Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. mai 1972. TÍMINN Flugfélagið kaupir tvær Fokker-vélar frá Japan KJ— Reykjavík Flugfélag islands hef- ur sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem segir, að félagið hafi keypt tvær Fokker Friendship skrúfuþotur frá Japan. Landhelgisgæzlan á von á einni sams konar flug- vél þaðan iíka, svo að alls munu innan tíðar bætast þrjár Fokker-vél- ar i flugflota lands- manna. I fréttatilkynningu Fl segir m.a.: Flugfélag Islands hefur fest kaup á tveimur skrúfuþotum af gerðinni Fokker Friendship F-27 200 frá japanska flugfé- laginu All Nippon Airways. Verður önnur flugvélin afhent Flugfélaginu i Osaka i Japan þann 25. þ.m., en hin á sama stað þann 10. júli n.k. Flugvélar þessar eru af sömu gerð og þær tvær Fokker Friendshipvélar sem félagið á fyrir, að öðru leyti en þvi, að hreyflarnir i nýju flugvélun- um eru nokkru orkumeiri. Flugvélarnar voru smiðaðar á árunum 1964 og 1965 og hafa verið i innanlandsflugi i Japan frá upphafi. Sú flugvélanna, sem fyrr verður afgreidd, hef- ur aðeins flogið um 600 klst. frá klössun, og siðari flugvélin verður afhent Flugfélaginu nýklössuð. Kaupverð flugvélanna nem- ur um 70 millj. króna, og hefur Flugfélagið fengið lán hjá bandariskum banka fyrir 80% kaupverðsins, en staðgreiðir 20% af eigin fé. Með kaupum þessara tveggja skrúfuþota mun þjón- usta Flugfélagsins við farþega þess á innanlandsflugleiðum stóraukast. Fyrir skömmu seldi félagið aðra Cloudmasterflugvél sina Delta Airtransport flugfélag- inu i Belgiu, og hefur það fé- lag einnig sýnt áhuga á kaup- um á þeirri Cloudmasterflug- vél, sem enn er i eigu Flugfé- lags tslands. Enn eru i eigu Flugfélags Islands tvær flug- vélar af DC-3 gerð, sem hafa verið notaðar til innanlands- flugs allt frá árinu 1946, en þó i óverulegum mæli hin siðari ár. Með tilkomu tveggja F-27 Friendshipflugvéla til viðbót- ar þeim tveim, sem fyrir eru, munu DC-3 flugvélarnar hverfa úr áætlunarflugi innan- lands, og mun að minnsta kosti önnur þeirra sett á sölu- lista. Cloudmasterflugvélin, sem enn er i eigu Flugfélags- ins, verður i sumar notuð til Grænlandsflugs. Fragtflug ætlar að hefja áætlunarflug til Bankok Kylfingar syntu 200 m í Skotlandi Klp—Reykjavik. t fyrrakvöld kom heim frá Skotlandi 88 manna hópur tslend- inga, sem hafði dvalið i 8 daga i North Berwick við að leika golf og láta sér liða vel. Hópurinn bjó á gömlu og frægu hóteli, sem heitir Marine Hotel, og var þár m.a. mikil og góð úti- sundlaug. Var hún óspart notuð, m.a. til að synda 200 metrana, en það gerðu yfir 60 manns úr hópn- um. Annar fararstjórinn i ferðinni, Birgir Þorgilsson hjá Flugfélagi tslands, hafði með sér utan miða fyrir 200 metrana og var iðinn við að fá fólkið til að synda. Gekk það vel, enda margir tilleiðanlegir til að fá sér góðan sundsprett eftir að hafa arkað um alla þá frægu golf- velli, sem er að finna i North Berwick og nágrenni. ÞÓ—Reykjavik. Fragtflug h.f. ætlar nú að setjast á bekk með risunum á hinum alþjóðlega flugfarþega- markaði með þvi, að félagið ætlar að hefja reglubundið áætlunarflug milli Bankok i Thaiiandi og Keflavikur. Erlendis mun félagið fljúga undir nafninu Isavia Iceland, og hefur þaö ekki i hyggju að gerast meðlimur að IATA. Ekki verður Fragtflug eitt með ferðir á þessari leið, heldur mun það halda uppi þessum áætlunarferðum —¦ ef úr verður — i samvinnu við Air Siam. Flug- félögin hafa i hyggju að bjóða upp á lægri fargjöld milli SA—Asiu og Vesturheims, en þekkzt hafa fram til þessa. Fragflug hefur i hyggju að fá lendingarleyfi á fleiri stöðum i Asiu, og ef þessar ferðir takast vel, þá getur hér orðið um geysi- stbran markað að ræða, þar sem um það bil helmingur mannkyns býr i nágrenni Thailands. Brynjólfur Ingólfsson ráðu- neytisstjóri i samgönguráðu- neytinu sagði i viðtali við blaðið i gær, að Fragtflug hefði sótt um að ganga inn i loflferðasamninginn milli íslands og Thailands i