtaka. Fulltrúarnir munu ræða á hvern hátt Heimsfriðarráðið megihelzt styrkja tslendinga i landhelgismálinu, en mál- staður íslendinga hefur mætt sérstökum velvilja og skiln- ingi i Finnlandi, þar sem aðal- stöðvar Heimsfriðarráðsins eru staðsettar. Vortónleikar Tón- listarskólans í dag Hinir árlegu vortónleikar Tónlistarskólans I Reykjavík verða haldnir i Austurbæjar- biói laugardaginn 6. mai kl. 2.30 siðdegis. A þessum tón- leikum koma fram' 15 nem- endur úr eldri deild skólans, sem leika einleik eða samleik á trompett, óbó, fiðlu, celló og pianó. Efnisskráin er mjög fjölbreytt en m.a. ver.ða verk eftir J.S. Bach, Hayden, Chopin, Bartók, Liszt og Saint- Saens. Velunnarar skólans eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. ericlur ^ Auglvsingar, sem eiga ao koma í blaAinu i sunnudogum þurfa aft herast fvrir kl. 4 á föstudögum. \u%',\.stufa Tiinans cr i Kank»hlræti 7. Slmar: 19523 - 18300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.