Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. mai 1972, TÍMINN 9 — Mér finnst einkennandi fyrir þau hverfi, sem eru i uppbyggingu og þangað flyzt fólk viða að, hve lifið eða lifshættir allir eru lausir i reipunum, og auðvitað gætir þess hvað mest i fari barnanna. Hér virðist mér þetta vera að lagast og held þvi,að við séum i þessu efni komin yfir örðugasta hjallann. Unglingarnir nú finnst mér sizt erfiðari i meðhöndlun en þegar ég byrjaði að kenna fyrir seytján ár- um. B örn upp að þrettán ára aldri sækja yfirleitt vel skólann og eru stundvis, en þegar kemur á unglingastigið fer að bera á slapp- leika og óstundvisi og það er eins og þeim finnist hálfgerður nánasar- skapur að vera að fást um þótt nokkrum minútum muni á mæt- ingu. f tveim efstu bekkjum skyldu- námsins eru 163 nemendur. Hingað komu i haust yngstu börnin úr Gufunesi og koma til með að vera hér áfram. Einnig sækja skólann börn úr Smálöndunum og byggð- inni norðan Elliðaánna og upp að Geithálsi. Skólabill annast flutn- ingana. Ég held, að krakkarnir almennt geri sér ljóst, að tiðarandinn krefst þess að þeir læri, ,,en ég er ekki viss um,að allir foreldrar séu nægi- lega hvetjandi i þessu efni, en við- horf foreldranna hefur ákaflega mikið að segja fyrir afstöðu barn- anna. Kennararnir, sem hér vinna, eru ungt fólk. Sérstaklega samhentur og með eindæmum starfsviljugur hópur. Konur eru i miklum meiri- hluta. Jón skólastjóri sagði, að flestar ánægjustundir i Árbæjarskólanum væru tengdar samskiptum við fólk, og það er greinilegt, að fleiri i þeim skóla eru sama sinnis og hann. varður maður var þegar komið er i stofuna.þar sem Kristin Þorsteins- dóttir og Ólöf Harðardóttir, vinna með sex ára nemendunum. Þar skin gleði út úr hverju andliti, jafnt yfirmanna sem undirgefinna, ef það er þá hægt að flokka það þann- ig. Mér sýnist ungu konurnar ákaf- lega félagslegar i framkomu sinni við börnin. Þær virðast ekki vera i neinum vandræðum með að leið- beina þessu fólki fyrstu fetin á námsbrautinni. Ólöfu Harðardótt- ur hef ég ekki séð fyrr. En ég minn- ist þess, að þegar hún Kristin frá Geithömrum var að lesa undir landsprófið norður á Blönduósi, þá var hún aldrei úrræðalaus yfir verkefnunum sinum og ég á þess von,að i þvi efni sé hún ennþá sama sinnis. Þess verður maður var þegar komið er i stofuna, þar sem Kristin Þorsteinsdóttir og Ólöf Harðardóttir, vinna með sex ára nemendunum. Þar skin gleði út úr hverju andliti, jafnt yfirmanna sem undirgefinna, ef það er þá hægt að flokka það þannig. Mér sýnist ungu konurnar ákaflega félagslegar i framkomu sinni við börnin. Þær virðast ekki vera i neinum vandræðum með að lei- beina þessu fólki fyrstu fetin á námsbrautinni. Ólöfu Harðardótt- ur hef ég ekki séð fyrr. En ég minn- ist þess, að þegar hún Kristin frá Geithömrum var að lesa undir landsprófið norður á Blönduósi, þá var hún aldrei úrræðalaus yfir verkefnunum sinum og ég á þess von, að i þvi efni sé hún ennþá sama sinnis. Jú, þær kunna starfinu ágætlega. 