nóvember s.l., en loftferða samningur þessi var gerður i janúar 1957, og hefur aldrei verið notaður. Sagði Brynjólfur, að félagið fengi þetta leyfi, enda væri þessi loftferðasamningur hagstæður á margan hátt, t.d. væri ekkert minnzt á miðaverð i honum. Ráðuneytið hefði leitað umsagnar Flugráðs og hefði það verið meðmælt jákvæðri afgreiðslu málsins, þrátt fyrir það, að islenzku flugfélögin, Loft- leiðir og Flugfelag tslands, hefðu verið á móti leyfisveitingúnni. Eina skilyrðið, sem ráðuneytið setti Fragtflugi, var að fljúga ekki á leiðum Loftleiða og Flug- félags Islands, og að auki, að hlutafé Fragtflugs yrði aukið, og að Loftleiðum og Flugfélagi Islands yrði gefinn kostur á a'ð kaupa 30% af hlutafénu. Arni Guðjónsson, stjórnarfor- maður Fragtflugs, sagði, að stjórn Fragtflugs væri búin að samþykkja skilyrði ráðu- neytisins, og að hann og Loftur Jóhannesson, framkvæmdastjóri Fragtflugs, myndu halda til Bankok um.helgina og ræða við forráðamenn Air Siam um sam- vinnu. Er þvi væri lokið, yrði ráðizt i að ræða við Loftleiðir, um að félagið annist fluginga á far þegum milli Keflavikur og New York. Sagði Arni, að það hefði aldrei verið hugmyndin að ræða við Loftleiðir fyrr en búið væri að ganga frá öllum atriðum varðandi flugið milli Thailands og Islands. Fragtflug hefur i hyggju, að leigja 1—2 þotur I fyrstu, koma þá helzt til greina þotur af gerð- inni DC—8 eða Boeing 707. Sigurður Magnússon, blaða- fulltrúi Loftleiða, sagði, að Flug- ráð hefði farið fram á umsögn Loftleiða um umsókn Fragtflugs og Air Siam á flugleiðinni Bankok—Keflavik. Þann 3. marz sendu Loftleiðir Flugráði bréf, þar sem stendur, að stjórn Loft- leiða telji sér ekki fært að mæla með, að leyfið yrði veitt. Þá kvað Sigurður engar við- ræður hafa farið fram milli Loft- leiða og Fragtflugs um áfram- haldandi flutning á farþegum milli Keflavikur og New York, hvað þá að einhverjir samningar hefðu verið gerðir. Sveinn Sæmundsson, blaða fulltrúi Flugfélags Islands, vildi ekkert um málið segja, er við ræddum við hann. Oþelló, síðusíu sýningar Óþelló verður sýndur i næst sið- asta sinn i Þjóðleikhúsinu næst komandi þriðjudag þann 9.mai og er það 17.sýning á leiknum. Það vekur jafnan mikla athygli,þegar verk eftir þann mikla snilling Shakespeare er sýnt á leiksviði hérlendis, en þetta er sjötta leik- ritið eftir þennan höfund, sem sýnt er i Þjóðleikhúsinu. Aðalhlutverkín Ó.elló ogjagó eru leikin af, Jóni Laxdal Hall- dórssyni og Gunnari Eyjólfssyni. Enn leiðrétting Þar sem leiðrétting sú, sem birtist i A málþingi i gær við fyr- irsögnina á þætti i fyrradag, komst ekki rétt til skila, skal það enn tekið fram, að umrædd fyrir- sögn átti að vera ,,Með höfuðið á hnakknum". Sumarveitingahús í Arnesi 24 ferðir í viku milli New York og Keflavíkur opnað AK—Reykjavfk — Um þessa helgi verður opnað i hinu nýja félagsheimili að Árnesi, Gnúpverjahreppi, sumar-' veitingahús og gististaður. Þetta nýja félagsheimili er eitthvert vandaðsta hús sinnar gerðar á landinu og aðstaða öll hin bezta til þess að veita bæði stórum ferða- hópum og einstaklingum ágæta þjónustu. Þaðan er skammt til hinna fegurstu staða, svo sem i Þjórsárdal, og umhverfið er að- laðandi. I Arnesi verður bæði hægt að fá góð tjaldstæði hið næsta húsinu, og örfá gistiher- bergi verða þar einnig til reiðu. ÞÓ—Rcykjavik. Sumaráætlun Loftleiða er komin út, og gildir hún frá 1. mai til 31. október. Loftleiðir hafa gefið út vandaðan bækling með sumaráætluninni, og er hann prentaður í litum. Þar getur að finna allar nauðsynlegar upp lýsingar varðandi flug með Loft- leiðum. Yfir háannatimann, sem er frá 27. mai til 15. september, munu Loftleiðir fljúga 17 vikulegar ferðir til og frá Luxemborg, og er það svipaður ferðafjöldi og á sama timabili i fyrra. Skandina- viuferðir verða nú sex I viku, og er það aukning frá þvi i fyrra. Þrjár ferðir verða farnar til og frá Osló, tvær milli Stokkhólms og Keflavikur og fjórar til og