Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 15
.K‘Y*}I ipni *' ni'icliu'O'i" i Laugardagur 6. mai 1972. y V- 1 .','1 rl' TÍMINN 15 Sýning á verk'um nemenda i barna- og unglingadeildum Myndlistar- skólans i Reykjavik verður i Asmundarsal um heigina. t þessuni deild- um eru börn á aldrinum 5 til 15 ára. Sýndar eru teikningar, vatnslita- myndir og fjölbreytilegar leirmyndir. Kennarar i fyrrgreindum deildum skólans eru Fjóla Rögnvaldsdóttir og Anna Þóra Karlsdóttiiisem eru á myndinni. Sýningin verður opin kl. 4 til 10 á laugardag og 2 til 10 á sunnudag. Aðgangur er ókeypis. (Tima- mynd Gunnar) Fræðsluriti um ávana- og fíknilyf dreift í framhaldsskóla Menntamálaráðuneytið hefur, i samvinnu við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og dóms- og kirkjumálaráðuneytið, gefið út fræðslurit varðandi ávana- og fiknilyf og efni. Höfundur ritsins er dr. Þorkell Jóhannesson prófessor. Fræðsluriti þessu verður dreift til nemenda og kennara i skólúm ofan skyldunáms. Einnig veröur ritið fáanlegt hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins Skálholtsstig 7, Reykja- vik. Hafði Jósep ástæðu Framhald af bls. 1. — Það kom fram i ræðu yðar i dag á Alþingi, að gert er ráð fyrir, að á vegum rikisstjórnarinnar verði útvegað lán til að endur- byggja dráttarbrautina á Akra- nesi. t Morgunblaðinu i gær kem- ur fram, að framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jósep H. Þorgeirs- son, er ekki ánægður með frammistöðu ykkar i þessu máli. Hvað viljið þér um þetta segja, fjármálaráðherra? — t fyrsta lagi vil ég segja það, að ég varð meira en litið undrandi yfir þessu viðtali við Jósep H. Þorgeirsson, er birtist i Mbl. á fimmtudaginn. Ég gerði boð fyrir þá feðga hjá dráttarbrautinni s.l. miðvikudag, og þeir áttu viðræð- ur viö mig rétt fyrir hádegi þann dag, þar sem ég skýrði þeim frá fyrirætlunum rikisstjórnarinnar og þeirri fyrirgreiðslu, sem þeir gætu vænzt frá hennar hendi i sambandi við endurbyggingu á stöðinni. Var ákveðið, að þeir létu mig vita um afstöðu sina seinni hluta þessa dags eða daginn eftir, og það gerði Þorgeir með simtali um miðjan dag á fimmtudaginn. Ég skýrði þeim ennfremur frá þvi, að ég þyrfti að vita niðurstöð- ur þeirra áður en ég hefði fram- sögu um framkvæmdaáætlunina á föstudaginn, en þá myndi ég skýra Alþingi frá ákvörðuninni i málinu. Ég tók ekki fram i þessu samtali, að ég óskaði eftir þvi, að þeir skýrðu ekki opinberlega frá málinu fyrr en mér heföi gefizt kostur á að skýra frá þvi á Al- þingi, af þvi að ég taldi það svo sjálfsagða kurteisi, að ekki þyrfti orðum að þvi að eyða. Hins vegar virðist Jósep H. Þorgeirsson ekki telja slika málsmeðferð eðlilega eða æskilega. Það er hans að meta á hvern hátt hann vill koma fram við aðra menn, og mun ég ekki hafa afskipti af þvi, þó að ég hins vegar muni treysta honum með varúð, ef til viðskipta milli okkar kemur. — Það sem Jósep H. Þorgeirs- son er svo óánægður með, sagði fjármálaráðherra ennfremur, — er það, að á vegum rikisstjórnar- innar hefur verið lögð i það mikil vinna að kynna sér ástæður fyrir óhappinu og áætlun og tillögur við uppbygginguna. Þetta mun að sjálfsögðu kosta verulega fjár- muni og margs konar fyrirhöfn af minni hendi og annarra. Auk þessa var svo af rikisstjórnarinn- ar hálfu lagt fram fé til þess að aðstoða þá við að ná skipum þeim, sem höfðu lokazt inni i skipalyftunni þegar óhappið varð, og heppnaðist sú tilraun, þó að Jósep virtist ekki hrifinn af hug- myndinni, þegarJionum var til- kynnt um þá ákvörðun. — Til viðbótar þessu hefur svo af hálfu rikisstjórnarinnar verið útvegað lán að upphæð 23 millj. kr. til uppbyggingu stöðvarinnar, sem er hagstæðara heldur en hægter að fá á peningamarkaðin- um nú. Fyrst Jósep finnst svo litið til þessa koma, þeirrar 23 millj. kr. útvegunar af aðila, sem eðli málsins samkvæmt hefur ekki sérstaka ástæðu til að bjarga þessu fyrirtæki þeirra feðga og bæta aðstöðu þess, þótt það sé hins vegar gert vegna