1 næstu stofu eru þær svo meö sinn hóp, Olga Jónasdóttir frá Húsavik i Þingeyjarþingi og Helga Þorkelsdóttir frá Bolungarvik. — Jú þetta er liflegt og skemmti- legt starf. Foreldrar flestra þess- ara barna hafa komið hingað til okkar og vita þess vegna.hvað hér fer fram. v Það er ekki ástæða til að efast um það, að konur, sem rætur eiga i þessum tveim öndvegis byggðum, annarri þingeyskri en hinni vest- firzkri, séu fullkomlega starfi sinu vaxnar. Söngkennari Arbæjarskólans er Jón Stefánsson. Hann er Mývetn- ingur að ætt, og þau hjón, hann og Ólöf Harðardóttir. Nú er Jón hér með niu ára bekk. — Mjög góða krakka, segir hann. Það var ánægjulegt að byrja i nýjum skóla og fylgjast með og taka þátt i mótun hans. Mér finnst Arbæjarhverfið dálitið sérstakt samfélag. Það cr ekki raunveru- legt borgarhverfi, öllu fremur á mörkum þess að vera bæjarfélag með ýms dreifbýlissjónarmið. Mér likar mjög vel að vinna hér. Krakkarnir eru óþvingaðir, opnir og hreinskilnir — ef til vill dálitið óheflaðir og frekir sumir. En ég kann vel við hispurslaust fas þeirra. Yfirleitt er gott að eiga við þá. Auðvitað eru alltaf til undirtekn- ingar. En svoleiðis fólk vinnur ekki til þess, að orðstir þess sé á lofti haldið. 7—8 ára krökkum kenni ég dálitið á blokkflautu. Svo eru hér tveir kórar. t öðrum eru um hundrað börn, en i hinn hafa verið valin þrjátiu og fimm. Svo syngur auð- vitað allur skólinn í kennslustund- um.. Ég segi þeim frá tónskáldum og læt þau hlusta á tónlist. Einnig kenni ég þeim að þekkja hljóðfæri. En það er ekki mikið gert þegar hver hópur fær aðeins eina kennslustund á viku. Kalla má, að sú kynslóð, sem lifað hefur i landinu frá siðustu aldamótum hafi verið söngkynslóð, en-ekki haft þekkingu á tónlist né áhuga á henni. Framhald á bls. 10 Ólöf og Kristin. sýnt starfi minu skilning og áhuga. Hvað finnst þér um þau áhrif, sem það hlýtur að hafa á lifshætti barna, þegar foreldrarnir fara báðir til vinnu að morgni jafnt og börnin fara i skólann eða kannski fyrr, og koma ekki aftur inn á heimilið fyrr en að loknum vinnu- degi kl. 5—7 siðdegis? Þetta er vissulega miður heppilegt, sérstak- lega þegar i hlut eiga yngri börn. En hér virðist mér hafa dregið úr þvi að hjónin vinni bæði úti sam- timis. Hvað sem þvi veldur. Ekki þó að þetta sé ekki til, og i mörgum tilfellum af þeirri brýnu nauðsyn, að það er eina leiðin til að sjá heim- ilinu borgið. En hinu verður svo ekki neitað, að það er talsvert alvörumál, ef vinnukergjan þarf að ganga svo langt, að fjölskyldan á kannski litil samskipti önnur en þau að sofa i sama húsnæði, enda verður maður þess greinilega var, að börnin bera þess merki. Hjá þeim börnum, sem eiga gott heimili að að hverfa, skapast meiri festa en hjá hinum, þar sem einhvers konar los er á. En orsökin fyrir heimilislausung er ekki endilega alltaf útivinna for- eldranna. Tóbaksnotkun hefur færzt niður i yngri aldursflokka og eflaust færzt i vöxt fyrir aukin fjárráð. Ungiing- ar eru lika sjálfráðari um fram- ferði sitt nú en áður var. Af vin- nautn höfum við ekkert að segja a.m.k. ekki i sambandi við skóla- starfið. Flestir unglingar héðan fara til framhaldsnáms i Ármúlaskóla. Nútimaskóli getur aldrei verið i föstu formi á sama hátt og áður var. Rás timans er hröð, en henni verður hann að fylgja, þó með skynsamlegum hömlum. ' Ragnar Guðmundsson hefur ver- ið yfirkennari Árbæjarskólans i þvi nær briú ár. Ragnar Guðmundsson, yfirkennari. Margrét llallgrimsdóttir. I". r söng. Llklega getur hann einhvern tfma tekið lagið Olga og Helga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.