frá Kaupmannahöfn. Ein vikulega ferð verður til og frá Lundúnum. Sjálfskuldarábyrgð vegna skuttogarakaupa EB-Reykjavik. Samþykkt hefur verið sem lög frá Alþingi þess efnis, að rikis- stjórninni sé heimilt gegn þeim tryggingum, sem hún metur gild- ar, að veita sjálfskuldarábyrgð á lánum til kaupa á skuttogurum. Ábyrgð má veita fyrir allt að 80% af kaupverði skuttogara. Sú breyting verður á Lundúna- fluginu, að frá og með 6. mai verður hætt að fljúga til Gatwick flugvallar, en farið til og frá Heathrow. Á háannatimabilinu fljúga Loftleiðir 24 ferðir i viku milli Keflavikur og New York og 24 milli Keflavikur og áætlunar- stöðva Loftleiða i Evrópu. Þá er reiknað með, að farnar verðí nokkrar aukaferðir i ágúst- mánuði á Luxemborgarleiðinni, eins og undanfarin ár. Þotur verða nú notaðar á öllum áætlunarleiðum Loftleiða. 1 SkandinaviU- og Bretlandsferðir verður notuð ein þota af gerðinni DC-8-55, sem tekur 161 farþega, nema á sunnudögum, þá verður stærri þota notuð á leiðinni Kaup- mannahöfn — Keflavik. Þrjár 249 farþegaþoturaf gerðinni DC-8-63 verða i förum á Luxem borgar —New York leiðinni. Ein,DC-8-63 þota verður notuð til ferða International Air Bahama milli Nassau og Luxemborgar. Fer hún sex ferðir i viku þá leið. I sumar verða starfandi 29 áhafnir hjá Loftleiðum, og gert er ráð fyrir að um 180 flugfreyjur starfi hjá félaginu. Hjá Air Bahama verða fimm áhafnir. Pyngjupóliiik t frægri visu segir: Ekki sér hann sina menn, svo hann slær þá lika. Þannig er farið meirihluta borgarstjórnar Reykjavikur um þessar mundir. Það er :i valdi þess meirihluta, sem ræður borg- inni, að ákveða framkvæmdir og allan tilkostnað með hliðsjón af þvi, hvað fært er að leggja á borgarbúa. Sé skynsamlega á málum haldið, er hægt að nota heimildir i lögum til afsláttar á opinberum gjöldum, en sé eyðsl- unni ekki stillt i hóf, mæðir hún auðvitað af auknum þunga á borgarbúum, þ.e. skatt- borgurum. Borgarstjórnarmeiri- hlutinn i Reykjavik hefur nú ákveðið framkvæmdir og eyðslu til hins ýtrasta. Gæti einhver haldið, að eftir tólf ára hæga ferð, hefði einhver slegið i drógina með þeim afleiðingum, að hún ólmast nú fram um holt og hæðir. Hafi verið slegið í drógina, þá hefur það ekki einungis verið gert til að flýta feröinni. Borgar- stjórnarmeirihlutinn i Reykjavik er skipaður mönnum, sem eru i stjórnarandstöðu. Sú pólitiska afstaða þeirra er þyngri á metunum en skynsamleg stjórn borgarinnar, þegar kcmur að þvi að ákveða framkvæmdir og útgj. Þetta er sorgleg staðreynd fyrir borgarbúa. Þeir eiga ekki yfir sér ' borgarstjórnarmeiri- hluta, sem fyrst og fremst cr að hugsa um hag borgarinnar, heldur menn, sem eru að puða i stjórnarandstöðu, og iiggur þvi á þvi, að borgararnir „verði fyrir barðinu á rikisstjórninni", finni hvað álögur hennar eru þungar — og fái að kenna á því, að viðreisnarstjórnin cr ekki lengur víð völd, þegar lita mátti á fram- kvæmdir borgarinnar skyn- samari augum. Stjórnarandstaðan er auðvitað sjálfráð að þvi, hvernig hún hagar sinni pólitik, en hún getur ckki hcfnt sin á stjórninni með þvi að hefna sin á borgurunum. Sú stefna borgarstjórnarmeiri- hlutans að þenja framkvæmdir og fjárútlát til hins ýtrasta, ofan á þau vandkvæði, sem fylgja þvi að hafa tekið við óleystu efnahags- dæmi viöreisnarstjórnarinnar, sýnir aðeins, að áhrif viðreisnar- stjórnarinnar eiga að ná til okkar út yfir gröf og dauða hennar. t stað |icss að fara hóflcga að öllu og auðvelda borgurunum að borga sinn hlut í „hrollvekjunni", skal leitað gifurlegra hefnda. Sjóðum borgaranna skal fórnað á altari stjórnarandstöðunnar, vegna þess að borgarstjórnar- meirihlutinn hefur ekki annað handært. Honum virðist ósárt, þótt þessi pyngjupólitik hitti þá fyrst fyrir sem hafa treyst þeim , til að fara með stjórn borgar- innar, en hvergi falið þeim að reka einskonar skattheimtulegan skæruhernað á kostnað kjósenda. Svarthöfði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.