Akranes- kaupstaðar og þess fólks, sem hefur atvinnu við fyrirtækið, þá ætti slikum garpi, sem Jósep H. Þorgeirsson telur sig vera, ekki að verða skotaskuld úr þvi að út- vega það fjármagn, sem á vant- ar, til að koma fyrirtæki sinu i það horf, sem hann telur þörf á — en ætlar hins vegar öðrum að leysa fyrir sig. Ekki sizt þegar honum hefur að nokkru leyti verið bent á leiðir til þess. — Ég vil hins vegar i fullri vin- semd benda Jósep H. Þorgeirs- syni á það, að ég hef ekki, og ætla mér ekki, að taka að mér fjár- reiður þessa fyrirtækis. Hann þarf ekki að kviða þvi að vera ónáðaður af mér þess vegna. Ég lit ekki heldur svo á, að það sé hlutverk fjármálaráðherra að standa að fjármagnsútvegun fyrir einkafyrirtæki, þó að þau hafi orðið fyrir óhöppum, m.a. vegna þess að fyrirtækið var að öllu leyti ótryggt gagnvart skaðanum. — Ég minni Jósep H. Þorgeirs- son á það, að honum hafa ekki nægt 15 vikur til að leysa þann þátt, sem honum var i upphafi gert að leysa úr til úrlausnar sinu eigin máli. Honum virðist láta betur að vera með hnútukast til þeirra, sem lagt hafa fram margs konar fyrirhöfn til að leysa mál hans, þrátt fyrir næg verkefni og skyldustörf, sagði fjármálaráð- herra að lokum. Nemendur sýndir að starfi í 3 daga ÞÓ—Reykjavik. Undanfarin ár hefur Handiða- og myndlistarskólinn haldið sýn- ingu á verkum nemenda i lok hvers skólaárs, og hefur sú sýn- ing jafnan verið kölluð vor- sýning. Að þessu sinni fellur vor- sýningin niður, en i stað þess verður skólinn öllum almenningi opinn i þrjá daga, og á fólk kost á að sjá nemendurna að störfum i skólanum, jafnframt þvi sem vetrarverk nemendanna verða sýnd. Fólk getur fengið nemendur til að teikna sig, og þar með séð hvað nemendur kunna fyrirsér i teikn- ingu. Einnig er hugmyndin að hægt verði að sjá nemendur teikna og mála með fyrirsætur fyrir framan sig. Forráðamenn skólans sögðu, að með þessu móti teldu þeir, að hægt væri að gefa fólki dálitla innsýn i skólastarfið, en skólinn er fjögurra vetra. Fyrstu tvö árin eru nemendur i forskóla, en siðan fara þeir i sinar sérgreinar. 100 nemendur hafa verið i skól- anum i vetur, en að auki hefur fjöldi fólks sótt námskeið á veg- um skólans. Skólakynning þessi var opnuð i gær. HESTAR og MENN Nýbreytni í dómum Nýbreytni var tekin upp við dóma á góðhestum, á fyrstu kappreiðum Fáks á nýja skeiðvellinum, þegarhann var vigður vorið 1971. Dómendur stóðu áður i einum hnapp og gáfu þannig einkunnir hverjum hesti fyrir sig, og höfðu möguleika á að bera sig saman hver við annan, eða þeir, sem óklárir voru, gátu haft hliösjón af þeim, sem næstir stóðu. Þar af leiðir að meiri möguleikar gátu verið til þess að hafa áhrif á, að vissir hestar væru ofar i dómum en aðrir. Þessi ný- breytni var fólgin i þvi, að dómendur stóðu með þó nokkru millibili meðfram ■hlaupabrautinni og gáfu hverjum hesti, sem framhjá var riðið, einkunn með þvi að rétta upp spjald með . þeirri tölu, sem þeir töldu að hest- inum hæfði i einkunn fyrir þessa eða hina gangtegund- ina. Þessi tilhögun virðist stór- um betri en eldri aðferðin, þótt hún hinsvegar útiloki ekki með öllu,að menn geti verið hlutdrægir vegna þess, að þeir hafa i höndunum skrá yfir menn og hesta, sem taka þátt i keppninni. Sennilega væri betra að þessir hestar væru bara með númeri, en þó ekki i neinu sambandi við röð i sýningar- skrá. Stærsti kosturinn við þessa einkunnagjöf er sá að allir geta fylgzt með hvernig hver og einn greiðir atkvæði hverjum hesti, en það virtist mjög breytilegt, eða réttara sagt menn virtust hafa mjög misjafnt vit á, hvað þeir voru að gera. Það fór ekki framhjá neinum glöggum manni, að Þjóðvegir Framhald af af bls. 1. Áætlað er hér, að innflutningur bifreiða 1972 verði alls tæplega 5300, aukist siðan ár frá ári og verði tæplega 6500 árið 1975. Þar af eru um 2000—3000 á ári vegna endurnýjunar. Á þessu ári er bifreiðafjöldinn áætlaður vera alls 53.737, þar af 47 241 fólksbifreið, en 1975 er áætlað að fólksbilarnir verði 56 006. Spáð er, að á þessu ári verði fluttar inn 4 770 bifreiðir, en 1400 afskráðar og ónýtar. 1975 er áætlað að flutt- ar verði inn 5 930 bifreiðir, en 1610 afskráðar. Er hér eingöngu átt við fólksbifreiðir. Flugstrætó Framhald af bls. 1. og tvær ferðir á sunnudög- um. Til Sauðárkróks verður flogið á mánudögum, mið- vikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Patreks- fjarðar verður flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Fagur- hólsmýrar verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Til Húsa- vikur á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Til Raufarhafnar og Þórs- hafnar á mánudögum og fimmtudögum. Ferðir milli Akureyrar og Egilsstaða verða á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. einn af dómendum skar sig úr með að þræða hinn gullna meðalveg i einkunnagjöfinni. en það var Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur. Aðrir voru nokkuð nálægt raunveruleikanum. En svo voru menn sem virtust svo langt frá réttu lagi að furðu sætti, og það þvi fremur, sem þarna var um að ræða menn sem oft höfðu verið i dóm- nefnd á hestamótum. Einn augljós galli var á tölum einkunna, að þær eru bara á heilum tölum, ekki á hálfri tölu, t.d. 6,7,8,9, i staðinn fyrir að bæta inn hálfum, t.d. 6, 6 1/2, 7, 7 1/2, 8, 8 1/2, 9, 9 1/2, o.frv. Sá munur getur verið á tveimur hestum miðað við sama gang, að ekki sé rétt- lætanlegt að gefa þeim sömu einkunn, en þó sé einn heill of mikill munur, og er þá gott að hafa þann hálfa. En sem sagt, mesti kosturinn er sá, að fólkið getur séð, hverjir hafa vit á þessum einkunnagjöfum og hverjir ekki. Smái. Hvítasunnuhátíð í kirkjum og Laugardalshöll ÞÓ-Reykjavik Æskulýðsráð Reykjavikur hyggst ekki hafa neina skemmtun i Saltvik að þessu sinni um hvita- sunnuna, heldur er ákveðið að hafa allar skemmtanir þess innan borgarmarkanna. Það, sem eink- um ræður þessu, er að hvitasunn- an er snemma að þessu sinni og unglingar flestir i prófum, og jörðin verður naumast orðin þurr og þétt. A blaðamannafundi með for- ráðamönnum Æskulýðsráðs var skýrt frá þvi, aö að þessu sinni mundi Æskulýðsrað og æskulýðs fulltrúar þjóökirkjunnar gangast fyrir samkomum i borginni 20. og 21. mai. Reynt verður að hafa á boðstólum efni, sem ungu fólki, og reyndar ýmsum öðrum, kann að þykja forvitnilegt. Samkomurnar hefjast laugar- daginn 20. mai með þvi, að kirkjuvökur verða i nokkrum kirkjum borgarinnar, en æsku- lýðsfulltrúar þjóðkirkjunnar standa fyrir vökunum. Þar fer lram söngur, hugleiðingar, tón- listarflutningur, bænastund o.m.fl. Gert er ráð fyrir, að vök- urnar standi yfir frá kl. 22.00 og fram eftir nóttu. Þessar vökur munu verða svipaðar i sniði og vökur þær, sem haldnar hafa ver- ið i kirkjum borgarinnar. A sunnudaginn 21. mai verður samkoma i Laugardalshöllinni frá kl. 17.00, og mun hún standa fram eftir kvöldinu. Þar verður tónlistarflutningur hljómsveita, — PÓSTSENDUM — m. a. mun hljómsveitin Náttúra sjá um 1 1/2 tima dagskrárþátt með frumsömdu efni og njóta til þess aðstoðar 6-7 hljóðfæraleik- ara. Einnig mun hljómsveitin Trúbrot koma fram og Mánar frá Selfossi. Litlar hljómsveitir munu flytja „kristilegt popp” og ungt fólk tjá sig um sjálft sig of lifið, Kennara- skólakórinn flytur nokkur lög, og Magnús og Johann frá Keflavik leika og syngja. Séra Bernharður Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, stjórnar samkomunni. Aherzla verður lögð á að hafa form samkemunnar sem frjáls- ast, þannig að gott samband verði á milli samkomugesta og flytj- enda. Aðgangseyrir verður kr. 150, og i hléi verða seldar veitingar. BIBLÍAN °g SALMABOKIN nýlci fást i bókaverzlunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG t$>u6Bran6öotofu II A 1.1. (> I I M t K I I K J U - REYKJAVIK DVÖL í SVEIT Vegna veikinda móöur óskast fyrir 12 ára dreng. Einnig fyrir 10 ára dreng. sem hefur yndi af skepnum. Upplýsingar i sima 40591.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.